Sendiherra brýtur gegn skyldum sínum með áróðursgrein fyrir innlimun Íslands í stór­veldi sitt!

Ófyrirleitið er af sendi­herra Evr­ópu­sam­bands­ins að endur­taka sinn fyrri leik að brjóta Vínar­samþykkt um skyldur sendiráða, með ein­hliða gyll­ingar­grein um evrópska stór­veldið, í raun með áróðri fyrir því, að Íslend­ingar láti innlimast í Evrópu­sambandið.

Þetta samrýmist ekki skyldum hans sem sendiherra, ekki frekar en að Evrópu­sambandið dæli styrkjum og mútufé í fyrir­tæki, samtök og einstak­linga hér á landi.

Vísa ber manninum úr landi, eins og ætla má, að gert hafi verið við fyrir­rennara hans Timo Summa 2012, ef hann var þá ekki beinlínis kallaður til baka af yfir­mönnum sínum í Brussel, eftir að hitna tók undir honum eftir skelegga gagnrýni Tómasar Inga Olrich (fyrrv. ráðherra og sendiherra í París) á framferði hans, m.a. með áróðurs­ferðum hans um landið. Sjá einnig hér (15.11. 2018): https://fullveldi.blog.is/blog/fullveldi/entry/2225873/

Er ekki eitthvað brogað við fullyrðingar Michaels Mann um "frelsi og velmegun" í borgum eins og Ríga, Aþenu og Lissabon? -- eru það vel valin dæmi, eftir að þýzkir og franskir bankar fengu að leika þjóðarhag Grikkja grátt í boði ESB og Evrópubanka þess? Litlu skárra er ástandið í Portúgal, en fólksflótti hefur verið þaðan frá atvinnu­leysi og þó um enn lengri tíð frá Lettlandi, og ekki er fæð­ingar­tíðnin þar í landi til að hrópa húrra yfir: 1,52 börn á hver hjón! -- örugg leið til útþurrkunar þjóðar á 6-7 kynslóðum!

Mann þessi geipar af því, að hinn verðandi forseti fram­kvæmda­stjórn­ar ESB, Ursula von der Leyen, hafi "sett fram metnaðar­fulla og hvetj­andi áætlun til næstu fimm ára," en "gleymir" alveg að nefna, að þessi fráfarandi varnar­mála­ráðherra Þýzkalands hefur af elju og hörku hvatt til þess (rétt eins og herra Macron Frakk­lands­forseti), að uppfyllt verði fyrir­heiti Lissabon­sáttmálans um stofnun öflugs Evrópu­sambands­hers, til að ESB verði síður háð Banda­ríkj­unum um liðveizlu. Af hverju sleppir hr. Mann að nefna það, en kemur svo með smjör­klípuna um að "NATO verði ávallt hornsteinn varna Evrópu"? Mátti sannleik­urinn ekki koma skýrar í ljós, eða hentaði það ekki að upplýsa Íslendinga um, að ef þeir láta narrast inn í Evrópu­sambandið, þá bíður ungmenna landsins hugsanlega her­skylda og ríkissjóðs okkar óefað það hlutverk að leggja um það bil 2% af lands­framleiðslunni í her­apparat og hergögn handa ESB-bossum og generálum að leika sér við, til dæmis til að fara út í áhættu­samar ögranir við Rússa.

Jón Valur Jensson.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Sæll Jón Valur

Þegar Macron lýsti sinni skoðun á Evrópuher gaf hann sterklega í skyn til hvers hann væri ætlaður og gera má ráð fyrir að skilningur Ursulu á slíkum her sé sá sami. Þessum her er ekki ætlað að verjast utanaðkomandi ógn, enda hefði hann enga burði til þess. Honum er ætlað að verjast eigin þegnum sambandsins, styrkja stöðu ESB og berjast gegn þeim þegnum sem ekki vilja hlýða boðvaldinu frá Brussel.

Þess vegna er kannski von að Mann telji NATO áfram verða helsta vörn ESB gegn utanaðkomandi ógn.

Kveðja

Gunnar Heiðarsson, 1.8.2019 kl. 07:06

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Takk fyrir þetta, Gunnar, en sjáum til. Lissabonsáttmálann þarf að kryfja.

En Halldór Jónsson verkfræðingur er með eitt viðbótaratriði, sem ég ætlaði reyndar að hafa með, en ég vitna nú bara beint í hann: 

HÉR! 

"Herra Mann [...] nefnir ekki að sambandið er að rýrna um meira en 60 milljónir við útgöngu Breta innan tíðar og er því ekki 500 milljónir manna lengur."!!! 

Jón Valur Jensson, 1.8.2019 kl. 07:53

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Og Brexit er vitaskuld til marks um megna óánægju með þróun Evrópusambandsins, óánægju sem gætir og hefur gætt miklu víðar, í Grikklandi, Ungverjalandi, Póllandi, jafnvel Austurríki sem hefur lokað landamærunum fyrir hælisleitenda-straumi, og nú síðast í Portúgal og á Spáni!

Hr. Mann þegir alveg um það að svar Brussel-bossanna og alveg sérstaklega forseta þeirra, Ursulu von der Layen, er að herða á samrunaferlinu til að Evrópusambandið verði eitt voldugt ríki, þægt og þjált í meðförum þeirra (og þá vitaskuld með eigin HER).

Jón Valur Jensson, 1.8.2019 kl. 13:18

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Af fleiri lítt auglýstum ágöllum "Evrópusamstarfsins"

fræðir Halldór Jónsson okkur um þetta m.a. (vegna einhæfs áróðursbulls Loga Einarssonar í ESB-blaðinu í morgun):

"Hver getur fullyrt að við hefðum ekki fengið öll þessi réttindi með frjálsum samningum við önnur ríki um leið og við hefðum losnað við alla delluna sem við erum búnir að láta yfir okkur ganga með EES aðildinni eins og aðskilnað orkusölu og dreifingu og allskyns vitleysu sem ekkert hefur gert annað en að auka kostnað og skriffinnsku?

Til  hvers höfum við fullveldi ef það nær ekki til að semja við önnur ríki? Stunda Íslendingar ekki viðskipti og nám um alla heimsbyggðina og við gerum sífellt betri samninga út um allt?

En við höfum samt ekki enn ekki fengið EES fullgiltan gagnvart okkur tollalega þó aldarfjórðungur sé liðinn frá gerð hans. [En Kanada fekk betri samning! -- viðb. JVJ.]

Hún er hvimleið þessi órökstudda fullyrðing um ágæti EES samningsins ....

Síðustu fullyrðingu  Loga geta menn svo borið saman við ástandið í Grikklandi og Spáni þar sem atvinnuleysi ungs fólks er 40 % og alger efnahagsleg stöðnun."

Jón Valur Jensson, 1.8.2019 kl. 23:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband