Evran er risasvindl og Þjóðverjar einráðir, segir Berlusconi

Á bókakynningu fimmtudaginn 27. september í Róm sagði Berlusconi í ræðu, að evran væri risasvindl og það yrði enginn "harmleikur" að Þjóðverjar, sem hefðu enga samstöðu sýnt í kreppunni heldur vildu ráða ferðinni alfarið sjálfir, yfirgefi evruna.

Berlusconi gagnrýndi björgunarsjóð evrusvæðisins og taldi hann einungis skapa neikvæðan samdrátt og frekari skuldir. "Til þess að fá hjálp þarf að samþykkja niðurskurð, sem kemur efnahagnum í hrun og í samdráttarskrúfu."

Berlusconi er 75 ára og það er óljóst, hvort hann býður sig aftur fram á næsta ári. Hann neyddist til að víkja úr embætti forsætisráðherra Ítala í nóvember ár 2011, þegar teknókratinn Marío Monti tók við stjórn landsins skipaður af framkvæmdastjórn ESB í Brussel.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband