Þjóðin tæld í snöruna

Það verður ekki ofsögum sagt að ESB-ríkisstjórnin vinnur öllum höndum að aðlögun Íslands að ESB. Núna er það stjórnarskráin sjálf, sem á að aðlaga. Sú gamla, sem hjálpaði þjóðinni að verða sjálfstætt ríki og losa sig við yfirstjórn Dana, er of sjálfstæð fyrir ESB. Þess vegna verður að vinda ofan af henni alla vankanta og ESB-hindranir svo hægt sé að koma Íslandi inn í sambandsríkið.

Það merkilega við þennan hamagang allan er að ríkisstjórnin og hið svokallaða stjórnlagaráð þykjast vera að halda áfram með hugmyndir þjóðfundar 2010.

getFile.php

Ásmundur Einar Daðason skrifar góða grein í Morgunblaðið í gær, þar sem hann rekur fullveldissögu Íslands og segir m.a. um niðurstöður þjóðfundar 2010:

"Þjóðfundurinn sem haldinn var 6. nóvember 2010 í þeim tilgangi að fá fram viðhorf um meginatriði nýrrar stjórnarskrár sýndi að þjóðin er enn sömu skoðunar þrátt fyrir að liðin sé ein og hálf öld. Þjóðfundurinn 2010 var afdráttarlaus í afstöðu sinni til fullveldis Íslands og sagði bæði í upphafsorðum og niðurstöðum að stjórnarskráin ætti að vera sáttmáli sem tryggði fullveldi og sjálfstæði þjóðarinnar. Þetta skiptir máli þegar talað er um að tillögur stjórnlagaráðs séu bein afurð 1.000 manna þjóðfundar."

 Enn fremur segir Ásmundur Einar Daðason:

Tillögur stjórnlagaráðs fylgja ekki niðurstöðum þjóðfundar 2010. Þær veita heimild til framsals ríkisvalds til alþjóðlegra stofnana á borð við ESB en þó er tekið fram að slíkt skuli vera afturkræft og borið undir þjóðaratkvæðagreiðslu. Annars staðar í tillögum stjórnlagaráðs er fjallað um hvernig hægt sé að kalla fram þjóðaratkvæðagreiðslur um hin ýmsu mál. Þar er sérstaklega tekið fram að ekki sé hægt að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu um lög sem sett eru til að framfylgja þjóðréttarskuldbindingum. Ef svo ólíklega færi að Ísland yrði aðili að ESB þá gæti almenningur hvorki kallað fram þjóðaratkvæðagreiðslu um úrsögn úr ESB né um nokkur mál sem sem heyra undir valdsvið ESB en þróunin sýnir að þeim málaflokkum fer fjölgandi. Almenningur mun heldur ekki geta sagt skoðun sína á neinum málum sem tengjast EES-samningnum og ekki hefði verið hægt að stöðva Icesave-samningana með þjóðaratkvæðagreiðslu.

Þegar ríkisstjórnin ákvað að boða til þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur stjórnlagaráðs var þeim sjónarmiðum ítrekað komið á framfæri á Alþingi að mikilvægt væri að spyrja þjóðina hvort hún væri fylgjandi því fullveldisframsali sem tillögur stjórnlagaráðs gera ráð fyrir. Ríkisstjórnarflokkarnir höfnuðu því alfarið enda ljóst að niðurstaðan gæti sett fyrirfram ákveðna niðurstöðu í uppnám."

"Skoðanakannanir sýna ítrekað að mikill meirihluti Íslendinga er mótfallinn því að við færum ríkjasambandi ESB sjálfstæði þjóðarinnar. Fyrirliggjandi tillögur stjórnlagaráðs veikja verulega fullveldi Íslands. Ríkisstjórnarflokkarnir hafa sagt að verði þessi drög samþykkt eigi þau að fara óbreytt gegnum Alþingi."

Ásmundur Einar Daðason skýtur beint í mark. Stjórnlagaráð sett fram hjá niðurstöðum Hæstaréttar hefur ekki sama grundvöll og ólöglega kosið Stjórnlagaþing, þótt löglegt hefði orðið. En það skiptir litlu máli, því það er sett á fót til að búa til snöru fyrir þjóðina til að taka af henni fullveldið.

Tími til kominn fyrir alla sjálfstæðissinna að mynda breiðfylkingu og stöðva þetta ferli áður en ESB gleypir landið. /gs  


mbl.is „Er afskaplega stolt af þjóðinni“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Heilar þakkir, Gústaf, fyrir að koma þessu á framfæri hér og fyrir þín orð líka.

Ásmundur Einar Daðason á miklar þakkir skildar fyrir þessa öflugu grein, sem tekur af röggsemi og skerpu á því sem hér er að gerast og í þessu er fólgið.

Ljóst er, að "stjórnlagaráðsmenn" hafa m.a. gert þetta af sér til skaðræðis:

a) reynt að taka burtu sterkustu varnir þjóðarinnar og innanríkisráðherrans gegn kaupum útlendinga eins og Huang Nubos á íslenzkum stórjörðum með því að vilja fella niður 2. tl. 72. gr. stjórnarskrárinnar;

b) með sama athæfi vilja þeir fjarlægja stjórnarskrárvörn gegn kaupum t.d. spænskra útgerðarfursta á íslenzkum útgerðum;

c) þeir vilja fjarlægja úr stjórnarskrá heimild yfirvalda til að láta banna hættuleg félög, t.d. glæpasamtök;

d) þeir vilja ekki leyfa þjóðinni að segja upp Schengen-samningnum (67. gr. þeirra);

e) þeir vilja ekki leyfa þjóðinni að segja upp EES-samningnum (sama grein);

f) þeir vilja heimila fullveldisframsal og íklæða það í búning skrúðmælgi, svo að klígju setur að sannsýnum (111. gr.); láta líka eins og létt verk sé að afturkalla slíkt---en eins og Ásmundur bendir á, er einungis opnað á, að þjóðaratkvæðagreiðsla (þar sem t.d. 25-30% gætu ráðið úrslitum, ef kjörsókn er svipuð og í gær eða 10% meiri) fari með okkur inn í stórríkið, en EKKI út úr því!

g) 67. grein "ráðsins" bannar einmitt, að nokkuð sé hlustað á sjálfvaktar hreyfingar almennings til að krefjast og fá þjóðaratkvæðagreiðslu um úrsögn úr Evrópusambandinu -- eina leiðin væri í gegnum Alþingi og tæki raunar nokkur ár og væri afar erfið leið.

Svo ætlast þetta ólögmæta stjórnlagaráðslið til þess, að það sé borin virðing fyrir því og að það gangi ítrekað fyrir öllum öðrum í fjölmiðlum eins og einstaklega respektabel háklassa-fólk !

Eru þetta ekki frekar menn sem ætla að ræna okkur fullveldinu?

Er það ekki nú þegar orðið alvarlegt rannsóknarefni?  

Jón Valur Jensson, 21.10.2012 kl. 20:58

2 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Sæll Jón og þakkir sömuleiðis. Mér finnst þessi grein hans Ásmundar vera með betri greinum, sem ég hef lesið. Sérstaklega vegna tenginga við söguna og þjóðfundinn 2010. Það afhjúpar lygar Stjórnlagaráðs og ríkisstjórnarinnar, sem segir starf sitt vera framhald þjóðfundar.

Ég var að lesa niðurstöður Lögmannafélags Íslands sem er með yfir 30 efnislegar athugasemdir á tilllögunum m.a. um .... og ég bæti við listann þinn:

h) dregið úr vernd einstaklingsins gegn afturvirkum sköttum

i) dregið úr sjálfstæði dómara og þar með dómskerfis alls

j) veikari eignaréttur

k) Félagsdómur einn sérdómstóla nýtur verndar stjórnarsrár

Síðan eru fjölmörg atriði vegna óljósrar framsetningar sem geta fengið furðulegustu útkomu t.d. að ríkið gæti takmarkað notkun sólarljóss!

Mér finnst, að þjóðin þurfi að mynda breiðfylkingu til varnar stjórnarskránni, lýðveldinu og fullveldinu áður en þessi svikastjórn nær að eyðileggja meira.

Gústaf Adolf Skúlason, 22.10.2012 kl. 01:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband