Engar undanþágur frá reglum ESB í myndinni, a.m.k. engar varanlegar

  • „Það er að koma í ljós eins og reyndar flestir vissu að við erum ekkert að semja heldur að samþykkja allt sem Evrópusambandið krefst af okkur,“ segir Jón Bjarnason, þingmaður VG og fyrrv. sjávarútvegs- og landbúnaðaráðherra, en hann segir það ekki í myndinni að Íslandi fái sérstakar undanþágur frá almennum reglum ESB. „Þetta hefur Evrópusambandið alltaf sagt og var skýr stefna frá sambandinu í þeim viðræðum sem ég átti við fulltrúa sambandsins sem ráðherra. Allar undaþágur sem menn eru að tala um hafa fyrst og fremst verið tímabundnar og minniháttar. Það er hin almenna regla og ESB hefur ekki vikið frá henni.“ Viðræðurnar snúast um það hverju Ísland þarf að breyta til að verða meðlimir, segir Jón. Að auki bendir Jón á að viðræður Íslands við ESB séu í raun og veru viðræður við 27 ríki ESB. „Fáist einhver minniháttar undanþága er hún háð samþykki allra 27 ríkjanna. Þess vegna vildi ég hafa skilyrta umsókn frá upphafi en svör ESB voru skýr um það. Ísland er að sækja um aðild að ESB, ekki ESB um aðild að Íslandi,“ segir Jón.

Þetta var skýr og tímabær áminning frá Jóni Bjarnasyni í stuttu viðtali hans við Sunnudagsmoggann í dag: Óraunhæft að tala um varanlegar undanþágur frá reglum ESB.

Einna háskalegast yrði þetta sjávarútvegs- og auðlinda-hagsmunum okkar Íslendinga.

JVJ. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Við þurfum að láta rannsaka af hverju jón Bjarnason var látin fara ír embættinu. Það er útlit fyrir að ESB hafi haft þessi áhrif. Landsdómur á að fara í gegn um þetta mál.

Valdimar Samúelsson, 19.8.2012 kl. 21:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband