VG í Reykjavík: ESB stóð vörð um hagsmuni stórbanka og fjármagnseigenda - velti öllum kreppubyrðum á almenning

  • "Nú þegar reynsla er komin á svokallaðar björgunaraðgerðir ESB í Grikklandi, og öðrum aðildarríkjum sambandsins sem glíma við afleiðingar hinnar alþjóðlegu fjármálakreppu, er ljóst að sambandið er ekki það skjól fyrir smáþjóðir  sem margir sáu fyrir sér veturinn 2008-2009. Evrópusambandið hefur fyrst og fremst staðið vörð um hagsmuni stórbanka og fjármagnseigenda og velt öllum byrðum kreppunnar yfir á almenning,“ segir í yfirlýsingu frá stjórn Vinstri grænna í Reykjavík í gærkvöldi.
  • Stjórnin fagnar þeirri umræðu sem nú á sér stað um aðildarumsókn Íslands að ESB og telur eðlilegt að jafn veigamikið mál, sem innganga ESB er, sé rætt á öllum stigum málsins. „Þegar aðstæður og forsendur breytast er slík umræða enn mikilvægari. Í því ljósi þykir stjórn VGR það óeðlileg kreddufesta að neita að ræða af alvöru afstöðu til aðildarumsóknar að ESB í ljósi breyttra aðstæðna.“

Þetta síðastnefnda, um kreddufestuna, beinist að Jóhönnu Sigurðardóttur, Össuri Skarphéðinssyni, Árna Páli Árnasyni o.fl. Samfylkingarmönnum, sem þverskallazt hafa við að viðurkenna staðreyndir, bæði um Evrópusambandið sjálft og vandræðaástandið þar, sem og um einbeitta andstöðu íslenzku þjóðarinnar gegn innlimun í það ríkjasamband, sem sækir nú enn meira í það en áður að verða miðstýrt sambandsríki.

  • "Stjórn VGR er ekki ein um að telja að ekki sé bitið úr nálinni með framtíð Evrópusambandsins og á því bágt með að skilja hvers vegna samstarfsflokkur VG í ríkisstjórn þverskallast við að taka upp brýna umræðu um endurmat á fyrri stefnu, þegar öll rök og heilbrigð skynsemi mæla með því.“

Loksins, allt frá 2009, fóru flokksstofnanir þar að tala af viti um málið.

JVJ.


mbl.is Segja Samfylkingu þverskallast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Þetta sáu allir skynsamir menn fyrir löngu, löngu áður en VG léðu Samfylkingarþrjóskunni atkvæði sitt, en VG þverskallaðist við meirihluta þjóðarinnar og ekki hvað síst meirihluta kjósenda flokksins.

Tómas Ibsen Halldórsson, 16.8.2012 kl. 09:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband