Hvar er ESB-friðurinn núna? Varaforseti Evrópuþingsins vill senda herlögreglu til Katalóníu

Vidal-QuadrasEinn af varaforsetum Evrópuþingsins, Katalóníumaðurinn Alejo Vidal er flokksbróðir forsætisráðherra Spánar Mariano Rajoy í flokknum Partido Popular. Í viðtali við Lavanguardia sagði hann,

 "að segja þyrfti hlutina beint út. Ákvörðunin um þjóðaratkvæði er ólögleg. Hluti ríkisstjórnar Spánar, þingið í Katalóníu, hefur tekið ákvörðun, sem gengur gegn kerfinu.

Áður en ríkisstjórnin dregur málið fyrir dómsstól, þarf hún að hafa samband við forseta Katalóníu Artur Mas og upplýsa hann um, að 'Það sem þú hefur gert er ólöglegt.' Leiðréttu það eða við munum grípa inn í málin. Ef Mas neitar að verða við þeirri ósk mun Spánska þingið greiða um það atkvæði, að Katalónska þingið verði leyst upp og stjórn Katalóníu send heim. Í stað hennar mun sendinefnd frá ríkisstjórn Spánar taka yfir völdin í Katalóníu.

Herlögregla Spánar mun taka yfir hlutverki Mossos d'Esquadra (svæðislögreglunarinnar). Þannig verður það. Ef alþýðan fer út á göturnar, þá verður það þannig. En hún getur bara mótmælt í mánuð. Kröfugöngur metta ekki hungur fólksins. Ef íbúar Katalóníu halda við uppreisnarhug sinn, þá verður ríkisstjórnin að grípa inn í málin á uppreisnarsvæðinu."

Í morgun reyndu fulltrúar Partido Popular að draga úr orðum varaforseta Evrópuþingsins og sögðu hann tala á eigin vegum en ekki flokksins. Alicia Sánchez-Camacho leiðtogi Partido Popular í Katalóníu sagði, að ekkert væri að marka varaforseta Evrópuþingsins, þar sem hann gegndi engri "hárri stöðu" innan flokksins.

Slíkt viðhorf endurspeglar, hversu mikilvægt margir þjóðlegir stjórnmálamenn telja Evrópuþingið vera.

 


mbl.is Brutust inn í ráðuneyti í Aþenu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband