Bloggfærslur mánaðarins, september 2013
24.9.2013 | 17:34
ESB, Ísland og Færeyjar
Hér er önnur athyglisverð grein eftir Bjarna Jónsson rafmagnsverkfræðing: Evrópusambandið og norðrið og hefst þannig:
- Það þótti vera saga til næsta bæjar, þegar Danir ákváðu að meina skipum frá sambandsríkinu Færeyjum að landa makríl og síld í dönskum höfnum og að kaupa veiðarfæri í Danmörku til þessara veiða. Allir vita, að til slíks óyndisúrræðis grípa Danir ekki ótilneyddir ...
Það er margt gott í þessari grein, hér er t.d. gripið niður í einu atriði:
- Makríllinn er talinn éta 3 milljónir tonna í íslenzkri lögsögu og a.m.k tvöfalda lífmassa sinn og verða 2 milljónir tonna. Miðað við góða reynslu af íslenzkri aflamarksreglu ættu veiðar upp á 300 þús tonn af makríl á Íslandsmiðum ekki að vera goðgá, en ESB ætlar okkur 5 % - 10 % af því.
Farið inn á vefslóðina hjá Bjarna og Evrópuvaktinni! Þótt greinin sé frá 6. ágúst, heldur hún alveg gildi sínu. Þar er einnig upplýsingar að finna um Bjarna sjálfan. -- Sjá einnig HÉR um fyrri grein hans, sem fekk hér mikið og verðskuldað lof.
Fiskveiðar, sjávarútvegur | Breytt s.d. kl. 17:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.9.2013 | 00:40
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir Bloomberg frá áhugaleysi Íslendinga um Evrópusambandið
Spyrjandi: Let's talk about the EU. You've abandoned EU entry talks. Has appetite completely diminished within Iceland for the European project?
Svar Sigmundar: "Well, we, of course, have some people interested in the European Union but, in general, the Icelandic public has never been very keen on the European Union or European integration. During the hight of the crisis, the government of the time applied for membership, even though only one of the two coalition parties was in favour of joining. Usually, only one Icelandic political party has been in favour of joining. And the general public hasn't been too excited about Europe, then we see things developing as they are in the Eurozone, with unemployment reaching new highs of, I think, 12% or something, no GDP growth, and at the same time Iceland is getting back on track, unemployment down to 4.5%, GDP growth increasing, government finances doing better, hopefully, with the new government. So, it's difficult for those that favour EU membership to explain to Icelanders what they would get out of it."
Þetta voru lokaorð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar í viðtali á Boomberg-fréttaþjónustunni á nýliðnum degi (þessi hluti var á 5:45-ca.7:00 mín. á myndbandinu). Viðmælandi hans var Mark Barton í þættinum "On the Move" í Bloomberg-sjónvarpinu.
Sigmundur Davíð er augljóslega mjög fær að ræða efnahagsmál Íslands við brezka fréttamenn.
J.V.J.
Ísland gangi aldrei í Evrópusambandið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 11:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
18.9.2013 | 22:46
Stórmerk grein eftir Bjarna Jónsson verkfræðing um ESB-mál
Í viðskiptastríði við Evrópusambandið, eins og kann að vera í uppsiglingu, er ómetanlegt að geta leitað til austurs og vesturs ...
Þannig ritar hann m.a. í grein sinni Sér grefur gröf, þótt grafi, og er hún óvenju snjöll og skörp greining á margvíslegu varðandi Evrópusambandið, hvert það stefnir, á aðlögunarferlinu og lítt beysinni pólitík Össurar Skarphéðinssonar og Steingríms J. Sigfússonar. Eftirfarandi glefsur eru einnig úr þessari ýtarlegu grein Bjarna (en bezt er að lesa hana alla í heild):
"Er líklegt, að óbilgirni ESB í garð Íslendinga mundi verða minni eftir inngöngu en á skeiði, þegar ESB reynir að lokka landsmenn til fylgilags við sig með ýmsum ráðum, þ.á.m. með því að bera á þá fé? Samstarfi við Færeyjar og Grænland með ríku innihaldi lyki daginn, sem Ísland gengi í ESB. Af sögulegum og hagsmunalegum ástæðum er innganga Íslands í ESB í sinni núverandi mynd ríkjasambands útilokað, hvað þá verði þróunin áfram í átt að sambandsríki, en vendipunktur í þeirri þróun kann að vera í nánd.
Það var svínslegur leikur til að þreyta fiskinn að bíða með sjávarútvegs- og landbúnaðarkaflann þar til í lokin, svo að þjóðin stæði frammi fyrir "fait accompli", fullnaðaraðlögun á öllum öðrum sviðum, fjöldi fólks kominn á spena ESB undir merkjum IPU eða öðrum, og þess vegna yrði ekki talið við hæfi að neita ESB um lokahnykkinn, aðlögun að "Common Fishery Policy, CFP, og CAP, Common Agriculture Policy". Aðildarumsókn og aðildarferli voru þannig mörkuð blekkingum og svikum hins fláráða Össurar Skarphéðinssonar frá upphafi til enda.
Réttast væri, að Alþingi fæli ríkisstjórninni haustið 2013 að falla frá umsókninni, sem kreist var út úr Alþingi 16. júlí 2009 með meiri harmkvælum en sögur fara af í samskiptum við erlend ríki síðan á Kópavogsfundinum 28. júlí 1662..." Lesið greinina í heild!
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 23:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Vitaskuld sækist Evrópusambandið eftir auðlindum, eftir því sem það hefur færri úr að spila sjálft. Hér sést áhugi þess á aðgangi að auðlindum Grænlendinga. Halda einhverjir kjánar, að það hafi ekki áhuga á okkar auðlindum?!
- Mikilvægi Grænlands fyrir Evrópusambandið með tilliti til hráefnis verður ekki ofmetið, er haft eftir Antonio Tajani, yfirmanni iðnaðarmála í framkvæmdastjórn ESB, á fréttavefnum PublicServiceEurope.com ...
- Fram kemur í fréttinni að ESB sé mjög í mun að tryggja sér aðgang að grænlenskum auðlindum, eins og olíu og verðmætum málmum í jörðu, þar sem sambandið óttist að aðgengi þess að hráefni annars staðar í heiminum kunni að dragast saman samhliða vaxandi tilhneigingu að koma á verndartollum. (Mbl.is.).
Nú tala þeir um samstarfssamninga" milli Grænlands og ESB. Það þýðir ekki að við viljum ganga í sambandið,segir grænlenzkur forsvarsmaður í fréttinni.
- Ef við innleiddum alla löggjöf ESB myndum við þurfa 56 þúsund manns einungis til þess að stjórna 56 þúsund manns, segir Kleist að lokum og vísar þar til íbúafjölda Grænlands. Hann bætir við að ein ástæða þess að Grænlendingar hafi yfirgefið forvera ESB á sínum tíma hafi verið andúð á skriffinnsku."
- "Rifjað er upp að Grænland hafi á níunda áratug síðustu aldar yfirgefið forvera ESB einkum vegna sjávarútvegshagsmuna landsins." (Mbl.is.)
Eins og Svisslendingar náðu Grænlendingar mun skárri samningi við Esb. heldur en Norðmenn og Íslendingar með EES-samningnum. En sambandið" sækir á og ætlar sér stóran hlut í auðlindum norðurslóða. Þar eru Ísland og Grænland fyrstu kubbarnir í dómínóspili gömlu nýlenduveldanna sem stýra Evrópusambandinu og eru þar allsráðandi frá og með 1. nóv. 2014, þegar ákvæði Lissabonsáttmálans taka gildi um nær tvöfaldað atkvæðavægi Þýzkalands í leiðtogaráðinu og ráðherraráðinu, sem ráða þar mestu og því næst framkvæmdastjórnin, ekki þingið í Strassborg. Samanlagt verða fjögur stærstu ríkin (af 27) með 53,64% atkvæða. Þetta eru auk Þýzkalands Frakkland, Bretland og Ítalía (sjá töfluna hér fyrir neðan*). Ef við bætum við 5. og 6. stærstu þjóðunum, Spánverjum og Pólverjum, verða sex stærstu ríkin með 70,4% atkvæðamagns, en öll hin 21 verða samanlagt með 29,6%! Viðaukinn hugsanlegi, Ísland, hefði engin sjáanleg áhrif á það til breytingar!
Tíu fyrrv. nýlenduveldi munu (frá 1. nóv. 2014) ráða 73,34% atkvæðavægi í ráðherraráði og leiðtogaráði Evrópusambandsins, en hin 17 ríkin, saklaus af nýlendustefnu, munu ráða þar 26,66% atkvæðavægi ! Ísland fengi þar 0,06% atkvæðavægi!**
Og eindregna, ráðríka auðlindalöggjöf getur Esb. auðveldlega sett í framhaldinu ... Það verður þó ekki fyrr en Brusselkarlar hafa annaðhvort náð Noregi inn eða séð fram á, að það verði aldrei. Ísland er hins vegar mikilvægur dómínókubbur ekki aðeins vegna eigin auðlinda (einkum raforku og fiskimiðanna), heldur einnig vegna þess að með innlimun okkar telja Brusselmenn líklegra að Norðmenn láti líka fallerast.
Svo erum við með quislinga hér við stjórnvölinnhaldið þið að það sé ástand!
Neðanmálsgreinar:
* Atkvæðavægið í ráðherraráði Esb. (sem ræður m.a. "reglunni" óstöðugu um hlutfallslegan stöðugleika fiskveiða hvers Esb-ríkis) eins og það er nú og svo eftir breytinguna afgerandi 1. nóv. 2001 (heimild: Lissabonsáttmálinn, sbr. einnig Harald Hansson HÉR):
** ÁTTA þessara fyrrv. nýlenduvelda (og þá er Svíþjóð og Danmörku sleppt) munu ráða 70,39% atkvæðavægis í ráðunum tveimur. Svíþjóð var aðeins fáein ár með nýlendu og á því naumast heima í þessum hópi. Þessi átta ríki eru: Stóra-Bretland, Spánn, Frakkland, Portúgal, Holland, Þýzkaland, Belgía og Ítalía, og voru mörg þeirra mjög grimm nýlenduveldi, þ. á m. tvö þau síðastnefndu. Ef Tyrkland og Rússland bætast við, stóreykst enn hlutfall fyrrverandi nýlenduvelda í helztu valdastofnunum Esb., en okkar áhrifahlutur yrði 0,04%! Við þekkjum hroka sumra þessara ríkja (t.a.m. Bretlands og Hollands og nú Tyrklands) og ættum að halda þeim sem lengst frá æðsta ákvörðunarvaldi um okkar mál.
ESB með augastað á grænlenskum auðlindum | |
Auðlindir og orkumál | Breytt 18.9.2013 kl. 17:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.9.2013 | 14:36
ESB-topphúfa: Köllum ekki spillingu spillingu!
Forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, Herman van Rompuy, segir að endurskoðendur ESB hafi "þá skyldu að bæta ímynd þess og miðla kostum þess til almennings" og vill að þeir "dragi úr gagnrýni sinni á bókhald þess til þess að komast megi hjá neikvæðri umfjöllun fjölmiðla um það" (Mbl.is.)
Þannig vill Rompuy greinilega svara því, þegar stöðugt er á það minnt, að
- "endurskoðendur ESB haf(a), frá því að þeim var gert skylt að senda frá sér árlega skýrslu um fjármál sambandsins árið 1994, ekki getað staðfest reikninga þess vegna víðtækrar óreglu í bókhaldinu og þar á meðal fjársvika." (Sama Mbl.is-frétt.)
Talsmaður Camerons, forsætisráðherra Bretlands, segir
- "að eina leiðin til þess að minnka gagnrýni á bókhald ESB sé að varpa frekara ljósi á það en ekki minna. Vitleysa af þessu tagi er nákvæmlega ástæðan fyrir því að forsætisráðherrann vill koma á umbótum innan ESB og leyfa bresku þjóðinni að kjósa um aðildina að sambandinu." (Mbl.is.)
Hér er ennfremur ástæða til að minna á orð Mörtu Andreasen, Evrópuþingmanns fyrir brezka Íhaldsflokkinn, sem var hér á ferð í lok síðasta mánaðar. Árið 2001 var hún ráðin sem aðalendurskoðandi fyrir framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, en var látin fara eftir að hún vildi ekki skrifa undir reikninga sambandsins. Hún sagði hér í viðtali við Morgunblaðið 31. ágúst sl.:
En þegar ég var búin að vera þar í fjórar til fimm vikur var mér ljóst að lágmarksstjórnun á útgjöldum sambandsins var ekki til staðar, segir Marta og nefnir að útgjöld Evrópusambandsins séu í dag um 140 milljónir evra. Það sem ég hafði þó meiri áhyggjur af var að peningar voru látnir renna í verkefni án þess að fylgst væri með því að þeir færu í það sem þeir áttu að gera, segir hún og bætir við að hún hafi viljað koma fram ýmsum breytingum, sem hefði verið auðvelt að hrinda í framkvæmd. En hugmyndum mínum var stöðugt hafnað.
Á sama tíma segir hún að hún hafi verið beitt þrýstingi til þess að skrifa upp á reikninga sem hún gat ekki með góðri trú sagt vera rétta. Á endanum var henni tilkynnt um ári síðar að framkvæmdastjórnin hygðist færa hana til í starfi, þangað sem hún myndi ekki bera neina ábyrgð.
Ég vildi ekki láta færa mig til, þannig að þeir ákváðu að láta mig fara, að grunni til vegna þess að ég var ekki nógu hliðholl framkvæmdastjórninni, segir Marta. Ég leit hins vegar svo á að hollusta mín ætti heima hjá skattgreiðendunum sem borguðu launin mín. Ég varð því að tryggja það að peningum þeirra væri vel varið.
Svo eru sumir svo grænir að telja okkur geta komizt hjá pólitískri spillingu með því að gerast meðlimir í þessu stórveldabandalagi!
Viðtalið allt við Andreasen er hér:
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2013/08/31/telur_ad_esb_muni_hrynja/
JVJ tók saman.
Gefi betri mynd af Evrópusambandinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 14:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hlálegt er að heyra Össur þingmann tala um að utanríkisráðherra "stork[i] fullveldi Alþingis". Össur studdi ólögmæta ESB-umsókn og braut stjórnarskrána, er hann rauk með hana til útlanda án aðkomu forseta lýðveldisins; áður hafði Össur brotið landráðalögin í Icesave-málinu! Svo fer hann í pontu á Alþingi til að mótmæla Gunnari Braga Sveinssyni utanríkisráðherra sem framfylgir stefnu flokka sem njóta mikils þingmeirihluta, flokka sem fengu til þess meirihluta í kosningunum í vor.
Utanríkisráðherra hefur nú góðu heilli leyst samninganefnd, samningahópana (tugi manna) og samráðsnefnd vegna viðræðna við Evrópusambandið frá störfum. Það eru gleðileg tíðindi, en annars var ekki að vænta, þar sem "þessi ríkisstjórn hefur talað skýrt um, að hún ætlar ekki að halda áfram [umsóknar]viðræðum," eins og hann sagði í viðtali við Fréttablaðið, birtu þar í dag.
Ljóst er, að mikill sparnaður hlýzt fljótlega af ákvörðun ráðherrans. Þegar hafði tugum manna verið sagt upp í utanríkisráðuneytinu vegna U-beygju landsins í þessum ESB-umsóknarmálum, og var þar einkum um þýðendur að ræða. Nú bætast við þessar uppsagnir 17 manns í aðalsamninganefndinni og ennfremur tugir manna í samningahópum og samráðshópi í kringum hana. Þetta er eitt röskasta átak í sparnaði í ríkisbúskapnum sem frétzt hefur af lengi og um leið það sem mestri lukku kann að stýra.
Jón Valur Jensson.
Orð skulu standa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 14:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.9.2013 | 05:21
Bretar hafa tapað fullveldi í málum og veitist erfitt að ná því aftur
David Cameron vill semja við ESB um að endurheimta ýmis völd frá stofnunum þess sem Bretar hafa framselt til þeirra á liðnum árum og áratugum, m.a. í sjávarútvegi, en mun ekki takast það, þar sem önnur ríki sambandsins eiga eftir að koma í veg fyrir það, segir hér í frétt Mbl., hafðri eftir Vince Cable, viðskiptaráðherra Bretlands, en hann kemur úr flokki Frjálslyndra demókrata. Cable lét ummælin falla á fundi í fjármálahverfi Lundúnaborgar. (Mbl.is).
- Cameron hefur heitið því að í kjölfar slíkra viðræðna verði haldin þjóðaratkvæðagreiðsla um veruna í Evrópusambandinu árið 2017 að því gefnu að Íhaldsflokkurinn vinni næstu þingkosningar sem fyrirhugaðar eru 2015. (Mbl.is.)
Grasrótin í Íhaldsflokki Camerons neyðir hann til þessa, og horfurnar fram undan eru ekki góðar fyrir ESB-sinnana þar í landi.
Greinilega hefur viðskiptaráðherrann Cable gefizt upp á því að reyna að endurheimta eitthvað af fyrri völdum Bretlands á sínu eigin yfirráðasvæði, sem eitt sinn var og hét, því að ...
- Cable sagði ennfremur að í stað þess að reyna að endurheimta völd frá Evrópusambandinu ætti Bretland að beita sér fyrir því að endurbætur væru gerðar á sambandinu. (Mbl.is.)
En skyldi Bretum ganga það auðveldlega að fá hin 27 ríkin til að endurbæta ESB í þágu Bretlands?!
Allt er þetta verðugt umhugsunarefni fyrir þá, sem ímynda sér, að aldrei hafi það gerzt, að fullveldi nágrannaþjóða okkar hafi skerzt í Evrópusambandinu. Sú fullyrðing kemur einungis til af vanþekkingu.
1) Eru Danir fullvalda í gerðum sínum, þegar Færeyingar vilja samstöðu síns sambandsríkis? Ekki aldeilis í ófrelsi sínu innan Esb. neyðist danska ríkisstjórnin til að taka þátt í löndunarbanni á færeysk fiskiskip og flutningaskip þaðan!!! Ef það kemur einhverjum fyrir sjónir sem "danskt fullveldi", þá lýsir það ekki glöggskyggni.
2) Voru Írar fullvalda til að fara sömu leið og við með neyðarlögum okkar 2008, eins og þeir öfunduðu okkur af? Nei, þeir urðu að punga út ótrúlegu fé vegna bankanna, einkafyrirtækja!
3) Héldu Króatar fiskveiðilögsögu sinni óskertri við "inngöngu" í Esb. á þessu ári? Nei, AUÐVITAÐ EKKI, nú fá Ítalir og Spánverjar frjálsar hendur að gramsa þar!
4) Héldu ekki að minnsta kosti Bretar einkarétti sínum á sinni eigin fiskveiðilögsögu í Norðursjó eftir að þeir fóru inn í Evrópusambandið? EKKI ALDEILIS, þeir voru dæmdir af ESB-dómstólnum í Lúxemborg til að hlíta ESB-löggjöf og ónýta sína eigin löggjöf, sem hafði átt að vernda brezka sjómenn, útgerð og fiskiðnað, en Spánverjar græddu á öllu saman.
Menn ættu að kynna sér betur þessi mál. Það er t.d. enginn "pakki" sem opnazt gæti bara í framtíðinni, heldur bíða tilbúnir til skoðunar inntökusáttmálar ríkjanna með sínum ströngu skilmálum, og lagaverkið er sameiginlegt öllum og skyldubundið og ofar landslögum.
Þó búa ekki allar þjóðir við jafnan hlut hlutur Þjóðverja í ráðherraráðinu er langstærstur, atkvæðavægi þeirra í þessu löggefandi ráði yrði 273 sinnum meira en okkar, ef við álpuðumst þangað inn, og Bretlands 205 sinnum meira en okkar!
Og ESB-inntökusinnarnir sleikja bara út um, eða hvað?! Lesefni handa þeim er víða á vefsetri þessara Samtaka um rannsóknir á Evrópusambandinu og tengslum þess við Ísland, m.a. hér: fullveldi.blog.is/blog/fullveldi/entry/1297366/.
Jón Valur Jensson.
Tekst ekki að semja við ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 05:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.9.2013 | 11:26
Veiðisókn okkar í makríl er miklu minni er nauðsyn ber til - "hands off", Brusselkarlar!
Við veiðum í raun ALLT OF LÍTIÐ af makrílnum, í 1. lagi miðað við hlutfallslega viðveru hans í okkar 200 mílna lögsögu, í 2. lagi miðað við þá staðreynd, að nýjar mælingar sýna, að stofninn er langtum stærri en talið var, og í 3. lagi miðað við, að afföllin af ýmsum ætistegundum hér við land eru ca. 15 sinnum meiri en markílafli okkar hér við land; slík ágengni þessa makrílstofns á ýsu-, ufsa- og þorskseiði og aðrar ætistegundir við Ísland er beinlínis hættuleg viðgangi þeirra fiskistofna við landið og kemur niður á öðrum sjávardýrum (og fuglum líka) sem þurfa á því að halda að komast í það æti.
Þeir sérhagsmunaseggir á Írlandi og Skotlandi, sem nota Evrópusambandið sem verkfæri sitt, skirrast einskis við að láta kné fylgja kviði gegn þjóðum, sem eru einfaldlega að veiða fisk í eigin lögsögu og jafnvel í miklu minna mæli en þær ættu að gera, vegna þess að makríllinn er trúlega þrefalt meiri að magni skv. nýjum mælingum en ESB-menn hafa gefið sér, og þessi fiskistofn fer eins og ryksuga um höfin og étur upp átu og seiði sem svipta aðra fiskstofna hér fæðu sinni -- sem og fugla við strendur landsins.
Færeyingar eiga óáreittir að fá að ráða sinni fiskveiðilögsögu, ekki ESB, sem er hvort sem er með allt niðrum sig í fiskverndarmálum. Lítið á hrun veiðanna í norðanverðu Miðjarðarhafi! ESB var einrátt um þá frábæru stjórnun! Meint varfærni ESB í málinu alger hræsnisdula yfir tvennt: þjónustulipurð þess við skozka og írska útgerðarmenn annars vegar og hins vegar ofveiði- og fiskveiðistjórnunarrugl þess sjálfs í sjávarútvegsmálum, eins og Jón Kristjánsson fiskifræðingur (fiski.blog.is) hefur iðulega bent á.
Svo er þetta lærdómsríkt: Danir hafa EKKI fullveldi í þessu máli, og það kemur til af ESB-"aðild" þeirra, sem er nú ekki beysin "aðild" þegar hún sviptir þetta ríki fullveldi, þannig að það getur ekki einu sinni staðið með sínu sambandslandi Færeyjum, heldur tekur fullan þátt í löndunarbanni á færeysk skip! Þetta gerist jafnvel þrátt fyrir, að Færeyingar hafi áður staðið með Dönum, þegar þeir síðarnefndu voru í hliðstæðum vanda. En svik eða vanþakklæti dönsku ríkisstjórnarinnar er hér í raun ekki aðalmálið, heldur ófrelsi Dana að beita sér gegn ákvörðunum yfirríkisins "ESB".
Við höfum hins vegar fullveldi yfir okkar fiskveiðilögsögu og eigum sjálfir að stjórna okkar makrílveiðum eins og öðrum veiðum. Það sakar þó ekki að senda launaða sveit fiskifræðinga á Evrópusambandið til að leiða því fyrir sjónir, að allt tal þess um "ofveiði" makríls er eins og léleg skrýtla.
En stuttar samningaviðræður hafa nú farið fram i Reykjavík um makrílmálið milli Íslendinga, Færeyinga og Evrópusambandsins:
- Fundað var um helgina og herma heimildir Morgunblaðsins að engin tilboð hafi verið lögð fram og að ekki hafi verið reynt að semja um prósentutölur í skiptingu aflans. (Mbl.is.)
Full nauðsyn er á, að íslenzkur almenningur haldi vöku sinni um framhald þessa máls.
Jón Valur Jensson.
Þrátefli í makríldeilunni að ljúka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 11:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.9.2013 | 21:00
Vegna greinar Þorsteins Pálssonar í Fréttablaðinu í dag
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 21:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Íslendingum er lítil vörn í Schengen-kerfinu frá mönnum sem smygla sér inn frá aðliggjandi löndum ESB-landa, t.d. Rússlandi og Hvíta-Rússlandi. Vandinn myndi margfaldast með "aðild" Tyrkja. Ný frétt frá Eistlandi sannar þetta:
- Gæsla á landamærum Eistlands og Rússlands við ána Narva í Eistlandi er ófullnægjandi og brýnt er að bæta þar úr. Landamærin eru hluti af ytri landamærum Schengen-svæðisins.
- Alda Hrönn Jóhannsdóttir, yfirmaður lögfræðisviðs lögreglustjórans á Suðurnesjum, sótti í vor ráðstefnu um mansal í Eistlandi og skoðaði m.a. landamærastöð við Narva.
- Í samtali í Morgunblaðinu í dag segir hún að eistnesk stjórnvöld séu meðvituð um vandann, en það hafi komið henni á óvart hversu lítil fyrirstaða sé á landamærunum. (Mbl.is.)
Um þetta má lesa nánar í Morgunblaði dagsins í dag.
Hingað geta þá flutzt án vegabréfaskoðunar rússneskir mafíósar eða öllu heldur skósveinar þeirra, og þegar Stefani Fühle, "stækkunarstjóra" ESB, verður að þeirri ósk sinni og margra ráðamanna í Evrópusambandinu að fá Tyrki inn í bandalagið, þá margfaldast vandinn með því að gera öfgamúslimum kleift að lauma sér inn í Evrópusambandið yfir hin 1673 km löngu landamæri Tyrklands að Sýrlandi, Írak og Íran.
Jón Valur Jensson.
Lítil fyrirstaða á Schengenlandamærum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Löggæsla | Breytt s.d. kl. 11:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)