Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2019
28.8.2019 | 19:13
Samþykkt þriðja orkupakkans felur í sér opið framtíðar-samþykki við raforku-sæstreng (með viðauka)
En talsmenn stjórnarflokkanna keppast hver um annan þveran um að afneita þessari staðreynd, og ESB-hneigðir vinstri flokkar taka undir sama skræka söng hinna fáfróðu.
Staðreyndin liggur fyrir í orkupakkanum sjálfum, markmiðslýsingu hans í inngangsorðunum, sem og í ákvæðum þar um, að ekki megi hindra raforkuflutning yfir landamæri. Vitaskuld er þar átt við raflínur milli landa, og þegar um þau lönd er að ræða, sem aðskilin eru með hafi, þá eru þær raflínur (eins og nú þegar er að finna hjá nágrannaþjóðum okkar) í formi sæstrengs.
Þetta má og þarf að rökstyðja miklu ýtarlegar, og það verður líka gert með viðauka við þennan pistil.
PS. Óvænt er nú umræðu lokið um málið, "fleiri eru ekki á mælendaskrá," var þingforseti (WÞÞ) að tilkynna og boðaði atkvæðagreiðslu um málið nk. mánudag, um leið og hann sleit þingfundi rétt í þessu, kl. 19.35.
V I Ð A U K I
Skúli Magnússon, héraðsdómari við Héraðsdóm Rvíkur og fyrrv. skrifstofustjóri EFTA-dómstólsins, hafnar rökum um að lagning sæstrengs tengist þriðja orkupakkanum.
Blessaður lögfræðingurinn gengur þarna fram hjá því, að strax í upphafi 1. gr. reglugerðar EVRÓPUÞINGSINS OG RÁÐSINS (EB) nr. 714/2009 segir svo [feitletranir JVJ]:
"Efni og gildissvið
Markmiðið með þessari reglugerð er að:
a) setja sanngjarnar reglur um raforkuviðskipti yfir landamæri
og auka þannig samkeppni á innri markaðinum með raforku
að teknu tilliti til sérkenna landsbundinna markaða og
svæðismarkaða. Þetta felur í sér að komið verði á
fyrirkomulagi vegna jöfnunargreiðslna fyrir raforkuflæði
yfir landamæri og að settar verði samræmdar meginreglur
um gjöld vegna flutnings yfir landamæri og úthlutun
tiltækrar flutningsgetu samtengilína milli landsbundinna
flutningskerfa, ..."
----Við sjáum vitaskuld fyrir okkur, að hafa megi raforkuviðskipti yfir landamæri t.d. Belgíu og Frakklands. Það verður ekki gert með því að flytja risa-rafgeyma í löngum flutningalestum yfir landamærin. Það þarf ekki að nefna það, að vitaskuld er þetta gert með RAFLÍNUM. En ef Ísland á að verða undirsett þessari reglugerð, þá verður rafmagn vitaskuld ekki flutt héðan með öðru móti en með þess háttar raflínum, sem eru í formi SÆSTRENGS. Lögfræðingur, sem þykist ekki skilja eða viðurkenna þetta, er eins og blindur á sinn lagalega texta.
----Og ekki er þetta aðeins (orðrétt) "markmiðið með þessari reglugerð", heldur fylgja henni líka ákvæði 19.gr. um að "eftirlitsyfirvöld skulu vinna saman og með framkvæmdastjórninni og stofnuninni til að uppfylla markmið þessarar reglugerðar, eftir því sem við á, í samræmi við IX. kafla tilskipunar 2009/72/EB," og í 21. gr.: "Með fyrirvara um 2. mgr. skulu aðildarríkin setja reglur um viðurlög við brotum gegn ákvæðum þessarar reglugerðar og gera allar nauðsynlegar ráðstafanir til að tryggja að þeim ákvæðum sé beitt...."
----Ennfremur í almennum ákvæðum í I. viðauka við reglugerðina: "Flutningskerfisstjórar skulu leitast við að samþykkja öll viðskipti, þ.m.t. þau sem tengjast viðskiptum yfir landamæri."
----Ennfremur í 4.gr. reglugerðarinnar: "Allir flutningskerfisstjórar skulu starfa saman á vettvangi Bandalagsins í Evrópuneti raforkuflutningskerfisstjóra til að stuðla að tilkomu og starfsemi innri markaðarins á sviði raforku og viðskiptum yfir landamæri og til að tryggja bestu stjórn, samhæfðan rekstur og trausta tæknilega þróun evrópska raforkuflutningsnetsins."
----Kýs Skúli Magnússon að vera blindur á þessar staðreyndir í þeim afleita þingsályktunarpakka, sem nú er reynt að narra alþingismenn til að samþykkja? AUGLJÓSLEGA eru þarna ákvæði sem mæla fyrir um raforkuviðskipti yfir landamæri, með RAFLÍNUM, sem í tilfelli eylandsins Íslands hlýtur að vera í formi SÆSTRENGS eða SÆSTRENGJA. Allar fullyrðingar um, að þriðji orkupakkinn feli EKKI í sér sæstrengi, eru því RAKIN LYGI, sem enginn lögfræðingur á að leggja nafn sitt við, hversu mikið sem honum kann að vera boðið í vel smurða þókknun fyrir sérálit sem gangi í þessa átt!
Í reglugerð Evrópusambandsins nr. 702/2009 frá 13. júlí 2009, um að koma á fót Samstarfsstofnun eftirlitsaðila á orkumarkaði, segir svo í 1. og 5. lið:
1) Í orðsendingu framkvæmdastjórnarinnar frá 10. janúar 2007 sem ber yfirskriftina Stefna í orkumálum fyrir Evrópu" er lögð áhersla á mikilvægi tilkomu innri markaðarins á sviði raforku og jarðgass. Það að bæta regluramma á vettvangi Bandalagsins var auðkennt sem lykilráðstöfun til að ná því markmiði. [...]
5) Aðildarríkin skulu vinna náið saman og fjarlægja hindranir í vegi viðskipta með raforku og jarðgas yfir landamæri í því skyni að ná fram markmiðum Bandalagsins á sviði orku. Mat á áhrifum tilfanga, sem miðlæg stofnun þarf, leiddi í ljós að óháð, miðlæg stofnun hafði til langs tíma litið fjölmarga kosti umfram aðra valkosti. Stofna skal Samstarfsstofnun eftirlitsaðila á orkumarkaði (stofnunin) til að bæta gloppur í löggjöfinni á vettvangi Bandalagsins og stuðla að skilvirkri starfsemi innri markaða fyrir raforku og jarðgas. Stofnunin skal einnig gera landsbundnum eftirlitsyfirvöldum kleift að auka samvinnu sína á vettvangi Bandalagsins og taka gagnkvæman þátt í Bandalagstengdri starfsemi.
Hér ber allt að sama brunni og ljóst, að með orkupakkanum er verið að gera öllum aðilum hans skylt fylgja eftir því aðal-markmiði að fjarlægja hindranir í vegi viðskipta með raforku yfir landamæri í því skyni að ná fram markmiðum Bandalagsins á sviði orku.
Í tilfelli Íslands merkir þetta ekki í sjálfu sér skyldu ríkisvaldsins að kosta og leggja héðan sæstreng, heldur einfaldlega, að engum leyfist að hindra viðskipti með raforku um slíkan sæstreng. Íslenzka ríkið mundi eiga aðild að þessum reglugerðum báðum, ef þriðji orkupakkinn verður samþykktur nk. mánudag 2. september, og stjórnvöld geta þá ekki undanþegið sjálf sig frá þeirri skyldu, skv. ofangreindu, að sjá til þess, að engar hindranir verði settar í veg fyrir lagningu og starfrækslu slíks sæstrengs eða sæstrengja.
Þeir stjórnmálamenn eru naumast læsir, sem sjá þetta ekki.
Jón Valur Jensson.
Ekki koma með enn eitt bullið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Auðlindir og orkumál | Breytt 29.8.2019 kl. 05:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.8.2019 | 16:25
Willum Þór Þórsson á forsetastóli Alþingis lét Bjarna Ben. það eftir að tala 7 mín. fram yfir löglegan ræðutíma um orkupakkann
Þetta gerðist nú á 5. tímanum e.h. 28. ágúst. Leyfilegur ræðutími var aðeins 10 mín.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 16:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.8.2019 | 11:57
Við eigum að nýta okkur sem bezt frábæra samninga EFTA-ríkjanna við önnur lönd, í stað þess að einblína á tregt og staðnað Evrópusamband
Nú hafa náðst einstakir fríverzlunarsamningar EFTA-ríkjanna við s.k. Mercosur-ríki í S-Ameríku: Argentínu, Brasilíu, Úrúgúay og Paragúay. Þetta skapar ómetanleg viðskiptatækifæri fyrir sjávarútveg okkar og fleiri atvinnuvegi.
Fríverslunarsamningur við aðildarríki Mercosur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 12:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.8.2019 | 18:06
Hver er trúverðugleiki Bjarna Benediktssonar?
Eftir Ragnhildi Kolka.
Á meðan Bjarni Benediktsson gerir ekki grein fyrir ástæðu þess að hann kúventi í afstöðu til framsals í orkumálum til Evrópusambandsins verða allar yfirlýsingar hans metnar sem "ótrúlega ótrúverðugur málflutningur."*
* Svo að gripið sé til orða hans á Valhallarfundi um málflutning annarra.
Höfundur er félagi í Samtökum um rannsóknir á Evrópusambandinu og tengslum þess við Ísland.
Orkupakkinn takmarkað framsal | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Auðlindir og orkumál | Breytt s.d. kl. 18:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.8.2019 | 13:16
Logi Már Einarsson kvartar yfir heimsókn Pence, varaforseta Bandaríkjanna, en unir vel við heimsókn Angelu Merkel
Ekki leyfir "Kjarninn" fólki að komast betur að kjarna máls með því að opna á umræður um "frétt" sína af viðhorfum Loga. Hann mun áfram stefna í fáránlegum tilraunum að mæla með innlimum lands okkar í Evrópusambandið og að leggja áþján allra orkupakkanna á þjóðina, þrátt fyrir augljósa stöðnun sem ríkir í ESB, með 0,2% hagvöxt (10,5 sinnum minni en í Bandaríkjunum, en við með 6,9% hagvöxt á hverju einasta ári að meðaltali 2009-2017) og mikið atvinnuleysi í ESB-ríkjum (ungmenna allt upp í 40%).
Logi ætti að huga að því, eins og Angela Merkel, að víkja úr sessi í stað þess að þenja sig í utanríkismálum. En miðað við fordóma hans er ekki undarlegt að hann átti sig engan veginn á mikilvægi heimsóknar Pence varaforseta (þeirri sem undirritaður færði hér í tal; en þar tala ég í eigin nafni, ekki þeirra samtaka sem reka þessa vefsíðu, Fullveldisvaktina).
JVJ.
Pence til Íslands 3. september | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 13:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.8.2019 | 17:28
Lesið þessar merkilega afhjúpandi upplýsingar af Facebók Orkunnar okkar
Það hlýtur að vera erfitt að taka hlutlausa afstöðu gagnvart orkupakkanum þegar hagsmunaöflin greiða reikninginn fyrir forsetaframboð manns.
Útdráttur úr endurskoðuðu uppgjöri Guðna Th. Jóhannessonar vegna þátttöku í kjöri til forseta Íslands árið 2016, sbr. lög nr. 162/2006.
Arctic Green Energy Geothermal ehf......................... 400.000 (Haukur Harðarson og Illugi Gunnarsson)
Askja hf................................................................ 100.000 (Ólafur Ólafsson)
Becromal Ísland ehf................................................. 50.000 (Eyþór Arnalds, oddviti XD)
Bláa Lónið ehf........................................................ 200.000 (Guðlaugur Þór Þórðarsson og Helgi Magnússon)
Borgun hf............................................................... 200.000 (Bjarni Benediksson, Benedikt Einarsson, Einar Sveinsson)
HS Orka hf.............................................................. 200.000 (lífeyrissjóðirnir og útrásargengið)
KOM ehf, kynning og markaður.................................. 400.000 (Friðjón R Friðjónsson)
Samskip hf.............................................................. 400.000 (Ólafur Ólafsson, sá eini sanni)
Ursus ehf................................................................ 400.000 (félag Heiðars Guðjónssonar forstjóra Sýn, Stöðvar 2, Visis.is og Bylgjunnar og tengdasonur Björns Bjarnasonar, sæstrengs- og vindmyllumaður)
Vogabakki ehf........................................................ 400.000 (Ólafur Ólafsson, sá eini sanni)
Wow air ehf........................................................... 400.000 (Skúli Mogensen)
Einar Sveinsson...................................................... 300.000 (föðurbróðir Bjarna Ben)
Helgi Magnússon.................................................... 400.000 (eigandi Fréttablaðsins, einn af stofnendum Viðreisnar)
Auðlindir og orkumál | Breytt s.d. kl. 23:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.8.2019 | 16:54
Bretar með Brexit og Boris Johnson fram yfir þingið
Brezka þingið nýtur nú mun minna trausts almennings en forsætisráðherrann Boris Johnson.
Meirihluti Breta er hlynntur því að Bretland gangi úr Evrópusambandinu (Brexit) 31. október sama hvað það þýðir. Jafnvel þó það fæli í sér að breska þingið verði leyst upp til þess að koma í veg fyrir að það geti komið í veg fyrir útgöngu án samnings.
Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar sem fyrirtækið ComRes gerði fyrir breska dagblaðið Daily Telegraph, en Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hefur sagt að til greina gæti komið að senda þingið heim til þess að greiða fyrir útgöngunni. (Mbl.is)
Og hér sjáið þið að stuðningurinn við Brexit hefur aukizt, ekki minnkað:
Spurt var um afstöðu fólks til þess hvort Johnson þyrfti að koma Bretlandi úr Evrópusambandinu sama hvað það kostaði, þar á meðal ef það þýddi að leysa upp þingið ef þess gerðist þörf, til þess að hindra þingmenn í að stöðva útgönguna. Drjúgur helmingur, eða 54%, sögðust sammála þessu en 46% lýstu sig hins vegar ósammála. (Mbl.is)
Og ekki er traustið á þinginu beysið hjá brezkum almenningi, eftir allar tilraunir Theresu May og fimbulfambið og hringlandaháttinn með úrsagnarmálið undir hennar leiðsögn:
Einnig var spurt um afstöðu fólks til þess hvort þingið væri í meiri takti við breskan almenning en Johnson og sögðust 62% vera því ósammála en 38% sammála. Þá sögðust 88% telja þingið vera úr takti við almenning og 89% sögðust telja flesta þingmenn hunsa vilja almennings varðandi útgönguna til þess að ganga eigin erinda. (Sama heimild.)
Jón Valur Jensson.
Vilja Brexit sama hvað það kostar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bretland (UK) | Breytt s.d. kl. 17:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.8.2019 | 01:42
Fullveldið skiptir máli
Hér er þessi rómaða grein eftir Arnar Þór Jónsson héraðsdómara:
Innleiðing hins svonefnda þriðja orkupakka ESB (O3) hefur reynst ríkisstjórnarflokkunum þyngri í skauti en útlit var fyrir þegar tillaga til þingsályktunar um málið var lögð fram á Alþingi vorið 2019. Í ljósi frétta og vaxandi þunga í almennri umræðu um málið tel ég ekki ofmælt að ágreiningur um innleiðingu O3 sé að umbreytast í djúpstæða pólitíska krísu, sem skekur ekki aðeins ríkisstjórnarflokkana á grunninum heldur einnig flokka í stjórnarandstöðu.
Í því sem hér fer á eftir vil ég freista þess að bregða nánara ljósi á þann pólitíska landskjálfta sem O3 hefur valdið. Í stuttu máli tel ég að skýringin sé sú að O3 sé myndbirting mun stærra undirliggjandi vandamáls. Vandinn, eins og ég sé hann, er stjórnskipulegur. Ég tel m.ö.o. að rætur ágreiningsins um innleiðingu O3 liggi djúpt í réttarvitund almennings og stöðu Íslands gagnvart ESB á grunni EES-samstarfsins.
Menn skilja betur reglur sem þeir semja sjálfir
Það er ekkert feimnismál að segja eins og er, að í EES-samstarfinu hafa Íslendingar verið móttakendur reglna en ekki tekið þátt í mótun þeirra. Það er heldur ekkert ljótt að segja það hreint út, að slík staða er engu lýðræðisríki sæmandi til lengdar. Slík staða er heldur ekki í neinu samræmi við þann lagalega grunn sem lagður var að stofnun Alþingis árið 930 og mótað hefur lagahefð Íslendinga alla tíð, þrátt fyrir löng tímabil niðurlægingar, undirokunar og kúgunar.
Alþingi og íslenska þjóðveldið var reist á vilja manna til að eiga samfélag hver við annan á grundvelli laga sem þeir áttu saman; laga sem mótuð voru í sambúð þeirra út frá eigin reynslu, umhverfi og aðstæðum. Um þennan stórmerka viðburð, sem í raun má kallast heimssögulegur, hefur Sigurður Líndal ítarlega fjallað. Sjálfur stend ég í ævilangri þakkarskuld við hann sem kennara minn fyrir að hafa vakið hjá mér áhuga á þessari perlu sögunnar, þegar menn með ólíkan bakgrunn, í nýju landi, ákváðu að hafa lög hver við annan en ekki ólög.
Sammæli en ekki fyrirskipanir
Á þessum tíma voru lögin óskráð; arfur sem menn höfðu flutt með sér og í sameiningu aðlagað íslenskum aðstæðum. Lögin birtu viðleitni til að setja niður deilur sem óhjákvæmilega rísa í samskiptum manna á öllum tímum. Nánar byggðust þessi lög á venjum, siðareglum, hátternis- og umgengnisreglum, trúarreglum, hefðum o.fl. Lög í þessum skilningi voru bæði undirstaða og lím í samfélagi manna. Í stuttu máli var litið á lög sem sammæli en ekki sem fyrirskipanir yfirvalda. M.ö.o. hvarflaði ekki að nokkrum manni að hann væri einfær um að setja lög eða breyta lögum.
Með tilkomu miðstýrðs lagasetningarvalds, fjær fólkinu sem við lögin á að búa, opnuðust áður óþekkt tækifæri fyrir valdagíruga menn. Samhliða því kristallaðist nauðsyn þess að dómstólar veittu löggjafanum aðhald, m.a. til að hindra hvers kyns misnotkun og misbeitingu valds. Hlutverk dómstóla er að gæta réttar manna gagnvart lögunum; skera úr um rétt þeirra og skyldur að lögum.
Í þessu samhengi blasir líka við að það er algjör öfugsnúningur á hlutverki löggjafa og dómstóla ef hinum síðarnefndu er ætlað að taka á sig nýtt hlutverk og fara að marka samfélagslega stefnu. Dómurum er ætlað það stjórnskipulega hlutverk að finna og beita lögum þess samfélags sem þeir þjóna til að verja rétt þeirra sem brotið hefur verið gegn. Þetta er mikilvægasta skylda dómara, en ekki að vera viljalaust handbendi ríkjandi valdhafa eða þeirra sem telja sig vera fulltrúa siðferðilegs meirihluta á hverjum tíma.
Alþingi, lög og tilgangur samtals
Mikilvægi síðastnefnds atriðis er ekki lítilfjörlegt í lýðræðislegu og stjórnskipulegu samhengi. Vilji menn bjóða sig fram til starfa á löggjafarþingi þá ber þeim að axla ábyrgð á því að semja lagatexta. Slíkt hefur óhjákvæmilega í för með sér að viðkomandi orði hugsanir sínar og setji þær fram með kjarnyrtum og skýrum hætti. Tillaga hans getur svo í framhaldinu orðið grunnur skoðanaskipta, breytingartillagna og að lokum atkvæðagreiðslu þar sem tekin er afstaða til þess hvort textinn eigi að öðlast lagagildi. Í þessu birtist mikilvægi lýðræðislegrar rökræðu og lýðræðið þjónar auðvitað mikilvægu hlutverki þegar kemur að því að kjósa handhafa löggjafarvalds. Þannig verður til virkt samspil og aðhald: Lögin móta samfélagið og samfélagið lögin. Þráðurinn þarna á milli er órofa. Kjósi menn að höggva á þennan þráð milli sín og laganna, milli laga og samfélags, milli samfélags og ríkisvalds, er vá fyrir dyrum. Þá skapast forsendur fyrir því að til verði alríki sem virðir ekkert af þessu; þar sem smáríki verða aðeins óvirkir áhorfendur.
Skilaboð alríkisins eru þau að menn eigi fremur að hlýða en að andæfa, því að í alríkinu kemur valdið ofan frá og niður en ekki öfugt. Þegar svo er komið hefur gjörbylting átt sér stað frá því sem áður var lýst. Í stað þess að reglur séu settar af fjölskyldum, í nábýli manna og mótist innan eins og sama samfélagsins, koma lögin frá yfirvaldi sem vill þröngva sér inn í hversdagslíf okkar, jafnvel hugsanir okkar. Nútímatækni gefur slíku miðstýrðu valdi nánast takmarkalausa möguleika á slíkri áleitni. Jafnvel einveldiskonungar fyrri alda blikna í samanburði. Í stað umhyggju í nærsamfélagi býr alríkið til stofnanir sem sýna okkur gerviumhyggju en krefja okkur um algjöra hollustu.
Hvað gerist?
Þegar ríkisvald sýnir tilburði í þá átt að umbreytast í alríki eru margar ástæður fyrir því að viðvörunarbjöllur hringi. Yfirþjóðlegt lagasetningar-, framkvæmda- og dómsvald rýfur það samhengi sem hér hefur verið lýst milli laga og samfélags, rýrir lagalega arfleifð, lítur fram hjá hagsmunum þeirra sem standa næst vettvangi og vanvirðir í stuttu máli samhengi lýðræðishugsjónarinnar við réttarríkið. Slíkt er augljóslega á skjön við stjórnskipan Íslands.
Afleiðingarnar blasa við í málum eins og O3: Þingmenn hyggjast taka að sér að innleiða í íslenskan rétt reglur sem erlendir skriffinnar hafa samið út frá erlendum aðstæðum og erlendum hagsmunum; lögfræðingar taka að sér hlutverk einhvers konar spámanna og freista þess með kristalskúlum að segja fyrir um hvernig íslenskum hagsmunum muni reiða af við framkvæmd hinna erlendu reglna; löggjafarþing tekur hinar erlendu reglur ekki til efnislegrar umræðu og endurskoðunar en lætur sér nægja að leika hlutverk löggjafans.
Við slíkar aðstæður breytist Alþingi Íslendinga í kaffistofu þar sem fjallað er um hið smáa en ekki hið stóra og víðtæka; smámál eru gerð að stórmálum, en stórmál töluð niður og dulbúin sem smámál. Hreyfi menn andmælum er því svarað með að ákvarðanir um innleiðingu hafi þegar verið teknar með þeim hætti að við verðum að ganga frá þeim formlega til að þær öðlist gildi meðal þeirra þjóða sem í hlut eiga ef við viljum áfram vera aðilar að EES.
Á móti spyr stór hluti íslenskrar þjóðar hvað sé lýðræðislegt við það ferli sem hér um ræðir. Fyrir mitt leyti sé ég ekkert lýðræðislegt við það að maður í teinóttum jakkafötum rétti upp hönd til samþykktar á lokuðum fundi sameiginlegu EES-nefndarinnar og málið eigi þar með að heita lýðræðislega útkljáð. Þetta er í mínum huga afskræming á lýðræðislegum rétti fullvalda þjóðar og mætti með réttu kallast lýðræðisblekking.
Samantekt
Íslendingar eru ekki í neinu raforkusamfélagi með þjóðum sem búa handan við hafið. Við höfum því ekki haft nein áhrif á eða aðkomu að reglum sem þar hafa verið samdar um raforku og flutninga raforku milli ríkja. Í ljósi alls framanritaðs er vandséð, svo ekki sé meira sagt, hvers vegna við eigum að innleiða þessar reglur í íslenskan rétt og veikja auk þess um leið stöðu okkar í hugsanlegum samningsbrotamálum sem höfðuð verða í kjölfarið.
Þótt margt megi vafalaust finna lýðveldinu Íslandi til foráttu vil ég með vísan til framangreindra atriða mótmæla því sjónarmiði að það væri íslenskum almenningi mjög til framdráttar að æðsta dómsvald og ákvörðunarvald í innanríkismálum Íslands sé, í trássi við stjórnarskrá lýðveldisins Íslands nr. 33/1944, geymt í erlendum borgum. Kröfur um slíkan valdflutning hljóma heldur ekki vel úr munni þeirra sem vilja stilla sér upp sem sérstökum málsvörum lýðræðis, lýðfrelsis og mannréttinda, þ.m.t. sjálfsákvörðunarréttar einstaklinga og þjóðar. Ég rita þessar línur til að andmæla því að Íslandi sé best borgið sem einhvers konar léni ESB eða MDE sem lénsherrar, ólýðræðislega valdir, siði til og skipi fyrir eftir hentugleikum án þess að Íslendingar sjálfir fái þar rönd við reist. Slíkt verður ekki réttlætt með vísan til þess að Íslendingar hafi kosið að deila fullveldi sínu með öðrum þjóðum.
Þessi grein Arnars Þórs Jónssonar dómara birtist upphaflega í Morgunblaðinu 27. júlí.
Atkvæðagreiðslan ráðgefandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fullveldi og sjálfstæði Íslands | Breytt s.d. kl. 01:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.8.2019 | 16:49
Andstaða við innlimun í ESB er ekki andúð á Evrópu sem slíkri
Gamall ESB-sinni, Gunnar Hólmsteinn Ársælsson, segir "makalaust Evrópuhatur í gangi á Íslandi um þessar mundir." En það er ekki "Evrópuhatur" að menn hafni innlimun Íslands í Evrópusamband gömlu nýlenduveldanna,* sem fengi allt æðsta og ráðandi löggjafarvald yfir Íslandi, sem og allt æðsta dómsvald (ESB-dómstóllinn í Lúxemborg) -- ennfremur stjórnvald að auki, s.s. yfir fiskimiðum okkar.
Undirrituðum þykir vænt um gömlu Evrópu, það kemur þessu ESB-apparati ekkert við, og þar að auki er hlutfall ESB af stærð Evrópu ekki nema 43% (eftir inntöku Króatíu) --- og fer mjög minnkandi með brotthvarfi Bretlands úr ESB í haust !
Jón Valur Jensson.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 16:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.8.2019 | 18:08
Formaður Samfylkingar er reiðubúinn að gefa ESB megnið af landhelginni og allt okkar æðsta löggjafarvald
Í viðtali og pistli boðar hann sína ESB-trú, en felur ofangreindar staðreyndir, gyllir samt orkupakkann og evruna* og "samvinnuna" sem felst í að vera fylgitungl Brussel-valdsins, þar sem við fengjum 0,06% áhrifavald í ESB-þinginu, en um 0,07% eftir útgöngu Breta -- sem hann minnist ekki á, því að sízt má nefna snöru í hengds manns húsi! -- vitaskuld kom Brexit ekki til af neinni almennri ánægju Breta með tilskipana- og reglugerðabákn valdfrekra ESB-ráðamanna og embættismannahers í Brussel.
Og þrátt fyrir augljósa viðleitni Loga til ofurjákvæðni, þegar hann lítur til Evrópu, þá gleymir hann að nefna þá gleðifregn að utan, að nú mun Stóra-Bretland endurheimta sín fiskimið að fullu!
Fiskiskip frá Evrópusambandsríkjum (Spáni, Portúgal, Frakklandi, Belgíu, Þýzkalandi, Danmörku, Eystrasaltsríkjum, jafnvel Ítalíu) fengju hins vegar að hefja veiðar allt upp að 12 mílna landhelgi okkar, en í samræmi við reglur hér um svæðalokanir, möskvastærð og veiðikvóta (þeir myndu rjúka upp í verði, en verða ESB-útgerðum aðgengilegir, m.a. gegnum uppkaup útgerða). Æðsta ákvörðunarvald um nefndar reglur (jafnvel allt niður í möskvastærð) flyttist hins vegar frá íslenzkum stjórnvöldum til ESB-stjórnvalda.
Menn verða að átta sig á því, að sameiginlega sjávarútvegsstefnan í ESB felur í sér jafnan aðgang allra ESB-borgara að fiskimiðunum.** Það er ekki hægt að samrýma það með neinu móti varanlegum yfirráðum og einka-nytjarétti hinna einstöku þjóða að eigin fiskimiðum. Verjendur Evrópusambandsins hafa hins vegar vísað til "reglunnar um hlutfallslegan stöðugleika fiskveiða" hvers ESB-ríkis, byggðan á fiskisóknar- og aflareynslu. En "reglan" sú er einungis tímabundið fyrirkomulag, breytilegt og afleggjanlegt í sjálfu sér, og ráðherraráð ESB hefur allt vald í þeim löggjafarefnum; við hefðum 0,07% atkvæðavægi við slíka ákvörðun!
Er það eðlilegt að formaður íslenzks stjórnmálaflokks gerist undirlægja erlends valds og boði sem sitt fagnaðarerindi innlimun okkar í valdfrekt stórveldi sem er á leiðinni með að koma sér upp stórum her? Er ímynduð hagnaðarvon honum meira virði en sjálfstæði Íslands?
* Um trú Loga á "aðgang að öflugri og stöðugri mynt" í formi evrunnar segir í Staksteinum Mbl. í dag:
"Ef til dæmis Grikkir læsu þetta teldu þeir vitaskuld að þarna færi formaðurinn með gamanmál. Svo er ekki. Logi trúir þessu."
Logi ímyndar sér, að upptaka evrunnar feli sjálfkrafa í sér lægstu vexti og afnám verðtryggingar. Svo er ekki, eins og sýnt hefur verið fram á. Vandkvæðin við að vera með gjaldmiðil sem hentar ekki sveiflukenndum þjóðartekjum sleppir hann alveg að nefna.
** Dæmi úr upplýsingatexta sem finna má gegnum þennan tengil (miklu meira þar):
- "Jafn aðgangur að hafsvæðum og auðlindum hafsins er meginregla í fiskveiðistefnu Evrópusambandsins. Meginreglan um jafnan aðgang (equal access) hefur gilt frá árinu 1970 þegar fyrsta reglugerð ESB um sjávarútvegsmál var samþykkt."
- "Við aðild Íslands að ESB yrðu fjárfestingar annarra ESB borgara og fyrirtækja í íslenskum sjávarútvegi heimilar. Ekki mætti mismuna erlendum aðilum í óhag, enda ættu allir að sitja við sama borð."
- "Rétturinn til að búa, starfa og fjárfesta hvar sem er í Evrópusambandinu er grundvöllur samstarfs aðildarríkjanna og því gefst lítið svigrúm til að banna einstaklingum og fyrirtækjum að fjárfesta í sjávarútvegsfyrirtækjum annarra aðildarríkja."
Jón Valur Jensson.
Fiskveiðar, sjávarútvegur | Breytt s.d. kl. 20:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)