STJÓRNLAGARÁÐSTILLÖGURNAR ERU EKKI ÞJÓÐARVILJINN

Þjóðin hefur ekki sett sér neina nýja stjórnarskrá, plaggið er illa unnið og þverstæðufullt. Seint og illa var hún upplýst og sérvaldar ofan í hana vel hljómandi spurningar. Ögmundur og Lilja Mós. eiga heiður skilinn fyrir að benda á það augljósa, að þjóðin var ekki spurð um alvarlegustu mál (fullveldisframsal, opnun á Núbóa og erlend útgerðarfyrirtæki (niðurfelling 2. tl. 72. gr. stjskr.), opnun á erlend glæpafélög) og það grafalvarlegasta (fullveldisframsalsheimildin í 111. gr.) sett fram með villandi hætti og í áróðursbúningi (í þágu friðar ...!) og látið eins og kjósendur fengju alltaf tækifæri til að afturkalla hana, en í 1. lagi er það gríðarerfitt, og í 2. lagi býður 111. gr. ekki leið til þjóðaratkvæðis um afturköllun, og svo sér 67. greinin um hitt að meina þjóðinni að krefjast þjóðaratkvæðis um slíkt!

Esb-sinna-yfirhlaðið "stjórnlagaráð", ólögmætt og umboðslaust nema frá 30 lögbrjótum á Alþingi, bauð upp á þessar trakteringar: LOKUN á að segja upp Schengen með þjóðaratkvæði, LOKUN á þjóðaratkvæði til að segja upp EES-samningnum, OPNUN á að framselja (þess vegna með eins atkvæðis meirihluta) æðsta og ráðandi löggjafarvald til Evrópusambandsins og einnig dóms- og framkvæmdavald (m.a. í sjávarútvegsmálum), en LOKUN á að þjóðin geti heimtað þjóðaratkvæði til að fara þaðan út, OPNUN á erlend glæpasamtök (niðurfelling lokamálsgr. 74. gr. stjórnarskrár Ísands) og OPNUN á útlendinga eins og Nubo sem vilja kaupa hér upp land og OPNUN á spænska útgerðarfursta að kaupa hér upp sjávarútvegsfyrirtæki.

ÞETTA ER EKKI ÞJÓÐARVILJINN, svo mikið er víst, og ÞJÓÐIN VAR BLEKKT OG FÍFLUÐ AF BÆÐI "RÁÐINU", SAMFYLKINGU, viðhengjum hennar og FJÖLMIÐLUM, m.a. Rúv og Útvarpi Sögu, sem kastaði t.d. út þremur þáttagerðarmönnum, bauð ENGUM lögspekingi til umræðna um málin, en "ráðsmönnum" var boðið þangað í löngum bunum, ekki sízt ESB-innlimunarsinnum og sumum aftur og aftur í klukkustundarlöng viðtöl sem síðan voru endurtekin margsinnis í dagskránni! Og litlu skárra var Ríkisstjórnarútvarpið

Jón Valur Jensson.


mbl.is Skili frumvarpinu sem fyrst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

þetta er gæluverkefni Jóhönnu Sigurðardóttur...þetta verður líka hennar áhugamál og það sem er nauðsinlegt fyrir Fólkið í Landinu verður látið kjurt liggja fram að kosningum í vor..

Vilhjálmur Stefánsson, 23.10.2012 kl. 13:19

2 Smámynd: Þorsteinn J Þorsteinsson

hahaha tad gat veid ad tad væri EU ad kenna hahahaha,ef ad snjoar i dag ta er tad EU ad kenna ef ad fer ad gjosa ta er tad EU ad kenna,hinu er eg svo sammala tessi kosning var rugl sprotid upp ur hugmindum elliærs gamalmennis 

Þorsteinn J Þorsteinsson, 23.10.2012 kl. 13:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband