Lágt er lagst að stela heiðri af verkum Sjálfstæðisflokksins

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra fer mikinn og slær sér á brjóstið og segir um Jóhönnu Sigurðardóttur:

"Ég held að hennar verði fyrst og fremst minnst fyrir það að hún var forsætisráðherra ríkisstjórnar sem leiddi Ísland út úr kreppunni.“

Íslenska ríkið er í dag meðal skuldsettustu ríkja í Evrópu með yfir 100% af þjóðarframleiðslu í skuldir. Þegar ríkisstjórnin tók við voru skuldir ríkissjóðs næstum engar. Færri hafa atvinnu á lægri launum með hærri skatta núna en þegar "norræna velferðarstjórnin" tók við.

Það efnahagslega kraftaverk á Íslandi, sem utanríkisráðherran segir að sé á vörum sérhvers utanríkisráðherra, sem hann hittir á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York lýgur Össur Skarphéðinsson að sé verk Jóhönnu Sigurðardóttur:

"Þá geta þeir aldrei frá henni tekið að það var undir hennar forystu sem Ísland náði sér á strik. Það er hennar stóra afrek.“ 

Íslendingar vita, að neyðarlög ríkisstjórnar Geirs Haarde, þar sem stefnu Davíðs Oddssonar að "borga ekki skuldir óreiðumanna" var fylgt, björguðu Íslandi frá gjaldþroti.

Jóhanna Sigurðardóttir og Össur Skarphéðinsson reyndu hins vegar allt hvað þau gátu til að gera þjóðina gjaldþrota með Icesave. Núna gera þau allt til að gera þjóðina gjaldþrota með afhendingu auðlinda landsins til Brussel. 

Lygar á borð við þær, sem Össur lætur út úr sér, þar sem hann eignar Jóhönnu Sigurðardóttur heiðurinn af verkum Davíðs Oddssonar og Geirs Haarde eru þekktar í vörumerkjaheiminum. Þú afritar merki þeirra, sem náð hafa lengst og lýgur því að óvitandi fólki, að það sé þitt merki. Slíkt athæfi er saknæmt að lögum.

Ekki hafa íslenskir jafnaðarmenn mikið til málanna að leggja fyrst þeir þurfa að leggjast svo lágt að tileinka sér verk andstæðinga sinna. /gs


mbl.is Vangaveltur ósmekklegar á þessari stundu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Verkum Sjálfstæðisflokksins...áttu annan... ?? hahahahahahahahahahahahahahahahahaahahahahahahahaha

Jón Ingi Cæsarsson, 27.9.2012 kl. 21:22

2 Smámynd: Hörður Jónasson

Þetta er brandari ársins..................

Að Sjálfstæðisflokkurinn sé bjargvætturinn!!!!!!!!!!

Það er nefnilega honum að kenna bankahrunið.

Vonandi kemst hann ekki til valda í næstu alþingiskosningunum.

Hörður Jónasson, 27.9.2012 kl. 21:29

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Það gerir hann,allir vita að þjóðin treysti Sjálfstæðisflokknum í 16 ár.Slíkt lukkast ekki hjá Samfylkingunni. Allar framfarir seinustu ára urðu þegar Sjálfst.fl. og Framsókn mynduðu stjórn. Afleiðingar samsteypustjórnar Sjt.fl. og Samfó.eru þetta bölvaða EES og síðan hrunið,þar sem stjórnmálamenn Samfylkingar voru i lykilstöðum á vakt,en höfðust ekkert að.

Helga Kristjánsdóttir, 28.9.2012 kl. 00:43

4 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Þetta er hárrétt hjá þér Helga. Það virðist gleymast hverjir voru með ráðuneyti banka og fjármálaeftirlit í aðdraganda hrunsins og í hruninu.

En við höfum málshátt: Hátt hreykir heimskur sér. og á þetta vel við Samfylkingarfólk.

Eggert Guðmundsson, 28.9.2012 kl. 09:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband