Færsluflokkur: Bretland (UK)

"Evrópusambandið verður að sýna Bretlandi virðingu

... í viðræðum um útgöngu úr sam­bandinu, segir Theresa May, for­sæt­is­ráð­herra Breta, í yfir­lýs­ingu sem hún sendi frá sér í dag. Á leiðtoga­fundi ESB í Salz­burg í gær var tillögum hennar um útgöngu hafnað. Leiðtogar aðildar­ríkjanna voru sammála um að þær væru óásætt­an­legar og lögðu þeir áherslu á að þeir væru samtaka um heild innri markaðarins. Áætlunin sem hún kynnti í gær er kennd við Chequers, sveitasetur ráðherrans.
 

„Ég ætla hvorki að umbylta niðurstöðum þjóðar­atkvæða­greiðsl­unnar né að láta landið mitt liðast í sundur,“ sagði May í yfirlýsingunni. Breska ríkis­útvarpið, BBC, greinir frá. Í Brexit-viðræðum hafi hún alltaf sýnt ESB virð­ingu og búist við því sama. Eigi niður­staðan að verða sú að samband Bret­lands og ESB verði gott að lokinni útgöngu, verði að ríkja gagnkvæm virðing. 

Forsætisráðherrann gagnrýndi leiðtogana fyrir að útskýra ekki betur á hverju neitun þeirra byggði, svo að hægt verði að ræða málin. Án útskýr­inga verði ekki hægt að ná árangri í viðræðunum. Enn er langt í land í Brexit-viðræðum, að mati May. Bretum hafi verið boðið að vera hluti af Evrópska efnahags­svæðinu og tollabandalagi eða að gera fríversl­unar­samning en að það séu ekki ásættanlegir kostir fyrir Breta. Með því að ganga að fyrri kostinum myndu bresk stjórnvöld gera lítið úr þjóðar­atkvæða­greiðslu um Brexit. Síðari kosturinn myndi þýða að Norður-Írland yrði endanlega aðskilið frá Bretlandi. Slíkt myndi ekki nokkur breskur forsætisráðherra samþykkja. „Ef ESB heldur að ég geri það, þá skjátlast þeim hrapallega.“ Að mati May eru báðir kostirnir slæmir. Betra sé að gera engan samning en slæman."

Allur er þessi pistill tekinn herskildi af þjóðareigninni Rúv-vefnum síðdegis í dag. -jvj.


mbl.is Segir tillögur Breta ekki ganga upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Boris Johnson segir af sér

Það eru mikil tíðindi að Boris Johnson hefur sagt af sér sem utan­ríkis­ráð­herra Bretlands, daginn eftir að Brexit-ráðherrann gerði það sama. Theresa May er í miklum vanda stödd og glímir við þann vanda í mikilvægri þingræðu í dag. Hafa samflokksmenn hennar ýmist viljað ganga harðar fram í Brexit-málinu eða hægar, og er frú May með þeim linari í málinu, en Johnson með þeim harðari. Upplausn kann að blasa við, en forsætis­ráðherrann hefur þó þingslita­valdið á hendi sinni og að boða til nýrra kosninga; en staða hennar er veik og erfitt að sjá fram á, að hún geti styrkt hana með nýjum utanríkisráðherra.

Hér er nýjasta frétt The Times af málinu:  May vows to fight on amid cabinet crisis -- Johnson and Davis quit over PM’s soft Brexit plan ...

JVJ.

Sbr. og: http://www.ruv.is/frett/boris-johnson-segir-af-ser


mbl.is Boris Johnson segir af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fréttablaðið með Evrópusambands-áróður, vísar til meintra mistaka með Brexit, á sama tíma og Trump væntir stórkostlegs samnings USA við UK!

Í 2. sinn á stuttum tíma er aðal­ritstjóri Fréttablaðsins, Kristín Þor­steins­dóttir, með eindreginn áróður fyrir Evrópu­sam­band­ið og aðild Íslands að því; öðru­vísi verða orð hennar undir lok leiðara í dag naumast skilin.

Út frá einni skoðana­könnun: "að 60% kjós­enda vilji endur­skoða afstöð­una sem birtist í atkvæða­greiðslunni í fyrrasumar" (nokkuð sem felur þó ekki sjálfkrafa í sér eindreginn vilja til að verða áfram í ESB) leyfir hún sér að fullyrða, að "langflestir" séu "sannfærðir um að Brexit sé Bretum ekki í hag." Þetta er of djörf staðhæfing, og skoðana­kannanir eiga það líka til að breytast skjótt eftir ríkjandi vindum hverju sinni, í fjölmiðlum og stjórnmálum

Ekki ber Kristín það við að líta neitt til umræðunnar um þann jákvæða ávinning sem blasir við Bretum að endurheimta að fullu sína fiskveiðilögsögu eftir úrsögnina. Hefði ritstjórinn þó vitaskuld átt að minnast á það, úr því að hún er að nota þarna tækifærið til að predika yfir Íslendingum að tímabært sé að athuga meinta kosti ESB-aðildar. En sú aðild myndi rústa fullveldis­réttindum okkar á hafinu og gera okkur skylt að meðtaka ALLA Evrópu­sambands­löggjöf hér eftir sem bindandi. Vill Kristín það í alvöru?

Þar að auki er þunnur hljómur í evru-meðmælum hennar vegna sterkrar krónu. Fróðari menn mæla eindregið gegn upptöku evru hér.

Svo hefur ritstjórinn naumast heyrt nýjustu fréttir þegar hún skilaði af sér leiðaranum, því að þar, á hennar eigin Vísi.is, er þessi frétt í dag: Trump segir stórkostlegan viðskiptasamning við Breta í bígerð. (Sjá einnig Mbl.is-tengil hér fyrir neðan.) Varla hefur þetta þau áhrif að veikja stöðu Bretlands í efna­hags­lífi heimsins!

Theresa May og Donald Trump takast hér í hendur á fundinum í dag.Theresa May og Donald Trump takast hér í hendur á fundinum í dag. 

* Sjá einnig blogg Heimssýnar: ESB leiddi hörmungar fyrir fiskiðnað í Bretlandi. Nú ná Bretar aftur miðunum 

Jón Valur Jensson. 


mbl.is Trump á von á mjög öflugum samningi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Brexit verður eitt helzta vopn Theresu May á lokametrum baráttunnar vegna þingkosninganna

Mjög dró saman með Íhalds­flokki og Verka­manna­flokki í kapp­hlaupi síðustu daga vegna brezku þingkosninganna, komið niður í 3% mun. En Theresa May byrjar nú nýja baráttu, segir þjóðarhag mikilvægari en sjónvarps­kappræður.

Theresa May, forsætisráðherra Bretlands.

Amid fears that negative attacks on Mr Corbyn are starting to backfire, Mrs May will switch to an upbeat message of a "brighter, fairer future for all" out of the EU. She will set out Tory plans to restore control over Britain’s borders, stop paying "huge sums" to the EU and end the jurisdiction of the European Court of Justice in the UK. (The Times 1. júní, í grein Francis Elliott, stjórnmálaritstjóra blaðsins: Have faith in me: Theresa May fights back with Brexit.)

Forsætisráðherrann þarf nú að verjast ásökunum um ýmist hroka (hubris and arrogance) eða hugleysi (political cowardice) eftir að hún neitaði að taka þátt í sjónvarpskappræðu með leiðtogum hinna flokkanna.

Svar hennar er m.a.: "I have said many times in the past — people can have faith in me because I have faith in them."

Fulltrúi May í kappræðunum var frú Amber Rudd innanríkisráðherra, en faðir hennar, 93 ára, lézt um síðustu helgi. Hún svaraði árásum frá öllum hliðum í kappræðunni, sem fram fór í Cambridge-háskóla: "Don´t give up on me ... Theresa May may not be here but I am and I hope to make a good fist [hnefa] of setting out Tory policy," og hún gaf lítið út á "the coalition of chaos" sem þar var mætt til að berjast við hana.

Mrs May had earlier claimed that the Labour leader was more interested in "appearances on the telly" [TV] than preparing for Brexit talks.

Boris Johnson this morning backed Mrs May in her decision not take part. The foreign secretary said her choice was "absolutely validated" because the debate turned into "a great yammering cacophony of voices (æpandi ósamræmi í söng þeirra) . . . most of them left-wing". (Grein Elliotts.)

Boris Johnson, utanríkisráðherrann, kvað upptökusalinn hafa verið fyllri af vinstri mönnum en lengi hefði sézt og varaði eins og Theresa May við þeirri upplausnarstjórn (coalition of chaos) undir leiðsögn Jeremys Corbyn, sem tekið gæti við með hjálp Skozka þjóðarflokksins og Frjálslyndra demókrata, ef Corbyn ætti að takast að mynda nýja ríkisstjórn. Þá fengi Corbyn hr. Tim Farron "gargandi eins og páfagauk á annarri öxlinni – og hvern á hinni? – Nicolu Sturgeon"! (en þetta eru leiðtogar hinna flokkanna).

Ein rúsína enn (og minnir þetta ekki aðeins á íslenzka RÚVið?):

Amid accusations that the BBC had chosen an audience with a left-wing bias for the debate, George Freeman, a policy chief for Mrs May, said that the group "was about as representative as the shadow cabinet".

En BBC hafnar því. Þó er vitað um langtíma vinstri-halla á þeim fjölmiðli, sem og ESB-vinahalla -- rétt eins og á Rúvinu!

Jón Valur Jensson.


mbl.is Tapar Theresa May meirihluta sínum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Glæsisigur Theresu May mun styrkja Brexit í sessi

Glæsileg voru úrslit atkvæða­greiðslu í brezka þing­inu í dag um að boða til þing­kosn­inga 8. júní. Sam­tals greiddu 522 þing­menn at­kvæði með til­lög­unni, ein­ung­is 13 greiddu at­kvæði gegn henni!

"Skoðanakann­an­ir benda til þess að Íhalds­flokk­ur for­sæt­is­ráðherr­ans eigi eft­ir að vinna stór­sig­ur í þing­kosn­ing­un­um og bæta veru­lega við þig fylgi og þing­mönn­um," segir í frétt á Mbl.is, og hefði mátt taka mun dýpra í árinni, því að reiknað er með, að Íhaldsflokkurinn fái allt að 200 þingsætum meira en Verka­manna­flokk­ur­inn.

"Verka­manna­flokk­ur­inn mæl­ist hins veg­ar með sögu­lega lítið fylgi en inn­an hans hafa geisað átök um fyr­ir­hugaða út­göngu Bret­lands úr Evr­ópu­sam­band­inu sem flokks­menn hafa skipt­ar skoðanir á, sem og á Jeremy Cor­byn leiðtoga hans. (Mbl.is)

Þetta er svona "just for the record" á þessari vefsíðu, sem ekki hefur unnizt tími til að sinna nógu vel síðustu vikurnar, en hér skal heitið að gera betur á næstunni.

Vef­ur Daily Tel­egraph segir betur frá þessu máli dagsins.

Margir, m.a. hér á landi, hafa gert því skóna, að Bretar fari flatt á Brexit og verði jafnvel gerðir afturreka með það. En þrátt fyrir upphafs-andstöðu sína hefur Theresa May staðið drengilega við þá stefnu sem meiri­hluti Breta markaði með þjóðar­atkvæða­greiðslunni, og nú styrkist öll aðstaða hennar til að koma málinu fram og hafa sterkari samnings­aðstöðu gegnvart kerfiskörlum ESB. Að sama skapi veikist mál­staður Evrópu­sam­bands­ins í álfunni allri og framtíð þess fjarri því að vera tryggð.

Og eins og segir í þætti "Stjórnar­mannsins" aftan á Markaði Frétta­blaðsins í dag, þá "styrktist sterlings­pundið verulega í kjölfar tíðind­anna" frá í gær, að Theresa May myndi leggja tillögu um þingslit og kosningar fyrir þingið í dag - "og hefur ekki verið sterkara gagnvart evru og banda­ríkjadal um nokkurra mánaða skeið."

Og lokaorðin þar: "Það skyldi þó ekki vera, að væntur sigur Íhaldsflokksins yrði til að slá botn í þann óróa sem ríkt hefur allt frá atkvæðagreiðslunni fyrir réttum níu mánuðum?"

JVJ.


mbl.is Breska þingið samþykkir kosningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Við fögnum með meirihluta Breta að þeir verða væntanlega gengnir úr ESB í marzlok 2019

Þann tíma tekur úr­sagn­ar­ferlið úr Evr­ópu­sam­band­inu, en 29. marz nk. virkjar ríkisstjórn Theresu May formlega 50. grein Lissa­bon-sátt­mál­ans, "níu mánuðum eft­ir að úr­slit úr þjóðar­at­kvæðagreiðslu um Brex­it lágu fyr­ir." (Mbl.is)

„Við vilj­um að viðræðurn­ar hefj­ist taf­ar­laust,“ sagði talsmaður for­sæt­is­ráðherr­ans Th­eresu May við blaðamenn.

Ráðuneytið sem fer með úr­sögn­ina sagði í yf­ir­lýs­ingu í morg­un að Tim Barrow, sendi­full­trúi Bret­lands í Brus­sel, hefði til­kynnt Don­ald Tusk, for­seta leiðtogaráðs Evr­ópu­sam­bands­ins, að Bret­ar hygðust virkja 50. grein­ina miðviku­dag­inn 29. mars. (Mbl.is)

Og Bretar eru með sinn sérstaka Brex­it-ráðherr­a, Dav­id Dav­is, sem lét hafa eft­ir sér, að "Bret­ar hefðu tekið sögu­lega ákvörðun um að yf­ir­gefa sam­bandið í at­kvæðagreiðslunni 23. júní 2016."

Þetta er ennfremur mjög athyglisvert og mikilvægt:

[Theresa] May hef­ur sagt að hún sé til­bú­in til að yf­ir­gefa sam­eig­in­leg­an markað Evr­ópu til að geta sett eig­in regl­ur um aðflutn­ing fólks. (Mbl.is)

Það verður áhugavert að fylgjast með framvindu málsins! Bretar munu feta sig áfram eftir nýrri braut og þó gamalli að stofni til, en þeir hafa löngum verið meðal helztu málsvara viðskiptafrelsis um víða veröld.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Hefja úrsagnarferlið 29. mars
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bretland mun ganga úr Evrópusambandinu, a.m.k. England! 50. greinin virkjuð í lok þessa mánaðar!

Neðri deild brezka þingsins hef­ur samþykkt frum­varp Th­eresu May um að hefja úrsögn Breta úr ESB. Tveim­ur breyt­ing­ar­til­lög­um, sem lá­v­arðadeild þings­ins hafði lagt fram, var hafnað.

Frum­varpið verður nú lagt í heild sinni fyr­ir lá­v­arðadeild­ina, en breyt­ing­ar­til­lög­ur henn­ar hljóðuðu upp á að vernda rétt­indi rík­is­borg­ara ESB í Bret­landi og að auka áhrif þings­ins á lok­aniður­stöðu samn­ingaviðræðna um brott­göng­una. (Mbl.is)

Frum­varpið verður nú sent til Elísabetar drottningn­ar "og gæti jafn­vel orðið að lög­um á morg­un," segir hér í frétt Mbl.is ...

For­sæt­is­ráðherr­ann gæti þá virkjað 50. grein Lissa­bon-sátt­mál­ans hvenær sem er og þannig hafið viðræður sem bú­ist er við að muni standa yfir í tvö ár. Að þeim lokn­um verður Bret­land fyrsta full­valda ríkið til að yf­ir­gefa sam­bandið.

En þessi löggilding þess að virkja 50. greinina verður þó ekki á morgun ...

Talsmaður May virt­ist hafna öll­um bolla­legg­ing­um um að laga­grein­in verði virkjuð á morg­un, eft­ir samþykki drottn­ing­ar­inn­ar.

„Við höf­um talað skýrt um það að for­sæt­is­ráðherr­ann muni virkja 50. grein­ina í lok mars­mánaðar,“ sagði talsmaður­inn fyr­ir at­kvæðagreiðslu þings­ins og lagði mikla áherslu á orðið „lok“. (Leturbr.jvj)

Þetta ætti nú að kæta alla Breta, sem losna vilja við Evrópusambandið, og eins verður því fagnað hér á Íslandi meðal andstæðinga þess að Íslandi verði rennt inn í þetta stórveldi eins og ekkert sé. Og eitt er víst, að áhugi þjóðarinnar á "ESB-aðild" hefur sjaldan eða aldrei verið minni en nú, enda eru áhangendur þessa fyrirbæris alveg hættir að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu um málið!

Jón Valur Jensson.


mbl.is Bretar og Skotar stefna á sjálfstæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkisstjórn Bretlands einörð í úrsögninni

Theresa May segir það sem hún meinar og meinar það sem hún segir með orðunum Brexit is Brexit. Því ákveður hún nú að Bretar taki ekki við forseta-embættinu í ESB á næsta ári eins og til hafði staðið.

Komið er í ljós að hrakspár um einangrun Breta, m.a. frá Bandaríkjum Obama, voru úr lausu lofti gripnar.*  Jafnvel eru það viðskiptin við Bretland sem Bandaríkjunum voru efst í huga um fríverzlunarsamning við ESB. Því er jafnvel líklegt nú að slíkur samningur UK og USA, einfaldari í vinnslu en við ESB, verði meira forgangsmál í Washington en samningur við Evrópusambandið!

*Sbr. hér:  fullveldi.blog.is/admin/blog/?entry_id=2176692

JVJ.


mbl.is Taka ekki við forsetaembættinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Breytt og jákvæð stefna Obama-stjórnar gagnvart viðskiptum við ESB-laust Bret­land

Yf­ir­maður ut­an­rík­is­viðskipta í rík­is­stjórn Obama sagði fyr­ir helgi að banda­rísk stjórn­völd hafi "þegar hafið óform­leg­ar viðræður við hátt­setta breska emb­ætt­is­menn um mögu­leg­an viðskipta­samn­ing á milli Banda­ríkj­anna og Bret­lands eft­ir að Bret­ar segja skilið við Evr­ópu­sam­bandið." Mike From­an heitir maðurinn, og um þetta er fjallað í frétt Fin­ancial Times.

Fleiri ríki eins og Ástr­al­ía, Kan­ada, Nýja-Sjá­land, Mexí­kó, Ind­land og Suður-Kórea hafa þegar lýst yfir áhuga á viðskipta­samn­ingi við Bret­land auk EFTA-ríkj­anna Íslands, Nor­egs, Sviss og Liechten­stein. (Mbl.is)

Heur From­an þessi rætt við nokk­urn fjölda brezkra emb­ætt­is­manna frá því að brezk­ir kjós­end­ur samþykktu í þjóðar­at­kvæði 23. júní að yf­ir­gefa Evr­ópu­sam­bandið.

Viðræðurn­ar hafi snú­ist um þau áform Breta og mögu­leg­an tví­hliða viðskipta­samn­ing eft­ir að úr­sögn­in úr sam­band­inu hef­ur tekið gildi. (Mbl.is)

Og takið eftir þessu:

Fyr­ir þjóðar­at­kvæði sagði Obama að ef Bret­ar segðu skilið við sam­bandið lentu þeir aft­ast í röð þeirra sem vildu viðskipta­samn­ing við Banda­rík­in. Eins og fram kem­ur í frétt­inni er því ljóst að stefnu­breyt­ing hef­ur átt sér stað í þeim efn­um. (Mbl.is, nánar þar.)

Viðræður þess­ar "fara fram sam­hliða yf­ir­lýs­ing­um full­trúa re­públi­kana í full­trúa­deild Banda­ríkjaþings um að hefja ætti slík­ar viðræður við bresk stjórn­völd."

Og takið sérstaklega eftir þessu í hinni traustlegu frétt Mbl.is (leturbr. undirritaðs):

Ríkj­um Evr­ópu­sam­bands­ins er óheim­ilt að semja um viðskipti við önn­ur ríki, en From­an seg­ir ekk­ert því til fyr­ir­stöðu að óform­leg­ar und­ir­bún­ingsviðræður um viðskipti fari fram áður en Bret­land yf­ir­gef­ur sam­bandið form­lega. From­an seg­ir enn frem­ur að í ljósi fyr­ir­hugaðrar úr­sagn­ar Bret­lands úr Evr­ópu­sam­band­inu sé ástæða til að end­ur­meta yf­ir­stand­andi fríversl­un­ar­viðræður Banda­ríkj­anna við sam­bandið enda sé Bret­land stór ástæða fyr­ir því að sá samn­ing­ur sé tal­inn eft­ir­sókn­ar­verður að mati Banda­ríkja­manna. Fjórðung­ur banda­rísks út­flutn­ings til Evr­ópu­sam­bands­ins fari þannig til Bret­lands.

En það er líka unnt að fara aðra leið samkvæmt þeim vísa manni, sem kann þó að vera að sefa Brusselmenn með þessu:

Hugs­an­legt sé að Bret­land verði aðili að fríversl­un­ar­samn­ingn­um á milli Banda­ríkj­anna og Evr­ópu­sam­bands­ins þegar landið seg­ir skilið við sam­bandið og viðræðum um samn­ing­inn hef­ur verið lokið að sögn From­ans. Það sé einn af þeim mögu­leik­um sem rædd­ir hafi verið varðandi mögu­leg­an viðskipta­samn­ing á milli Banda­ríkj­anna og Bret­lands. (Mbl.is)

En það er greinilegt af öllu, að hrakspár ESB-sinna, m.a. í fréttamannastétt á Rúv og Fréttablaðinu, um yfirvofandi einangrun Bretlands viðskiptalega vegna Brexit, eiga ekki við nein rök að styðjast.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Vilja viðskiptasamning við Bretland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Brexit er spori og hvatning til enn betri frammistöðu Breta

Hin klára Theresa May og félagar hennar í nýrri ríkis­stjórn Stóra-Bret­lands, þ.m.t. Boris Johnson sem utanríkis­ráðherra, David Davis, ráðherra sem ann­ast brott­hvarf Breta úr ESB, Philip Hammond fjármála­ráðherra, Liam Fox, ráðherra alþjóð­legra við­skipta (ESB-aðildar-and­stæður), Am­ber Rudd inn­an­rík­is­ráðherra og Michael Fallon varn­ar­mála­ráðherra, fólk með bein í nefinu, á eftir að standa sig vel fyrir brezkt atvinnulíf, fyrirtæki og almenning, og standa vörð um stöðu landsins alþjóðlega.

Eitt dæmi: Nú mun ekkert halda aftur af brezkum yfir­völdum að láta t.d. sveit­ar­stjórnir kaupa brezkar vörur og sleppa útboðum á ESB-markaði. Bretar end­ur­heimta nú frelsið til eigin tolla- og tollfrelsis­samninga við fjarlæg­ustu lönd ... rétt eins og við okkur Íslendinga líka.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Hvaða ráðherrar eru komnir um borð?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband