Fredrik Reinfeldt velur íslensku leiðina: engar greiðslur frá sænskum skattgreiðendum til ósjálfbjarga evrubanka

Fredrik Reinfeldt forsætisráðherra Svíþjóðar var í boði Francois Hollande forseta Frakklands í opinberri heimsókn í Frakklandi mánudaginn 1. október.

Í ræðu Frakklandsforseta, Francois Hollande, kom fram, að Svíþjóð er fyrirmynd annarra ríkja Evrópusambandsins í baráttunni við kreppuna, vegna aukinna atvinnuskapandi fjárfestinga í samgöngumálum m.a. á vegum og járnbrautarleiðum. 

Nýlega lagði ríkisstjórn Fredrik Reinfeldts fram fjárlög, þar sem gert er ráð fyrir að auka hæfni fyrirtækja til að mæta harðnandi samkeppni vegna kreppunnar með því að lækka skatta fyrirtækja úr 26,3 % niður í 22 %. Samtímis eru vinnuskapandi fjárfestingar stórauknar sér í lagi fyrir atvinnulaus ungmenni.

Ríkisstjórn Fredriks Reinfeldts hefur lækkað ríkisskuld Svíþjóðar frá ca 80% af þjóðarframleiðslu árið 1995 niður í ca. 40% árið 2011. Samtímis þessu hafa launþegar landsins fengið miklar kjarabætur með lækkun launaskatta mótsvarandi skattfrjálsum þrettánda mánuðinum ofan á umsamin laun í fimm áföngum á jafn mörgum árum.

Það er alfarið rangt hjá talsmönnum íslensku ríkisstjórnarinnar, einkum Samfylkingarmönnum, sem halda því fram að ekkert land innan ESB geri öðru vísi en að hækka skatta og skera niður þjónustu eins og ríkisstjórn Íslands hefur gert og áætlar að gera.

Frakklandsforseti Francois Hollande hrósaði Svíþjóð mjög í ræðu sinni en vegna andstöðu Svíþjóðar við myndun bankabandalags og greiðslum úr ríkissjóði til styrktar ósjálfbjarga bönkum á evrusvæðinu, vonaðist Hollande engu að síður, "að Svíþjóð myndi breyta afstöðu sinni og taka þátt björgunaraðgerðum ESB."

Fredrik Reinfeldt sagði í viðtali við sænska sjónvarpið að kvöldi mánudags 1. október, að "Svíþjóð muni ekki nota fé skattreiðenda til að borga ósjálfbjarga bönkum á evrusvæðinu." Hann sagði einnig,  "að Svíþjóð væri ekki hlynnt myndun bankabandalags." /gs


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Málið er að ég bara sé ekki að þau ríki sem betur mega sín, Finnland, Svíþjóð, Austurríki og fleiri slík vilji láta Þýskaland setja sér fjárlög og ákvarða í hvað peningar skattgreiðenda þeirra fara.  Ég heyri á Austurríkismönnum að þeir eru orðnir langþreyttir á því að þurfa að borga hærri skatta til að halda uppi öðrum ríkjum, hvað þá að þeir séu tilbúnir til að leggja ennþá meira af mörkum og afsala sér fullveldi í fjármálum.  Þetta er alveg brjálað frá upphafi, og sýnir bara hversu veruleikafirrs þessi stjórnun er í ESB.  Það standa líka öll spjót á Merkel, hún verður sífellt óvinsælli heima fyrir.  Þetta hlýtur að enda með stóra hvelli fyrr en síðar.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.10.2012 kl. 21:11

2 Smámynd: Samtök um rannsóknir á ESB ...

Sem betur fer sjá æ fleiri, hvílík heljarför það er að reyna að "bjarga" evrunni. Alveg sammála þér Ásthildur um hina veruleikafyrrtu stjórn ESB. Þeir keyra eins og óðir menn í átt til sambandsríkis - 100% afneitun og ekkert lýðræði í þeirri ferð.

Gústaf Adolf Skúlason

Samtök um rannsóknir á ESB ..., 1.10.2012 kl. 21:18

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Nákvæmlega þeir eru út úr öllum takti við hinn almenna borgara og ríkisstjórnir landanna, sem þurfa að standa skil á stefnu sinni gagnvart kjósendum sínum.  Þetta fólk er nefnilega ekki kosið heldur ráðið í sín störf og þurfa ekki að standa neinum skil, þeir þurfa ekki einu sinni að skila efnahagsreikningi sínum og skilgreina í hvað peningarnir fara sem þeir sóa í hreina vitleysu. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.10.2012 kl. 21:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband