Kýpurbúum bent á dæmi Íslands vegna þess að við höfum okkar eigin gjaldmiðil

Nú er spurning hvort Kýpur verður rekið úr myntbandalagi Evrópu (og evrusvæðinu) eða hvort farið verður að ráðum erkibiskupsins þar um að Kýpur losi sig sjálft við evruna.

  • Hagfræðiprófessor við háskólann í Maryland, Peter Morici, segir, að tækifæri Kýpur geti legið í því að yfirgefa evrusamstarfið, og tekur Ísland sem dæmi af landi sem hafi náð sér á strik á tiltölulega skömmum tíma úr svipuðum fjárhagsvanda og Kýpur. Það megi rekja til þess að Ísland sé með sinn eigin gjaldmiðil. (Mbl.is, leturbr. jvj.)

Tveimur sáttatillögum forseta Kýpur, Nicos Anastasiades, hefur verið hafnað á fundi leiðtoga Evrópusambandsins í Brussel. Hann hótar sjálfur afsögn, en að óbreyttu stefnir land hans í gjaldþrot.

JVJ. 


mbl.is Bendir Kýpurbúum á Ísland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Samstaða þjóðar

Auðvelt er fyrir Kýpur að losna við Evruna, með myntráði:

http://samstada-thjodar.blog.is/blog/samstada-thjodar/entry/1289716/

Loftur Altice Þorsteinsson.

Samstaða þjóðar, 25.3.2013 kl. 13:09

2 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Því er ekki meira talað um Myntráð sem bjargræði okkar. Er það vegna heimsku þeirra sem fara með forræðið eða er þetta lífsins ómögulegt?

Eini maðurinn sem ég séð skrifa um Myntráð er Loftur og man ég skrif hans frá 2008.

Eggert Guðmundsson, 25.3.2013 kl. 22:10

3 Smámynd: Samstaða þjóðar

Eggert, mig grunar að ástæða þess að stjórnmálamenn forðast að ræða Myntráð, sé hversu pólitísk opinber umræða um efnahagsmál er á Íslandi. Stjórnmálin eru eins og trúarbragðastríð og enginn hugsar sjálfstætt. 

Þótt Evrópusinnar haldi fram fastgengi sem kost við  upptöku Evru eftir innlimun Íslands í ESB, þá vilja þeir ekki viðurkenna fastgengi sem almennt æskilegt fyrirkomulag. Samt er það svo að flest ríki sem hafa tekið upp Evru, hafa fyrst haft einhvers konar Myntráð, til að ná nauðsynlegum efnahags stöðugleika.

Vanþekking kemur einnig greinilega við sögu, því að þegar hagfræðingarnir eru að andmæla Myntráði fara þeir oftast rangt með staðreyndir. Svo eru líka sumir hagfræðingar að verja stöðu sína hjá Seðlabankanum, eða annars staðar í ríkiskerfinu.

Erlendir sérfræðingar um Myntráð, segja mér að ríkjandi stjórnvöld hangi gjarnan í gamla seðlabanka-fyrirkomulaginu þar til allt er komið í rúst. Oftast er það stjórnarandstöðu flokkur sem tekur Myntráð upp í stefnu sína og sigrar í kosningum, meðal annars vegna þeirrar stefnu. Fyrrverandi stjórnarandstaða tekur síðan upp Myntráðið, þegar þeir hafa komist í meiri hlluta.

Loftur Altice Þorsteinsson.

Samstaða þjóðar, 25.3.2013 kl. 22:39

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Áttu stutta og góða skilgreiningu á þessu myntráði, Loftur, nógu skýra fyrir einfalda menn á borð við mig? :)

Jón Valur Jensson, 25.3.2013 kl. 22:47

5 Smámynd: Samstaða þjóðar

Hér er töluvert úrval greina:

http://samstada-thjodar.blog.is/blog/samstada-thjodar/entry/1230005/

Kveðja - Loftur.

Samstaða þjóðar, 25.3.2013 kl. 23:23

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þakkir !

Jón Valur Jensson, 25.3.2013 kl. 23:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband