Bloggfærslur mánaðarins, september 2012

Evran er risasvindl og Þjóðverjar einráðir, segir Berlusconi

Á bókakynningu fimmtudaginn 27. september í Róm sagði Berlusconi í ræðu, að evran væri risasvindl og það yrði enginn "harmleikur" að Þjóðverjar, sem hefðu enga samstöðu sýnt í kreppunni heldur vildu ráða ferðinni alfarið sjálfir, yfirgefi evruna.

Berlusconi gagnrýndi björgunarsjóð evrusvæðisins og taldi hann einungis skapa neikvæðan samdrátt og frekari skuldir. "Til þess að fá hjálp þarf að samþykkja niðurskurð, sem kemur efnahagnum í hrun og í samdráttarskrúfu."

Berlusconi er 75 ára og það er óljóst, hvort hann býður sig aftur fram á næsta ári. Hann neyddist til að víkja úr embætti forsætisráðherra Ítala í nóvember ár 2011, þegar teknókratinn Marío Monti tók við stjórn landsins skipaður af framkvæmdastjórn ESB í Brussel.


Lágt er lagst að stela heiðri af verkum Sjálfstæðisflokksins

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra fer mikinn og slær sér á brjóstið og segir um Jóhönnu Sigurðardóttur:

"Ég held að hennar verði fyrst og fremst minnst fyrir það að hún var forsætisráðherra ríkisstjórnar sem leiddi Ísland út úr kreppunni.“

Íslenska ríkið er í dag meðal skuldsettustu ríkja í Evrópu með yfir 100% af þjóðarframleiðslu í skuldir. Þegar ríkisstjórnin tók við voru skuldir ríkissjóðs næstum engar. Færri hafa atvinnu á lægri launum með hærri skatta núna en þegar "norræna velferðarstjórnin" tók við.

Það efnahagslega kraftaverk á Íslandi, sem utanríkisráðherran segir að sé á vörum sérhvers utanríkisráðherra, sem hann hittir á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York lýgur Össur Skarphéðinsson að sé verk Jóhönnu Sigurðardóttur:

"Þá geta þeir aldrei frá henni tekið að það var undir hennar forystu sem Ísland náði sér á strik. Það er hennar stóra afrek.“ 

Íslendingar vita, að neyðarlög ríkisstjórnar Geirs Haarde, þar sem stefnu Davíðs Oddssonar að "borga ekki skuldir óreiðumanna" var fylgt, björguðu Íslandi frá gjaldþroti.

Jóhanna Sigurðardóttir og Össur Skarphéðinsson reyndu hins vegar allt hvað þau gátu til að gera þjóðina gjaldþrota með Icesave. Núna gera þau allt til að gera þjóðina gjaldþrota með afhendingu auðlinda landsins til Brussel. 

Lygar á borð við þær, sem Össur lætur út úr sér, þar sem hann eignar Jóhönnu Sigurðardóttur heiðurinn af verkum Davíðs Oddssonar og Geirs Haarde eru þekktar í vörumerkjaheiminum. Þú afritar merki þeirra, sem náð hafa lengst og lýgur því að óvitandi fólki, að það sé þitt merki. Slíkt athæfi er saknæmt að lögum.

Ekki hafa íslenskir jafnaðarmenn mikið til málanna að leggja fyrst þeir þurfa að leggjast svo lágt að tileinka sér verk andstæðinga sinna. /gs


mbl.is Vangaveltur ósmekklegar á þessari stundu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Upplýsingar LÍÚ þarf að gera aðgengilegar á ensku til dreifingar erlendis

Góð grein með áliti framkvæmdastjóra LÍÚ, Friðriks J. Arngrímssonar. Það er náttúrulega alveg forkastanleg hegðun ráðamanna ESB að hlýða hvorki á niðurstöður Hafrannsóknarstofunnar né sameignlegs leiðangurs og mælinga Íslendinga, Færeyinga og Norðmanna. Hér eru fremstu fiskveiðiþjóðir í heiminum að mæla fiskstofn á eigin miðum, með eigin mælitækjum á sama hátt og gert er með aðra fiskistofna. Niðurstöður vísindamanna okkar eru nákvæmar og leiðbeinandi.

Hvers vegna viðurkennir ESB ekki þessar niðurstöður? Hvers vegna viðurkennir ekki ESB vísindaaðferðir Hafró við mælingu stofna?

Í staðinn hlustar María Damanaki sjávarútvegsráðherra ESB á útgerðarmenn í Skotlandi, Írlandi og Bretlandi.

Friðrik J. Arngrímsson segir: "Við vitum, að í Skotlandi, á Írlandi og jafnvel Noregi voru aflaupplýsingar gróflega falsaðar, sem hefur skekkt mat vísindamanna á stofnstærð makrílsins."

Þetta er mjög alvarlegt mál, sem villir um raunverulega stærð stofnsins og torveldar Íslandi að fá upp augu ráðamanna ESB. Einngi bendir Friðrik á, að ESB hafi ekki viljað taka þátt í sameiginlegum rannsóknarleiðöngrum Íslands, Færeyja og Noregs. Það sýnir áhuga og viljaleysi ráðamanna ESB til að leysa vandann.

"Ég vek líka athygli á því, að það tók yfir 10 ár að fá Evrópusambandið og Noreg til að viðurkenna strandríkisrétt Íslands. Það gerðist ekki fyrr en árið 2010 og þá höfðum við tvö ár í röð veitt meira en 100 þús. tonn af makríl í íslensku fiskveiðilögsögunni."

Nálgun ESB að málinu sýnir, að fyrir ESB vakir hvorki samvinna né fara eftir staðreyndum. Trúlega hefur aðildarumsókn Íslands að ESB opnað leiðina að viðurkenningu Íslands sem strandríkis. En þá einungis fyrir ESB til að nota stöðuna og þvinga Ísland til eftirgjafar á grundvelli krafna ESB um eigin makrílveiðar. 

Allt þetta mál er hvimleitt, mest fyrir ESB, sem tekur áhættuna á að brjóta bæði hafréttarsáttmála og úthafsveiðisamning Sameinuðu Þjóðanna ásamt EES-samningnum um frjálst flæði varnings, þjónustu, peninga og fólks. Einnig er um brot á alþjóðlegum viðskiptasamningum World Trade Organisation að ræða.

En ESB varðar það engu. Þeir reiða sig á Jóhönnu Sigurðardóttur. Hún á að koma með lausnina.

Og sjáum til. Það verður ekki einn mánuður þar til Íslendingum verður gert gylliboð, sem þeir eiga að gleypa á meðan fiskveiðilögsagan og allt líf í henni verður afhent ESB skv. skilmálum aðlögunar. /gs 


mbl.is Stærð makrílstofnsins verður að endurmeta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stríðsaðgerð ESB í leit að eigin fiski

ESB er inni í mjög slæmum vítahring: Ofveiðir yfir 80% af fiskistofnum í eigin lögsögu með yfir 30% fiskistofna í útrýmingarhættu. Sameinuðu Þjóðirnar ásaka ESB fyrir að virða ekki löglegan rétt íbúa Vestur-Sahara til fiskveiða í eigin lögsögu. Í staðinn greiðir ESB ríkisstjórn Marókkó veiðigjald fyrir að fá að veiða í lögsögu, sem Marókkó ræður engu um. 

Það þrengist því í sífellu að sjávariðnaði ESB með auknu atvinnuleysi, minni eigin afla, gífurlegu brottkasti fisks og niðurgreiðslum af almannafé svo skiptir hundruðum miljóna evra. Sjómenn Írlands, Skota, Bretlands m.fl. geta ekki samið beint sjálfir heldur verða þeir að fara með betlistaf til Brussel og biðja um áheyrn. Þetta fyrirkomulag er hluti vandans, sem á að velta yfir á Íslendinga og Færeyinga með löndunar- og hafnbanni íslenskra skipa í höfnum ESB. Síðan á að svelta íslenskan sjávarútveg með banni á fríu flæði vara og þjónustu frá ríkjum ESB til sjávarútvegs á Íslandi og í Færeyjum. Svo mikið er nú að marka fjórfrelsið, sem EES-samningurinn á að tryggja Íslendingum.

ESB er með stríðsaðgerðum sínum að knýja Íslendinga að sýna spilin í aðlögunarferlinu. "Þið hafið sótt um aðild að sambandinu, núna verðið þið að fara eftir leikreglum sambandsins." Það er verkefni ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur að leysa málið fyrir ESB. Hún er búin að bola öllum gagnrýnisröddum út úr samskiptunum. Eftir er "Já ráðherra" liðið, sem vinnur að markmiði ESB að taka yfir íslenska sjávarútveginn. Og þar er eftir miklu að slæjast fyrir Evrópusambandið með allan togaraflotann, sem bíður eftir að fá eitthvað að gera.

Núverandi staða Íslands verður skrifuð á reikning ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur, sem vinnur baki brotnu að nýrri "lausn". Í spilunum er, að Seðlabanki Evrópu kaupi "gjaldeyrishengjuna" líkt og verið er að gera með löndin í suðri. Það þýðir að komandi kynslóðir Íslendingar verða hnepptar í skuldaþrældóm. Gamalkunnum Icesave rýtingi endanlega stungið í bak landsmanna. Í staðinn fær ESB sjávarlögsögu Íslendinga. 

Eins og að koma til útgerðarmannsins og segja: Ég "losa" þig við skuldirnar en fæ togarann í staðinn. 

Íslendingar þurfa að fara að leita sér að nýjum mörkuðum, viðskiptafélögum og bandamönnum. Því fyrr því betra. Að sjálfsögðu á að senda sendiboða (ekki ráðherra) á næsta "samningafund" með yfirlýsingu frá íslensku ríkisstjórninni um, að þjóðin láti ekki bjóða sér svona framkomu. Því miður eru líkurnar á því að það muni gerast jafn miklar og að meðalhiti janúarmánaðar fari upp fyrir 16 gráður á Celsíus./gs 


mbl.is Refsiaðgerðir náist ekki samkomulag í október
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ísland þarfnast Frosta Sigurjónssonar á Alþingi

Núna er skýringin komin á kjördæmishrókleik Framsóknarflokksins með flutning formannsins Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar í annað kjördæmi.

Frosti Sigurjónsson er mættur til leiks. 

Það er fagnaðarefni að menn eins og Frosti Sigurjónsson gefa kost á sér í stjórnmálin og Framsóknarflokknum er töluverður fengur af góðum dreng sem Frosta.

Frosti Sigurjónsson er kunnur landsmönnum eftir vasklega framgöngu í baráttu þjóðarinnar fyrir hagsmunum sínum meðal annars í Icesave. Að undanförnu hefur Frosti Sigurjónsson verið ötull talsmaður betra peningakerfis á Íslandi og mun þeirri hreyfingu vera mikill fengur af Frosta á þing, þar sem þar fer maður, sem kann peningamálin og fjármálakerfið. 

Ég óska Framsóknarflokknum innilega til hamingju með þennan liðsstyrk og þér Frosti óska ég alls góðs gengis á komandi Alþingi. 

Gústaf Adolf Skúlason 


mbl.is Frosti vill leiða Framsókn í borginni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Árni Páll Árnason telur sambandsríki vera merkimiða andstæðinga til að gera ESB fráhrindandi

Í silfri Egils s.l. sunnudag reyndi Árni Páll Árnason að gera lítið úr Illuga Gunnarssyni formanni þingflokks Sjálfstæðisflokksins, sem benti réttilega á, að hann vissi ekki hvort íslenska þjóðin hefði áhuga á því að ganga í hið nýja sambandsríki ESB.

Svar Árna Páls var: "Það er enginn vandi að hengja einhvern merkimiða á Evrópusambandið til þess að gera þá fráhrindandi, kalla það sambandsríki eða eitthvað."

Froða Samfylkingarmanna er mikil og áhættan, sem þeir stöðugt taka er, að áheyrendur þekki ekki neitt til um, hvað sé að gerast úti í Evrópu.

Árni Páll er með þessum orðum sínum í sömu afneitun og flokksbróðir hans Össur Skarphéðinsson, sem telur, að José Manuel Barroso, forseti framkvæmdarstjórnar ESB ætli sér "ekki að leysa upp þjóðríkin!" Um það skrifar leiðarahöfundur MBL. í dag.

Það er með ólíkindum að vera vitni að, hvernig Evrópusambandsumræður eru á Íslandi í dag. Samfylkingin keyrir áfram með lygar um, hvert ESB stefnir og virðast að hluta til komast upp með það, vegna upplýsingaskorts hjá stórnarandstöðu og venjulegu fólki. Illugi Gunnarsson virðist hins vegar hafa tekið við sér eftir fundinn með Árna Pál hjá SUS í síðustu viku, þegar hann taldi það rétt af ESB að stofna sambandsríki til að bjarga evrunni. Núna gefur hann þjóðinni möguleikann á aðkomu málsins en ríkisstjórnin gerir allt til að keyra yfir þjóðina að henni forspurðri.

Það var að sjálfsögðu Barroso sjálfur sem talaði um sambandsríki í ræðu sinni fyrr í mánuðinum, þegar hann útskýrði nauðsyn þess að koma á sameiginlegri stjórn þjóðríkja ESB með flutningi fullveldis fjárlaga ríkjanna til Brussel. En hann vildi fyrir engan mun kalla það "stórveldi" og útskýrði þá, að sambandsríki væri "ríki ríkjanna" í sambandinu. 

Þannig – ef taka á Árna Pál á orðinu – þá er Árni Páll á móti skilningi forseta framkvæmdastjórnar ESB á hvað sambandsríki er.

Ekki fer Barroso sjálfur að hengja merkimiða á ESB til að gera sambandið fráhrindandi?

Finnast meiri lýðskrumarar í þessum heimi en talsmenn Samfylkingarinnar á Íslandi? 


ESB vill leggja 1% á allan virðisaukaskatt í beinar tekjur til sín ásamt nýjum gjöldum á eldsneyti og ferðalög

Í dag reyna Bretar að stöðva áætlanir ESB að leggja á 1% ofan á allan virðisaukaskatt aðildarríkjanna og nýja skatta á ferðaiðnað og eldsneyti.

Framkvæmdastjórnin fer fram á eigin beina skattheimtu á neytendum og fyrirtækjum innan bandalagsins og lofar að lækka a.m.k. hluta af áskriftagjaldi aðildarríkjanna á móti.

Bretar hafa reiknað út að einungis virðisaukaskatturinn þýði 235 punda nýjan skatt á meðalfjölskyldu árlega. Við þá upphæð bættist svo hækkun eldneytis og ferðalaga vegna nýrra skatta ESB.

David Lidington Evrópuráðherra Breta segir, að Bretar muni ekki samþykkja neina nýja skatta. Lidington berst einnig gegn 11% aukningu í fjárlögum ESB sem áætlað er að verði um 1,09 trilljónir evra tímbilið 2014-2020.

Lesið meira á ensku hér 


Eyðilegging lýðræðis í Evrópu á lokastigi

Tvískinnungur stjórnmálamanna hefur opnað hliðið að alríki ESB með því að gefast upp á lýðræðinu.

28

Orðin eru Václav Klaus, forseta Tékkóslóvakíu í viðtali sunnudagsblaðs The Telegraph. Hann varar við þróuninni, sem hann telur að stjórnmálamenn á flótta frá ábyrgð gagnvart kjósendum, geri mögulega með tvískinningi sínum. Þar talar hann einnig um stjórnmálamenn hægri flokka.

Nýji þrýstingurinn um stofnun Sambandsríkis í Evrópu með eigið stjórnarfar og eigin her er "lokastig" eyðileggingar lýðræðis og þjóðlegra ríkja, segir Václav Klaus.

"Við verðum að hugsa um að endurreisa þjóðríki okkar og sjálfsákvörðunarrétt. Það er ómögulegt í sambandsríki. ESB ætti að fara í þveröfuga átt."

Í síðustu viku lögðu Þýzkaland, Frakkland og níu önnur ríki í Evrópu tillögur um að leggja niður neitunarvald þjóða í öryggismálum. Utanríkisráðherra Þýzkalands Guido Westerwelle lagði til að forseti ESB yrði persónulega kosinn með vald að skipa ráðherra "ríkisstjórnar Evrópu."

Westerwelle vísaði til andstöðu Breta og sagði að leggja yrði niður neitunarvald ríkja í öryggismálum "til að koma í veg fyrir að einstök ríki gætu stöðvað framgang tillagna" sem "gætu meðal annars fjallað um sameiginlegan evrópskan her."

José Manuel Barroso tilkynnti hugmyndir sínar um fullbúiið sambandsríki þegar ár 2014. Í ræðu í Hradcany kastalanum í Prag, sem er þjóðartákn Tékka, sagði Václav Klaus að ræða Barroso væri mikilvægur vendipunktur.

"Þetta er í fyrsta skipti, sem Barroso hefur tilkynnt raunveruleg markmið aðalsöguhetja dagsins um áframhaldandi og enn frekari samruna í Evrópu. Fram að þessu hafa menn eins og Barosso haldið þessum markmiðum leyndum fyrir almenning. Ég er hræddur um, að Barroso telji tímann réttan til að tilkynna um slíka algjörlega, ranga þróun."

"Þeir halda, að þeir séu að ljúka við hugmyndina um Evrópu en í mínum huga, þá eru þeir að eyðileggja hana." 

Viðtalið er mun lengra og hægt að nálgast það hér.



Guðlaus ríkisstjórn kemur ekki í veg fyrir góðar hugmyndir sjálfstæðismanna

Af fregnum af fundi formanns Sjálfstæðisflokksins í Valhöll fyrr í dag komu fram góðar tillögur Bjarna Benediktssonar um höfnun hugmynda stjórnlagaráðs og útskýring á eðli aðildarviðræðna við Evrópusambandið.

Sú uppljóstrun fyllir mælinn, að ríkisstjórnin hafi reynt að hætta við guðsþjónustu við þingsetningu. Skulu allir þeir þingmenn, sem komu í veg fyrir þá aðför að þingi og þjóð, heiður hafa fyrir að stöðva gjörninginn. Vonandi verður þetta athæfi ríkisstjórnarinnar geymt en ekki gleymt í þjóðarsálinni.

Það er góð tillaga að kjósendur greiði atkvæði gegn því, "að vinna stjórnlagaráðs verði grundvöllur að nýrri stjórnarskrá í ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu þ. 20. okt. n.k." Það er forkastanlegt af ríkisstjórninni að fyrirmuna löglega kjörnum fulltrúum landsmanna á Alþingi, sjálfum þingmönnunum, að taka málið efnislega fyrir á Alþingi, þrátt fyrir ákvæði stjórnarskrárinnar, að marktækar tillögur um breytingar á stjórnarskránni verða að vera frá Alþingi komnar!!!

Megi þingmenn stjórnarflokkanna fjúka út í veður og vind í næstu kosningum.

Gott mál – og löngu tímabært – er að útskýra inngöngu í ESB sem stærra mál en upptöku evru. "Afsal valds Íslendinga yfir stjórnun fiskveiða og færsla valds til miðstýringarinnar í Brussel" eyðileggja framtíðarmöguleika þjóðarinnar og sjálfstæði hennar. Kannski vill formaðurinn útskýra fyrir þjóðinni, að hann sé á móti frekari samþjöppun valds í Brussel í sambandsríki svo flokksbróðir hans Illugi Gunnarsson viti, hvaða stefnu Sjálfstæðisflokkurinn hefur í þeim málum? Hér dugir ekkert hálfkák - einungis skýr skilaboð.

Ísland hefur ekkert í Evrópusambandið að gera sem stefnir í stór- og hernaðarveldi. Formaður Sjálfstæðisflokksins nær eyrum þjóðarinnar á þessum nótum og veitir ekki af eftir mistök sín sem meðflutningsmanns Icesave-tillögu verstu ríkisstjórnar lýðveldisins. Margir kjósendur hafa enn ekki fyrirgefið Bjarna Benediktssyni né þingmönnum sjálfstæðismanna þau mistök.

Það er til ein regla í viðskiptum: Ef þú svíkur loforð þitt þarftu að bæta viðskiptavininum það 12 sinnum til að endurheimta fyrra traust.

Fundur dagsins vekur þær væntingar, að ef formaður flokksins heldur sig við að kynna niðurstöður sjálfstæðrar hugsunar, gæti svo farið að bæði hann og Sjálfstæðisflokkurinn endurheimti fyrri virðingu og traust hjá kjósendum. Til að ná því markmiði þarf flokksforystan þó að eyða mun fleiri hitaeiningum og verða stærri megafónn svo hugmyndir sjálfstæðismanna heyrist á landsvísu.  

Gústaf Adolf Skúlason 


mbl.is Mun hafna tillögu stjórnlagaráðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Evran orðin stærsta hættan við ESB-samstarfið

Þau orð notar Per Gahrton, fyrrum Evrópuþingmaður og formaður grænu hugveitunnar Cogito.

Í Svíþjóð á sér stað umfangsmikil umræða um, hvert ESB stefnir. Sífellt fleiri koma fram og vara við þróun ESB í alræðisríki, þar sem fullveldi einstakra þjóðfélaga hverfur en öllu saman verður stjórnað af miðstjórn i Brussel.

T.d. ritar Evrópuþingmaðurinn Gunnar Hökmark (Moderaterna), að "Það sé ekki með sífellt nýjum tillögum um sambönd innan sambandsins" sem ESB geti þróast og vegur þar að fyrirhuguðu bankasambandi ESB. Gunnar Hökmark telur, "að bankareglugerðin verður að endurreisa þá efnahagslegu grundvallarreglu markaðshyggjunnar, að eigendurnir taki ekki bara út gróðann heldur beri alfarið ábyrgð á þeirri áhættu og tapi sem gerist, án þess að verða bjargað af opinberum aðgerðum til verndar bankakerfinu sem slíku."

Græninginn Per Gahrton telur, að "Evran sé orðin ógn ekki aðeins gegn lýðræðinu í aðildarríkjunum heldur gegn öllu samstarfi innan ESB. Gjáin milli ESB-kerfisins og íbúanna er að verða svo óyfirstíganlega djúp, að hið nauðsynlega og jákvæða samstarf stendur frammi fyrir hruni - allt frá sameiginlegum vinnumarkaði til sameiginlegs starfs við að leysa umhverfisvandamál."

"Með evrunni er ákvörðunarferli ESB orðið svo umfangsmikið að það setur allt evrópska samstarfið á hliðina."

Svo mörg voru þau orð. Að þessu sinni.

Og hvorgi "evrumikilmenni" á borð við Yves-Thibault de Silguy né upplásnir íslenskir "evrusnillingar" á borð við Össur Skarphéðinsson og Árna Pál Árnason fá neinu breytt með með fínum ræðuhöldum sínum. /gs

 


mbl.is Framtíð Evrópu sögð í húfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband