Tillaga Þorgerðar Katrínar vegin og léttvæg fundin

Þorgerður er vitaskuld að villast og kemur ekki á óvart.

Gunnlaugur Ingvarsson skrifar réttilega: "Spurning hennar eins og hún er orðuð í þessari þingsályktunartillögu er alveg út í hött og leiðandi og hlutdræg."

Skoðum spurninguna sem ÞGK vill leggja fyrir þjóðina: "Vilt þú að Ísland haldi áfram aðildarviðræðum við Evrópusambandið og að aðildarsamningur verði borinn undir þjóðina til samþykktar eða synjunar?"

Þarna er með ærnum (en ekki ærlegum) hætti reynt að gefa í skyn, að þessi valkostur sé svo opinn og jákvæður! En þarna er áherzlan í 1. lagi á "viðræður" (og þá fara sumir að hugsa: Er nokkuð rangt að ræða saman?!) í stað þess að benda á, að allt áframhald málsins felur fyrst og fremst í sér áframhald umsóknar Össurargengisins um að Ísland verði fastur partur af Evrópusambandinu! -- en það vill þjóðin hins vegar EKKI (og í ENGRI skoðanakönnun frá umsókn ráðherrans 2009!). En af því að þjóðin vill það EKKI, er reynt að draga athyglina frá þessu og því talað bara um "viðræður". En Ragnar Arnalds benti réttilega á það í Kastljósþætti stuttu fyrir hina sviksamlegu umsókn* Samfylkingar og VG, að vel var hægt að biðja um viðræður við ESB, t.d. í Skotlandi, til að fá þar ýmislegt nánar upplýst um Evrópusambandið, ÁN ÞESS AÐ sækja um að verða þar meðlimaríki.

Svo er talað um að bera aðildarsamning "undir þjóðina til samþykktar eða synjunar," látið eins og ÞJÓÐIN muni ákveða þetta, þegar naumur meirihluti (þjóð gegn þjóð?!!!) gæti mjög sennilega verið að ákveða það! -- og jafnvel með lítilli kjörsókn, sbr. þau tæplega 49% sem tóku þátt í hinni fráleitlega illa undirbúnu kosningu um stjórnarskrártillögur í okt. síðastliðnum. Þannig gætu 24,8% kosningabærra manna verið að velja Evrópusambandið fyrir fullt og allt, án þess að þjóðin gæti hnikað því framar,**, en 24,79% hinna kosningabærru tekið fullveldi og sjálfstæði landsins fram yfir innlimun í stórveldi. Og þetta (tvískiptan almenning) kalla sumir, ekki sízt hávaðamenn í "Lýðræðisvaktinni", ÞJÓÐ!

Merkilegt er, að ESB-sinnar, t.d. Guðbjörn Guðbjörnsson og Friðrik Hansen Guðmundsson, tínast inn í Lýðræðisvaktina, enda er hún ESB-væn, hversu mikið sem hinn Pétur Gunnlaugsson í refsskap sínum á Útvarpi Sögu þrætir fyrir það. Og undir ESB-hneigðum leiðtoga eru þeir: Þorvaldi sjálfum Gylfasyni!

En ekkert umboð höfðu þessir menn til að gefa ESB-öflunum auðvelt færi með fullveldisframsalsheimild til að glutra niður sjálfstæði landsins -- þeir báðu t.d. kjósendur til stjórnlagaþings aldrei um neitt slíkt umboð, og jafnvel í kynningu Þorvaldar í frambjóðendabæklingnum og víðar, rétt eins og Eiríks Bergmanns Einarssonar o.fl. ESB-taglhnýtinga, steinþögðu þeir um það, að þeir vildu búa til fullveldisframsalsheimild. Ergo fengu þeir aldrei neitt umboð til þess, og þeim mun síður veitti Þjóðfundurinn 2010 þeim slíkt umboð, því að hann margítrekaði, að í stjórnarskrá lýðveldisins ætti að standa fullan vörð um sjálfstæði og fullveldi lands og þjóðar.

* "Sviksamleg" var umsóknin, af því að VG-þingmenn höfðu fengið umboð frá kjósendum sínum til hins gagnstæða! Steingrímur lét sólarhring fyrir kjördag þjóðina heyra það, að VG væri harðasti andstöðuflokkurinn við ESB-aðild! Sviksamleg var hún einnig vegna þess, að hinn naumi þingmeirihluti þverskallaðist við ákalli margra (og breytingartillögu á þingi) um, að umsóknin sjálf yrði borin undir álit þjóðarinnar í allsherjaratkvæðagreiðslu.

** Í stjórnarskrártillögum "stjórnlagaráðs er ekki aðeins ákvæði í 111. grein sem heimilar fullveldisframsal [til Evrópusambandsins], heldur einnig það ákvæði í 67. grein, að þrátt fyrir réttindi 10% kjósenda til að krefjast þjóðaratkvæðis um málefni (65.-66. gr.), þá sé á grundvelli þeirrar heimildar "hvorki hægt að krefjast atkvæðagreiðslu um fjárlög, fjáraukalög, lög sem eru til að framfylgja þjóðréttarskuldbindingum né heldur um skattamálefni eða ríkisborgararétt." -- Sem sagt: samkvæmt hinu ESB-væna, ólöglega skipaða "stjórnlagaráði" má t.d. naumur meirihluti af t.d. helmingi þjóðarinnar kjósa landið undir erlent dóms- og stjórnvald og erlent löggjafarþing (ESB er með tvö), en hitt er þjóðinni bannað þar að eiga frumkvæði að þjóðaratkvæðagreiðslu um að kjósa sig undan því erlenda yfirvaldi !!! Og minnumst þess hér, að það tók landið margar aldir að endurheimta það fullveldi, sem Noregskonungi var gefið 1262.

Jón Valur Jensson.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

Góður pistill.  Hann væri að mínum dómi samt miklu öflugri ef öllu dökka letrinu og upphrópunarmerkjunum væri sleppt. 

Persónulega finnst mér það truflandi í lestri að verið sé að, eins og æpa á mann, og varð að lesa dökka letrið ítrekað, þar sem það dró niður leshraðann.

Elle_, 20.3.2013 kl. 19:11

2 Smámynd: Elle_

Það kemur líka út eins og verið sé að segja manni hvar maður ætti að lesa vel.

Elle_, 20.3.2013 kl. 19:11

3 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Í upphafi leist mér vel skeleggur málflutningur þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, enda er hjá henni eins og mörgum konum stutt á milli eyrna og talfæra.  

En þegar hún upplysti mig um að við Íslendingar hefðum gert mistök í sjálfstæðisbaráttunni og að þar með hefði Jón Sigurðsson af Hrafnseyri framið afglöp hin meiri, þá varð hún mér ónýt og má alveg fara á sama skraphaug og Jóhanna og Steingrímur.   

Fólk sem berst um á hæl og hnakka við að troða af okkur æruna og sjálfsákvörðunar rétti og þar með sjálfstæði og heiður þeirra sem börðust allt sitt líf fyrir afnámi þræla halds á íslandi, þannig fólk er bara haugamatur á sjálfstæðu Íslandi.

Enda var það hún Þorgerður, ásamt Þorsteini Páls og ráðgjafinn Herbertsson sem reikknuðu út hið Ískalda mat og höfðu forustu um að afvega leiða B. B, ekki Bardott heldur Bjarna.

      

Hrólfur Þ Hraundal, 20.3.2013 kl. 19:16

4 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Þorgerður er með tillögu um að við fáum að kjósa núna í kosningunum hvort við viljum halda áfram viðræðum við ESB. Er þetta ekki gleðiefni.??? Það ættu allir að styðja hana eða er ég a misskilja einhvað.

Valdimar Samúelsson, 20.3.2013 kl. 21:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband