Við eigum að nýta okkur sem bezt frábæra samninga EFTA-ríkjanna við önnur lönd, í stað þess að einblína á tregt og staðnað Evrópusamband

Nú hafa náðst einstakir frí­verzl­un­ar­samn­ing­ar EFTA-ríkj­anna ­við s.k. Mercosur-ríki í S-Ameríku: Argentínu, Brasilíu, Úrúgúay og Paragúay. Þetta skapar ómetan­leg við­skipta­tæki­færi fyrir sjávar­útveg okkar og fleiri atvinnuvegi.

Samninganefndir EFTA og Mercosur í Buenos Aires í gær.
Samn­inga­nefnd­ir EFTA og Mercos­ur í Bu­enos Aires sl. föstudag, 23. ág. 2019, þann merkisdag!
 
Árlegur innflutningur til Íslands frá þessum fjórum löndum nemur 24 milljörðum króna, en útflutningur héðan til þeirra aðeins einum og hálfum milljarði (sextán sinnum minna)! "Í inn­flutn­ingi til Ís­lands veg­ur áloxíð langþyngst en það er þegar toll­frjálst" (Mbl.is). En nú fengum við tækifærið til að stórefla útflutning til þessara landa.
 
Nýi samningurinn felur í sér, að "nær all­ar sjáv­ar­af­urðir sem Ísland flyt­ur út munu njóta fulls toll­frels­is, sum­ar frá gildis­töku samn­ings­ins, en aðrar að lokn­um mislöng­um aðlög­un­ar­tíma." (Mbl.is, leturbr. hér)
 
Þetta er einstakt tækifæri fyrir okkar útflutnings­greinar, og EFTA-ríkin (Sviss, Noregur, Ísland og Liechtenstein) hafa náð hér betri samningum en Ísland fekk með EES-samningnum. Þá (1993) var okkur lofað tollfrelsi í ESB á sjávarafurðir, en það hefur enn ekki verið staðið við það! Hins vegar hafa Kanadamenn, sem ekki eiga aðild að EES-samn­ingnum, náð betri fríverzlunar­kjörum við ESB en við!
 
 
Jón Valur Jensson.

mbl.is Fríverslunarsamningur við aðildarríki Mercosur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband