Bloggfærslur mánaðarins, október 2012

Spillingin í styrkjakerfi ESB er algjör

Fréttin um kaup ESB á fiski til að "hækka" verð til neytenda gengur þvert á "stefnu" sambandsins um jafna samkeppnisaðstöðu. Með því að nota fé skattgreiðenda til að kaupa fisk til að farga á ruslahaugunum er ESB að grípa beint inn í markaðslögmál framboðs og eftirspurnar og setja frjálsa samkeppni úr leik.

Það er með eindæmum, að þetta skuli viðgangast. En við nánari athugun á styrkjum ESB þarf enginn lengur að vera hissa á þeirri ógeðfelldu spillingu, sem nærist með miðstýringavaldi búrókratanna í Brussel.

Á vefsíðu FISHSUBSIDY.ORG koma margar miður fagrar staðreyndir fram í dagsljósið. Meðal annars, hvernig ESB greiðir styrki til útgerða til að vinna að endurbótum skipa á sama tíma og ESB veitir styrki til sömu útgerða til að stykkja niður sömu skip og verið er að endurbæta og selja í brotajárn eða eldivið!

Hér er listi yfir sjávarútvegsstyrki ESB til aðildarríkja, smellið á löndin til að sjá hafnir, útgerðir og skip:

http://fishsubsidy.org/countries/

Gegnum árin verða styrkirnir að óheyrilega háum upphæðum, sem skipta miljörðum evra úr vasa almennra skattgreiðenda aðildarríkjanna. Ekki er furða þótt lönd eins og Frakkland, Spánn og Portúgal neita að breyta fiskveiðistefnu ESB, þegar sjávarútvegur landanna nærist að miklum hluta af styrkjum frá Brussel. Styrkjakerfið hefur skapað þvílíka óreiðu í peningamálum, þar sem almannafé er sólundað í hverja vitleysuna á fætur annarri og lögmál markaðarins eru algjörlega sniðgengin. Ekki er hægt fyrir Íslendinga að keppa við þetta bákn og ættu menn að fara að hugsa sinn gang og leita annarra miða um samstarfsaðila en gjörspillt ofurvald Brusselklíkunnar.

Tilvitnun Evrópuþingmannsins Christofer Fjellner frá Svíþjóð í Maríu Damanaki um að

"allt að 91% af fiskistofnum ESB hrynur innan áratugar ef ekkert róttækt gerist!"

útskýrir, hvers vegna ESB ásælist svo sterkt að komast inn á íslensku fiskimiðin til að ryksuga þann fisk, sem þar er. Það róttæka, sem Maria Damanaki vill að gerist er, að Ísland gangi með í ESB, svo hún geti deilt kvótum Íslandsmiða til franskra, spánskra, portúgalskra og allra annarra togara ESB á meðan fiskistofnarnir endast.

Íslendingar eiga að slá hnefanum í borðið í makríldeilunni og senda ESB tilbaka heim með heimalexíuna að fara að taka til í eigin húsi, áður en þeir fari að gera kröfur til annarra.

Íslendingar mega undir engum kringumstæðum semja við ESB með allan sinn flota að hleypa aðildarríkjum sambandsins í fiskveiðilögsögu Íslands. Endalok íslensks sjávarútvegs yrðu þá á næsta leyti. /gs


mbl.is Kaupa fisk til að kasta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ESB kaupir fisk fyrir almannafé og eyðileggur til að halda uppi hærra verði til neytendans!

Fjellner_743191bSænski Evrópuþingmaðurinn Christoffer Fjellner er yfir sig hneykslaður á fiskistefnu Evrópusambandsins, sem notar peninga skattgreiðenda til að kaupa fisk fyrir ruslahaugana til að halda uppi fiskverði til neytenda. Hann hafði heyrt um þetta og bað rannsóknarstofu Evrópuþingsins að athuga málið. Í grein í Sænska Dagblaðinu 10. okt. skrifar Christoffer Fjellner: "Ég fékk sjokk. Bara árið 2009 voru yfir 17 000 tonn af ferskum fiski eyðilagt og af þeim voru 34 tonn í Svíþjóð. 2009 var ekkert sérstakt ár, 2008-2010 voru yfir 40 000 tonn af ferskum fiski eyðilagt í Evrópu. Í Svíþjóð var það ýsa, makríll, rauðspetta og rækjur. Ekkert bendir til þess, að ástandið fari batnandi, þvert á móti."

Christoffer finnst það sjúkt, að skattpeningar séu notaðir til að kaupa ferskan fisk og eyðileggja og meinar að þörfin á nýrri fiskistefnu sé bráðaðkallandi: "Við eigum ekki að fiska meira en hafið þolir og þann fisk, sem við fáum upp eigum við að borða en ekki kasta burt dauðum í hafið eða brenna. Nýjar rannsóknir sýna, að fiskistofnar Evrópu hafa minnkað það mikið, að þeir eru minna en 10% af stærð sinni eftir seinni heimsstyrjöldina. Sjávarútvegsráðherra Svíþjóðar Damanaki hefur varað við því að allt að 91% af fiskistofnum Evrópusambandsins geti hrunið innan 10 ára nema einver stjórkostleg breyting eigi sér stað."

Christoffer Fjellner leggur til þrjár mikilvægar aðgerðir til að laga fiskistefnuna:

1. ESB verður tafarlaust að hætta styrkveitingum til launa, verðlags og olíu í sjávarútvegi.

2. Bann við brottkasti til að koma í veg fyrir allt að 80% aflans sé hent dauðum til baka í hafið.

3. Afnám sjúks verðlagskerfis, sem þvingar skattgreiðendur að borga fyrir að henda fínum fisk á ruslahaugana til þess að hækka verð til neytenda.

Gústaf Adolf Skúlason

Vefurinn fishsubsidy.org birtir upplýsingar um styrki ESB til sjávarútvegs ásamt auglýsingamynd samtakanna um stöðvun styrkveitinga ESB til sjávarútvegs innan ESB, sjá hér fyrir neðan.

 

 

ska_rmavbild_2012-10-11_kl._17.26


mbl.is Átök á hörpuskelsmiðum í Ermarsundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Friðsama Sviss eykur vígbúnað vegna aukins óróleika í Evrópu

Þrátt fyrir að vera friðsöm og101012top.jpg sjálfstæð, óháð þjóð, þá eru Svisslendingar að bæta við fjórum herdeildum, sem staðsettar verða víðsvegar um landið til aukins öryggis vegna vaxandi óróleika í Evrópu. Nýjasta heræfing svissneska hersins í september, kölluð Stabilo due, var framkvæmd til að þjálfa hermenn í vörnum landsins, ef stöðuleiki innan ESB færi úr böndunum. Það síðasta, sem Svisslendingar vilja, er að vandamál ESB, steypist yfir litla friðsama landið þeirra.

John R. Schindler prófessor í öryggismálum USA skrifaði nýlega grein á vef sinn The xxcommittee og varar við að slökun hermála eftir fall kommúnismans geti komið sér það illa, að lönd ESB geti átt í erfiðleikum með að halda uppi almennri löggæslu ef kreppan fer á versta veg. Hann segir, að staðsetning nýrra herdeilda í Sviss sýni, að Svisslendingar undirbúi sig fyrir almennan óróleika, vegna kreppunnar í ESB.

Almennt mun vera álitið innan öryggismála í ESB, að ef næsti Anders Breivik mundi ráðast á múslíma í stað venjulegra evrópubúa, gæti ástandið fljótt breyst í hræðilegt ástand. Það er erfitt að sjá, hvernig her minni landa gæti ráðið við almennan borgaralegan óróleika.

"Og biðjið ekki Frænda Sam um aðstoð, þar sem það síðasta sem Pentagon vill, er að dragast inn í uppþot og götubardaga - sérstaklega til að kveða niður uppreisnir múslíma - hvar sem er í Evrópu."


mbl.is Evruvandi eykur óstöðugleika
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Evran er ávísun á stríð

Grikkland er að niðurlotum komið. Ríkið á ekki fyrir útborgun launa eða lífeyris næsta mánuð. Hlutverk stjórnmálamanna í Grikklandi hefur vegna ESB-aðildar og evru verið breytt í hlutverk betlara í skúmaskoti evrusvæðisins. Sama gildir reyndar um flesta stjórnmálamenn ESB. Eigin ríkisstjórn er heimastjórn ESB og vald þjóðþinga í fríu falli. Framkvæmdastjórnin er að gera aðildarríki ESB algjörlega háð sér um leyfa- og peningaúthlutun. Eins og miðstjórn Kommúnistaflokks Sovétríkjanna á valdatíma kommúnismans.

Það kemur að því, að fólk segir hingað og ekki lengra. Hversu miklar fórnir amenningur þarf að færa til að vinda ofan af tilrauninni með Bandaríki Evrópu og evruna er undir valdamönnum ESB og fjármagnseigendum komið. Hingað til hefur engin miskun verið sýnd.

20121004_161219.jpgAftenposten í Noregi birti í gær sína skoðun á ástandinu:

SPÁNN: Búið er að setja hengilása á ruslagáma með matarafgöngum eftir að fátækir leituðu að mat í ruslinu. Bankana vantar 500 miljarða norskra króna til að rétta af rotin húsnæðislán. Hækkun virðisaukaskatts boðaður ásamt 12 % niðurskurði í velferð þegnanna. Stórar mótmælagöngur hafa lamað fleiri borgir. Landið íhugar alvarlega að biðja um neyðarlán frá ESB.

STÓRABRETLAND: Aukinn niðurskurður boðaður. 70 þúsund færri kennarar, 10 þúsund færri lögreglumenn, 30 þúsund færri hermenn. Minnka á gjöldin tilsvarandi 140 miljörðum norskra króna.

ÍTALÍA: Á Sikiley eru látnir ekki grafnir. Heilu héruðin eru á leiðinni í gjaldþrot. Ítalía er með ríkisskuld ca 16 þús miljarði norskra króna. Eða: 1.958 triljónir evra. Um 180 miljarða norskra króna niðurskurður í fjármálum margra ítalskra rannsóknarstofnana boðaður. M.a. lækkar fjármagn um 20% til Large Hadron Collider í Cern í Sviss. Virðisaukaskattur hækkar.

GRIKKLAND: Umfangsmikill niðurskurður, þjóðfélagslegur óróleiki og neyð, stóraukin útbreiðsla fátæktar. Ríkiskassinn að tæmast og yfirvöld geta ekki borgað laun, því ESB hefur enn ekki gefið grænt á næstu útborgun 240 miljarða evra. Forsætisráðherrann Antonis Samaras vill skera niður 11,5 miljarði evra aukalega. Um 90 miljarði norskra króna.

NOREGUR: Noregur er öðruvísilandið. Land sem er með 3730 miljarða norskra króna á bankabókinni eða um 3,7 sinnum árleg fjárlög norska ríkisins. Atvinnuleysið minnkar og er núna aðeins um 2,4%. Í stað niðurskurðar er rætt um nýjar miljarðafjárfestingar t.d. í fleiri barnaheimilum. /gs.


mbl.is Grikkir komnir að þolmörkum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar er ESB-friðurinn núna? Varaforseti Evrópuþingsins vill senda herlögreglu til Katalóníu

Vidal-QuadrasEinn af varaforsetum Evrópuþingsins, Katalóníumaðurinn Alejo Vidal er flokksbróðir forsætisráðherra Spánar Mariano Rajoy í flokknum Partido Popular. Í viðtali við Lavanguardia sagði hann,

 "að segja þyrfti hlutina beint út. Ákvörðunin um þjóðaratkvæði er ólögleg. Hluti ríkisstjórnar Spánar, þingið í Katalóníu, hefur tekið ákvörðun, sem gengur gegn kerfinu.

Áður en ríkisstjórnin dregur málið fyrir dómsstól, þarf hún að hafa samband við forseta Katalóníu Artur Mas og upplýsa hann um, að 'Það sem þú hefur gert er ólöglegt.' Leiðréttu það eða við munum grípa inn í málin. Ef Mas neitar að verða við þeirri ósk mun Spánska þingið greiða um það atkvæði, að Katalónska þingið verði leyst upp og stjórn Katalóníu send heim. Í stað hennar mun sendinefnd frá ríkisstjórn Spánar taka yfir völdin í Katalóníu.

Herlögregla Spánar mun taka yfir hlutverki Mossos d'Esquadra (svæðislögreglunarinnar). Þannig verður það. Ef alþýðan fer út á göturnar, þá verður það þannig. En hún getur bara mótmælt í mánuð. Kröfugöngur metta ekki hungur fólksins. Ef íbúar Katalóníu halda við uppreisnarhug sinn, þá verður ríkisstjórnin að grípa inn í málin á uppreisnarsvæðinu."

Í morgun reyndu fulltrúar Partido Popular að draga úr orðum varaforseta Evrópuþingsins og sögðu hann tala á eigin vegum en ekki flokksins. Alicia Sánchez-Camacho leiðtogi Partido Popular í Katalóníu sagði, að ekkert væri að marka varaforseta Evrópuþingsins, þar sem hann gegndi engri "hárri stöðu" innan flokksins.

Slíkt viðhorf endurspeglar, hversu mikilvægt margir þjóðlegir stjórnmálamenn telja Evrópuþingið vera.

 


mbl.is Brutust inn í ráðuneyti í Aþenu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Erlend blöð taka eftir því íslenzka andófi sem hið ESB-dygga Fréttablað þegir um!

Evrópusambandið ætlast til þess að styrkþegar sínir og "samstarfsaðilar" eins og háskólar auglýsi ESB með því að flagga ESB-fánanum ekki síður en þjóðfánanum. En bændur á Suðurlandi sýna sinn hug og sinn dug með skiltum sínum: ESB - Nei takk, og þessu taka erlendir blaðamenn eftir, þótt Fréttablaðið og Fréttatíminn "láti sér fátt um finnast" og feli einfaldlega þessa staðreynd.

Eftirfarandi er mjög athyglisvert í frétt Mbl.is um þetta mál:

  • Þá segir í umfjölluninni að íslenskir embættismenn hafi varað Steingerði [Hreinsdóttur, umsjónarmanni verkefnisins Katla Jarðvangur í tengslum við gosið í Eyjafjallajökli 2010] við því að það kunni ekki að verða vinsælt á meðal íbúa svæðisins að setja upp skilti með fána Evrópusambandsins en venjulega gerir sambandið þá kröfu að verkefni sem fjármögnuð eru af því séu merkt fánanum. Haft er eftir Steingerði að embættismennirnir hafi sagt að Evrópusambandið vildi að auglýst væri að sambandið hefði veitt fjármagni til verkefnisins en að það skildi að það gæti verið viðkvæmt í augum bænda.

ESB-tröllið neyðist sem sé til að halda sig á mottunni til að styggja ekki landann enn frekar og gerir því ekki sömu kröfur þarna eins og t.d. í Bretlandi þar sem hinn hvimleiði fáni þessa gamla nýlenduvelda-bandalags fær að þjóna auglýsinga- og montáráttu pótintátanna í Brussel, jafnvel á fornfrægum menntasetrum eins og Oxford, Cambridge og St Andrews, sem hvert um sig er meira en 50 sinnum eldra en evran, og vafalítið munu þessar stofnanir lifa evru-tilraunina um margar aldir.

Jón Valur Jensson. 


mbl.is Varað við óvinsældum ESB-fánans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

67% Þjóðverja treysta ekki Seðlabanka Evrópu - 84% Katalóníubúa vilja kosningar um aðskilnað við Spán

Samkvæmt nýrri skoðanakönnun þýzka Institut fur Demoskopie kemur í ljós, að 67% Þjóðverja bera ekki traust til Seðlabanka Evrópu. Einungis 18% segjast treysta bankanum. Fyrir tveimur árum sögðu 31% Þjóðverja, að þeir treystu bankanum. Þessar upplýsingar koma fram í Handelsblatt.

Skoðanakannanir i Katalóníu sem birtar eru í El País sýna að 43% íbúanna vilja sjálfstæði frá Spáni á meðan 41% eru á móti. Samkvæmt annarri skoðanakönnun í La Vanguardia vilja 84% íbúa Katalóníu þjóðaratkvæðagreiðslu um aðskilnað við Spán. 


Fredrik Reinfeldt velur íslensku leiðina: engar greiðslur frá sænskum skattgreiðendum til ósjálfbjarga evrubanka

Fredrik Reinfeldt forsætisráðherra Svíþjóðar var í boði Francois Hollande forseta Frakklands í opinberri heimsókn í Frakklandi mánudaginn 1. október.

Í ræðu Frakklandsforseta, Francois Hollande, kom fram, að Svíþjóð er fyrirmynd annarra ríkja Evrópusambandsins í baráttunni við kreppuna, vegna aukinna atvinnuskapandi fjárfestinga í samgöngumálum m.a. á vegum og járnbrautarleiðum. 

Nýlega lagði ríkisstjórn Fredrik Reinfeldts fram fjárlög, þar sem gert er ráð fyrir að auka hæfni fyrirtækja til að mæta harðnandi samkeppni vegna kreppunnar með því að lækka skatta fyrirtækja úr 26,3 % niður í 22 %. Samtímis eru vinnuskapandi fjárfestingar stórauknar sér í lagi fyrir atvinnulaus ungmenni.

Ríkisstjórn Fredriks Reinfeldts hefur lækkað ríkisskuld Svíþjóðar frá ca 80% af þjóðarframleiðslu árið 1995 niður í ca. 40% árið 2011. Samtímis þessu hafa launþegar landsins fengið miklar kjarabætur með lækkun launaskatta mótsvarandi skattfrjálsum þrettánda mánuðinum ofan á umsamin laun í fimm áföngum á jafn mörgum árum.

Það er alfarið rangt hjá talsmönnum íslensku ríkisstjórnarinnar, einkum Samfylkingarmönnum, sem halda því fram að ekkert land innan ESB geri öðru vísi en að hækka skatta og skera niður þjónustu eins og ríkisstjórn Íslands hefur gert og áætlar að gera.

Frakklandsforseti Francois Hollande hrósaði Svíþjóð mjög í ræðu sinni en vegna andstöðu Svíþjóðar við myndun bankabandalags og greiðslum úr ríkissjóði til styrktar ósjálfbjarga bönkum á evrusvæðinu, vonaðist Hollande engu að síður, "að Svíþjóð myndi breyta afstöðu sinni og taka þátt björgunaraðgerðum ESB."

Fredrik Reinfeldt sagði í viðtali við sænska sjónvarpið að kvöldi mánudags 1. október, að "Svíþjóð muni ekki nota fé skattreiðenda til að borga ósjálfbjarga bönkum á evrusvæðinu." Hann sagði einnig,  "að Svíþjóð væri ekki hlynnt myndun bankabandalags." /gs


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband