Stríðsaðgerð ESB í leit að eigin fiski

ESB er inni í mjög slæmum vítahring: Ofveiðir yfir 80% af fiskistofnum í eigin lögsögu með yfir 30% fiskistofna í útrýmingarhættu. Sameinuðu Þjóðirnar ásaka ESB fyrir að virða ekki löglegan rétt íbúa Vestur-Sahara til fiskveiða í eigin lögsögu. Í staðinn greiðir ESB ríkisstjórn Marókkó veiðigjald fyrir að fá að veiða í lögsögu, sem Marókkó ræður engu um. 

Það þrengist því í sífellu að sjávariðnaði ESB með auknu atvinnuleysi, minni eigin afla, gífurlegu brottkasti fisks og niðurgreiðslum af almannafé svo skiptir hundruðum miljóna evra. Sjómenn Írlands, Skota, Bretlands m.fl. geta ekki samið beint sjálfir heldur verða þeir að fara með betlistaf til Brussel og biðja um áheyrn. Þetta fyrirkomulag er hluti vandans, sem á að velta yfir á Íslendinga og Færeyinga með löndunar- og hafnbanni íslenskra skipa í höfnum ESB. Síðan á að svelta íslenskan sjávarútveg með banni á fríu flæði vara og þjónustu frá ríkjum ESB til sjávarútvegs á Íslandi og í Færeyjum. Svo mikið er nú að marka fjórfrelsið, sem EES-samningurinn á að tryggja Íslendingum.

ESB er með stríðsaðgerðum sínum að knýja Íslendinga að sýna spilin í aðlögunarferlinu. "Þið hafið sótt um aðild að sambandinu, núna verðið þið að fara eftir leikreglum sambandsins." Það er verkefni ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur að leysa málið fyrir ESB. Hún er búin að bola öllum gagnrýnisröddum út úr samskiptunum. Eftir er "Já ráðherra" liðið, sem vinnur að markmiði ESB að taka yfir íslenska sjávarútveginn. Og þar er eftir miklu að slæjast fyrir Evrópusambandið með allan togaraflotann, sem bíður eftir að fá eitthvað að gera.

Núverandi staða Íslands verður skrifuð á reikning ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur, sem vinnur baki brotnu að nýrri "lausn". Í spilunum er, að Seðlabanki Evrópu kaupi "gjaldeyrishengjuna" líkt og verið er að gera með löndin í suðri. Það þýðir að komandi kynslóðir Íslendingar verða hnepptar í skuldaþrældóm. Gamalkunnum Icesave rýtingi endanlega stungið í bak landsmanna. Í staðinn fær ESB sjávarlögsögu Íslendinga. 

Eins og að koma til útgerðarmannsins og segja: Ég "losa" þig við skuldirnar en fæ togarann í staðinn. 

Íslendingar þurfa að fara að leita sér að nýjum mörkuðum, viðskiptafélögum og bandamönnum. Því fyrr því betra. Að sjálfsögðu á að senda sendiboða (ekki ráðherra) á næsta "samningafund" með yfirlýsingu frá íslensku ríkisstjórninni um, að þjóðin láti ekki bjóða sér svona framkomu. Því miður eru líkurnar á því að það muni gerast jafn miklar og að meðalhiti janúarmánaðar fari upp fyrir 16 gráður á Celsíus./gs 


mbl.is Refsiaðgerðir náist ekki samkomulag í október
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

GÓÐ GREINING í góðri grein og sanngjarnri. :)

Jón Valur Jensson, 26.9.2012 kl. 21:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband