Jafnvel þegar ESB á ekkert hrós inni, hrósar Þorsteinn Pálsson því !

Þessi fv. ritstjóri og forsætisráðherra sér sig sjaldan úr færi með að mæla með sínu Evrópusambands-stórveldi þrátt fyrir fullveldisafsal okkar, ef við hyrfum í gin þess. Í dag gefur hann því falskar skrautfjaðrir enn eitt sinn og þá í tengslum við gjaldeyrislán okkar eftir að bankakreppan reið yfir. Hann ritar í Fréttablaðspistli sínum (leturbr. hér):

  • "Við hrösuðum illa á sviði peningamála fyrir fáum árum og þurftum að biðja Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og nokkur Evrópusambandsríki ásjár. Aðstoð var veitt með ströngum skilyrðum um íhaldsráðstafanir í fjármálum."

Halda mætti af máli hans, að Evrópusambandið hafi reynzt okkur þarna vel -- þvert gegn fjandsamlegri framkomu þess í Icesave-málinu og í makríldeilunni. En Brusselbossar voru það ekki, sem komu okkur til hjálpar, og hvorki Færeyjar né Noregur eru í Evrópusambandinu, þannig að það er ofrausn af Þorsteini að kenna björgunaraðgerðina við ESB. Og þótt norrænu löndin, sem studdu okkur, séu að öðru leyti í Evrópusambandinu, getum við "þakkað" því stórveldi það, að það þrýsti á Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um að þrýsta á þessi lönd að veita okkur ekki aðstoð nema með því að þrýsta um leið á stjórnvöld hér að borga Icesave-"skuldina", sem reyndist svo engin skuld, þegar óvilhallur dómstóll felldi um það sinn úrskurð!

Rausn Færeyinga í okkar garð var viðbrugðið og skilur eftir þakklæti í hjörtum margra, en líka má minnast þess, að ríkisstjórn Póllands brást okkur ekki heldur -- veitti okkur gott lán, ekki vegna þess að ESB hafi hvatt til þess, heldur af vináttu við Ísland í tengslum við hérveru fjölda Pólverja, en þeir eru nú .... talsins á landinu, langstærsti þjóðahópurinn meðal innflytjenda.

En Þorsteinn Pálsson ætti að hugsa sig um tvisvar, áður en hann eignar Evrópusambandinu sínu heittelskaða heiðurinn af hjálp við Ísland í bankakreppunni. Stolnar fjaðrir eru engum til skrauts né sóma.

Jón Valur Jensson.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: K.H.S.

Þorsteinn er illa haldinn af hatri á Íslendingum. Hann vill þá flesta á Brimarhólm eða annað álika tuktelsi. Þetta hatur hófst með því að Sjálfstæðisflokkurinn hafnaði honum og endaði þar sem hann skreið hvað lægst sem ritsóði fréttablaðs Jóns Ástgeirs. Var svo rekinn þaðan og er nú frílans grátkór og aumingi.

K.H.S., 31.3.2013 kl. 13:03

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ja hérna, Kári, þú skefur ekki af því. Sumt af þessu hlýtur nú að vera þín gamansemi eða stríðni, ekki meint í alvöru. Þannig tek ég þessu.

Jón Valur Jensson, 31.3.2013 kl. 20:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband