Friðsama Sviss eykur vígbúnað vegna aukins óróleika í Evrópu

Þrátt fyrir að vera friðsöm og101012top.jpg sjálfstæð, óháð þjóð, þá eru Svisslendingar að bæta við fjórum herdeildum, sem staðsettar verða víðsvegar um landið til aukins öryggis vegna vaxandi óróleika í Evrópu. Nýjasta heræfing svissneska hersins í september, kölluð Stabilo due, var framkvæmd til að þjálfa hermenn í vörnum landsins, ef stöðuleiki innan ESB færi úr böndunum. Það síðasta, sem Svisslendingar vilja, er að vandamál ESB, steypist yfir litla friðsama landið þeirra.

John R. Schindler prófessor í öryggismálum USA skrifaði nýlega grein á vef sinn The xxcommittee og varar við að slökun hermála eftir fall kommúnismans geti komið sér það illa, að lönd ESB geti átt í erfiðleikum með að halda uppi almennri löggæslu ef kreppan fer á versta veg. Hann segir, að staðsetning nýrra herdeilda í Sviss sýni, að Svisslendingar undirbúi sig fyrir almennan óróleika, vegna kreppunnar í ESB.

Almennt mun vera álitið innan öryggismála í ESB, að ef næsti Anders Breivik mundi ráðast á múslíma í stað venjulegra evrópubúa, gæti ástandið fljótt breyst í hræðilegt ástand. Það er erfitt að sjá, hvernig her minni landa gæti ráðið við almennan borgaralegan óróleika.

"Og biðjið ekki Frænda Sam um aðstoð, þar sem það síðasta sem Pentagon vill, er að dragast inn í uppþot og götubardaga - sérstaklega til að kveða niður uppreisnir múslíma - hvar sem er í Evrópu."


mbl.is Evruvandi eykur óstöðugleika
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Afar athyglisverd grein sem synir veruleikann sem vid buum vid.

Ragnhildur Kolka, 11.10.2012 kl. 14:45

2 Smámynd: Samtök um rannsóknir á ESB ...

Manni bregður óneitanlega við en sérfræðingar í öryggismálum hafa að atvinnu að sjá lengra en flestir aðrir. Þess vegna er full ástæða til að taka þessi skrif alvarlega. Schindler telur, að Svisslendingar hafi vitneskju um eitthvað, sem ýti þeim út í viðbúnað af þessu tagi.

Gústaf Adolf Skúlason

Samtök um rannsóknir á ESB ..., 11.10.2012 kl. 15:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband