Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál
4.8.2012 | 09:26
Frakkland á leiðinni í hyldýpið
Eftir að fregnir berast af lækkun lánshæfileika 15 ítalskra banka kemur röðin næst að Frökkum. Franskir bankar eru þungt settir vegna evrukreppunnar í Suður-Evrópu og lánakjör þeirra geta ekki haldið áfram án þess að vextir hækki. Hagnaður bankanna hrynur, t.d. tilkynnti Société Général-bankinn um 42% minni hagnað á öðrum fjórðungi ársins miðað við sama tíma í fyrra. Alcatel-Lucent kynnti um tap upp á 254 milljónir evra á öðrum ársfjórðungi.
Stóraukið rekstrartap stórra iðnaðarfyrirtækja í bílaiðnaði og öðrum greinum leiðir í byrjun til uppsagna fólks í tugþúsundatali. Peugot tapaði nettó strax undir einum milljarði evra á fyrri helming ársins og segir upp 8000 í Frakklandi í fyrstu uppsagnarlotunni. Saint-Gobain, eitt af stærstu fyrirtækjum heims á sviði glerafurða og annarra sérefna, missti 34% af tekjum á fyrstu sex mánuðunum miðað við sama tíma í fyrra. Hjá Renault lækkuðu tekjurnar yfir 1,25 milljarða evra. Sementsframleiðandinn Lafarge tapaði heilum 72% af hagnaði og ætlar að segja upp yfir 5000 manns í Frakklandi. Flugfélagið Air France-KLM tapaði 895 milljónum evra á öðrum ársfjórðungi í ár.
Samtímis hefur franska ríkisstjórnin þurft að endurskoða og skera niður allar tölur um hagvöxt, sem eru í augnablikinu um 0,3%. Ekki er ólíklegt að þessar tölur breytist hratt komandi mánuðina, þegar kreppan nær tökum á frönsku efnahagslífi. Ríkisstjórn Hollande segist vilja koma hjólunum í gang en há skuldastaða Frakklands nær brátt 90% af þjóðarframleiðslu og verður ekki aukin nema með ærnum vaxtahækkunum, sem setja þá Frakkland í sömu stöðu og Ítalíu og Spán. Aukinn kostnaður vegna atvinnuleysis eykur heldur ekki svigrúm ríkisstjórnarinnar til að koma með nýjar endurbætur. Hollande hefur hækkað skatta til að auka tekjur ríkisins í stað þess að draga niður útgjöldin. Það mun leiða til minni neyslu og samfara minni tekjum heimilanna verður útkoman vel þekkt: neikvæð hringiða beint í hyldýpið.
Hrun bílaiðnaðarins kemur til með að kosta minnst hálfa milljón manns atvinnuna, segir Bloomberg og bendir á erfiðleikana hjá Peugeot, Citroën og Fíat. EF það reynist rétt, þá hafa samtals 800 þús. manns misst atvinnu í greininni síðan 2007.
gs
![]() |
Lánshæfi 15 ítalskra banka lækkað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 20:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ekki meiri peninga frá Þýzkalandi til gjaldþrota evruríkja, Herra Draghi! er fyrirsögn þýzka Bild í dag.
Þessi skilaboð sýna, að þolinmæði Þjóðverja er á þrotum, vegna fyrirhugaðra stórkaupa Seðalabanka Evrópu á ríkisskuldabréfum gjaldþrota ríkja ESB á borð við Spán, Grikkland og næst Ítalíu. Seðlabankastjórinn lofaði stórt í fyrri viku og boðaði, að SE hefði möguleika á að fjármagna skuldabréfakaup í stórum stíl, sem nægði til að lækka lánavexti gjaldþrota ríkja.
Evrópuvaktin birtir frétt um málið í dag og vitnar í forsíðuleiðara Handelsblatt í dag, sem segir: Hlutverk SE hefur gjörbreyst undir forystu Marios Draghis [...] bankinn hefur orðið leynileg valdamiðstöð evru-svæðisins. [...] Stjórnmálamenn eru ekki lengur í forystu við að hemja kreppuna, forystan er hjá SE.
Carl Hammar, yfirmaður hjá fjármáladeild Skandinaviska Enskilda Banken segir í viðtali við Dagens Industri, Svíþjóð í morgun, að "Markaðurinn er mjög taugaóstyrkur núna. Yfirlýsingar Draghis í London í fyrri viku gaf of háar vonir. Áhættan á umtalsverðri óánægju er mikil."
Carl Hammar telur ekki, að það nægi fyrir Draghi að kaupa kreppuskuldabréf eða koma með ný lánatilboð. Carl Hammar varar við meiriháttar verðbréfafalli og stórhækkuðum vöxtum fyrir kreppulönd evrunnar, ef að Draghi tekst ekki að koma með nægjanlega kröftugar aðgerðir.
"Það þarf mun meiri og stærri aðgerðir en vaxtalækkunina í júlí. Vaxtavopnið er áhrifalítið núna. Það þarf allt önnur vopn," segir Hammer.
SE hefur áður í kreppunni keypt skuldabréf frá hrjáðum löndum evrusvæðisins fyrir 211 miljarði evra. Draghi, sem varð seðlabankastjóri haustið 2011, hefur þar fyrir utan dælt inn samanlagt um 1.000 miljörðum evra í ódýr þriggja ára lán í banka evrusvæðisins, til að auka fjármálagetu bankanna och áhættusækni þeirra.
Óhætt er að segja að taugatitringur fjármálamarkaða bregst við, hver svo sem útkoman á fundi dagsins með SE verður.
gs
![]() |
Mikil spenna í Evrópu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 12:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.8.2012 | 00:43
Gaspur umboðslauss ESB-vinar á ráðherrastóli, m.a. um evru, ESB-fjárfestingar og sjávarútveg!
Össur Skarphéðinsson hefur ekkert umboð til að þykjast fulltrúi íslenzkra viðhorfa til evrunnar og Evrópusambandsins. Samt segir hann "það skoðun Íslendinga að þeir geti ekki haldið áfram inn í framtíðina með núverandi gjaldmiðil. Þeir þurfa nýjan gjaldmiðil sem verður stöðugur eins og evran verður í framtíðinni." -- Þetta er EKKI skoðun Íslendinga, við vitum nú betur: það horfir ekki vel fyrir "stöðugleikann" á evrusvæðinu, þetta er eitt mesta óróasvæði heimsins nú um stundir! -- jú, í efnahagsmálum (ekki stríðs), en fátt jafnast á við þann óróleika í heimi hér á því sviði.
Innantómt er því gaspur þessa einsýna utanríkisráðherra á frönsku sjónvarpsstöðinni France24 um gjaldmiðilsmálin, og það sama á við um þetta:
- Össur sagði ennfremur að Íslendingar þyrftu á erlendri fjárfestingu að halda og reynslan sýndi að þegar lítil ríki gengu í Evrópusambandið ykist [fjárfesting frá hinum ESB-ríkjunum (á hér líkl. að standa, innsk. jvj.)] og þá einkum frá öðrum ríkjum sambandsins. (Mbl.is.)
Það er kannski tími til kominn að minna Össur á, að Samfylkingin hélt því fram fyrir kosningarnar 2009, að "það lagast allt bara við það að sækja um"!! Ekki rættist það nú, og traustið á Íslandi jókst ekki hætishót við það, og halda mætti, að ESB vinni markvisst að því að brjóta niður sjálfstraust og sjálfstæðis-vitund okkar og -viðleitni með því að "kenna" okkur að haga okkur rétt með því að hneigja okkur fyrir ofurkröfum þess til makrílsins og með yfirgengilegri frekju á sviði ólöglegs áróðurs þess og sendiherrans Timos Summa hér á landi. ENGAR nýfjárfestingar frá ESB-ríkjum fylgdu í kjölfar umsóknarinnar, þótt einnig Össur hefði verið með þessi ódýru áróðursbrögð að veifa miklum ávinningi bara af umsókninni sjálfri!
Hér má ennfremur vitna í orð Jóns Lárussonar lögreglumanns (sem ætlaði í forsetaframboð) á Moggabloggi hans:
Samfylkingin mun ásamt öðrum ESB-sinnum halda því fram að bara við það eitt að hefja viðræður, muni traust alheimsins aukast svo á okkur að gjaldeyrir muni fljóta inn í landið í formi erlendrar fjárfestingar, að öllum okkar áhyggjum muni verða varpað út í hafsauga. Bara það að hefja viðræður muni breyta öllu. ... Bara smá-pæling: Ef það að hefja viðræður er svona rosalega flott, af hverju eru fulltrúar alheimsins ekki á fullu að dæla pening inn í írskan og spænskan efnahag, þeir eru jú nú þegar inni??? Er fólk virkilega að halda það að fjárfestar vilji frekar fjárfesta hjá vonabís, heldur en þeim sem þegar eru komnir í klúbbinn? Írar hafa hafa ekki staðið frammi fyrir auknu fjármagni, heldur öfugt, erlend fyrirtæki hafa verið að loka starfssemi sinni í landinu með tilheyrandi atvinnuleysisaukningu.
Sjáið ennfremur ósvífin rökleysu-áróðurstök Össurar á því að glíma við spurningu fréttamanns France24:
- Spurður um mikla andstöðu við inngöngu í Evrópusambandið í röðum íslenskra sjómanna sagði Össur hana í raun ekki vera hjá sjómönnunum sjálfum heldur hjá útgerðarmönnum sem væru öflugustu andstæðingar inngöngu í sambandið á Íslandi. Þeir vilja sitja einir á Íslandi og ekki standa í neinni samkeppni, skiljanlega, sagði Össur.
Maðurinn á að vita, að 2/3 íslenzku þjóðarinnar eru andvígir "inngöngu" landsins inn í þetta Evrópusamband og að andstaðan er meiri, ekki minni, meðal sjómanna heldur en menntastétta, og ennfremur er meiri andstaða við allt hans ESB-brölt úti á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu. Það er því fáheyrð fölsun að láta sem sjómenn séu ekki jafnvel andvígari ESB-innlimun heldur en hið háa hlutfall meðal þjóðarinnar allrar. Þeir, sem eru mjög andvígir ESB-inngöngu, eru ennfremur um eða yfir fjórum sinnum fleiri en þeir, sem eru mjög hlynntir slíkri "inngöngu", sbr. hér!
- Þá hafnaði hann því sem goðsögn að miðin í kringum landið fylltust af togurum frá Spáni og Portúgal ef Ísland gengi í Evrópusambandið. "Þá goðsögn er aðeins hægt að drepa við samningaborðið."
Engin rök fylgja þessum fullyrðingum hans. Það er eins og hann þekki ekkert til grunnreglna Evrópusambandsins um jafnan aðgang ESB-þjóða að miðunum og aðrar íþyngjandi reglur þar, sbr. samantekt hér. Össur gengur ennfremur allsendis fram hjá reynslu Norðmanna í seinni "aðildar"-viðræðum þeirra 1993-1994, en þeir fengu þá engu þokað frá þessum grunnreglum, fengu aðeins örfárra ára aðlögunartíma, enda hafnaði norska þjóðin samningunum.
Þá er það ennfremur sjálfvalinn "strámaður" Össurar þegar hann slæst við þá sjálfvöldu karikatúr-hugmynd sína, hvort Íslandsmið "fyllist af togurum frá Spáni og Portúgal". Þau myndu seint "fyllast" og hlutirnir ekki gerast á svipstundu við innlimun í ESB, en nógu fljótt yrði þó einkarétti okkar varpað fyrir róða og hann fótum troðinn til þess að sjómenn sæju svo um, að ekki ætti Össur létt með að ganga glaðbeittur um meðal almennings.
- ... Þá er talað við Timo Summa, sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi, sem segir Evrópusambandið vinna að breytingum á fiskveiðistjórnunarkerfi sínu og óvíst sé hver niðurstaða þeirrar vinnu verði. Þannig að viðræðurnar [við Ísland] fara fram á grundvelli núgildandi löggjafar.
Vitaskuld, og það er fráleitt að tala, eins og sumir hafa gert, út frá skýjaborgum um hugsanlegar breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfi Evrópusambandsins, sem hugsanlega verði hugnanlegri okkur, þegar ekkert er ljóst um það, hvenær eða hvort slíkt komi til. Reyndar var kerfið yfirleitt endurskoðað á um 10 ára fresti, en sífelld enduruppstokkun þess myndi EKKI gefa Íslendingum neitt betra færi (miklu fremur síminnkandi) á því að verja sig og sín mið -- enda væru þau ekki okkar mið samkvæmt grunnsáttmálum Evrópusambandsins!
Jón Valur Jensson.
![]() |
Mögulegt eftir lausn evruvandans |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 01:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
31.7.2012 | 15:18
Traustið á ESB í sögulegu lágmarki
Síðasta skoðanakönnun framkvæmdastjórnar ESB EUROBAROMETER um eigið ágæti Evrópusambandsins sýnir, að á fimm árum hefur traust almennings á stofnunum ESB hrunið frá 57 % niður í 31 %. Frá síðustu mælingu haustið 2011 er fallið 3 %. Á sama tíma hefur framtíðarviðhorf almennings, sem árið 2007 var jákvætt hjá 52 % viðmælanda hrunið niður í 31 %. Neikvætt viðhorf til framtíðarinnar hefur tvöfaldast frá 14 % ár 2007 til 28 % ár 2012. Samkvæmt könnuninni vilja 52 % enn hafa evrópskt myntbandalag með einum gjaldmiðli evrunni á meðan andstaðan hefur aukist verulega og 40 % eru á móti ESB og evrunni. Þá er traust fyrir þjóðþingum og ríkisstjórnum einnig í sögulegu lágmarki skv. könnuninni.
71 % töldu efnahag eigin þjóðar vera alslæman á meðan 27 % töldu efnahaginn vera í góðu lagi. Mest var óánægjan 100 % í Grikklandi en minst 15 % í Svíþjóð. Á Spáni er 99 % óánægja, 97 % í Portúgal, 96 % á Írlandi, 93 % í Ungverjalandi, 92 % á Ítalíu, 91 % í Búlgaríu, og 90 % í Rúmeníu með Serbíu, Lettland, Litháen, Króatíu, Frakkland, Kýpur, Tékkóslóvakíu og Bretland á eftir. Ánægðastir með eigin efnahag eru 83 % Svía, 82% Lúxembúrgara, 77 % Þjóðverja, 68 % Finna ásamt Austurríki, Danmörku, Möltu, Hollandi, Eistlandi og Belgíu.
Flestir eða 45 % upplifa verðhækkanir/verðbólgu, sem mikilvægasta atriðið að glíma við í augnablikinu, 21 % atvinnuleysi, 19 % efnhagsástand eigin lands, 15 % eigin peningastöðu og 15 % heilbrigðis- og velferðamál.
Sem svar við spurningunni um, hvaða mál eru mikilvægust fyrir sérhvert land svöruðu 46 % atvinnuleysi, 35 % efnahagurinn, 24 % verðbólga, 19 % ríkisskuldir, 12 % heilbrigðis- og velferðarmál, 11 % glæpir, 9 % skattar, 9 % ellilífeyrir, 8 % innflytjendamál, 8 % menntun, 4 % híbýli, 4 % umhverfismál og 2 % hryðjuverk.
Þegar spurt var um, hvort efnahagskreppan hefði náð hámarki eða það versta væri eftir, halda 60 % að það versta sé eftir, sem er 8 % færri en í síðustu mælingu. 30 % telja að kreppan hafi þegar náð hámarki miðað við 23 % í fyrra. Yfir helmingur íbúa 21 ríkja ESB telur, að það versta sé eftir.
26.637 einstaklingar í ESB voru spurðir ásamt 6.091 einstaklingum í umsóknarríkjum þar af 500 einstaklingar á Íslandi eða samtals 32.728 einstaklingar.
Könnunina má nálgast hér.
gs
![]() |
Atvinnuleysi aldrei meira í evrulöndum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 15:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.7.2012 | 23:00
"Upplýsta umræðan" II
"Gott og vel ... lítum á örfáar staðreyndir um Evrópusambandið," segir Vilhjálmur Kjartansson.
- "Verð á matvöru er mismunandi innan ESB,
- vaxtastig og lántökukostnaður er mismunandi milli svæða og landa,
- Ísland og Noregur hafa ekki tekið upp nema rúm 6,5% af regluverki ESB samkvæmt athugun beggja ríkja,
- í dómi Evrópudómstólsins sem nefnist Costa gegn Enel voru staðfest forgangsáhrif Evrópulaga yfir landslögum aðildarríkja ESB,
- í 288. gr. TFEU-sáttmálans eða Lissabon-sáttmálans er kveðið á um bein lagaáhrif reglugerða ESB, þ.e. þær hafa samtímis gildi í öllum aðildarríkjum án aðkomu þjóðþinga sem hreinlega er meinað að taka upp gerðirnar af eigin frumkvæði.
- Ísland er aðili að fleiri fríverslunarsamningum í gegnum aðild sína að EFTA en Evrópusambandið, innganga takmarkar því alþjóðlega verslun.
- Áhrif og völd smáríkja fara minnkandi í sambandinu,
- yfir 80% fiskistofna ESB eru ofveiddir samkvæmt eigin skýrslu sambandsins.
- Lissabon 2000-markmið sambandsins áttu að færa ESB-ríkin nær Bandaríkjunum, en árið 2000 voru þjóðartekjur á mann 18 árum á eftir Bandaríkjunum, framleiðni 14 árum og rannsóknir og þróun 23 árum á eftir samkvæmt EuroChambres.
- Í dag eru þjóðartekjur [í Evrópusambandinu] á mann 22 árum á eftir, framleiðni 20 árum á eftir og rannsóknir og þróun 30 árum á eftir Bandaríkjunum.
- Gallinn við þessa upptalningu er að hún flokkast ekki undir upplýsta umræðu. Hún er nefnilega ekki í glansbæklingum ESB."
Þannig ritaði Vilhjálmur Kjartansson í pistli í Mbl. 21. þ.m. (sbr. hér).
30.7.2012 | 21:07
"Upplýsta umræðan"
- Ekki vantar fjármagnið og bæklingana frá ESB en upplýsta umræðan lætur samt standa á sér. Daglegur fréttaflutningur af mögulegu hruni evrunnar, auknu framsali fullveldis eða valds aðildarríkja til sambandsins og hruni nærri allra fiskistofna innan lögsögu sambandsins uppfyllir ekki skilyrði hinna malandi stétta um upplýsta umræðu. Kannski er það ástæðan fyrir því að ríkisfjölmiðlarnir hafa látið kyrrt liggja og segja ekki frá ástandinu í ESB.*
- Evrópusambandssinnar kalla eftir upplýstri umræðu um sambandið og margir þeirra saka þá sem ekki vilja inn í skuldabandalagið um áróður og einangrunarstefnu. Gott og vel, látum þá af háðinu og lítum á örfáar staðreyndir um Evrópusambandið ...
Þetta eru glefsur úr frábærum pistli efir Vilhjálm Kjartansson í miðopnu Morgunblaðsins laugardaginn 21. júlí sl. Þið fáið brátt meira af þessu að heyra ..... já hér er framhald!
* Þetta hefur reyndar svolítið breytzt síðustu vikurnar, því að ekki er lengur unnt að þegja um ófarir evrunnar og evrusvæðisins og standandi vandræði í lausn þeirra mála í sundurþykku Evrópusambandinu. (Aths. JVJ.)
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 23:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.7.2012 | 09:52
Núverandi kreppa er bara upphitun, segir fulltrúi fjárfesta
Núverandi kreppa er bara upphitun, segir Steven Desmyter hjá alþjóðlega fjármálafyrirtækinu Man Investments í viðtali við Sænska Dagblaðið 26.júlí.
Fallandi verðbréfamarkaðir, háar atvinnuleysistölur og neikvæð þjóðarframleiðsla á mörgum stöðum, nýlega með svokölluðu "double dip" í Bretlandi, einkenna efnahag heimsins síðustu árin.
Steven Desmyter er yfirmaður Norrænu- og Benelux deildar MAN Investments og hann telur, "að þetta er bara upphitunin eins og ég sé það. Staðreyndin er sú, að það er ekki einu sinni byrjað að framkvæma nauðsynlegar endurbætur enn þá."
"Hinn beiski sannleikur er sá, að við höfum alltof háa skuldastöðu í heiminum. Sem heldur áfram að stækka. Jafnvel lönd eins og Svíþjóð var með fjórum sinnum meiri skuldir en þjóðarframleiðslan í júní 2007. Í júní í ár voru skuldirnar 470%." (Samanlagðar skuldir ríkis, banka og fjármálafyrirtækja, sjá athugasemd neðar á síðunni/gs).
Steven Desmyter telur, að til þess að efnahagur heimsins komist aftur í jafnvægi og til að komast hjá "geysilegri verðbólguáhættu" þarf skuldabergið að lækka þannig að það verði að hámarki um 150 - 200% af þjóðarframleiðslunni. Og það gerist ekki sársaukalaust.
"Það er engin skyndilausn til. Við verðum að gera uppbyggilegar endurbætur á kerfinu í öllum heiminum. Það er heldur ekki hægt að lækka alla gjaldmiðla samtímis. Vextirnir eru komnir að núllinu svo ekki er hægt að lækka þá heldur. Það má segja, að bensíntankurinn sé að verða tómur," segir Steven Desmyter.
Það eina, sem er eftir, er niðurskurður. En það er mjög erfitt sjtórnmálalega að minka skuldsetninguna með meira en 10 % árlega og þá tekur það um 10 - 15 ár, að koma á jafnvægi. Því miður vantar stjórnmálalega samstöðu til að gera það, telur Steven Desmyter.
"Ef Þýzkaland og Frakkland komast ekki að samkomulagi getum við lent í hræðilegu ástandi."
Steven Desmyter telur það jákvætt, að Svíþjóð hafi ekki svo háa ríkisskuld, sem geri stöðu Svíþjóðar sterkari en margra annarra landa en það væri barnalegt að halda, að Svíþjóð komist undan án fórna.
"Við verðum að sjá yfir hyldýpið til að geta tekið þær ákvarðanir, sem þarf að taka. Við höfum sársaukafullt og mjög mikilvægt ferli framan fyrir okkur."
Aths. GS: Steven Desmyter talar um samanlagðar skuldir banka og ríkja, t.d. er ríkisskuld Svíþjóðar um 1000 miljarðir sek á meðan þjóðarframleiðsla Svíþjóðar ár 2011 var 3 492 miljarðir SEK, sem er meðal lægstu ríkisskuldarstöðu aðildarríkja ESB. Túlka má tillögur fjárfesta á borð við Steven Desmyter sem kröfu fjármálamarkaða til stjórnmálamanna, að þeir greiði götuna fyrir yfirtöku ríkja á skuldum banka og fjármálafyrirtækja og láti almenning vinna fyrir skuldunum í stað þess, eins og Íslendingar gerðu í Icesave, að láta banka og fjármálafyrirtæki sjálf taka afleiðingum eigin gjörða sinna.
gs
![]() |
51% Þjóðverja vill evruna burt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 09:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.7.2012 | 19:27
Evrusvæðisvandinn ESB að kenna
Victor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, eins "aðildarríkis" ESB, er ekkert að skafa utan af sannleikanum: Hann "sagði í dag að það væri Evrópusambandinu að kenna að ekki hefði tekist að leysa efnahagsvandræði Evrusvæðisins."
- Það verður að segjast eins og er: þessi kreppa er í raun kreppa Brussel, sagði Orban í ræðu sinni í Rúmeníu ... ESB væri aðalhindrunin í vegi þess að finna leiðir til þess að leysa efnahagsvandann. (Mbl.is, nánar þar.)
![]() |
Kennir ESB um áframhald kreppunnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt 29.7.2012 kl. 10:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.7.2012 | 23:52
Ólafur forseti: Þjóðinni best borgið utan við Evrópusambandið
- Mín afstaða hefur byggst á nokkrum atriðum. Eitt er að við erum hluti af Norður-Atlantshafinu og norðurhluta Evrópu. Nágranni okkar í vestri, Grænland ákvað að yfirgefa Evrópusambandið. Nágranni okkar í austri, Noregur, gekk tvisvar í gegnum þjóðaratkvæðagreiðslur um inngöngu í Evrópusambandið og mistókst í bæði skiptin. Ef þú ferð um alla norðanverða Evrópu frá Grænlandi gegnum Ísland, Bretland, Noreg, Danmörku og Svíþjóð er það ekki fyrr en á Finnlandi sem þú finnur evruríki."
Þetta sagði Ólafur Ragnar Grímsson í viðtali á sjónvarpsstöðinni France 24 í dag.
"Í reynd hefur nánast öll Norður-Evrópa ákveðið að halda í eigin gjaldmiðil og ef þú bætir við landfræðilegri staðsetningu okkar og hvernig nágrannaríki okkar hafa valið að fara aðra leið í gjaldmiðilsmálum og bætir svo við yfirráðunum yfir landhelginni og auðlindum landsins. Það hefur alltaf verið mitt mat að það væri betra fyrir Ísland, að þessu gefnu, að halda þjóðinni utan við Evrópusambandið, sagði Ólafur Ragnar.
Evran engin ávísun á árangur
Ég held að allir átti sig á því að einn mesti lærdómur sem Evrópuríkin geta dregið á undanförnum árum er sú staðreynd að evran sjálf er ekki ávísun á neinn árangur. Raunin er sú að evrusvæðið er það svæði sem hefur endurtekið þurft að horfast í augu við áhrif kreppunnar og hefur haldið fleiri neyðarfundi um gjaldmiðilinn en nokkurt annað svæði í heiminum, sagði Ólafur Ragnar þegar hann var inntur eftir því hvort evran væri ekki betri hér á landi í því ljósi að hér væri tíð verðbólga og háir vextir.
Krónan mikilvægur hluti af lausninni
Þegar bankarnir voru meðal stærstu fyrirtækja landsins var hægt að halda því fram að krónan hafi jafnvel verið hluti vandans. En það á ekki við lengur og við endurreisn landsins er það svo að krónan er mikilvægur hluti af lausninni. Sú staðreynd að með því að geta fellt gjaldmiðilinn gátum við gert útflutningsgreinarnar, orkugeirann, fiskinn, ferðageirann og tæknigeirann betur samkeppnishæfa og framsækna ..."
Sjá áfram þessa frétt á Mbl.is: "Sigur lýðræðislegrar byltingar".
![]() |
Sigur lýðræðislegrar byltingar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt 27.7.2012 kl. 00:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
24.7.2012 | 22:40
Spánn þarf um 550 miljarða evra fyrir afborganir af lánum, evran í sögulegu lágmarki
Fyrir utan fjármagn til gjaldþrota banka á Spáni, þarf Spánn að borga um 550 miljarða evra í vexti og afborganir á lánum næstu 2-3 árin. Vextir á ríkislán Spánar fóru yfir 7,6 % í dag og evran er nú í sögulegu lágmarki gagnvart flestum öðrum gjaldmiðlum heims (sjá fréttaskýringu Bloombergs).
Fer nú að þrengjast með "úrræði" stjórnmálaleiðtoga ESB, þegar markaðir taka dýfu við hvert nýtt "neyðarlánið" til ríkja ESB. Ný lán hækka skuldastöðu viðkomandi ríkis og ekkert óeðlilegt við það, að traust markaða sé víkjandi vegna óheyrilegrar skuldsetningar ríkja á borð við Spán, Ítalíu, Grikklands, Portúgals og fleiri ríkja. Reyndar eru aðeins fjögur ríki af 27, sem enn fullnægja "skilyrðum" Maastrichtssáttmálans um hámark skulda og hallareksturs ríkissjóðs og er þá til lítils að tala um "samband" eða "samkomulag" um að fylgja þeim reglum. Að því leytinu eru bæði myntbandalagið sem og Evrópusambandið fyrir löngu komið af braut og stefnan nú allt önnur en í upphafi var ákveðin.
Þar sem Þýzkaland hefur stærstu hagsmuna að gæta í evrusamstarfinu og "neyðar"lán ríkja ESB fer í afborganir af vöxtum og lánum, koma þeir peningar að mestum hluta til baka til stóru þýzku og frönsku bankanna. Stóru bankarnir setja greiðsluskilyrðin í samstarfi við stjórnmálamenn, sem fara fram á aðlögun ríkisfjármála skuldugustu ríkjanna. Þar með er verið að reyna að þvinga fram aukna samkeppnisgetu á sama tíma og fjárhagsgrundvöllur ríkja er reyrður niður. Þetta er sá ómöguleiki, sem evran býður upp á, þar sem ríki evrusvæðisins hafa engan gjaldmiðil eins og t.d. Íslendingar, sem þau geta lækkað til að aðlaga verð afurða að erlendum mörkuðum.
Samfara þessu skrúfstykki og dómínans þýzkra og franskra stórbanka, þrýsta stjórnmálamenn (aðallega Þýzkalands) á sköpun alríkis með sameiginlegri ríkisstjórn yfir löndum evrusvæðisins. Gangi það eftir verða lönd alríkisins að héruðum í nýju Stór-Þýzkalandi. Sjálfsagt verður heiti ESB notað áfram og breytir í raun ekki miklu miðað við ástandið í dag, að Þýzkaland ræður förinni hvort eð er.
gs
![]() |
Áfram verðfall vestanhafs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 23:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)