ESB stýrir hönnuðu aðlögunarferli Íslands inn í sambandið - ríkisstjórnin hefur svikið lýðveldið

images

Aðeins tveimur dögum eftir hina svo kölluðu "ráðgefandi" þjóðaratkvæðagreiðslu, þar sem góður meirihluti þeirra sem kusu lýstu sig samþykka því, að tillögur Stjórnlagaráðs yrðu lagðar sem grundvöllur að "endurbættri" stjórnarskrá, koma skilaboðin frá ESB, að ESB sé reiðubúið að hefja viðræður um "takmarkanir í íslenskum lögum á stofnsetningu í sjávarútvegi og aðgang erlendra fiskiskipa, skráðum í ríkjum sem Ísland hefur ekki gert samninga við um flökkustofna, að þjónustu og höfnum," og "fjárfestingar í sjávarútvegi. "

Það er engin tilviljun, að ESB lætur kné fylgja kviði strax eftir að stór hluti þjóðarinnar hefur verið blekktur til að halda, að tillögur Stjórnlagaráðs séu framhald þess ferlis, sem þjóðfundur lagði ár 2010. Spurningar ráðsins voru leiðandi og þjóðinni sagt, að um "ráðgefandi" kosningu væri að ræða. Strax og niðurstöður urðu ljósar sögðu bæði forsætisráðherra og hagfræðiprófessorinn, formaður ráðsins, að um bindandi niðurstöðu væri að ræða.

Þannig hafa lögmenn, sem fara yfir tillögurnar, fengið skýr skilaboð um, að þeirra verkefni sé ekki að gera tillögur um "efnislegar" breytingar - einungis lagatæknilegar útfærslur. Man einhver eftir Icesave og Lee Bucheit? Bucheit var fyrirlagt að koma ekki með aðrar tillögur, þótt betri væru, því verkefnið var að koma með greiðslusamning! 

Nákvæmlega það sama gildir um tillögur Stjórnlagaráðs, sem eru aðlögun sjálfs stjórnskipulags lýðveldisins að kröfum Lissabonsáttmálans, svo ESB geti tekið yfir Ísland. Í tillögum Stjórnlagaráðs er búið að taka burtu fullveldisákvæði þjóðarinnar og rétt almennra borgara á Íslandi t.d. við afturvirkni skatta svo og ákvæði til verndunar íslenskum hagsmunum í sjávarútvegi og landeigna.

Þessi "skyndilega" breyting hjá ESB, að lyfta ofangreindum köflum úr sjávarútvegskaflanum yfir í samningskafla 3 og 4 er ekki ákvörðun, sem var tekin í gær eða í morgun. Hún var tekin fyrir löngu í hönnuðu aðlögunarferli, sem ESB stjórnar. Búið er að leggja upp alla fléttuna til að komast yfir sjávarauðlind Íslendinga og á borðinu liggja áætlanir tilbúnar með mismunandi viðbrögðum eftir því, hver viðbrögð þjóðarinnar eru.

Íslendingar ættu að vakna upp af blundi sínum og skilja, að sú ríkisstjórn, sem kosin var 2009 er í dag framkvæmdavald ESB á Íslandi. Sú spilling, sem ríkti í bönkunum með mútum til hægri og vinstri áður en rjúkandi peningalausum rústum var fleygt framan í þjóðina, er nú endurtekið með IPA styrkjum frá ESB. Því miður - og það vita þeir hjá ESB - finnast Íslendingar, sem taka borgað fyrir að esba upp Íslendinga hvern gegn öðrum.

Sú rúst, sem verður eftir, þegar ESB hefur tekið yfir lýðveldið, gerir bankahrunið að sólskinsdegi til samanburðar. 

Full þörf er á, að þjóðin og stjórnmálaflokkar og leiðtogar hennar skipi sér í breiða fylkingu til varnar stjórnarskrá lýðveldisins og fullveldis okkar. /gs 


mbl.is ESB tilbúið að fjalla um kafla 3 og 4
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband