Evran er ávísun á stríð

Grikkland er að niðurlotum komið. Ríkið á ekki fyrir útborgun launa eða lífeyris næsta mánuð. Hlutverk stjórnmálamanna í Grikklandi hefur vegna ESB-aðildar og evru verið breytt í hlutverk betlara í skúmaskoti evrusvæðisins. Sama gildir reyndar um flesta stjórnmálamenn ESB. Eigin ríkisstjórn er heimastjórn ESB og vald þjóðþinga í fríu falli. Framkvæmdastjórnin er að gera aðildarríki ESB algjörlega háð sér um leyfa- og peningaúthlutun. Eins og miðstjórn Kommúnistaflokks Sovétríkjanna á valdatíma kommúnismans.

Það kemur að því, að fólk segir hingað og ekki lengra. Hversu miklar fórnir amenningur þarf að færa til að vinda ofan af tilrauninni með Bandaríki Evrópu og evruna er undir valdamönnum ESB og fjármagnseigendum komið. Hingað til hefur engin miskun verið sýnd.

20121004_161219.jpgAftenposten í Noregi birti í gær sína skoðun á ástandinu:

SPÁNN: Búið er að setja hengilása á ruslagáma með matarafgöngum eftir að fátækir leituðu að mat í ruslinu. Bankana vantar 500 miljarða norskra króna til að rétta af rotin húsnæðislán. Hækkun virðisaukaskatts boðaður ásamt 12 % niðurskurði í velferð þegnanna. Stórar mótmælagöngur hafa lamað fleiri borgir. Landið íhugar alvarlega að biðja um neyðarlán frá ESB.

STÓRABRETLAND: Aukinn niðurskurður boðaður. 70 þúsund færri kennarar, 10 þúsund færri lögreglumenn, 30 þúsund færri hermenn. Minnka á gjöldin tilsvarandi 140 miljörðum norskra króna.

ÍTALÍA: Á Sikiley eru látnir ekki grafnir. Heilu héruðin eru á leiðinni í gjaldþrot. Ítalía er með ríkisskuld ca 16 þús miljarði norskra króna. Eða: 1.958 triljónir evra. Um 180 miljarða norskra króna niðurskurður í fjármálum margra ítalskra rannsóknarstofnana boðaður. M.a. lækkar fjármagn um 20% til Large Hadron Collider í Cern í Sviss. Virðisaukaskattur hækkar.

GRIKKLAND: Umfangsmikill niðurskurður, þjóðfélagslegur óróleiki og neyð, stóraukin útbreiðsla fátæktar. Ríkiskassinn að tæmast og yfirvöld geta ekki borgað laun, því ESB hefur enn ekki gefið grænt á næstu útborgun 240 miljarða evra. Forsætisráðherrann Antonis Samaras vill skera niður 11,5 miljarði evra aukalega. Um 90 miljarði norskra króna.

NOREGUR: Noregur er öðruvísilandið. Land sem er með 3730 miljarða norskra króna á bankabókinni eða um 3,7 sinnum árleg fjárlög norska ríkisins. Atvinnuleysið minnkar og er núna aðeins um 2,4%. Í stað niðurskurðar er rætt um nýjar miljarðafjárfestingar t.d. í fleiri barnaheimilum. /gs.


mbl.is Grikkir komnir að þolmörkum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marteinn Unnar Heiðarsson

Það er merkilegt að Ómar Bjarki,Jón Frímann Danakonungur og Steini Breim eða hvað sem hann heitir eru ekki komnir hér til að bera til baka þennan rógburð um ESB.............

Marteinn Unnar Heiðarsson, 6.10.2012 kl. 04:10

2 Smámynd: HOMO CONSUMUS

Sviss er svo annað öðruvísiland sem má vel benda á, bæði hvað varðar velsæld og bara fínan hagvöxt, og beint, virkt lýðræði :)

HOMO CONSUMUS, 6.10.2012 kl. 08:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband