Bloggfærslur mánaðarins, mars 2013
30.3.2013 | 14:10
Jafnvel þegar ESB á ekkert hrós inni, hrósar Þorsteinn Pálsson því !
Þessi fv. ritstjóri og forsætisráðherra sér sig sjaldan úr færi með að mæla með sínu Evrópusambands-stórveldi þrátt fyrir fullveldisafsal okkar, ef við hyrfum í gin þess. Í dag gefur hann því falskar skrautfjaðrir enn eitt sinn og þá í tengslum við gjaldeyrislán okkar eftir að bankakreppan reið yfir. Hann ritar í Fréttablaðspistli sínum (leturbr. hér):
- "Við hrösuðum illa á sviði peningamála fyrir fáum árum og þurftum að biðja Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og nokkur Evrópusambandsríki ásjár. Aðstoð var veitt með ströngum skilyrðum um íhaldsráðstafanir í fjármálum."
Halda mætti af máli hans, að Evrópusambandið hafi reynzt okkur þarna vel -- þvert gegn fjandsamlegri framkomu þess í Icesave-málinu og í makríldeilunni. En Brusselbossar voru það ekki, sem komu okkur til hjálpar, og hvorki Færeyjar né Noregur eru í Evrópusambandinu, þannig að það er ofrausn af Þorsteini að kenna björgunaraðgerðina við ESB. Og þótt norrænu löndin, sem studdu okkur, séu að öðru leyti í Evrópusambandinu, getum við "þakkað" því stórveldi það, að það þrýsti á Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um að þrýsta á þessi lönd að veita okkur ekki aðstoð nema með því að þrýsta um leið á stjórnvöld hér að borga Icesave-"skuldina", sem reyndist svo engin skuld, þegar óvilhallur dómstóll felldi um það sinn úrskurð!
Rausn Færeyinga í okkar garð var viðbrugðið og skilur eftir þakklæti í hjörtum margra, en líka má minnast þess, að ríkisstjórn Póllands brást okkur ekki heldur -- veitti okkur gott lán, ekki vegna þess að ESB hafi hvatt til þess, heldur af vináttu við Ísland í tengslum við hérveru fjölda Pólverja, en þeir eru nú .... talsins á landinu, langstærsti þjóðahópurinn meðal innflytjenda.
En Þorsteinn Pálsson ætti að hugsa sig um tvisvar, áður en hann eignar Evrópusambandinu sínu heittelskaða heiðurinn af hjálp við Ísland í bankakreppunni. Stolnar fjaðrir eru engum til skrauts né sóma.
Jón Valur Jensson.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 14:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.3.2013 | 20:44
Samfylkingin hefur misst gríðarlegt traust á þessu kjörtímabili (m/viðauka um vantraust o.fl.)
Frá kosningunum 2009 hefur hlutfallslegt fylgi þess flokks, sem einn þvingaði ESB-innlimunarumsókn upp á Lýðveldið Ísland, þ.e. Samfylkingarinnar, minnkað um heil 57%. Hún fekk 29,8% atkvæða 2009, en fengi nú 12,8% skv. nýbirtri könnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands. Á sama tíma hefur fylgi andstæðs flokks, Framsóknarflokksins, aukizt hlutfallslega um 92,6%, var 14,8% í kosningunum 2009, en er nú skv. fyrrnefndri könnun 28,5%.
Fylgi Vinstri grænna skv. könnun Félagsvísindastofnunar er aðeins 8% og samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna því einungis 20,8%! Þetta er fólkið sem telur sig hafa umboð til að stjórna landinu, jafnvel til að leiða okkur á ný undir evrópskt ofurvald!
Merkilegt var, að Jón Bjarnason sat hjá við atkvæðagreiðslu um vantraust á þessa ríkisstjórn fyrir skemmstu og Atli Gíslason mætti ekki! hvað gekk þeim til?
Undanvillingarnir tveir úr Samfylkingu, Guðmundur Steingrímsson og Róbert Marshall í "Bjartri framtíð", greiddu svo vitaskuld atkvæði með sinni ESB-vænu ríkisstjórn!
Afstaða þjóðarinnar sést aftur á móti annars vegar af því, sem fram kom hér á undan, og hins vegar af því, að í MMR-könnun, sem birt var nýlega, eftir að vantraustið var fellt, var einmitt spurt um traust á ríkisstjórnina, og þar fekk hún 31% stuðning (eflaust frá Sf-, VG- og "Bjartrar framtíðar"-fólki), en 69% treystu henni ekki. Slá hefði átt upp þeirri vantraustsyfirlýsingu í fréttum, í stað þess sem Rúvarar gerðu að tala um sigur Jóhönnustjórnar!!
Jón Valur Jensson.
Framsókn með 28,5% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt 29.3.2013 kl. 00:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.3.2013 | 11:28
Blekkingarviðleitni utanríkisráðherra á útleið
Í Esb-Fréttablaðinu í dag kallar hann þann Carl Bildt til vitnis, sem hann sjálfur kallaði hingað til að taka þátt í Esb-áróðursviðleitni sinni og þess sama stórveldis. Þeir una því ekki, að jafnræði verði með NEI- og já-sinnum í málinu, ekki hinu, að Alþingi styrki báðar hreyfingar jafnt með fjárstyrkjum, heldur berjast fyrir því, að Evrópusambandið fái hér að spandera 230 milljónum króna í áróður gegn tvær rangnefndar "Evrópustofur" (í Reykjavík og á Akureyri) og að embætti utanríkisráðherra lýðveldisins sé misnotað til að safna blekkjandi vitnisburðum utan úr heimi, m.a. með heimsóknum ýmissa Esb-samherja Össurar sjálfs, og einnig það er á ýmsan hátt kostnaður fyrir Ísland, fyrir utan þann hartnær milljarð króna, sem vitað er, að eytt hefur verið í þetta umboðslausa Esb-umsóknarmál Samfylkingarinnar nú þegar.
Össur endurtekur eins og páfagaukur þá fullyrðingu Carls Bildt (fullyrðingu sem Esb-vænn Egill Helgason laðaði fram með leiðandi spurningu) að fullveldi þjóða innan Evrópusambandsins sé meira en utan þess! Á hvern hátt er fullveldi Möltubúa (þeirrar þjóðar sem er þar næst okkur að stærð, um 410.000 manns) meira en fullveldi Svisslendinga?!
Carl Bildt, maður sem unir því vel að vera sjálfur partur af nómenklatúru Brussel-valdsins, færði engin rök fyrir því, að fullveldi þjóða, sem fengið hafa á sig tvö yfir-löggjafarþing, hafi aukizt og muni með viðvarandi hætti verða meiri þar en utan Esb. Ekki hafa Bretar trú á því.
Hann skrökvaði því einnig, að Ísland og Noregur "verð(i) möglunarlaust að taka við ákvörðunum ESB og innleiða án þess að hafa nokkur áhrif," svo að vitnað sé í áróðurspistil Össurar í dag. Þetta er nefnilega EKKI svo. Nefnd þessara þjóða, ásamt Liechtensteinum, fer samkvæmt tveggja stoða kerfinu yfir þau Esb-lög, sem ætlazt er til, að við innfærum, og aðhæfir þau eftir megni. Síðan fara þau í ráðuneyti landanna til yfirferðar og svo til Alþingis (í okkar tilfelli), sem hefur sitt fulla vald til að samþykkja þau eða fella eða gera breytingartillögur þar um. Ennfremur höfum við þann öryggisventil gagnvart þeim lögum, sem fólginn er í synjunar- eða málskotsvaldi forseta Íslands. Í EES-kerfinu höldum við nefnilega enn okkar æðsta löggjafarvaldi; formlega (og formið er mikilvægt um öll lagamál) er Ísland á engan hátt undir Esb-þinginu í Strassborg og Brussel né undir ráðherraráðinu í Brussel, en þetta eru löggjafarstofnanir Esb.
Þar að auki höfum við jafnvel getað breytt vissum EES-reglugerðum eftir á, til dæmis vökulögum bílstjóra, þótt stjórnvöld hafi vissulega verið allt of lin við að sýna fullt sjálfstæði gagnvart Brusselvaldinu. Ennfremur þarf að gera heildarrannsókn á því, hvort við höfum áunnið nokkuð, í heildina talið, með EES-samningnum og segja honum upp, ef skaðinn er meiri en hagnaðurinn hér og þar fyrir suma aðila.
Grein á undirritaður í Morgunblaðinu í dag: Frambjóðendur fái umboð til að afturkalla umsókn um innlimun í ESB, og þar fjalla ég sérstaklega um hið ömurlega litla, einskis nýta atkvæðavægi sem við fengjum (við Esb-inntöku) innan löggjafarstofnana Evrópusambandsins og ber það saman við þá hliðstæðu, sem Íslendingum var boðin á efri árum Jóns forseta Sigurðssonar og hann hafnaði algerlega og það með dagljósum rökum (sjá greinina).
Jón Valur Jensson.
Fullveldi og sjálfstæði Íslands | Breytt s.d. kl. 12:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Nú er spurning hvort Kýpur verður rekið úr myntbandalagi Evrópu (og evrusvæðinu) eða hvort farið verður að ráðum erkibiskupsins þar um að Kýpur losi sig sjálft við evruna.
- Hagfræðiprófessor við háskólann í Maryland, Peter Morici, segir, að tækifæri Kýpur geti legið í því að yfirgefa evrusamstarfið, og tekur Ísland sem dæmi af landi sem hafi náð sér á strik á tiltölulega skömmum tíma úr svipuðum fjárhagsvanda og Kýpur. Það megi rekja til þess að Ísland sé með sinn eigin gjaldmiðil. (Mbl.is, leturbr. jvj.)
Tveimur sáttatillögum forseta Kýpur, Nicos Anastasiades, hefur verið hafnað á fundi leiðtoga Evrópusambandsins í Brussel. Hann hótar sjálfur afsögn, en að óbreyttu stefnir land hans í gjaldþrot.
JVJ.
Bendir Kýpurbúum á Ísland | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 01:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Sumum virðist þykja "flott" að fá fullveldisframsalsheimildar-baráttumanninn og ESB-innlimunarsinnann Gísla Tryggvason í efsta sæti á framboðslista Dögunar. Eða á það kannski að verða alþingiskjósendum víti til varnaðar?
Gísli hefur verið mjög eindreginn talsmaður ESB-"aðildar", eins og sést m.a. í þessari grein, þar sem lesa má, hvernig hann stóð að málum við stofnun "Evrópuvettvangsins" 11. apríl 2011 (og lesið nú vel).
Jón Valur Jensson.
Framboðslistar Dögunar í 5 kjördæmum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 16:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.3.2013 | 13:39
Erkibiskup Kýpurbúa: Burt af evrusvæðinu!
Erkibiskup orþódoxu kirkjunnar á Kýpur er þar mjög áhrifamikill; margir muna Makarios, sem var forseti Kýpur á erfiðum tíma 196077.* Nú segir eftirmaður hans, að evran eigi sér ekki framtíð og yfirgefa verði evrusvæðið. Sá er Chrysostomos II erkibiskup.
- Chrysostomos II erkibiskup segir í viðtalinu að það sé ekki auðveld ákvörðun að yfirgefa evruna en hana eigi að taka þar sem evran eigi sér ekki framtíð. Erkibiskupinn hefur boðist til þess að aðstoða Kýpur út úr fjárhagsvandanum með því að afhenda ríkinu eignir kirkjunnar en þær eru miklar.
- Hann segist hins vegar ekki spá falli evrunnar á morgun en miðað við heilastarfsemi þeirra í Brussel sé ljóst að samstarfið eigi ekki eftir að endast lengi. Því sé best að byrja að huga að brotthvarfi Kýpur úr samstarfinu. (Mbl.is.)
Orð þessa manns eru ekki léttvæg, og reiðubúinn er hann að vinna að björgun lands síns með afar miklu framlagi hinnar auðugu rétttrúnaðarkirkju þar. "Rétttrúnaðarkirkjan er stærsti landeigandinn á Kýpur og á einnig hlut í fjölmörgum fyrirtækjum, þar á meðal Hellenska bankanum. Er talið að eignir kirkjunnar nemi tugum milljóna evra." (Mbl.is.)
Bitur er reynsla Kýpurbúa af "evrusamstarfinu". Jón Bjarnason, fv. ráðherra, sem Esb-þjónar Samfylkingar og VG-forystunnar flæmdu burt úr ríkisstjórn Íslands, á grein um þessi risavandamál Kýpurbúa í Morgunblaðinu í dag: Hrunið á Kýpur og evran. Einnig er fróðlegur leiðari um Kýpurmálið í Mbl. í fyrradag, Öðrum viðvörun, og sést þar vel "virðing" ESB fyrir sjálfstæði Kýpur.
Þá ritar Styrmir Gunnarsson einnig:
Hvernig ætli standi á því að lýðveldið á Kýpur er að hruni komið efnahagslega? Kýpur er á evrusvæðinu. Gjaldmiðill Kýpur er evran. Seðlabanki Evrópu er lánveitandi til þrautavara en ekki Seðlabanki Kýpur. Hvernig getur þá staðið á því að bankakerfið á Kýpur er í raun hrunið og efnahagur landsins á sömu leið?
Ástæðan fyrir því að svona er spurt er einföld. Haustið 2008 héldu talsmenn Samfylkingarinnar og reyndar margir sérfræðingar því fram, að ef Ísland hefði verið í Evrópusambandinu, við hefðum tekið upp evru og Seðlabanki Evrópu þar með lánveitandi til þrautavara, hefði ekkert hrun orðið á Íslandi. Hvers vegna hefur þá orðið hrun á Kýpur?
Í lýðveldinu Kýpur búa um 1100 þúsund manns. Hér búa um 320 þúsund manns. Þar var bankakerfi landsins orðið átta sinnum stærra en efnahagskerfi landsins. Hér var bankakerfið orðið tíu sinnum stærra.
Kýpur er skýrt og lifandi dæmi um það þessa dagana að það stendur ekki steinn yfir steini í málflutningi þeirra Samfylkingarmanna og annarra sérfræðinga, sem héldu því fram, að hér hefði ekkert hrun orðið ef Ísland hefði verið búið að taka upp evru.
Kýpur var búið að taka upp evru. Á Kýpur hefur orðið efnahagslegt hrun.
Hvernig ætli forráðamenn Samfylkingarinnar útskýri þessa stöðu nú?
Hinn vinsæli Makarios III erkibiskup.
* Hann var erkibiskup þar 1950dd. 3. ágúst 1977 (f. 1913).
Vill að Kýpur yfirgefi evru-svæðið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 14:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.3.2013 | 03:16
Aðeins þriðjungur félagsmanna í SI vill aðild að Evrópusambandinu
Þetta sýnir þeirra eigin skoðanakönnun (Samtaka iðnaðarins), sem Capacent Gallup var að birta. Meirihlutinn er á móti "aðild".
Samt hafa ýmsir leiðtogar þessara samtaka verið að agitera fyrir innlimun landsins í stórveldið. Ætti að láta slíka ganga í gegnum yfirheyrslupróf um það, hvað þeir í alvöru kunna í fræðunum um fullveldisframsal. Halda þeir t.d., að Íslendingar hefðu nokkurn tímann getað fengið sína eigin 200 mílna fiskveiðilögsögu í krafti æðsta löggjafarvalds í höndum gömlu stórveldanna í Evrópu? Samanlagt verða FJÖGUR stærstu ríkin (af 27), Þýzkaland, Frakkland, Bretland og Ítalía, með 53,64% atkvæðavægis í ráðherraráðinu (æðsta lagasetningarvalds Esb-ríkja í sjávarútvegsmálum) frá 1. nóv. 2014. Sex þau stærstu (að viðbættri Ítalíu og Póllandi) verða með 70,4% atkvæðamagns, en öll hin 21 verða samanlagt með 29,6%!
Voldug öfl innan ýmissa þessara áhrifamestu ríkja hafa með sínum hætti tjáð þær beinhörðu vonir sínar að komast í fiskimið okkar Íslendinga. Það á einkum við um Breta og Spánverja, en jafnvel við strendur Svíþjóðar eru Ítalir nú þegar að veiðum. Við Bretland hafa Spánverjar náð til sín gríðarmiklum veiðum, og í skozkum og enskum sjávarútvegi hafa nú þegar glatazt 100.000 störf í beinu framhaldi.
Það, sem hinni stóru þjóð Breta tókst ekki að verjast forræði ESB á fiskimiðum sínum né að vinna sitt mál gegn Spánverjum í ESB-dómstólnum í Lúxemburg það mun Íslendingum ekki heldur takast.
JVJ.
Meirihlutinn andvígur aðild að ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 03:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.3.2013 | 11:39
Engin þörf á þjóðaratkvæðagreiðslu nú um Esb-umsókn
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 11:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
20.3.2013 | 01:57
Tillaga Þorgerðar Katrínar vegin og léttvæg fundin
Þorgerður er vitaskuld að villast og kemur ekki á óvart.
Gunnlaugur Ingvarsson skrifar réttilega: "Spurning hennar eins og hún er orðuð í þessari þingsályktunartillögu er alveg út í hött og leiðandi og hlutdræg."
Skoðum spurninguna sem ÞGK vill leggja fyrir þjóðina: "Vilt þú að Ísland haldi áfram aðildarviðræðum við Evrópusambandið og að aðildarsamningur verði borinn undir þjóðina til samþykktar eða synjunar?"
Þarna er með ærnum (en ekki ærlegum) hætti reynt að gefa í skyn, að þessi valkostur sé svo opinn og jákvæður! En þarna er áherzlan í 1. lagi á "viðræður" (og þá fara sumir að hugsa: Er nokkuð rangt að ræða saman?!) í stað þess að benda á, að allt áframhald málsins felur fyrst og fremst í sér áframhald umsóknar Össurargengisins um að Ísland verði fastur partur af Evrópusambandinu! -- en það vill þjóðin hins vegar EKKI (og í ENGRI skoðanakönnun frá umsókn ráðherrans 2009!). En af því að þjóðin vill það EKKI, er reynt að draga athyglina frá þessu og því talað bara um "viðræður". En Ragnar Arnalds benti réttilega á það í Kastljósþætti stuttu fyrir hina sviksamlegu umsókn* Samfylkingar og VG, að vel var hægt að biðja um viðræður við ESB, t.d. í Skotlandi, til að fá þar ýmislegt nánar upplýst um Evrópusambandið, ÁN ÞESS AÐ sækja um að verða þar meðlimaríki.
Svo er talað um að bera aðildarsamning "undir þjóðina til samþykktar eða synjunar," látið eins og ÞJÓÐIN muni ákveða þetta, þegar naumur meirihluti (þjóð gegn þjóð?!!!) gæti mjög sennilega verið að ákveða það! -- og jafnvel með lítilli kjörsókn, sbr. þau tæplega 49% sem tóku þátt í hinni fráleitlega illa undirbúnu kosningu um stjórnarskrártillögur í okt. síðastliðnum. Þannig gætu 24,8% kosningabærra manna verið að velja Evrópusambandið fyrir fullt og allt, án þess að þjóðin gæti hnikað því framar,**, en 24,79% hinna kosningabærru tekið fullveldi og sjálfstæði landsins fram yfir innlimun í stórveldi. Og þetta (tvískiptan almenning) kalla sumir, ekki sízt hávaðamenn í "Lýðræðisvaktinni", ÞJÓÐ!
Merkilegt er, að ESB-sinnar, t.d. Guðbjörn Guðbjörnsson og Friðrik Hansen Guðmundsson, tínast inn í Lýðræðisvaktina, enda er hún ESB-væn, hversu mikið sem hinn Pétur Gunnlaugsson í refsskap sínum á Útvarpi Sögu þrætir fyrir það. Og undir ESB-hneigðum leiðtoga eru þeir: Þorvaldi sjálfum Gylfasyni!
En ekkert umboð höfðu þessir menn til að gefa ESB-öflunum auðvelt færi með fullveldisframsalsheimild til að glutra niður sjálfstæði landsins -- þeir báðu t.d. kjósendur til stjórnlagaþings aldrei um neitt slíkt umboð, og jafnvel í kynningu Þorvaldar í frambjóðendabæklingnum og víðar, rétt eins og Eiríks Bergmanns Einarssonar o.fl. ESB-taglhnýtinga, steinþögðu þeir um það, að þeir vildu búa til fullveldisframsalsheimild. Ergo fengu þeir aldrei neitt umboð til þess, og þeim mun síður veitti Þjóðfundurinn 2010 þeim slíkt umboð, því að hann margítrekaði, að í stjórnarskrá lýðveldisins ætti að standa fullan vörð um sjálfstæði og fullveldi lands og þjóðar.
* "Sviksamleg" var umsóknin, af því að VG-þingmenn höfðu fengið umboð frá kjósendum sínum til hins gagnstæða! Steingrímur lét sólarhring fyrir kjördag þjóðina heyra það, að VG væri harðasti andstöðuflokkurinn við ESB-aðild! Sviksamleg var hún einnig vegna þess, að hinn naumi þingmeirihluti þverskallaðist við ákalli margra (og breytingartillögu á þingi) um, að umsóknin sjálf yrði borin undir álit þjóðarinnar í allsherjaratkvæðagreiðslu.
** Í stjórnarskrártillögum "stjórnlagaráðs er ekki aðeins ákvæði í 111. grein sem heimilar fullveldisframsal [til Evrópusambandsins], heldur einnig það ákvæði í 67. grein, að þrátt fyrir réttindi 10% kjósenda til að krefjast þjóðaratkvæðis um málefni (65.-66. gr.), þá sé á grundvelli þeirrar heimildar "hvorki hægt að krefjast atkvæðagreiðslu um fjárlög, fjáraukalög, lög sem eru til að framfylgja þjóðréttarskuldbindingum né heldur um skattamálefni eða ríkisborgararétt." -- Sem sagt: samkvæmt hinu ESB-væna, ólöglega skipaða "stjórnlagaráði" má t.d. naumur meirihluti af t.d. helmingi þjóðarinnar kjósa landið undir erlent dóms- og stjórnvald og erlent löggjafarþing (ESB er með tvö), en hitt er þjóðinni bannað þar að eiga frumkvæði að þjóðaratkvæðagreiðslu um að kjósa sig undan því erlenda yfirvaldi !!! Og minnumst þess hér, að það tók landið margar aldir að endurheimta það fullveldi, sem Noregskonungi var gefið 1262.
Jón Valur Jensson.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 02:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
19.3.2013 | 21:14
Tillaga Þorgerðar Katrínar er í anda hennar þráláta evrókratisma
Það ER áríðandi fyrir Íslendinga að loka dyrum að því Evrópusambandi, sem leggur allt kapp á að innlima þetta lýðveldi með sinni gríðarlegu fiskveiðilögsögu og eyðir í það miklu fé á mörgum sviðum. Ferill þess gagnvart okkur í Icesave- og makríl-málunum er hneykslanlegur, en réðst af undirgefni framkvæmdastjórnarinnar undir voldug ríki þar. Við fengjum þar 0,06% atkvæðavægi í hinu volduga ráðherraráði, sem getur með einu pennastriki afnumið "regluna um hlutfallslegan stöðugleika" fiskveiða hvers Esb-ríkis, og vitað er af reynslu Norðmanna, að stórveldið fæst EKKI til að innmúra þá "reglu" inn í aðildarsáttmála. Kominn er tími til að menn átti sig hér á grunnreglu Esb. um jafnan aðgang að fiskimiðunum, áður en illa fer vegna fjárausturs hins ásælna stórveldis í mannskap hér á landi, til þjónustu við ofurvaldið, og vegna tangarhalds viðkomandi á fjölmiðlum og öðrum áhrifavöldum.
Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki er alls óskylt að halda áfram hinu auvirðilega umsóknarferli, sem lagt var út í þrátt fyrir ævinlega andstöðu Íslendinga við að "ganga í" þetta stórveldi stórveldanna gömlu -- ævinlega allar götur frá 2009, þegar tveir flokkar dirfðust að fara þessa leið, þvert gegn kosningaloforðum annars þeirra og þvert gegn vilja kjósenda hans.
Flokkunum tveimur ætti að vera treystandi til að fara að vilja sinna landsþinga, en þó að Þorgerður Katrín hafi greinilega ekkert lært af biturri reynslu þjóðarinnar af Esb. á þessu kjörtímabili, þá er hún ekki ein um óhlýðnina við landsfund -- það sama var að heyra (í Silfri Egils) á Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, sem "gleymdi" þó að tilkynna landsfundi Sjálfstæðisflokksins fyrir kosningu sína sem varaformanns, að hún hyggist þverbrjóta gegn samþykkt flokksins um lokun hinna tveggja áróðursstofa Evrópusambandsins, í Reykjavík og á Akureyri. Hvað gengur þeirri manneskju til?
Jón Valur Jensson.
Kosið verði um ESB 27. apríl | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 21:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)