Bloggfærslur mánaðarins, júní 2018
21.6.2018 | 03:04
Hér þarf forsetinn að fá vinnufrið, skoða málið og hafna því að lokum
ESB keyrir áfram á samræmingu ýmissar löggjafar aðildarlandanna, en ófrýnilegt er fyrir EES-löndin að bera af slíku ofurkostnað og áníðslu á eigin fullveldi.
Deilt um vélmennavöktun á Evrópuþingi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 03:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.6.2018 | 08:25
Verður ESB-fáninn nú dreginn að húni við Ráðhús Reykjavíkur?
Nú þegar Viðreisn er komin í samstarf við Samfylkinguna og Pírata-vinstrið í Reykjavík, þá má gera ráð fyrir að ESB-flokkurinn geri kröfur um að ESB-fáninn verði notaður sem mest í stað þess íslenska.
Fólk man eflaust að Viðreisn flaggaði ekki íslenska fánanum á síðasta landsfundi sínum, þess í stað flögguðu þau ESB-fánanum. Spurning hvort borgin sæki um aðild að ESB eða reyni aftur að setja viðskiptabann á Ísrael.
Gunnlaugur Ingvarsson
Væta og sólarglennur þjóðhátíðardaginn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fullveldi og sjálfstæði Íslands | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.6.2018 | 17:25
Persónuverndarlögin frá ESB eru "fordæmalaust framsal valdheimilda"
Dr. Stefán Már Stefánsson prófessor, okkar helzti sérfræðingur í Evrópusambandslögum, "var stjórnvöldum til ráðgjafar um upptöku gerðarinnar í samninginn. Í álitsgerð hans segir að sú leið sem farin sé feli í sér að framkvæmdarvald og dómsvald yrði framselt til stofnana ESB með mjög einhliða hætti. Stefán réð stjórnvöldum frá því að fara þessa leið og taldi hana skapa afleitt fordæmi. Þá sé gert ráð fyrir að bókun 34 við EES-samninginn verði virkjuð í fyrsta sinn í sögu samningsins en hún gerir ráð fyrir því að dómstólar EFTA-ríkjanna geti farið fram á að Evrópudómstóllinn taki ákvörðun um túlkun EESreglna sem samsvara ESB-reglum. Stefán segir fáa hafa trúað því þegar EES-samningurinn var samþykktur að bókunin um Evrópudómstólinn yrði einhvern tíma virkjuð. Að mati Stefáns er því um fordæmalaust framsal valdheimilda að ræða."
(Fréttablaðið, 13. júní 2018, https://www.frettabladid.is/frettir/framsal-valds-til-stofnana-esb-a-moerkum-stjornarskrarinnar)
Því ber öllum að taka þátt í áskorun á forseta Íslands að synja þessari ESB-löggjöf staðfestingar!
JVJ.
Fullveldi og sjálfstæði Íslands | Breytt s.d. kl. 23:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.6.2018 | 00:50
Fullveldi skemmt á fullveldishátíðarári? Þingmenn í afgreiðsluhlutverki fyrir stórveldi?
Sorglegt var að horfa upp á atkvæðin falla á atkvæðatöflu Alþingis í beinni útsendingu þingsins frá lokaafgreiðslu frumvarpsins um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. 50 atkvæði með, gegn 7 á móti frumvarpinu!(3 greiddu ekki atkvæði). Þingfundi var að ljúka, á 1. tímanum í nótt, og Alþingi frestað til 17. júní.
Fjölmargar athugasemdir bárust Alþingi um málið (sjá hér: Öll erindi í einu skjali), og jafnvel Lögmannafélag Íslands varaði við því, að það brjóti gegn ákvæðum stjórnarskrárinnar.
Eins og einn félagsmanna Samtaka um rannsóknir á Evrópusambandinu og tengslum þess við Ísland, Gústaf Adolf Skúlason, benti á:
Alþingi á að fresta gildistöku laganna, ekkert annað er uppi á borðinu ef einhver virðing er borin fyrir áliti löglærðra manna.
Er ekkert að marka drengskaparheit alþingismanna við stjórnarskrá íslenska lýðveldisins?
Einnig skrifaði Gustaf félagsmönnum þessara Samtaka um rannsóknir á ESB nú undir kvöldið:
Laganefnd Lögmannafélags Íslands bendir á að með EES-samningnum og samningum um stofnun Eftirlitsstofnunar og dómstóls, var komið fót sérstöku tveggja stoða kerfi þar sem ekki var gert ráð fyrir framsali ríkisvalds frá aðildarríkjunum til stofnana Evrópusambandsins,
Já, þetta er sannarlega alvörumál og áhyggjuefni, að hér hafi verið samþykkt ákveðið valdaafsal okkar Íslendinga, m.a. til æðsta úrskurðar ESB-dómstólsins í Lúxemborg, um þessi mál, en hann hefur hingað til ekki verið settur yfir íslenzkt réttarfar.
Ennfremur er þetta ekki góðs viti um viðnám sitjandi alþingismanna gegn öðrum áreitnismálum hins evrópska stórveldis um íslenzk innanríkismál. Þar er hættulegasta málið um þessar mundir s.k. ACER-mál, en í því fælist, ef hér yrði að lögum, framsal réttinda okkar yfir raforkuvinnslu og umfram allt dreifingu raforku, jafnvel gegnum rafstreng til Skotlands, en það hefði einnig mjög ófarsæl áhrif til hækkunar á raforkuverði hér til almennings og fyrirtækja. En það mál verður sennilega rætt á Alþingi í haust eða vetur.
Enn einu sinni er ekki hægt að taka ofan fyrir vinnubrögðum Alþingis. Þetta persónuverndarfrumvarp kom mjög seint fram og mjög lítill tími gefinn til andmæla og kynningar.
Líta sumir þingmenn á Alþingi sem afgreiðslustofnun fyrir Evrópusambandið? Er ekki öllu tímabærara að hugleiða, hvort tími sé til kominn að segja upp EES-samningnum, svo að við losnum við fleiri inngrip stórveldisins í okkar mál?
Stefnt hefur verið að úttekt á því, hvað EES-samningurinn hafi fært okkur og hvað hann hafi kostað okkur. Svo mátti skilja sem sú úttekt yrði jafnvel í höndum ESB-sinna meðal embættismanna í stjórnarráðinu, en allt kapp verður að leggja á, að úttektin verði hlutlæg og marktæk. Og þar koma ekki aðeins bein fjárhagsleg sjónarmið til greina, til lokaálits um málið, heldur einnig mikil tímavinnsla og glataður vinnutími fólks í mörgum stéttum vegna ESB/EES-tilskipana, margs konar annað óhagræði, auk þess beinlínis, að ráðin séu tekin úr höndum okkar um úrslitavald í málum eins og okkur sjálfum hentar bezt.
Tveggja stoða kerfið virðast stjórnvöld hér farin að líta á sem úrelt eða of tímafrekt og kostnaðarsamt til að halda gangandi, sbr. nýja grein um það eftir Hjört J. Guðmundsson blaðamann, sem lærður er með tvær gráður í Evrópufræðum, en hér er sú grein hans, frá 7. þ.m. (smellið): Kosið að fara ekki tveggja stoða leiðina. Menn eru hvattir hér til að lesa þá afar upplýsandi grein.
Víða heyrist hvatning til undirskriftasöfnunar með áskorun á forseta Íslands að undirrita ekki þessa löggjöf frá Alþingi, heldur leggja lokaákvörðun í hendur landsmanna í þjóðaratkvæðagreiðslu. Mættu sem flestir taka til máls um það nauðsynjarmál, sbr. afar sterk rök Arnaldar Hjartarsonar, aðjúnkts við lagadeild Háskóla Íslands, sem Hjörtur vitnar til í grein sinni:
Arnaldur "benti ... á það í grein í Morgunblaðinu um síðustu helgi að viðurkennt væri í frumvarpi að lögum um innleiðingu persónuverndarlöggjafar Evrópusambandsins að ákvarðanir Persónuverndar byggðar á ákvörðunum stofnunarinnar kynnu að hafa áhrif á hérlenda einstaklinga og lögaðila.
Arnaldur segir ennfremur í greininni að innleiðing persónuverndarlöggjafar Evrópusambandsins virtist fara gegn stjórnarskránni og hvatti til þess að Alþingi tæki sér nauðsynlegan tíma til þess að kanna hvort gætt hafi verið fyllilega að ákvæðum hennar í samningaviðræðum ríkisins við viðsemjendur sína á vettvangi EES-samningsins."
Jón Valur Jensson.
Frumvarp um persónuvernd samþykkt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fullveldi og sjálfstæði Íslands | Breytt s.d. kl. 02:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.6.2018 | 05:54
Ein versta útreið sem um getur ...
Menn ættu að lesa markverða samantekt Styrmis Gunnarssonar, sem er ekki lítill áfellisdómur yfir því sem virðist vofa yfir Alþingi á þessum nýbyrjaða þriðjudegi:
Persónuverndarlöggjöf ESB: Ein versta útreið umsagnaraðila sem um getur
JVJ.
3.6.2018 | 07:49
Sérfróður maður með vaktina á aukinni hneigð Brusselmanna til óeðlilegra valdheimilda gagnvart EES-ríkjum
Hikstalaust má hvetja fullveldissinna til að lesa nýtilegar snilldargreinar Bjarna Jónssonar rafmagnsverkfr. í Mbl. og á bloggsíðu hans, m.a. um persónuverndarlöggjöf, ACER-málið, EES og stjórnarskrána, of veikt viðnám Norðmanna, offlæði laga- og reglugerða frá ESB o.fl. Sjá m.a. þessar nýlegustu greinar Bjarna:
Persónuvernd með fullveldisframsali
Hagsmunir Íslands og Noregs gagnvart Orkusambandi ESB
Stjórnarskráin og EES. Einnig (11. maí) EES og þjóðarhagur, þar sem hann tekur m.a. á beinið afar hæpna frásögn Þorsteins Víglundssonar, fyrrv. ráðherra, í Mbl.grein af málum í Noregi, þ.e. um viðhorf almennings þar og stjórnmálaflokkanna, m.m.
Einnig þetta um ACER-málið:
Yfirþjóðleg stofnun leidd til öndvegis
og (15. maí):
Enginn ávinningur af aðild að Orkusambandinu
Og þetta er afar upplýsandi um viðhorf Íslendinga, þótt fáir hafi tekið til máls um hið stórvarasama ACER-mál:
Skýr vísbending um þjóðarvilja
sem fjallar um niðurstöður úr skoðanakönnun Maskínu 27/4-7/5 þar sem spurt var:
"Ertu fylgjandi eða andvíg(ur) því, að aukið vald yfir orkumálum á Íslandi verði fært til evrópskra stofnana ?"
og andvígir reyndust 80,4% (þar af mjög andvígir 57,4%), en fylgjandi aðeins 8,3%! En þeim mun fremur þarf almenningur að vera á varðbergi gegn því, að andstæð sjónarmið og ákvarðanir verði ofan á meðal alþingismanna!
Ennfremur þessari nýlegri greinar:
Íslenzk stjórnsýsla annar ekki flóðinu frá Brüssel
Fyrirvarar Stórþingsins verða varla uppfylltir
Það verður enginn illa svikinn af að fræðast af skrifum Bjarna Jónssonar, fyrr og nú. Ritháttur hans er með afbrigðum skýr, oft reyndar í allöngu máli, en jafnan launar það sig að renna yfir vel rökstuddar greinar hans og oft að tileinka sér efni ýmissa þeirra til hlítar.
Jón Valur Jensson.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 09:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Margir hafa undrazt hvernig ESB-stórveldið neyddi í raun meirihlutaflokka Ítalíu til að falla frá skipan Paolos Savona sem fjármálaráðherra (forsetinn Mattarella hafnaði honum, í þægð við Evrópusambandið). En það er verðugur mótleikur þegar nýr forsætisráðherra landsins, Giuseppe Conte, skipar nú hinn sama Savona sem ráðherra Evrópumála, "en hann er harður efasemdamaður um Evrópusamstarfið" (mbl.is)! Hér er fullt tilefni til að vitna í styttri leiðara Morgunblaðsins þennan föstudag:
"Breytt í þágu Brussel
Í gærkvöld var greint frá því að meirihlutaflokkarnir hefðu ákveðið að gefa eftir og velja nýtt fjármálaráðherraefni. Þetta var gert undir hótunum um utanþingsstjórn þóknanlega ESB og nýjar kosningar til að lagfæra þær sem elítan í ESB taldi hafa gefið ranga niðurstöðu.
Þegar þetta er skrifað er búist við að ný stjórn á Ítalíu taki við í dag, föstudag. Sú stjórn verður ekki eins og meirihlutinn á ítalska þinginu vildi helst hafa hana, en hún gæti engu að síður ruggað báti Evrópusambandsins og evrunnar verulega. Fróðlegt verður að sjá hver næstu viðbrögð elítunnar í Brussel og áhangenda hennar verða ef ríkisstjórnin fylgir þeim málum eftir sem ítalskir kjósendur ætlast til." (Tilvitnun lýkur.)
Ekki hafa þessir atburðir aukið traust manna á lýðræðisást Brusselmanna og leiðtoga Evrópusambandsins, svo sem hinna valdamestu, Frakklandsforseta og Þýzkalandskanzlara. Greinilega vilja þau, eins og í tilfelli Grikklands, Ungverjalands og Póllands áður, takmarka frelsi þjóða og þjóðþinga til að ráða málum sínum sjálf.
Jón Valur Jensson.
Conte nýr forsætisráðherra Ítalíu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 00:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)