"Viðreisn" vill taka þátt í að manna eða kosta ESB-her (fylgir í pakkanum með innlimun í ESB ásamt öðru ókræsilegu)

Í Brexit-vandræðum vilja Bruss­el-ráðamenn þétta raðirnar, styrkja völd ESB og m.a. koma á fót ESB-her (en vilja ekki að Frakk­ar sjái einir um það).

Hér er ný skoðana­könnun um afstöðu Ís­lend­inga til þessa fram­tíðar"kosts":

SKOЭANA­KÖNNUN á vef Útvarps Sögu 15. til 16. sept. 2016:

Eiga Íslendingar að taka þátt í hernaðarsamstafi Evrópusambandsins?

  •  Nei: 90,63%
  •  Já: 7,07%
  •  Hlutlaus: 2,29%.
Ekki margir fylgjandi hér þessu framtíðarmáli "Viðreisnar"! Augljóst er, að ESB-her yrði rekinn og mannaður af öllum meðlimaríkjunum. Ef við Íslendingar færum þarna inn, að hvöt gamalla Icesave-berserkja eins og Benedikts Jóhannessonar Zoëga, þá er viðbúið, að Ísland yrði að bjóða fram nýliða í þann her, hvort sem um beina herskyldu yrði að ræða eður ei. En ef hér yrði þvertekið fyrir það af stjórnvöldum að manna þann her með Íslendingum, þá yrði að sjálfsögðu ætlazt til þess, að við yrðum að borga þeim mun meira framlag til að standa undir kostnaði við þann her.
 
Svo er ekki einu sinni víst, að íslenzk stjórnvöld í ESB-meðlimaríki gætu neitað þeim Íslendingum, sem hefðu áhuga á svona hernaðar-ævintýramennsku, um að munztra sig í ESB-herinn -- þeir yrðu úrskurðaðir jafnréttháir til að afla sér slíkrar vinnu eins og borgarar í öðrum ESB-ríkjum -- já úrskurðaðir það í sérstakri ákvörðun ESB-dómstólsins í Lúxemborg, sem eins og allir eiga að vita yrði æðsti dómstóll Íslands, ef Viðreisnar- og öðrum landsölumönnum hér á landi tækist að koma okkur undir ok Evrópusambandsins.
 
En tökum svo líka eftir þessu:
  • "Viðreisn" vill afnema hér hvalveiðar og selveiði fyrir fullt og allt, einnig hákarlaveiði, til að þókknast Evrópusambandinu. 
  • "Viðreisn" vill kippa stoðunum undan íslenzkri landbúnaðarframleiðslu með því að leyfa hér innflutning á kjöti frá ESB-löndum, þar sem notuð eru 60 sinnum meiri sýklalyf í hráefnið en hér (Spánn) eða 40 sinnum meiri (Þýzkaland).
  • "Viðreisn" vill gefa evrópskum auðhringum skotleyfi á íslenzkar útgerðir og opna hér fiskimiðin fyrir jafnri aðstöðu ESB-útgerða.*
Og þá er alveg ógetið um stærsta málið: að lög Evrópusambandsins yrðu öll að lögum hér, og þar sem þau rækjust á íslenzk lög, myndu lög ESB ráða úrslitum. Kæmu upp vafaatriði þar um, yrði valdið í höndum ESB-dómstólsins ú Lúxemborg að úrskurða um það "rétta"!
 
Upp á slíkar trakteringar bjóða bæði "Viðreisn" og Samfylkingin íslenzkri þjóð í aðdraganda komandi þingkosninga!
 
* Sbr. m.a.: 

Og síðast, en ekki sízt: Haraldur HanssonÍsland svipt sjálfsforræði.

Jón Valur Jensson.

mbl.is Segir ESB í erfiðri stöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

VILJUM VIÐ VERA SJÁLFSTÆÐ ÞJÓÐ---ANNARS VÆRI DANIR HER RÁÐANDI ENN Í DAG SEM VÆRI EFLAUST BESTA LAUSNIN FRÁ RUGLINU HER.

Erla Magna Alexandersdóttir, 16.9.2016 kl. 20:43

2 Smámynd: Samtök um rannsóknir á ESB ...

Hver rétthugsandi Íslendingur vill, að við séum sjálfstæð þjóð, Erla Magna. Við erum ekki að upplifa nein móðuharðindi hér, miklu fremur velmegunarsjúkdóma. Að örvænta um hvort við eigum að vera sjálfstæð áfram er eins vitlaust og ruglað og það getur verið. En sumir tjá slíka hugsun á einfaldan hátt. Svo eru hinir, eins og Benedikts Jóhannesson og Jón Steindór Valdimarsson og þeirra uppskrúfuðu, glæfralegu viðhengi, sem þykjast tjá þetta með gáfulegum og virðingarverðum hætti, en eru í reynd aumastir allra Íslendinga. Út með þá!

Jón Valur Jensson.

Samtök um rannsóknir á ESB ..., 16.9.2016 kl. 21:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband