Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál
8.9.2012 | 12:42
Yfirlýsing Draghis eintómt bull
Þannig hefst blaðagrein Andreas Cervenka í Sænska Dagblaðinu í gær, þar sem hann býður lesendum blaðsins velkomna til Evrópu 2.0.
Teknókratjúnta ESB hefur skapað sjálfri sér verkefnið að bjarga evrunni. Tal Draghis um að ekki verði horfið frá evrunni er bull, þar sem það voru stjórnmálamenn sem tóku þá ákvörðun að taka upp hina sameiginulegu mynt og þess vegna er það stjórnmálaleg ákvörðun að leggja hana niður.
Cevenka er ekki náðugur í skrifum sínum og bendir á að orðin komi frá óvöldum búrókrata í SE á meðan Grikklandi og Ítalíu er stjórnað af skipuðum ríkisstjórnum tæknikrata og í Frankfúrt sitja búrókratar, sem leggja upp stefnuna að mestu leyti sjálfir. Ætlast er til að almenningur fylgi þægur á eftir.
"Þeir hugsa kannski, að gjaldið fyrir óskerta eiginfjárstöðu bankanna sé að nauðga þúsund ára gömlum lýðræðishefðum."
Eins og af hreinni tilviljun vill annar Maríó, þ.e.a.s. Monti forsætisráðherra Ítalíu, binda lýðræðislega valda fulltrúa annarra ríkja með þagnarskyldu, sem hindrar þá frá því að segja það, sem þeim finnst sjálfum. Seðlabankastjórinn Marío Draghi er að reyna að róa taugaveiklaða fjármálamarkaði sem fyrir löngu eru byrjaðir að undirbúa sig undir það, sem SE-bankastjórinn segir að aldrei geti gerst: Evran springur.
"Að kaupa ríkisskuldabréf leysir ekki aðalvandann, þ.e.a.s. þann grundvallarmismuninn sem ríkir í samkeppnisstöðu landa í suður og norður Evrópu. Áætlun Draghi & Co er að suðurríkin afhendi öll völd til Brussel og taki á sig ómanneskjulegan niðurskurð."
"Þess vegna er það alls ekki ólíklegt, að íbúar bæði norðurs og suðurs nái þeim stað að byrja velta því fyrir sér, að lífið er kannski miklu betra án evrunnar þrátt fyrir allt. Og meðfæddan hæfileika mannskepnunnar að hugsa frjálst getur ekki einu sinni valdamesti búrókrati heimsins drepið í dróma.
SEM BETUR FER!"
/gs
![]() |
Stórskotaárás á hendur skuldakreppunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 12:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.9.2012 | 21:08
Barroso, forseti framkvæmdastjórnar ESB, vill aukin völd til stofnana Evrópusambandsins, meiri samruna og MEIRA FULLVELDISFRAMSAL frá þjóðríkjunum
Þetta er nú hans helzti hjálpræðisboðskapur fyrir ESB, eftir að hafa lagt heilann í bleyti í sumarleyfinu: MEIRA FULVELDISFRAMSAL TIL ESB, MEIRI SAMLÖGUN OG SAMRUNA ESB-ríkjanna.
Þetta lagði hann skýra og þunga áherzlu á fyrir örfáum dögum í 1. ræðu sinni eftir fríið.
Um þetta er fjallað í frétt frá Eurobserver, sem frá er sagt í frétt á Mbl.is nú í kvöld (sjá tengil hér neðar).
- Barroso ... vill að Lissabon-sáttmáli Evrópusambandsins verði endurskoðaður í því ljósi,
sem ræddi um hér í upphafi, og áfram segir m.a. í Mbl.is-fréttinni:
- Yfirstandandi erfiðleikar hafa fært heim sönnur um takmörk sjálfstæðra aðgerða þjóðríkjanna. Endurnýja þarf Evrópusambandið og grundvallaratriði sáttmálans, sagði Barroso samkvæmt fréttavefnum Euobserver.com.
Sjá einnig hér í frétt á viðskiptafréttasíðu frá 1. þessa mánaðar:
- "MarketWatch, BRUSSELS--European Commission President Jose Manuel Barroso made his clearest call yet for fundamental change to the European Union treaties, saying Saturday the region needs "a leap in quality" in terms of integration.
- In a speech at a Yale Law School conference in The Hague, Mr. Barroso said the EU was facing a "make-or-br
- "Europe and the principles of the Treaty need to be renewed. We need more integration [samlögun, samruna Esb-ríkjanna], ... This European renewal must represent a leap in quality and enable Europe to rise to the challenges of the world today," he said.
Mr. Barroso, European Council President Herman Van Rompuy, European Central Bank President Mario Draghi and Jean-Claude Juncker, president of the euro-zone finance ministers grouping, have been charged with developing a blueprint for deeper regional integration by the end of the year.
However until now, many in Brussels, including at the EU's executive, were reluctant to dive into a contentious debate about changing the EU's basic treaties. Previous attempts at treaty changes, which need approval by each of the EU's 27 member states, have taken years and proven a distraction from efforts to improve the region's economy.
However, in his first major speech since returning from the summer break, Mr. Barroso said it was clear that the monetary union can only be protected if member states agree to a much greater pooling of sovereignty.
"The crisis has made it clear that we must not only complete the economic and monetary union, but also pursue greater economic integration and deeper political and democratic union with appropriate mechanisms of accountability," he said ..."
Sjá hér á MarketWatch:
http://www.marketwatch.com/story/barroso-signals-need-for-eu-treaty-changes-2012-09-01 (Leturbr. og hornklofa-aths. frá mér, JVJ.)
Hvað ætli Evrópusambandsinnlimunarsinnar segi nú við þessu öllu? Verður áfram haldið í einskærri afneitun eða héralegum feluleik í kringum staðreyndir um miðstýringarþróunina í ESB?
Jón Valur Jensson.
![]() |
Vill að stofnanir ESB fái aukin völd |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 22:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
3.9.2012 | 10:13
Afbakaðar kringumstæður, fjárglæframenn komast upp með glæpi. Viðtal við prófessor William Black.
Í viðtali við usawatchdog.com segir prófessor William Black, sem er Íslendingum að góðu kunnur vegna fyrirlestra um fjársvik í Bandaríkjunum og á Íslandi í kjölfar bankahrunsins 2008, að fjársvik séu ekki lengur glæpur, vegna þess að glæpamenn eru ekki sóttir til saka fyrir fjárglæpi og ganga lausir og haldi áfram iðju sinni.
William Black segir, að aðgerðir yfirvalda í Evrópu auki á kreppuna og skapi í raun efnahagslegar afbrigðilegar kringumstæður, sem vinni gegn efnahagslegum bata.
Viðtalið er um 20 mín. langt og má sjá hér fyrir neðan.
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 10:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Atvinnuleysi innan ESB eykst jafnt og þétt og hefur aldrei mælst hærra en í síðustu mælingu hagstofu ESB Eurostat. Verst sett eru ungmenni Grikklands, Spánar, Portúgals og Ítalíu með yfir helming án atvinnu á Grikklandi og Spáni.
Tölur Eurostat sýna aðeins hið opinbera skráða atvinnuleysi. Raunverulegt atvinnuleysi er mun hærra og hafa sumir nefnt allt að 25 miljónum manna í því samhengi. Það eru 75 atvinnulaus Íslönd í 27 ríkjum ESB.
Það er ótrúlegt að fylgjast með íslenskum aðildarsinnum banda þessum hörmungum frá sér eins og um vorþey sé að ræða. Hin skelfilega gríma kreppunnar læsir atvinnuleysisklónum í fólk, sem ekkert vill annað gera en sjá sjálfu sér og sínum farborða. Persónulegar hörmungar stundum með sjálfsmorði sem einu útgönguleiðina, sem fólk grípur til í hreinni örvæntingu eins og sést í stórauknum mæli í Grikklandi og á Spáni.
Allar innbyrðis félagslegar mótsetningar herðast og deilur brjótast út og ekki er víst að táragas dugi til og seilst verði í vopnin. Engu er líkara en að tíminn fyrir seinni heimstyrjöldina sé að byrja endurtaka sig.
Íslenskir "jafnaðarmenn", sem í dag eru mest samsettir af menntafólki án tengsla við vinnandi stéttir, virðast vera kaldir og hjartalausir. Þeir afneita með öllu, að til sé kreppa innan ESB. Hvað þá evrukreppa. Sjá þeir ekki örvæntingu fólksins? Sjá þeir ekki hungur barnanna? Hvaðan kemur blinda þessarra krata og hroki yfir öðrum? Er það fjarlægðin sem orsakar það? Eða er það blind hlýðni við "leiðtogann" og "flokkslínuna" sem er orsökin?
Víst er, að þessi raunveruleikafirring er allri þjóðinni til skaða vegna valdastöðu þessarra afneitunarsinna. Sem betur fer þekkir þjóðin sína vitund og hlýðir ekki blindingjum eins og sýndi sig í Icesave./gs
![]() |
Mesta atvinnuleysi síðan 1995 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 17:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.8.2012 | 22:50
Plan B, C, D og E í stað hins afleita plans A!
- Ef plan A felst í aðild að ESB þá hlýtur plan B að felast í því að ganga ekki inn í brennandi hús evrunnar og Evrópusambandsins. Þá er hægt að hrinda plani C í framkvæmd. Gera róttæka uppstokkun í ríkisrekstri og ná jafnvægi í fjármálum, tryggja jafnræði í lífeyrisréttindum, hefja litla atvinnurekandann aftur til vegs og virðingar, sækja fram með nýtingu orkuauðlinda og afnema gjaldeyrishöft í áföngum þar sem fyrsti áfangi er sá að heimila lífeyrissjóðum að fjárfesta í öðrum löndum. Samhliða verður að hlúa að vaxtarbroddum s.s. ferðaþjónustu og tæknifyrirtækjum ekki síst með því að tryggja þeim stöðugleika í skattareglum en hræra ekki stöðugt í lögum og reglum í þeim tilgangi að herða skatta- og eftirlitskrumlu ríkisins.
Þannig ritar Óli Björn Kárason í mjög athyglisverðri grein í Mbl. í dag: Plan B, C, D og E. Síðar í þeirri vel rökstuddu grein segir hann m.a.:
- "Þegar menn telja sig hafa fundið stórasannleika lausnina á öllum vanda verða þeir blindir á allt umhverfi sitt. Plan A aðild að Evrópusambandinu og upptaka evru er stórisannleikur Samfylkingarinnar sem hefur blindað forystu flokksins á þá ótrúlegu möguleika sem Íslendingar eiga. Verst er þó að í blindni sinni hafa samfylkingarmenn ekki sinnt mörgu öðru en sérstöku gæluverkefni forsætisráðherra um breytingar á stjórnarskrá. Af hverju ættu þeir að ómaka sig þegar lausnin er fundin?
- Í sjálfu sér er ekkert við því að segja að stjórnmálaflokkur leggi allt sitt traust á aðild að ESB. Vandinn er hins vegar sá að kostnaðinn greiða allir landsmenn í formi verri lífskjara. Allt er látið sitja á hakanum og reka á reiðanum. Plan A hefur reynst Íslendingum dýrkeypt."
Menn ættu að kynna sér tillögur Óla Björns, "plan B, C, D og E", en sú er lokatilaga hans að "koma fríverslun í norðurhöfum á fót. Við getum kallað það plan E," segir hann og vísar þar til fyrri tillagna sinna frá 2010 um að "taka upp viðræður við stjórnvöld í Noregi, Kanada, Bandaríkjunum, Færeyjum og Grænlandi um viðskipta- og öryggishagsmuni landanna vegna Norður-Íshafsins og gerð fríverslunarsamnings landanna." -- jvj.
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 22:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Michael Fuchs formaður þingflokks Kristilega demókrataflokks Angelu Merkels sagði í viðtali við BBC, að Grikklandi verði ekki gefinn frekari frestur til aðlögunar að kröfum þríeykisins: AGS, ESB og SE: "Við höfum þegar veitt miklu meiri frest en gert var ráð fyrir í upphafi." Fuchs gaf í skyn, að "allir séu nú undirbúnir" fyrir að Grikkland yfirgefu evrusvæðið. Hann bætti því við, að kanslari Þýzkalands Angela Merkel væri sammála þessu.
Irish Time skrifar um það í vikunni, að grískir bankar séu verstir innan evrusvæðisins að lána út fé til smáfyrirtækja. Þétt á eftir koma írskir bankar samkvæmt nýrri skýrslu Seðlabanka Írlands, sem bankasamtök á Írlandi hafa mótmælt. Írsk smáfyrirtæki eiga helmingi oftar á hættu að fá neitun láns en gengur innan evrusvæðisins (sjá frétt hér fyrir neðan). Eitt af hverjum fjórum fyrirtækjum er neitað um lán á Írlandi í samburði við eitt af 28 í Þýzkalandi. Útlán dragast saman jafnt og þétt í takt með að evrukreppan dýpkar./gs
![]() |
Grikkir vilja meira andrými |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 10:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.8.2012 | 20:49
Engar undanþágur frá reglum ESB í myndinni, a.m.k. engar varanlegar
- Það er að koma í ljós eins og reyndar flestir vissu að við erum ekkert að semja heldur að samþykkja allt sem Evrópusambandið krefst af okkur, segir Jón Bjarnason, þingmaður VG og fyrrv. sjávarútvegs- og landbúnaðaráðherra, en hann segir það ekki í myndinni að Íslandi fái sérstakar undanþágur frá almennum reglum ESB. Þetta hefur Evrópusambandið alltaf sagt og var skýr stefna frá sambandinu í þeim viðræðum sem ég átti við fulltrúa sambandsins sem ráðherra. Allar undaþágur sem menn eru að tala um hafa fyrst og fremst verið tímabundnar og minniháttar. Það er hin almenna regla og ESB hefur ekki vikið frá henni. Viðræðurnar snúast um það hverju Ísland þarf að breyta til að verða meðlimir, segir Jón. Að auki bendir Jón á að viðræður Íslands við ESB séu í raun og veru viðræður við 27 ríki ESB. Fáist einhver minniháttar undanþága er hún háð samþykki allra 27 ríkjanna. Þess vegna vildi ég hafa skilyrta umsókn frá upphafi en svör ESB voru skýr um það. Ísland er að sækja um aðild að ESB, ekki ESB um aðild að Íslandi, segir Jón.
Þetta var skýr og tímabær áminning frá Jóni Bjarnasyni í stuttu viðtali hans við Sunnudagsmoggann í dag: Óraunhæft að tala um varanlegar undanþágur frá reglum ESB.
Einna háskalegast yrði þetta sjávarútvegs- og auðlinda-hagsmunum okkar Íslendinga.
JVJ.
Utanríkisráðherra Finnlands, Erkki Tuomioja, talar nú fullum fetum um "að Finnar verði að vera því viðbúnir að evran líði undir lok sem gjaldmiðill" og að "allir leiðtogar ríkja Evrópusambandsins þyrftu að búa sig undir það að evrusvæðið liðaðist í sundur," en s.k. ráðherra ESB í Finnlandi "segir aftur á móti að það standi ekki til." (Mbl.is segir frá).
Alexander Stubb, ráðherra ESB, bregzt þannig við viðtali við utanríkisráðherrann í Daily Telegraph að segja, að orð hans "endurspegl[i] ekki afstöðu finnsku ríkisstjórnarinnar. Finnland stendur 100% á bak við evruna, segir hann í samtali við danska dagblaðið Politiken.
Þarna er því hvor höndin upp á móti annarri innan finnsku ríkisstjórnarinnar. Tuomioja utanríkisráðherra segir að vísu, að "færi svo að evran yrði aflögð, þá þyrfti það ekki að hafa neikvæð áhrif á ESB. Það gæti þvert á móti styrkt ESB, segir hann" (Mbl.is). En þá á hann sennilega við öðruvísi Evrópusamband en það valdþjöppunarsamband, sem ýmsir kommissararnir í framkvæmdastjórn hafa mælt eindregið með, auk valdhafa stærstu ríkjanna. Með þeirri valdþjöppun yrði gengið enn lengra í verki í fullveldisframsali en þegar hefur verið gert. Bretar, Finnar o.fl., hafa hins vegar viljað aðskilja sig frá þeim aukna samruna og valdsviptingu frá einstökum ríkjum í þágu miðstýrðs Evrópusambands.
Evrópusambandið er á krossgötum og veit varla sitt rjúkandi ráð. En valdsöfnunarmenn halda áfram að höggva í það litla lýðræðisumboð sem þar er enn að finna.
Jón Valur Jensson.
![]() |
Finnar ósammála um evrusvæðið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 10:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.8.2012 | 02:20
VG í Reykjavík: ESB stóð vörð um hagsmuni stórbanka og fjármagnseigenda - velti öllum kreppubyrðum á almenning
- "Nú þegar reynsla er komin á svokallaðar björgunaraðgerðir ESB í Grikklandi, og öðrum aðildarríkjum sambandsins sem glíma við afleiðingar hinnar alþjóðlegu fjármálakreppu, er ljóst að sambandið er ekki það skjól fyrir smáþjóðir sem margir sáu fyrir sér veturinn 2008-2009. Evrópusambandið hefur fyrst og fremst staðið vörð um hagsmuni stórbanka og fjármagnseigenda og velt öllum byrðum kreppunnar yfir á almenning, segir í yfirlýsingu frá stjórn Vinstri grænna í Reykjavík í gærkvöldi.
- Stjórnin fagnar þeirri umræðu sem nú á sér stað um aðildarumsókn Íslands að ESB og telur eðlilegt að jafn veigamikið mál, sem innganga ESB er, sé rætt á öllum stigum málsins. Þegar aðstæður og forsendur breytast er slík umræða enn mikilvægari. Í því ljósi þykir stjórn VGR það óeðlileg kreddufesta að neita að ræða af alvöru afstöðu til aðildarumsóknar að ESB í ljósi breyttra aðstæðna.
Þetta síðastnefnda, um kreddufestuna, beinist að Jóhönnu Sigurðardóttur, Össuri Skarphéðinssyni, Árna Páli Árnasyni o.fl. Samfylkingarmönnum, sem þverskallazt hafa við að viðurkenna staðreyndir, bæði um Evrópusambandið sjálft og vandræðaástandið þar, sem og um einbeitta andstöðu íslenzku þjóðarinnar gegn innlimun í það ríkjasamband, sem sækir nú enn meira í það en áður að verða miðstýrt sambandsríki.
- "Stjórn VGR er ekki ein um að telja að ekki sé bitið úr nálinni með framtíð Evrópusambandsins og á því bágt með að skilja hvers vegna samstarfsflokkur VG í ríkisstjórn þverskallast við að taka upp brýna umræðu um endurmat á fyrri stefnu, þegar öll rök og heilbrigð skynsemi mæla með því.
Loksins, allt frá 2009, fóru flokksstofnanir þar að tala af viti um málið.
JVJ.
![]() |
Segja Samfylkingu þverskallast |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 02:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.8.2012 | 19:23
Rúv: Blikur á lofti innan ESB (tími til kominn að viðurkenna það! en skoðið hér horfurnar!)
- "Undanfarin misseri hafa leiðtogar Sambandsins sjálfir sagt nauðsynlegt að auka samvinnu í efnahagsmálum. Það þýðir í raun aukið yfirþjóðlegt vald, í raun evrópskan fjármálaráðherra í Brüssel. Sambandið tæki á sig mynd sambandsríkis í stað ríkjasambands.
- Aukin samvinna kynnt fyrir áramót
- Olli Rehn, efnahagsmálastjóri sambandsins, hefur undanfarna daga veitt viðtöl um allan heim til að lýsa þessari framtíðarsýn. Fyrir áramót verði kynnt hvernig samvinnan verði aukin. Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Breta, sagðist í síðustu viku hafa af því miklar áhyggjur að Bretland gengi úr sambandinu yrði þessi leið fyrir valinu, þar sem almenningur myndi hafna henni í þjóðaratkvæðagreiðslu. Hætt er við að almenningur ætti víðar í erfiðleikum með að sætta sig við þessa lausn. Það er því ljóst að breytingar blasa við, en hverjar þær verða er erfiðara að segja til um. Enginn veit hvernig Evrópusambandið lítur út að ári." (Ruv.is og Sjónvarpsfréttir kl. 19 í kvöld, nánar hér: Blikur á lofti innan ESB; feitletrun með rauðu er mín, jvj.)
Fráleitt teljum við í Samtökum um rannsóknir á Evrópusambandinu (ESB) og tengslum þess við Ísland að leyfa inntöku íslenzka ríkisins í Evrópusambandið. Enn fráleitara er það augljóslega í flestra augum, þegar sambandið er á breytingaskeiði og virðist beinlínis stefnt í það af kommissörum sínum (eins og Rehn og Füle, auk Barrosos og Rompuys) að stórauka miðstýringu og yfirþjóðlegt vald ESB. Þeim mun meira yrði fullveldisframsalið, og síðan er alltaf hægt að halda áfram lengra, m.a. með því að nýta víðtækar valdheimildir Lissabon-sáttmálans til að ráðskast með orkuauðlindir meðlimaríkjanna.
Jón Valur Jensson.
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 19:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)