Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
28.10.2012 | 13:12
Ríkisfjármál Bandaríkjanna á leiðarenda

Bandaríska klukkan tikkar stanslaust með skuldaaukningshraða um 10 miljónir dollara á mínútu. Þú getur smellt til að sjá skuldaklukkuna hér.
Í grein Sænska Dagblaðsins 28. okt. skrivar Andreas Cervenka, að burtséð frá því, hver verði kosinn næsti forseti Bandaríkjanna, verði sá hinn sami að koma með beisk skilaboð til þjóðarinnar: Þið verðið að borga meira og fá minna. Sem sagt sömu skilaboð og þríeykið í Evrópu kemur með til landa eins og Grikklands, Ítalíu, Portúgals, Spánar og Írlands.
Ár 2007 sagði David Walker ríkisendurskoðandi USA í þættinum 60 minutes:
"Við þjáumst af efnahagskrabbameini. Það stækkar í okkur. Ef við förum ekki í meðferð mun það fá skelfilegar afleiðingar fyrir vort land."
Eftir að viðtalið var sýnt hefur ríkisskuld USA meira en tvöfaldast og skuldar hver Ameríkani meira en meðalárstekjur vinnandi manns. Þessi þróun hefur margversnað eftir að tenging dollars við gull var afnumin.
David Walker, sem í dag leiðir hreyfinguna Comeback America, segir að til þess að skilja stærð vandamálsins verði að leggja saman allar skuldbindingar ríkisins, t.d. lífeyrissjóði hersins og starfsmanna ríkisins og sér í lagi Medicare og velferðakerfið Social Security. Um þetta getur þú lesið á síðu samtakanna hér. Framundan er snarversnandi staða, sem hleypa mun skuldunum yfir 200 % af þjóðarframleiðslu og fjárlagahalla yfir 17 % komandi aldarfjórðung. Þá eru skuldabréf Medicare og Social Security ekki einu sinni tekin með í reikninginn. David Walker segir, að stjórnmálamenn, sem ekki vilja sjá vandamálið séu hluti vandans en ekki lausnarinnar.
"Sannleikurinn er sá að stærsti hallinn í landinu er vöntun á stjórnmálalegri leiðsögn."
Þegar Alan Simpson var spurður í samtali fyrir nokkru, hvað fólk ætti að gera, ef stjórnmálamennirnir geri ekkert í málunum, svaraði hann án þess að hugsa sig um:
"Fáðu þér helli í fjöllunum og lærðu að lifa á vatnsgraut og berjum."
![]() |
New York Times styður Obama |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.10.2012 | 07:41
Ríkisstjórn í bjölluati hjá þjóðinni
Evrópuvaktin skýrir frá því 26. október, að komið hafi fram í skriflegu svari Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra við fyrirspurn frá Atla Gíslasyni alþingismanni sem lagt var fram á þingi fimmtudaginn 25. október, fimm dögum eftir að ríkisstjórnin lagði fyrir þjóðina spurningar í skoðanakönnum um afstöðu til nýrrar stjórnarskrá að:
"Ekki liggur fyrir nein stefna hjá forsætisráðherra eða ríkisstjórninni um hvaða breytingar gera þurfi á stjórnarskránni fyrir eða í kjölfar hugsanlegrar inngöngu Íslands í Evrópusambandið."
Kom fram að ríkisstjórnin hefur sér til ráðgjafar og stuðnings sérstakan hóp um lagaleg málefni sem "vinni að samantekt varðandi álitamál um stjórnarskrárbreytingar." Björg Thorarensen, lagaprófessor við Háskóla Íslands, er formaður hópsins og jafnframt einn varaformanna viðræðunefndar Íslands við ESB. Hópurinn kom síðast saman 9. janúar í ár.
Stóra spurningin eftir þessar upplýsingar er, hvers vegna það er Jóhönnu Sigurðardóttur og flokki hennar svo mikið kappsmál, að tillögur Stjórnlagaráðs, sem ekki má gera neinar efnislegar breytingar á, á að keyra með látum gegnum Alþingi og kasta framan í kjósendur í Alþingiskosningum næsta vor fyrst til er "alvöru" stjórnarskrárhópur, sem vinnur að "álitamálum" um stjórnarskrárbreytingar.
Á sama tíma og verið er að afnema stjórnarskrá lýðveldisins fyrir nýja ESB-stjórnarskrá með hávaðalátum og stjórnarskrárbroti með ólöglegri kosningu til stjórnlagaþings, skipun stjórnlagaráðs með sama fólkinu til að sniðganga niðurstöður Hæstaréttar kemur forsætisráðherrann fram og talar um sjálfa sig sem arftaka Jóns Sigurðssonar og vitnar í aðra nefnd, sem gera á breytingar á stjórnarskránni fyrir ESB.
Stjórnlagaráð hefur breytt þjóðfundi 2010 í betra bjölluat en bjölluat ríkisstjórnarinnar í Brussel með "kíkja í pakkann" umsóknina. Þjóðinni var þá sagt, að ekki væri verið að sækja um aðild Íslands að ESB, sem komið hefur skýrt í ljós að var og er haugalygin uppmáluð.
Nú er þjóðinni sagt, að tillaga stjórnlagaráðs, sem formaður Samfylkingarinnar vill ekki breyta efnislega, sé engin aðlögun að ESB. Hvers vegna þá í ósköpunum öll þessi læti og kostnaður fyrir ekki neitt?
Halló, Samfylkingin: af hverju þorið þið ekki að segja upphátt, hvað þið eruð að reyna að gera? Hvaða eilífi blekkingarleikur er þetta eiginlega.
Haldið þið virkilega að bjöllutrikkið virki eina ferðina enn???!
gs
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.10.2012 | 20:51
ESB-Þorgerður Katrín gegn Þorkatli lýðræðis- og fullveldissinna
Án raka segir hún fráleitt að slíta aðildarviðræðum. Þó var umsóknin stjórnarskrárbrot, þjóðin ekki spurð, og við bættist: "Innlimunarferlið sem ESB hefur nú dregið okkur í með fulltingi [ríkisstjórnari]nnar er fyrir löngu komið langt út fyrir ramma þeirrar samþykktar sem Alþingi veitti fyrir "aðildarviðræðum" í upphafi. Og við, þjóðin, höfum aldrei verið spurð. Eða erum við kannski ekki þjóðin? A.m.k. virðist enn gæta nokkurs misskilnings þar um eins og hér um árið, því ekkert fáum við að tjá okkur um það fullveldisafsal sem þarna er í vændum og hinar nýju stjórnarskrártillögur galopna fyrir með 111. grein."
Þarna er Þorkell Á. Jóhannsson, flugmaður í Akureyri, í mjög fréttnæmri grein í Mbl. í dag að ræða um ESB í tengslum við þjóðaratkvæðagreiðsluna og þá fullveldisframsals-heimild sem ESB-sinnum tókst að troða í gegn í "stórnlagaráðinu" svokallaða. Eins og hann bendir á, fengu kjósendur ekkert að tjá sig um það fullveldisframsal, og er óhætt að fullyrða, að 66% Íslendinga voru ekki að greiða atkvæði með því. Það sést af þeirri staðreynd, að á báða bóga gerðist það, að menn svöruðu ýmist JÁ eða NEI við 1. spurningunni, þó að nei-menn væru ekki endilega andvígir ÖLLU innihaldi plaggsins og þó að já-menn væru með sama hætti ekki endilega sammála ÖLLU í því. Þar við bætist, að margir voru hreinlega illa upplýstir um þessa grein sérstaklega, m.a. af því að ekkert var fókuserað á hana í spurningunum.
Það er borðleggjandi staðreynd, að á tveimur krítískum stundum hafa Samfylkingar- og ESB-taglhnýtingar á Alþingi VILJANDI KOSIÐ AÐ HALDA ÞJÓÐINNI FRÁ ÁHRIFUM Á ÞEIRRA ILLA ESB-INNLIMUNARFERIL: þ.e.a.s. við umsóknina sjálfa, þegar breytingatillaga var borin fram af stjórnarandstöðu um að umsóknin yrði borin undir þjóðaratkvæði, en þá tillögu FELLDI stjórnarmeirihlutinn; og í 2. lagi var ekki við það komandi, að meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis tæki inn spurningu um 111. greinina um fullveldisframsal, og breytingatillaga sem stefndi í þá átt í þingumræðunni á eftir var einnig FELLD -- svo hræddur er þessi ESB-leiðitami lýður á Alþingi við að þjóðin fái að skoða það mál sérstaklega og greiða um það atkvæði. "Gott og vel," gæti þá einhver sagt; "þar með hafa þessir ESB-þjónar líka svipt sig tækifærinu til að geta sagt þessar ákvarðanir sínar njóta almenningshylli eða hafa á sér mark þjóðarumboðs." Svo er nefnilega ekki, og allan tímann frá umsókninni hafa ALLAR skoðanakannanir sýnt andstöðu þjóðarinnar við að fara inn í Evrópusambandið. Engin tilviljun þess vegna, að Samfylkingarstóðið vill ekki bera þessar áfanga-ákvarðanir sínar undir þjóðina!
Nefndur Þorkell hefur átt margar snjallar greinarnar í Morgunblaðinu, og með góðfúslegu leyfi hans birtast hér tilvitnanir í hans afar öflugu grein í Mbl. í dag, um stjórnlagaráðs-tillögurnar og hinar undarlegu kosningar sl. laugardag, þegar valfrelsi þjóðarinnar um innihaldið var margfalt minna en það sem þjóðinni var bannað að segja álit sitt á.
Hér er beint framhald textans frá Þorkatli (hér efst í færslunni):
Fráleitt verður séð að þetta framlag með stjórnarskrártillögunni sé í samræmi við vilja þjóðfundarins, sem lagði þó til það veganesti sem Stjórnlagaráði bar að vinna með. Fullveldisafsal var sannarlega ekki meðal áhersluatriða þar,* hvað þá að slíkt skyldi gert kleift án samþykkis aukins meirihluta þjóðarinnar.
* Sbr. orð Ásmundar Einars Daðasonar (hér neðar á vefsíðunni): Þjóðfundurinn 2010 var afdráttarlaus í afstöðu sinni til fullveldis Íslands og sagði bæði í upphafsorðum og niðurstöðum að stjórnarskráin ætti að vera sáttmáli sem tryggði fullveldi og sjálfstæði þjóðarinnar.
Jón Valur Jensson tók saman.
![]() |
Telur fráleitt að hætta aðildarviðræðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.10.2012 | 11:50
STJÓRNLAGARÁÐSTILLÖGURNAR ERU EKKI ÞJÓÐARVILJINN
Þjóðin hefur ekki sett sér neina nýja stjórnarskrá, plaggið er illa unnið og þverstæðufullt. Seint og illa var hún upplýst og sérvaldar ofan í hana vel hljómandi spurningar. Ögmundur og Lilja Mós. eiga heiður skilinn fyrir að benda á það augljósa, að þjóðin var ekki spurð um alvarlegustu mál (fullveldisframsal, opnun á Núbóa og erlend útgerðarfyrirtæki (niðurfelling 2. tl. 72. gr. stjskr.), opnun á erlend glæpafélög) og það grafalvarlegasta (fullveldisframsalsheimildin í 111. gr.) sett fram með villandi hætti og í áróðursbúningi (í þágu friðar ...!) og látið eins og kjósendur fengju alltaf tækifæri til að afturkalla hana, en í 1. lagi er það gríðarerfitt, og í 2. lagi býður 111. gr. ekki leið til þjóðaratkvæðis um afturköllun, og svo sér 67. greinin um hitt að meina þjóðinni að krefjast þjóðaratkvæðis um slíkt!
Esb-sinna-yfirhlaðið "stjórnlagaráð", ólögmætt og umboðslaust nema frá 30 lögbrjótum á Alþingi, bauð upp á þessar trakteringar: LOKUN á að segja upp Schengen með þjóðaratkvæði, LOKUN á þjóðaratkvæði til að segja upp EES-samningnum, OPNUN á að framselja (þess vegna með eins atkvæðis meirihluta) æðsta og ráðandi löggjafarvald til Evrópusambandsins og einnig dóms- og framkvæmdavald (m.a. í sjávarútvegsmálum), en LOKUN á að þjóðin geti heimtað þjóðaratkvæði til að fara þaðan út, OPNUN á erlend glæpasamtök (niðurfelling lokamálsgr. 74. gr. stjórnarskrár Ísands) og OPNUN á útlendinga eins og Nubo sem vilja kaupa hér upp land og OPNUN á spænska útgerðarfursta að kaupa hér upp sjávarútvegsfyrirtæki.
ÞETTA ER EKKI ÞJÓÐARVILJINN, svo mikið er víst, og ÞJÓÐIN VAR BLEKKT OG FÍFLUÐ AF BÆÐI "RÁÐINU", SAMFYLKINGU, viðhengjum hennar og FJÖLMIÐLUM, m.a. Rúv og Útvarpi Sögu, sem kastaði t.d. út þremur þáttagerðarmönnum, bauð ENGUM lögspekingi til umræðna um málin, en "ráðsmönnum" var boðið þangað í löngum bunum, ekki sízt ESB-innlimunarsinnum og sumum aftur og aftur í klukkustundarlöng viðtöl sem síðan voru endurtekin margsinnis í dagskránni! Og litlu skárra var Ríkisstjórnarútvarpið
Jón Valur Jensson.
![]() |
Skili frumvarpinu sem fyrst |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.10.2012 | 18:42
ESB stýrir hönnuðu aðlögunarferli Íslands inn í sambandið - ríkisstjórnin hefur svikið lýðveldið

Aðeins tveimur dögum eftir hina svo kölluðu "ráðgefandi" þjóðaratkvæðagreiðslu, þar sem góður meirihluti þeirra sem kusu lýstu sig samþykka því, að tillögur Stjórnlagaráðs yrðu lagðar sem grundvöllur að "endurbættri" stjórnarskrá, koma skilaboðin frá ESB, að ESB sé reiðubúið að hefja viðræður um "takmarkanir í íslenskum lögum á stofnsetningu í sjávarútvegi og aðgang erlendra fiskiskipa, skráðum í ríkjum sem Ísland hefur ekki gert samninga við um flökkustofna, að þjónustu og höfnum," og "fjárfestingar í sjávarútvegi. "
Það er engin tilviljun, að ESB lætur kné fylgja kviði strax eftir að stór hluti þjóðarinnar hefur verið blekktur til að halda, að tillögur Stjórnlagaráðs séu framhald þess ferlis, sem þjóðfundur lagði ár 2010. Spurningar ráðsins voru leiðandi og þjóðinni sagt, að um "ráðgefandi" kosningu væri að ræða. Strax og niðurstöður urðu ljósar sögðu bæði forsætisráðherra og hagfræðiprófessorinn, formaður ráðsins, að um bindandi niðurstöðu væri að ræða.
Þannig hafa lögmenn, sem fara yfir tillögurnar, fengið skýr skilaboð um, að þeirra verkefni sé ekki að gera tillögur um "efnislegar" breytingar - einungis lagatæknilegar útfærslur. Man einhver eftir Icesave og Lee Bucheit? Bucheit var fyrirlagt að koma ekki með aðrar tillögur, þótt betri væru, því verkefnið var að koma með greiðslusamning!
Nákvæmlega það sama gildir um tillögur Stjórnlagaráðs, sem eru aðlögun sjálfs stjórnskipulags lýðveldisins að kröfum Lissabonsáttmálans, svo ESB geti tekið yfir Ísland. Í tillögum Stjórnlagaráðs er búið að taka burtu fullveldisákvæði þjóðarinnar og rétt almennra borgara á Íslandi t.d. við afturvirkni skatta svo og ákvæði til verndunar íslenskum hagsmunum í sjávarútvegi og landeigna.
Þessi "skyndilega" breyting hjá ESB, að lyfta ofangreindum köflum úr sjávarútvegskaflanum yfir í samningskafla 3 og 4 er ekki ákvörðun, sem var tekin í gær eða í morgun. Hún var tekin fyrir löngu í hönnuðu aðlögunarferli, sem ESB stjórnar. Búið er að leggja upp alla fléttuna til að komast yfir sjávarauðlind Íslendinga og á borðinu liggja áætlanir tilbúnar með mismunandi viðbrögðum eftir því, hver viðbrögð þjóðarinnar eru.
Íslendingar ættu að vakna upp af blundi sínum og skilja, að sú ríkisstjórn, sem kosin var 2009 er í dag framkvæmdavald ESB á Íslandi. Sú spilling, sem ríkti í bönkunum með mútum til hægri og vinstri áður en rjúkandi peningalausum rústum var fleygt framan í þjóðina, er nú endurtekið með IPA styrkjum frá ESB. Því miður - og það vita þeir hjá ESB - finnast Íslendingar, sem taka borgað fyrir að esba upp Íslendinga hvern gegn öðrum.
Sú rúst, sem verður eftir, þegar ESB hefur tekið yfir lýðveldið, gerir bankahrunið að sólskinsdegi til samanburðar.
Full þörf er á, að þjóðin og stjórnmálaflokkar og leiðtogar hennar skipi sér í breiða fylkingu til varnar stjórnarskrá lýðveldisins og fullveldis okkar. /gs
![]() |
ESB tilbúið að fjalla um kafla 3 og 4 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.10.2012 | 17:26
Dómsdagsspámaðurinn varar við fullkomnu hruni

Fjárfestirinn og skilgreinandinn Marc Faber, einn þeirra sem kallast "Dr. Doom", sér ekkert ljós í nálægustu framtíð. Í viðtali við sjónvarpsstöðina CNBC spáir hann "allsherjar upplausn" innan fárra ára.
Marc Faber er þekktur sem rithöfundurinn á bak við fréttabréfið "Gloom, Boom and Doom" og hann varar oft við fjármálakreppu á heimsvísu.
Faber telur að valdahafar í Evrópu og USA leyfa skuldunum að hækka enn meira. Hann telur, að ríkin byggi upp það háar skuldir að lokum, að allt kerfið hrynji.
"Annað hvort verða stórar breytingar gerðar með friðsamlegum endurbætum eða með byltingum", segir Marc Faber við CNBC.
"USA nálgast æ hraðar þvílíka byltingu eins og Evrópa."
"Ég held, að við sjáum innan næstu fimm eða tíu árin, algjört hrun í öllum hinum vestræna heimi. Ég tel, að fjárlagahallinn í USA burtséð frá því, hver gegnir embætti í Hvíta húsinu, verði að lokum yfir 1.000 miljarði dollara árlega eins langt og augað sér", segir Marc Faber. /gs
![]() |
Skuldir ESB-ríkja jukust |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.10.2012 | 17:00
Þjóðin tæld í snöruna
Það verður ekki ofsögum sagt að ESB-ríkisstjórnin vinnur öllum höndum að aðlögun Íslands að ESB. Núna er það stjórnarskráin sjálf, sem á að aðlaga. Sú gamla, sem hjálpaði þjóðinni að verða sjálfstætt ríki og losa sig við yfirstjórn Dana, er of sjálfstæð fyrir ESB. Þess vegna verður að vinda ofan af henni alla vankanta og ESB-hindranir svo hægt sé að koma Íslandi inn í sambandsríkið.
Það merkilega við þennan hamagang allan er að ríkisstjórnin og hið svokallaða stjórnlagaráð þykjast vera að halda áfram með hugmyndir þjóðfundar 2010.

Ásmundur Einar Daðason skrifar góða grein í Morgunblaðið í gær, þar sem hann rekur fullveldissögu Íslands og segir m.a. um niðurstöður þjóðfundar 2010:
"Þjóðfundurinn sem haldinn var 6. nóvember 2010 í þeim tilgangi að fá fram viðhorf um meginatriði nýrrar stjórnarskrár sýndi að þjóðin er enn sömu skoðunar þrátt fyrir að liðin sé ein og hálf öld. Þjóðfundurinn 2010 var afdráttarlaus í afstöðu sinni til fullveldis Íslands og sagði bæði í upphafsorðum og niðurstöðum að stjórnarskráin ætti að vera sáttmáli sem tryggði fullveldi og sjálfstæði þjóðarinnar. Þetta skiptir máli þegar talað er um að tillögur stjórnlagaráðs séu bein afurð 1.000 manna þjóðfundar."
Enn fremur segir Ásmundur Einar Daðason:
Tillögur stjórnlagaráðs fylgja ekki niðurstöðum þjóðfundar 2010. Þær veita heimild til framsals ríkisvalds til alþjóðlegra stofnana á borð við ESB en þó er tekið fram að slíkt skuli vera afturkræft og borið undir þjóðaratkvæðagreiðslu. Annars staðar í tillögum stjórnlagaráðs er fjallað um hvernig hægt sé að kalla fram þjóðaratkvæðagreiðslur um hin ýmsu mál. Þar er sérstaklega tekið fram að ekki sé hægt að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu um lög sem sett eru til að framfylgja þjóðréttarskuldbindingum. Ef svo ólíklega færi að Ísland yrði aðili að ESB þá gæti almenningur hvorki kallað fram þjóðaratkvæðagreiðslu um úrsögn úr ESB né um nokkur mál sem sem heyra undir valdsvið ESB en þróunin sýnir að þeim málaflokkum fer fjölgandi. Almenningur mun heldur ekki geta sagt skoðun sína á neinum málum sem tengjast EES-samningnum og ekki hefði verið hægt að stöðva Icesave-samningana með þjóðaratkvæðagreiðslu.
Þegar ríkisstjórnin ákvað að boða til þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur stjórnlagaráðs var þeim sjónarmiðum ítrekað komið á framfæri á Alþingi að mikilvægt væri að spyrja þjóðina hvort hún væri fylgjandi því fullveldisframsali sem tillögur stjórnlagaráðs gera ráð fyrir. Ríkisstjórnarflokkarnir höfnuðu því alfarið enda ljóst að niðurstaðan gæti sett fyrirfram ákveðna niðurstöðu í uppnám."
"Skoðanakannanir sýna ítrekað að mikill meirihluti Íslendinga er mótfallinn því að við færum ríkjasambandi ESB sjálfstæði þjóðarinnar. Fyrirliggjandi tillögur stjórnlagaráðs veikja verulega fullveldi Íslands. Ríkisstjórnarflokkarnir hafa sagt að verði þessi drög samþykkt eigi þau að fara óbreytt gegnum Alþingi."
Ásmundur Einar Daðason skýtur beint í mark. Stjórnlagaráð sett fram hjá niðurstöðum Hæstaréttar hefur ekki sama grundvöll og ólöglega kosið Stjórnlagaþing, þótt löglegt hefði orðið. En það skiptir litlu máli, því það er sett á fót til að búa til snöru fyrir þjóðina til að taka af henni fullveldið.
Tími til kominn fyrir alla sjálfstæðissinna að mynda breiðfylkingu og stöðva þetta ferli áður en ESB gleypir landið. /gs
![]() |
Er afskaplega stolt af þjóðinni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 22.10.2012 kl. 01:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.10.2012 | 08:45
Smábátasjómenn gegn tröllauknu Evrópusambandi
Vitaskuld hafnar Landssamband smábátaeigenda inngöngu Íslands í ESB og mótmælir aðildarumsókninni. Þeir ættu líka að setja hnefann í borðið gegn þeirri nöturlegu staðreynd að ESB-meyrt stjórnlagaráð vill opna á uppkaup útlendinga á útgerðum hér á landi, rétt eins og það ólögmæta "ráð" vill beinlínis fljótvirka HEIMILD til að framselja ríkisvald, þ.m.t. allt æðsta löggjafarvald, til Evrópusambandströllanna í Brussel, en það veldur því að sjálfsögðu, að þjóðhollir menn verða að segja NEI við 1. spurningu þessa dags á kjörseðlinum.
Í 2. tölulið 72. gr. stjórnarskrárinnar er ákvæði sem leyfir stjórnvöldum að takmarka eign útlendinga í fasteignum; hefur það m.a. verið helzta vörn innanríkisráðherra gegn jarðeigna-ásælni Kínverja hér á landi, en sama ákvæði er "traust vörn gegn kaupum útlendinga á útvegsfyrirtækjum hér. Hefur Jón Bjarnason alþm. bent á, að ráðið vill þessa takmörkun á fasteignakaupum útlendinga feiga. Slík niðurfelling virðist þjónkun við óskir ESB-innlimunarsinna sem laumuðust inn í hið ólögmæta ráð," segir undirritaður í grein, sem birtist í Morgunblaðinu í dag og nefnist: Fullveldisframsal að vild evrókrata? Nei takk. Með því að kaupa blaðið í dag komast menn þá líka í stórgóða grein Ásmundar Einars Daðasonar, Stjórnarskráin og fullveldið.
Tökum ábyrga afstöðu í kosningunum í dag -- segjum NEI við aðalspurningunni fyrstu, fyrir Ísland, okkur sjálf og framtíðarkynslóðir landsins.
Jón Valur Jensson.
![]() |
Smábátaeigendur hafna ESB-aðild |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.10.2012 | 22:40
Við þurfum ekki þennan Evrópufána

Prófessor Dr. Karl Albrecht Schachtschneider í almennum og borgarlegum lögum við Nuremberg háskólann dregur upp hrikalega en raunverulega mynd af næstu skrefum í þróun Evrópusambandsins, þar sem evrukreppan á óhjákvæmilega eftir að snarversna.
"Við verðum að ganga út frá þeirri staðreynd, að þessi pólitíska elíta vill halda áfram í rauðan dauðann að bjarga evrunni."
"Grundvöllurinn er að með evruna og þá stefnu að bjarga henni, þá er raunverulega markmiðið að skapa Ríki Evrópu."

"Þessi stefna mun leiða til efnahagslegs hrun allra þjóða."
"Í suður Evrópu er staðan orðin óbærileg. Kreppan og samdrátturinn, sem eru þessu samfara, hafa engan veginn leitt til verðbólgu en hún mun koma. Áhrifin verða meiri í Frakklandi, sem mun draga Þýzkaland með sér niður."
"Við megum eiga von á allsherjar stjórnmálaóreiðu."
"Fólk mun rísa upp við vissar kringumstæður og þau uppþot munu verða kerfisbundið lamin niður af erlendu lögregluliði, það er þegar búið að skipuleggja deildirnar - The Eurogendfor - svo það mun koma tími byltingartilrauna með mismiklum árangri.....og við munum sjá Evrópu stjórnað af harðræði á einræðislegan hátt."
Smelltu til að sjá viðtalið hér.
gs
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.10.2012 | 14:14
Átta aðildarríki ESB senda inn mótmælabréf við hækkun lífeyriskostnaðar starfsmanna ESB
Lekið hefur út mótmælabréf átta aðildarríkja ESB sem mótmæla harðlega auknum fjárálögum vegna hærri krafna ESB um lífeyrisgreiðslur til starfsmanna sambandsins. Samkvæmt bréfinu er áætlaður heildarkostnaður vegna lokalauna starfsmanna, sem fara á eftirlaun ESB 2045, um 2 miljörðum enskra punda.
Það þýðir, að t.d. Bretar verða að borga um 270 miljónir punda aukalega í gjald til ESB til að búrókratar geti hætt störfum og farið á eftirlaun við 63 ára aldur á meðallárslaunum upp á 57,000 pund.
Frá þessu skýra Express og Telegraph í Bretlandi.
Löndin átta eru Bretland, Þýzkaland, Frakkland, Austurríki, Danmörk, Holland, Finnland og Svíþjóð. Þau lýsa yfir áhyggjum af ört hækkandi kostnaði vegna kjara starfsmanna ESB, sem geta hætt störfum 63 ára gamlir á 70% launum. Togstreita ríkjanna átta, sem eru aðal fjárveitendur sambandsins, stafar einnig af því, að ESB krefst sífellt hærri fjárlaga og meiri peninga frá aðildarríkjunum t.d. með því að auka fjárlög ESB frá 45 miljörðum enskra punda upp í 57 miljarða enskra punda á ári milli 2014 og 2020.
Framkvæmdastjórnin svarar ekki bréfinu og bendir á, að hún verði að fá bréf undirritað af öllum 27 ríkjunum til að taka kvartanirnar til greina.
Fyrir nokkru var haldinn fundur í Stokkhólmi, þar sem vinnualdur var til umræðu og tók Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra Íslands þátt í honum. Á blaðamannafundi eftir fundinn sögðu ráðherrar á fundinum að vegna efnahagsástandsins yrði fólk að vinna lengur en áður, til 67 ára aldurs eða jafnvel lengur. Þá sagði Jóhanna Sigurðardóttir að það væri ekkert mál að vinna til sjötugs.
Greinilega er framkvæmdastjórn ESB ósammála./gs
![]() |
Minna en helmingur 55-64 ára í vinnu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)