Færsluflokkur: Fullveldi og sjálfstæði Íslands
22.3.2017 | 12:40
Írland og Ísland: Fengum að heyra það: Við fórum leiðina réttu, einmitt ekki írsku hrakfallaleiðina!
Hvernig þetta gerðist á Írlandi: Fylgdi skipunum frá Evrópska seðlabankanum og varð nær gjaldþrota!
Lucey hefur greinina á því að rifja upp að þegar alþjóðlega fjármálakrísan hafi staðið sem hæst hafi Michael Noonan, fjármálaráðherra Írlands, lagt áherslu á það að Írland væri ekki Ísland. Með þeim orðum hafi hann viljað taka af allan vafa um að Írar myndu ekki að fara sömu leið og Íslendingar þegar kæmi að því að takast á við krísuna. (Mbl.is, leturbr.jvj)
Og það var það sem kom þeim sjálfum mest i koll!
Íslendingar hafi ekki bjargað íslenskum bönkum frá gjaldþroti á meðan Írland hafi nærri því orðið gjaldþrota við að bjarga þarlendum bönkum. Írar hafi varið 65 milljörðum evra (rúmlega 7.700 milljörðum króna) af skattfé til þess að koma í veg fyrir að bankar færu í þrot. Stór hluti þess fjármagns hafi endað í vösum kröfuhafa bankanna.
Lucey segir að þetta hafi írsk stjórnvöld ákveðið að gera í kjölfar þess að þáverandi forseti bankastjórnar Evrópska seðlabankans, Jean-Claude Trichet, hafi hringt í Noonan og varað hann við því að ef erlendir kröfuhafar fengju ekki sitt myndi sprengja springa og að það yrði ekki á vettvangi Evrópusambandsins heldur á Írlandi. (Mbl.is)
Hræðslan og ofurtrúin á Evrópusambandið varð hér Írum til hins mesta skaða sem þeir hafa beðið á þessari öld. Ekki varð þeim hollt af ráðum Trichets, ekki frekar en fulltrúi sama Seðlabanka Evrópu (ESB-seðlabankanum) hafi reynzt okkur vel, þegar hann tók þátt í því með fulltrúa framkvæmdastjórnar ESB og fulltrúa ESB-dómstólsins í Lúxemborg að dæma okkur sek og greiðsluskyld í úrskurði þess "gerðardóms" sem nefndur er hér í neðanmálsgrein.*
Gleymum því ekki, að það var "hrunstjórnin" sem bjargaði hag Íslands.* Þær fáu vikur vikur, sem fengust til þess eftir bankakreppuna haustið 2008 og allt þar til Jóhönnustjórn tók við eftir "búsáhaldabyltingu" og uppgjöf Samfylkingar snemma árs 2009, dugðu okkur til þess, að mörkuð hafði verið sú farsæla stefna, sem hélt okkur á réttu róli og bjargaði okkur frá gríðarlegri ríkisábyrgð sem hefði trúlega leitt Ísland í gjaldþrot.
Höldum því til haga að engin sprengja sprakk í Reykjavík þegar stjórnvöld þar létu erlenda kröfuhafa taka skellinn. Það sem meira er, þá er Írland ekki Ísland, þar sem Ísland hélt í peningalegt fullveldi sitt. Gengislækkun um helming gerði landið alþjóðlega samkeppnishæft. Írland lagði sitt peningalega fullveldi inn í evrusvæðið.
Gengi evrunnar hafi hækkað gagnvart helstu viðskiptamyntum Írlands í kjölfar efnahagskrísunnar, einkum breska pundinu. Það hafi aukið á verðbólgu og aukið enn á efnahagserfiðleika Íra. Þrátt fyrir fámenni hafi Íslendingar undirstrikað sjálfstæði sitt með því að halda í eigin gjaldmiðil og staðið vörð um hagsmuni sína. (Úr frásögn Mbl.is af greininni, lbr.jvj)
Kaþólikkar leggja á hinn bóginn áherslu á eina stóra kirkju, segir Lucey. Þetta hafi áhrif á stjórnmálamenninguna þar sem fremur sé lögð áhersla á stórar stofnanir sem bjóði upp á heildarlausnir, eins og til að mynda Evrópusambandið, en að nálgast málin með sjálfstæðum hætti líkt og Íslendingar hafi gert. (Mbl.is)
- Við þvöðrum um sjálfstæði en undir niðri viljum við frekar sökkva okkur í faðm stórrar alþjóðastofnunar, sama hversu flekkóttur ferill hennar kann að vera. Frelsunin, sem við í raun þráum, er frelsið til þess að þurfa ekki að hugsa sjálfstætt.
- Þannig lýkur grein írska fræðimannsins Cormacs Lucey. (Mbl.is)
![]() |
Sjálfstæðið lykillinn að árangri Íslands |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fullveldi og sjálfstæði Íslands | Breytt s.d. kl. 18:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.3.2017 | 11:00
Fráleit tillaga um bein og auðveld áhrif Evrópusambandsborgara á íslenzkar kosningar
ESB-flokkurinn "Viðreisn" hefur misst mikið af fylgi sínu, en þjónar enn sínum herra, evrópska stórveldinu. Það sést af grófri tillögu fjögurra þingmanna flokksins sem miðar að því "að erlendir ríkisborgarar sem búsettir eru hér á landi fái kosningarrétt til sveitarstjórnakosninga fyrr en kveðið er á um í núverandi lögum." (Mbl.is)
Samkvæmt núverandi lögum fá ríkisborgarar Norðurlandanna kosningarrétt til sveitarstjóra eftir þriggja ára samfellda búsetu hér á landi. Borgarar EES-ríkja og ríkja utan EES fá slíkan kosningarrétt eftir fimm ára búsetu.
En nú leggja þessir fjórir þingmenn til, "að ríkisborgarar EFTA- og ESB-ríkja hljóti kosningarrétt þegar við lögheimilisflutning [til Íslands], en að ríkisborgarar ríkja utan EFTA og ESB hljóti kosningarrétt eftir að hafa verið búsettir á Íslandi í þrjú ár, eins og segir í greinargerð með frumvarpi fjórmenninganna um þetta mál.
Bent er á að erlendir ríkisborgarar séu í dag 8% allra íbúa landsins og að flutningsmönnum þyki rétt að gefa þessum hópi aukið vægi og aukin völd þegar komi að ákvörðunum sem tengist nærumhverfi hans. (Mbl.is)
En með þessu gætu viðkomandi oft haft úrslitaáhrif á visst mannval og flokkaval til stjórnar bæja og sveitartfélaga landsins, fólk sem er jafnvel nánast ekkert inni í okkar málum, en getur gert það "fyrir vinskap manns" og vegna þrýstings frá eigin hópi að kjósa ákveðna lista (td. ESB-hlynntan lista) eða vissa frambjóðendur öðrum fremur.
Flutningsmenn frumvarpsins hafa ekki trúverðugleika sem óháðir, þjóðhollir stjórnmálamenn, þau eru öll með það á bakinu að hafa beitt sér eindregið fyrir endanlegri innlimun Íslands í Evrópusambandið, en þau eru: Hanna Katrín Friðriksson, Jón Steindór Valdimarsson, Jóna Sólveig Elínardóttir og Pawel Bartoszek.
Um þetta fólk kom eftirfarandi fram í kryfjandi grein (með viðaukum hér):*
Jóna Sólveig Elínardóttir, nýkjörinn 9. þingmaður Suðurkjördæmis, fyrir Viðreisn, en hún var sérfræðingur hjá sendinefnd Evrópusambandsins á Íslandi og vefstjóri hjá Evrópustofu 2011-2013, skv. æviágripi hennar á althingi.is, og flutti erindi á aðalfundi "Já Ísland!" 4. sept. 2014. [En "Já Ísland" er um 4.600 manna félagsskapur undir stjórn hörðustu ESB-innlimunarsinna.] Nú er þessi kona orðin formaður utanríkismálanefndar Alþingis (!), ennfremur 2. varaforseti Alþingis og situr m.a. í velferðarnefnd og þingmannanefnd Íslands og Evrópusambandsins.
Jón Steindór Valdimarsson, kjörinn formaður stjórnar "Já Ísland!" frá stofnun 2009 (og vogaði sér þó árið 2010 að bjóða sig fram til stjórnlagaþings til að véla um stjórnarskrána, þótt hann næði reyndar ekki kjöri), aðstoðar-framkvstj. og síðar frkvstj. Samtaka iðnaðarins (SI) 19882010 (orðinn frkvstj. þar 2008), stofnfélagi og stjórnarmaður í Viðreisn, nýkjörinn alþm. flokksins, er nú 1. varaformaður hinnar áhrifamiklu stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og með sömu stöðu í efnahags- og viðskiptanefnd.
Hanna Katrín Friðriksson, í framkvæmdaráði "Já Ísland!" (20152016), kosin alþm. Viðreisnar í haust, er nú formaður þingflokksins og 1. varaformaður fjárlaganefndar, á sæti í þingmannanefnd Íslands og Evrópusambandsins og er formaður Íslandsdeildar þingmannanefnda EFTA og EES.
Pawel Bartoszek, nýkjörinn alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis suður fyrir Viðreisn, í framkvæmdaráði "Já Ísland!" a.m.k. 201516, sat í hinu ólögmæta stjórnlagaráði, sem samþykkti billega leið til að koma Íslandi hratt inn í Evrópusambandið, en batt um leið svo um hnútana, að þjóðin fengi ekki að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu um að ganga úr stórveldinu! Hann er nú m.a. í allsherjar- og menntamálanefnd, 1. varaform. umhverfis- og samgöngunefndar og situr í Íslandsdeild þings Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE).
Já, það vantar ekki, að þau hafa komið sér vel fyrir í stjórnkerfi Alþingis, raunar langt umfram þeirra litla fylgi nú. Og svo er greinilega keyrt á það að þókknast Evrópusambandinu í hvívettna, eins og í málinu sem rakið var hér ofar. Frumvarpið sjálft er hér.
Jón Valur Jensson.
![]() |
Fái kosningarétt strax við búsetu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fullveldi og sjálfstæði Íslands | Breytt s.d. kl. 12:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Í skoðanakönnun (2.058 manna úrtak) 3.-5. þ.m. eru 53% brezkra kjósenda sátt við áherzlur ríkisstjórnar Theresu May um Brexit, en 47% ósátt. Þá telja 47%, "að May takist að landa hagstæðum samningi við Evrópusambandið í tengslum við útgönguna, en 29% eru því ósammála. Í janúar voru 35% á hvorri skoðun" (Mbl.is).
- Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar fyrirtækisins ORB samkvæmt frétt Reuters. ... May kynnti á dögunum með hvaða hætti hún hyggst segja skilið við Evrópusambandið en í því felst að yfirgefa um leið innri markað þess.
Útgangan úr Evrópusambandinu var samþykkt með óvænt yfirgnæfandi meirihluta í neðri deild brezka þingsins 8. þ.m., þ.e.a.s. samþykkt með 494 atkvæðum gegn 122 að heimila ríkisstjórninni að hrinda af stað úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu (sjá hér: Neðri deildin samþykkir Brexit).
Hinn 20. þ.m. verður málið tekið fyrir í lávarðadeildinni. Við óskum Bretum allra heilla á þessari vegferð sinni. Eins og fyrir Íslendinga, þannig einnig fyrir Breta, mun það reynast sjálfstæði þessara þjóða affarasælast að standa utan þessa valdfreka bandalags og Bretum að endurheimta sín skertu fullveldisréttindi.
Jón Valur Jensson.
![]() |
Meirihlutinn hlynntur Brexit |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fullveldi og sjálfstæði Íslands | Breytt s.d. kl. 23:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.1.2017 | 11:22
Bretar strax komnir í fríverzlunarviðræður við 12 ríki um allan heim
Brezka íhaldsstjórnin sýnir strax það sjálfstæði gagnvart Evrópusambandinu (enda á leið úr því) að virða að vettugi tilraunir ráðamanna í stórveldinu að fyrirskipa Bretum að standa ekki í neinum formlegum viðræðum um viðskipti fyrr en Bretland hefur yfirgefið Evrópusambandið. Stefna Breta á þessar fríverzlunarviðræður er skýr og skelegg í senn.
Þetta upplýsti Liam Fox, ráðherra alþjóðaviðskipta í ríkisstjórn Bretlands, í grein í breska dagblaðinu Daily Telegraph fyrr í vikunni. Markmiðið sé að undirbúa fríverslunarsamninga sem hægt verði að undirrita um leið og Bretar segi sig formlega úr Evrópusambandinu.
Fram kemur í frétt blaðsins að stefnt sé að því að Bretland yfirgefi Evrópusambandið árið 2019. Bresk stjórnvöld séu þegar í viðræðum við ríki eins og Kína, Indland, Ástralíu, Suður-Kóreu, Sádi-Arabíu og Óman. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, upplýsti í ræðu í fyrradag að Bretland ætlaði að yfirgefa innri markað Evrópusambandsins enda væri það forsenda þess að landið gæti samið um sjálfstæða fríverslunarsamninga við önnur ríki. (Mbl.is)
Það verður ekkert tvínónað við hlutina. Ríkisstjórnin í Lundúnum ætlar ekki að láta landið gjalda neins vegna Brexit eða með því að bjóða heim refsiaðgerðum ESB í einhverri skelfingar-eftirvæntingu án sinna fyrir fram ákveðnu forvarna.
Þegar við förum [úr Evrópusambandinu] munum við koma á fót nýjum tengslum við ríki eins og Ástralíu, Nýja Sjáland og Indland. Við erum að viðræðum um viðskipti við mörg ríki með það fyrir augum að kanna hvar hægt sé að fjarlægja hindarnir í vegi viðskipta og fjárfestinga með gagnkvæma hagsmuni í huga, segir Fox í grein sinni og ennfremur:
Við þurfum hámarks frelsi til þess að ná þessum markmiðum og fyrir vikið var það rétt hjá forsætisráðherranum að útiloka fulla aðild að tollabandalagi Evrópusambandsins. Það er heill heimur sem við getum átt í viðskiptum við og það er einmitt það sem við ætlum að gera.
Glæsilegt, og þetta ryður jafnvel brautina fyrir fleiri ríki sem hugað gætu að því sama, hvort sem það verður undir vígorðinu Frexit eða einhverju öðru.
Þetta verður ennfremur aukin hvöt fyrir okkur Íslendinga til að halda okkur frá hinu valdfreka tollmúra-Evrópusambandi og beina fremur sjónum okkar að því að tengjast frjálsara fríverzlunarbandalagi sem gerir engar fullveldiskröfur til sinna aðildarríkja.
Jón Valur Jensson.
![]() |
Viðræður hafnar við tólf ríki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fullveldi og sjálfstæði Íslands | Breytt s.d. kl. 11:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
10.1.2017 | 11:51
Evrópusambandsmálin fjarri því að vera tryggilega útilokuð. Viðaukar (2) um háskaleg ákvæði í stjórnarsáttmála!
Ef Evrópusambands-sinninn Jón Steindór Valdimarsson, "sem var um árabil formaður Já Ísland sem er vettvangur þeirra sem vinna að Evrópusambandsaðild, er ... nokkuð sáttur við lendinguna í þeim málaflokki" í nýjum stjórnarsáttmála, skv. Mbl.is-frétt, þá er það full ástæða til að hafa áhyggjur af því, hvað verða kunni ofan á í því máli.
Við vitum að annar samstarfsflokkurinn er mjög á öndverðum meiði við það, þannig að miðað við það þá er ég þokkalega sáttur við þessa niðurstöðu og held að það sé ekki endilega slæmt fyrir efni málsins að það dragist. (JSV, í viðtali við Mbl.is)
Þótt þetta sé viss viðurkenning þess, að ESB-innganga Íslands sé gersamlega ótímabær, enda afar óvinsælt málefni skv. nýlegum skoðanakönnunum og vegna bágs ástands ESB -- og er raunar í fullkominni mótsögn við stjórnarskrá Lýðveldisins Íslands -- þá er vitað, hvernig þessir atlögumenn þjóðríkisins eru þenkjandi og við hverju megi búast af þeim.
Því skulum við enn vera á varðbergi og efla gengi þjóðríkisstefnunnar, sem nú styrkist einnig á alþjóðavettvangi, m.a. í Bretlandi, Danmörku, Hollandi, Frakklandi, Póllandi og Ungverjalandi.
VIÐAUKI I: Í hádegisfréttum Rúv kom meira fram um ákvæði hins nýja stjórnarsáttmála um ESB-málin. Þar sagði, að ákvörðun um þau bíði seinni hluta kjörtímabilsins.
"Samkomulag stjórnarflokkanna gengur út á, að ríkisstjórnin taki ekki sameiginlega afstöðu gegn neinni tillögu sem fram komi á þinginu, t.d. um hvort greiða skuli atkvæði um framhald aðildarviðræðna annars vegar eða einfaldlega inngöngu í Evrópusambandið hins vegar. Það verði síðan hverjum þingmanni í sjálfsvald sett, hvernig hann greiðir atkvæði, verði slík tillaga lögð fyrir þingið." (Einar Þorsteinsson sagði frá.)
Þetta sýnist undirrituðum alls ekki í góðu fari og að Sjálfstæðisflokkurinn hafi hér fórnað þessu máli fremur en að tryggja fyrir fram fullveldi Íslands.
VIÐAUKI II: Hér eru textarnir um ESB-mál í Stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar:
Ríkisstjórnin mun byggja samstarf við Evrópusambandið á samningnum um Evrópska efnahagssvæðið. Fylgjast þarf vel með þróun Evrópusambandsins á næstu árum og gæta í hvívetna hagsmuna Íslands í samræmi við aðstæður hverju sinni. Sérstakan gaum þarf að gefa mögulegri úrsögn Bretlands úr sambandinu.
Alþingi fylgist grannt með þróun mála í Evrópu og efli tengsl við systurstofnanir í öðrum Evrópuríkjum.
Komi fram þingmál um þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður við Evrópusambandið eru stjórnarflokkarnir sammála um að greiða skuli atkvæði um málið og leiða það til lykta á Alþingi undir lok kjörtímabilsins. Stjórnarflokkarnir kunna að hafa ólíka afstöðu til málsins og virða það hver við annan. (Auðk. hér, jvj)
Jón Valur Jensson.
![]() |
Pawel ekki á ráðherrastól |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fullveldi og sjálfstæði Íslands | Breytt s.d. kl. 20:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.11.2016 | 02:58
Forsprakkar "Viðreisnar" eru upp til hópa ESB-innlimunarsinnar - margir nafngreindir hér
Þeir voru ótrúlega margir forkólfar innlimunarsinnuðu öfugmælasamtakanna "Já Ísland!" Þar á meðal eru:
a) Benedikt sjálfur, meðlimur aðalstjórnar "Já Ísland!" a.m.k. 201416 (eins og annar Icesave-greiðslusinni, Margrét Kristmannsdóttir í SVÞ, og eins og ESB-maðurinn Andrés Pétursson),
b) Jón Steindór Valdimarsson, kjörinn formaður stjórnar "Já Ísland!" frá stofnun 2009 (og vogaði sér þó árið 2010 að bjóða sig fram til stjórnlagaþings til að véla um stjórnarskrána, þótt hann næði reyndar ekki kjöri), aðstoðar-framkvstj. og síðar frkvstj. Samtaka iðnaðarins (SI) 19882010 (orðinn frkvstj. þar 2008), stofnfélagi og stjórnarmaður í Viðreisn, nýkjörinn alþm. flokksins,
c) Þorsteinn Víglundsson, nýkjörinn alþm., í stjórn SI 20042009, meðlimur "Já Ísland!", var frkvstj. Samtaka álframleiðenda 20102013, frkvstj. Samtaka atvinnulífsins (SA) 20132016, í stjórn Samtaka iðnaðarins 20042010, varaform. frá 2007, varaform. og form. Gildis, lífeyrissjóðs, 20142016,
d) Vilmundur Jósefsson, í stjórn SI a.m.k. 19942005 og í framkvæmdaráði "Já Ísland!" a.m.k. 201516,
e) Hanna Katrín Friðriksson, í framkvæmdaráði "Já Ísland!" (20152016), nýkjörinn alþm. Viðreisnar,
f) Ellisif Tinna Víðisdóttir, fv. forstj. Varnarmálastofnunar og fv. ofurlauna-frkvstj. Kirkjuþings, í framkvæmdaráði "Já Ísland!" (20142016), er form. utanríkismálanefndar Viðreisnar 2016,
g) Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, nýkjörinn alþm. Viðreisnar, hefur verið meðal þekktustu ESB-sinna í Sjálfstæðisflokknum, var þar varaform. 2009 þegar greidd voru atkvæði á Alþingi um Össurar-umsóknina um inngöngu í ESB, en hún sat þá hjá.
h) Jóna Sólveig Elínardóttir, nýkjörinn 9. þingmaður Suðurkjördæmis, fyrir Viðreisn, en hún var sérfræðingur hjá sendinefnd Evrópusambandsins á Íslandi og vefstjóri hjá Evrópustofu 20112013 skv. æviágripi hennar á althingi.is og flutti erindi á aðalfundi "Já Ísland!" 4. sept. 2014;
i) Pawel Bartoszek, nýkjörinn alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis suður fyrir Viðreisn, í framkvæmdaráði "Já Ísland!" a.m.k. 201516, sat í hinu ólögmæta stjórnlagaráði, sem samþykkti billega leið til að koma Íslandi hratt inn í Evrópusambandið, en batt um leið svo um hnútana, að þjóðin fengi ekki að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu um að ganga úr stórveldinu;
j) Ólafur Þ. Stephensen, frkvstj. Félags atvinnurekenda, fv. ritstj. Morgunblaðsins (málsvari ESB þar!), 24 stunda og Fréttablaðsins, mikill ESB-sinni, er sagður bakhjarl Viðreisnar: http://pallvil.blog.is/blog/pall_vilhjalmsson/entry/2178635/
k) Það sama á við um Þorstein Pálsson, fv. forsætisráðherra og fv. ritstj. Fréttablaðsins; langtíma-áróðursmaður hefur hann verið fyrir inntöku Íslands í Evrópusambandið og skipaður af þingmönnum Jóhönnustjórnar formaður ESB-viðræðunefnda frá 2009, unz sama stjórn sprakk á því limminu; einnig hann er í framkvæmdaráði öfugmælasamtakanna "Já Ísland!" (20152016).
Aðalheimildir: Vefsíður "Já Ísland!", Viðreisnar, SI og Alþingis.
Það kann ekki góðri lukku að stýra, að Benedikt Jóhannesson og félagar hans í Viðreisn og úr SI, fulltrúar atvinnurekenda á hægri kanti íslenzkra stjórnmála, vilja teyma þjóðina undir erlent helsi: æðsta löggjafarvald Evrópusambandsins, stjórnvald þess og dómsvald!
Þar að auki eiga stjórnmálamenn að standa með þjóð sinni, en Benedikt var meðal leiðandi manna í því* að reyna að narra hana til að borga Icesave, þvert gegn lagalegum rétti okkar og þjóðarhagsmunum.* Sporin hræða!
* http://thjodarheidur.blog.is/blog/thjodarheidur/entry/1286385/
Jón Valur Jensson.
![]() |
Benedikt svarar ásökunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fullveldi og sjálfstæði Íslands | Breytt 26.1.2017 kl. 13:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
27.11.2016 | 02:41
Aukinn meirihluti til framsals fullveldis er bæði eðlilegur og nauðsynlegur (sex skjaldarmerki Íslands fylgja með)
Mest knýjandi mál fyrir fullveldi Íslands, sem um leið er mikilvægt mál til að tryggja, að það verði samhuga þjóð sem taki meginákvarðanir þar um, er að setja það ákvæði inn í stjórnarskrá, að í ákvörðun bæði í þingheimi og í þjóðaratkvæðagreiðslu verði áskilið, að 3/4 atkvæða þurfi til að gera þá grundvallarbreytingu á okkar stjórnskipan að afsala eða framselja fullveldi okkar til annars ríkis eða ríkjaveldis.
Þetta er í raun sjálfsagt mál til sjálfstryggingar lýðveldinu og kemur væntanlega í veg fyrir snögga aðför að því sama lýðveldi með lýðskrumi og peningaaustri í einhliða áróður sem þjónar hagsmunum stærra veldis/ríkis.
Hliðstæðu er að finna í mörgum lögum félaga (þ.m.t. fyrirtækja og stofnana), sem leyfa ekki, að þau verði niður lögð eða lögð inn í annað félag, nema t.d. 80% atkvæða á aðalfundi ákveði svo.
Eins er hliðstæða fólgin í stjórnarskrá Noregs, sem áskilur í 93. gr., að til fullveldisframsals þurfi minnst 3/4 meirihluta í Stórþinginu.
Önnur hliðstæða var í dansk-íslenzku Sambandslögunum, en þar var áskilið, að aukinn meirihluta þyrfti bæði í Alþingi og í þjóðaratkvæðagreiðslu til að fella sambandalagasamninginn úr gildi, svo sem hér segir:
- 18. gr.:
- "... Til þess að ályktun þessi [um að fella úr gildi þann samning] sé gild, verða að minnsta kosti 2/3 þingmanna annaðhvort í hvorri deild Ríkisþingsins [danska] eða í sameinuðu Alþingi að hafa greitt atkvæði með henni, og hún síðan vera samþykt við atkvæðagreiðslu kjósenda þeirra, sem atkvæðisrétt hafa við almennar kosningar til löggjafarþings landsins. Ef það kemur í ljós við slíka atkvæðagreiðslu, að 3/4 atkvæðisbærra kjósenda að minsta kosti hafi tekið þátt í atkvæðagreiðslunni, og að minsta kosti 3/4 greiddra atkvæða hafi verið með samningsslitum, þá er samningurinn fallinn úr gildi." (Hér skv. ritinu Sjálfstæðisbarátta Íslendinga, lokaþáttur 1918-1944. Gunnar Hall tók saman. Rvík 1956, s. 25.)
Hér er athyglisverður texti í grein í Mbl. 14. maí 2013: Eins og Norðmenn gerðu, eftir Björn S. Stefánsson, dr. scient.:
"Við ættum að geta gert eins og Norðmenn gerðu, nefnilega að hafa þjóðaratkvæðagreiðslu. Þannig má heyra, þegar rætt er um Evrópusambandsmálið. En hvað gerðu Norðmenn?
Norðmenn bjuggu sig undir Efnahagsbandalagsmálið á sjöunda áratug síðustu aldar með því að setja í stjórnarskrá ákvæði um framsal á valdi. Það var þannig, að framsal á valdi til bandalags ríkja, sem Noregur er aðili að, getur gerst með samþykki þriggja fjórðu þingmanna." (Nánar þar.)
Þetta væru vissar skorður gegn framsali eða hreinu afsali æðstu fullveldisréttinda, sér í lagi afsali æðsta löggjafarvalds, sem er einmitt eitt ákvæðið í sérhverjum inntökusáttmála (accession treaty, hérlendis oft kallað "aðildarsamningur") nýrra meðlimaríkja á þessari öld, þegar þau samþykkja að ganga í Evrópusambandið.
En þetta eitt dugar ekki, og framvinda mála í Noregi er einmitt skýrt dæmi um það. Þjóðin er að vísu mjög andvíg því á þessari öld (og ekki sízt nú) að fara inn í Evrópusambandið, en í Stórþinginu hafa ESB-innlimunarsinnar löngum verið í meirihluta, og það getur með tíð og tíma skapað hættu fyrir fullveldi landsins. Og þannig, ekkert minna, var ástandið bæði 1972 og 1994, þegar fram fóru þjóðaratkvæðagreiðslur um inngöngu í Evrópusambandið. Í báðum tilfellum var því naumlega hafnað, með aðeins 53,5% meirihluta 1972, en með 52,2% árið 1994. Í vissum aðstæðum (efnahagskreppu eða vegna annarra ófara þjóðarbúsins af manna völdum eða náttúrunnar) getur því fullveldi lands verið í mikilli hættu, þegar svo mjótt er á munum, eins og líka sýndi sig í Svíþjóð í nóvember 1994, þegar 52,3% (af þeim 83,3% sem greiddu atkvæði) kusu aðild landsins að Evrópusambandinu. Nokkrum mánuðum seinna höfðu hlutföllin snúizt við, en þá gat sænskur almenningur ekkert gert í málinu! (Sjá nánar um það í bók Ragnars Arnalds, fyrrv. fjármála- og menntamálaráðherra: Sjálfstæðið er sístæð auðlind.)
Eins og undirritaður sagði hér í grein 20. nóv. 2013:
"Þannig gætum við þá setið uppi með tvískipta þjóð, naumur meirihluti þeirra, sem mæta myndu á kjörstað ... fengi að ráða, en hinir engu og það um alla framtíð nánast! Og þetta gæti gerzt, jafnvel þó að vitað sé, að þeir, sem eru MJÖG andvígir inntöku landsins í Evrópusambandið, eru miklu stærra hlutfall slíkra andstæðinga heldur en hlutfall hina, sem eru MJÖG HLYNNTIR inngöngu í ESB,* hefur reynzt vera meðal slíkra ESB-sinna. Ekki væri þetta uppskrift að mikilli þjóðarsátt og "samvinnu" þessara ólíku hópa!"
Af þessum ástæðum, en umfram allt til að standa vörð um okkar sjálfstæða og fullvalda lýðveldi, ættu Íslendingar að gera gangskör að því, að það verði sett í stjórnarskrána, þegar henni næst verður breytt, að aukins meirihluta verði krafizt bæði í þingi og hjá þjóðinni sjálfri, ef tillaga kemur fram um framsal fullveldis til ríkjasambands eða stórveldis. En til þess voru refirnir ekki skornir hjá okkur 1. desember 1918, þegar fullveldi landsins var viðurkennt.
* Sbr. nýlega grein hér: 4,8 sinnum fleiri mjög andvígir inngöngu í ESB heldur en þeir sem eru mjög hlynntir henni.
Hér eru svo skjaldarmerki Íslands frá upphafi:
Elzta merkið, tákn goðorðanna: frá 13. öld, næst kemur merki Íslands undir Noregskonungi um 1280 (sameinar tákn Ólafs helga og þjóðveldisins eða Gizurar jarls). Það þriðja: flatti þorskurinn (endurgerð), frá ofanverðum miðöldum og áfram allt inn í 20. öld.
Fjórða merkið, fálkinn: 1903-1919 (er til dæmis yfir dyrum Landsímahússins gamla við Suðurgötu), það fimmta er merki konungsríkisins Íslands 1919-1944, loks lýðveldismerkið frá 1944.
Elzta merkið, til sem slíkt, er á skjaldarmerkjabók Wijnbergens um 1280:
Sama merki, nr. 2 hér ofar, er í raun nútíma-endurgerð, rússnesk! Og 1. merkið er endurgerð og tilgáta P. Warmings, birt í Árbók Fornleifafélagsins, þ.e. skjöldur með tólf þverröndum, hvítum (silfruðum) og heiðbláum til skiptis, sem "er hugsanlega það merki (eða fáni) sem Hákon konungur fékk Gizuri Þorvaldssyni í Björgvin 1258, er hann gerði hann að jarli." (Heimild.)
Jón Valur Jensson.
Fullveldi og sjálfstæði Íslands | Breytt s.d. kl. 08:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.11.2016 | 03:35
Er fyrirmynd ESB-sinna klárinn sem leitar þangað sem hann er kvaldastur?
"Alþingi hafnaði þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-umsókn árið 2009, aðildarviðræður sigldu í strand 2011, þeim var hætt í janúar 2013. ESB-flokkar urðu undir í kosningum 2013, ESB-viðræðum var slitið á síðasta kjörtímabili, ESB-flokkurinn þurrkaðist að mestu út 2016. ESB-málið var ekki kosningamál 2016, enginn prédikaði aðild. Að ESB-aðildarmál valdi vandræðum við stjórnarmyndun í nóvember 2016 er með ólíkindum."
Þannig ritar Björn Bjarnason í snarpri grein sinni í gær og bætir við:
"Bretar, helsta viðskiptaþjóð okkar, er á leið úr ESB. Á þessari stundu veit enginn hvernig Bretum tekst að semja við ESB um úrsögn sína. Brýnasta verkefni íslenskra stjórnvalda nú gagnvart samstarfi við ESB-ríki er að tryggja farsælan samning við Breta samhliða EES-samningnum eða stuðla að aðild Breta að EES-samstarfinu. Þegar vitað verður um niðurstöðu ESB og Breta er tímabært fyrir okkur að huga enn á ný að samskiptunum við ESB."
Björn ritar hér af hyggindum sem fyrri daginn, og þó skal tekið fram, að þau Samtök um rannsóknir á Evrópusambandinu og tengslum þess við Ísland, sem halda úti þesasari vefsíðu, gefa sér alls ekki, að EES-samningurinn sé skárri en aðrar leiðir tvíhliða viðskiptasamninga, sem unnt er að fara að fyrirmynd Svisslendinga.
En sannarlega er hitt með ólíkindum, að íslenzkir stjórnmálamenn láti sér detta í hug að setja ESB-aðildarmál á óskalista málefna í stjórnarmyndunarviðræðum og það eftir allt, sem á undan er gengið. Fyrir utan það, sem Björn hefur nefnt hér, er vert að minna á, að frá upphafi til enda vann Evrópusambandið harkalega gegn rétti og þjóðarhag Íslendinga í Icesave-atganginum; ennfremur barðist það eindregið gegn okkar fulla fiskveiðirétti í makrílmálinu og vildi í upphafi aðeins "bjóða" okkur einungis 2-3% (og síðar 5-6%) hlut í Norður-Atlantshafsveiðunum, þótt allur væri þessi afli okkar að fullum rétti í eigin lögsögu! En með staðfestu Jóns Bjarnasonar, þáverandi ráðherra, og á grundvelli þeirra fullveldisréttinda okkar, sem við hefðum EKKI innan Evrópusambandsins, þá tókst honum að tryggja okkur 16-17% hlut í öllum þeim veiðum, sem síðan hafa skilað okkur hvorki meira né minna en einni milljón tonna af makríl á sjö árum!
Samt eru jafnvel heilir stjórnmálaflokkar stofnaðir til að troða Íslandi undir klafa Evrópusambandsins! "Þangað leitar klárinn sem hann er kvaldastur" segir þjóðarspekin (í ljósi reynslunnar) réttilega um þvílíka vanhugsun.
Þar að auki er það skýrlega komið fram, enn einu sinni, í svörum Evrópusambandsins við fyrirspurn frá sóknarpresti á Akureyri, sr. Svavari Alfreð Jónssyni, að s.k. aðildarviðræður snúast alls ekki um það, sem A-, C-, S- og jafnvel V-flokkarnir vilja vera láta (þ.e. um samning um inngöngu í stórveldið), heldur einfaldlega um aðlögun viðkomandi lands að lögum og reglum Evrópusambandsins, sem ÖLL þarf að meðtaka, vilji land eða þjóð fá að "ganga í klúbbinn". Nánar er fjallað um þetta í skýrri grein á Moggabloggi sr. Svavars: Samningar eða aðlögun? Svar ESB, grein sem vakið hefur mikla athygli og fengið 170 "læk" (sbr. einnig þessar greinar hans: Lýðræði og heiðarleiki? og Óvinir ESB og karlakóra).
Þess vegna er það líka rétt hjá Birni Bjarnasyni að horfa fram á veginn í stað þess að reyna að endurvekja einhverja viðræðufundi, sem hvort sem er fóru í strand á veldisárum Jóhönnu og verða ekki vaktir upp frá dauðum, nema menn ætli sér beinlínis að hafna öllum þeim ströngu skilmálum sem Alþingi samþykkti 2009 sem skilyrði fyrir Össurarumsókninni ógæfilegu. Og um þetta segir Björn:
"Í stjórnarmyndunarviðræðum eiga menn ekki að takast á við einhverja drauga úr fortíðinni. Þar á að ræða mál líðandi stundar og framtíðar, meta stöðu þjóðarinnar frjálsir af fánýtum fortíðardeilum."
Megi Alþingi og þingflokkarnir bera gæfu til þess að halda sér við íslenzkt fullveldi í stað þess að gæla við að afsala því í hendur gamalla nýlenduvelda á meginlandinu, þeirra sem aldrei hafa gefið okkur eitt né neitt, heldur gengið hér freklega á fiskistofna okkar eða í bezta falli stundað við okkur viðskipti.
En svo sannarlega snýst Evrópusambandið um miklu meira en viðskiptasamninga, það snýst um tollmúra og niðurgreiðslur og margháttaðar valdheimildir Rómar- og Lissabon-sáttmálanna, m.a. til æðstu ráðandi löggjafar sambandsins yfir öll þjóðríkin, einnig til fiskveiða allra ESB-borgara/útgerða upp að 12 mílum, sem og til forræðis í orkuverðlagningarmálum og til að setja á fót einn allsherjarher fyrir allt Evrópusambandið (mjög brýnt verkefni á næstu árum, segja þeir í Brussel!). Eru þeir Íslendingar, sem eru með öllum mjalla, trúlega vandfundnir sem í reynd eru ginnkeyptir fyrir nokkru af þessu.
Jón Valur Jensson.
![]() |
Evrópumálin líklega til þingsins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fullveldi og sjálfstæði Íslands | Breytt s.d. kl. 05:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ja zu Beitrittsverhandlungen
Island will der EU beitreten stendur þar undir mynd, sem ég kæri mig ekki um að birta hér (af íslenzka fánanum með þeim þýzka og Evrópusambandsins). Eftirfarandi er fróðlegt:
Mit großer Mehrheit hat sich der Bundestag für die Aufnahme von Beitrittsverhandlungen über eine EU-Mitgliedschaft Islands ausgesprochen. Zwar lehnten die Abgeordneten am Donnerstag, 22. April 2010, nach rund einstündiger Debatte im Plenum alle Anträge sowie Entschließungsanträge der Opposition ab, in denen SPD, Die Linke und Bündnis 90/Die Grünen beinahe unisono für einen zukünftigen EU-Beitritt der Atlantikinsel plädiert hatten (17/1059,17/1191, 17/1171,17/1172). Doch der gemeinsame Antrag von Union und FDP mit dem Ziel, ein Einvernehmen zwischen Bundestag und Bundesregierung über Beitrittsverhandlungen mit Island herzustellen, wurde in der Abstimmung mit den Stimmen der Koalition angenommen (17/1190, 17/1464). Ein Antrag der Grünen, die gefordert hatten, die Rechte des Bundestages nach den Begleitgesetzen zum Vertrag von Lissabon zu wahren, wurde einvernehmlich vom Parlament für erledigt erklärt (17/260).
In der Debatte, die der Abstimmung vorausging, hatten sich alle Redner für die baldige Aufnahme von Beitrittsverhandlungen ausgesprochen. Michael Link, europapolitischer Sprecher der FDP, betonte, Deutschland und die Europäische Union hätten ein großes Interesse am Gelingen der Beitrittsverhandlungen. [Allt, sem er hér og síðar með bæði feitletri og skáletri í senn, er mín leturbreyting, JVJ.] Mit Island würde eine stabile Demokratie der EU beitreten, in der Rechtsstaatlichkeit und Menschenrechte geachtet würden.
Mehr als nur eine Flucht unter den Euro-Rettungsschirm
Trotz der Finanzkrise, die die Republik hart getroffen habe, könne man noch immer von einer stabilen Marktwirtschaft auf der Atlantikinsel sprechen. Zudem könne die EU von Island viel lernen: So lege Island großen Wert auf eine nachhaltige Fischereiwirtschaft. Wir müssen in den Beitrittsverhandlungen darauf achten, dass Island in Bereichen, in denen es Fortschritte gemacht hat, nichts von der EU übergestülpt wird, mahnte der Liberale.
Im Gegenzug dürften jedoch keine Abstriche und Kompromisse beim kommerziellen Walfang gemacht werden. Kritikern, die Bedenken geäußert hatten, Island ginge es mit dem Beitrittsgesuch nur um die Flucht unter den Euro-Rettungsschirm, entgegnete Link, dass sich die Sozialdemokraten in Island schon lange für eine EU-Mitgliedschaft ihres Landes einsetzten. Es geht um mehr als nur um den Beitritt zur Eurozone.
Beitrittsverhandlungen sind keine Einbahnstraße
Ähnlich sah dies auch Michael Roth, der stellvertretende europapolitische Sprecher der SPD. Seine Fraktion freue sich auf Beitrittsverhandlungen. Wichtig sei dabei, die Chancen einer Mitgliedschaft auf beiden Seiten zu betonen. Dennoch müsse in den Verhandlungen klar gemacht werden, dass es in der EU nicht nur um Binnenmarkt, Euro und wirtschaftliche Kriterien gehe. Wir sind auch eine Wertegemeinschaft, betonte der Sozialdemokrat.
Aus diesem Grund sei es notwendig, auch die Zivilgesellschaft in den Prozess der Beitrittsverhandlungen einzubeziehen. Nicht nur in Island, sondern auch innerhalb der EU müsse dringend eine Debatte über die Zukunft der EU geführt werden, forderte er. Roth plädierte dafür, die Beitrittsverhandlungen mit Island zum Anlass zu nehmen, das nachzuholen, was auch in Deutschland sträflich vernachlässigt worden sei - eine Debatte darüber, wohin wir wollen mit der Union und wie wir in Wirtschaft, Finanzpolitik und Umweltpolitik enger zusammenarbeiten können. Die Verhandlungen seien keine Einbahn- sondern eine Zweibahnstraße, stellte Roth klar.
Island muss Integrationsidee Europas mittragen
Dr. Andreas Schockenhoff, stellvertretender Vorsitzender der Union für den Bereich der Europapolitik, betonte, dass mit dieser nun stattfindenden Debatte über Island der Bundestag zum ersten Mal darüber entscheiden könne, ob mit einem Kandidaten EU-Beitrittsverhandlungen geführt werden. Das ist ein starkes Recht, das der Lissabon-Vertrag uns einräumt, gab der CDU-Politiker zu bedenken. Doch es sei auch eine große Verantwortung. Das Parlament müsse seine Erwartungen an den Verhandlungsprozess deutlich machen.
Für seine Fraktion betonte Schockenhoff, die CDU/CSU unterstütze das Ziel einer Mitgliedschaft Islands in der EU. Die Republik sei ein Gewinn für Europa, gerade was seine Erfahrungen mit erneuerbaren Energien betreffe. Außerdem habe die EU auch ein strategisches Interesse: Island ist das Tor zu Arktis, gerade mit Blick auf die dortigen Rohstoffe sollte die EU hier präsent sein, so Schockenhoff. [Allt, sem er hér og síðar með bæði feitletri og skáletri, er mín leturbreyting, JVJ.]
Trotzdem müsse die Atlantikrepublik auch die politischen und wirtschaftlichen Kriterien für eine Aufnahme erfüllen. Island dürfe nicht nur aus finanziellen Gründen Mitglied werden. Es muss auch die Grundidee einer immer tieferen Integration mittragen, forderte der Politiker.
Verhandlungen ohne Vorbedingungen
Manuel Sarrazin, europapolitischer Sprecher von Bündnis 90/Die Grünen, betonte wie auch Schockenhoff die Bedeutung der Debatte im Parlament über das Beitrittsgesuch Islands: Wir als Bundestag mischen uns nun ein - und das ist ein wichtiges Signal - auch an die Öffentlichkeit. In den Verhandlungen mit Island dürften alte Fehler, wie etwa die verfrühte Nennung von Beitrittsterminen, nicht wiederholt werden.
Aber auch bilaterale Konflikte dürften nicht den europäischen Prozess behindern, forderte der Politiker mit Blick auf das umstrittene isländische Icesave-Gesetz. Dieses sollte Hunderttausende ausländischer Kunden für die Pleite der Icesave-Bank entschädigen, war dann aber vom isländischen Präsidenten im Januar 2010 per Veto gestoppt worden. Dies hatte zu Streit mit den EU-Mitgliedstaaten Niederlanden und Großbritannien geführt.
Sarrazin sprach sich für den baldigen Beginn von Verhandlungen mit Island ohne Vorbedingungen aus. Die Bundesregierung solle darauf beim nächsten Treffen des Europäischen Rates im Juni hinwirken, verlangte der Abgeordnet: Damit Island nicht länger warten muss.
Schuldentilgung darf keine Voraussetzung sein
Auch Andrej Hunko (Die Linke) unterstützte ausdrücklich das Beitrittsgesuch Islands. Natürlich gebe es Bereiche, in denen sich das Land verändern müsse, gab er zu und nannte in diesem Zusammenhang insbesondere das Verbot des kommerziellen Walfangs. Doch auch die EU müsse sich bewegen - etwa im Bereich der Kapitalverkehrskontrolle, forderte Hunke, der Mitglied des Europaausschusses im Bundestag ist.
So bezeichnete der Linkspolitiker - ähnlich wie zuvor Manuel Sarrazin - es als inakzeptabel, die Beitrittsperspektive Islands mit dem Streit um das isländische Icesave-Gesetz zu verknüpfen, wie es bislang in der Öffentlichkeit getan worden sei. Die Schuldentilgung dürfe keine Voraussetzung für einen Beitritt des Landes zur EU sein.
Heimild: vefsíðan Deutscher Bundestag, Startseite > Dokumente & Recherche > Textarchiv > 2010 > EU-Beitritt Island.
Fullveldi og sjálfstæði Íslands | Breytt s.d. kl. 03:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
29.10.2016 | 00:43
Nokkrar bábiljur ESB-innlimunarsinnaðra flokka og frambjóðenda
1) "Viðreisn" lætur sem eina leiðin til lækkunar vaxta sé í gegnum ESB. En hærri raunvextir hér en í nágrannaríkjum hafa ekkert með gjaldmiðil okkar að gera, upplýsir Már Wolfgang Mixa okkur um.*
2) Þeir vilja ekki takast á við að nýta okkar fullveldisréttindi til að beita valdi þingmeirihluta og ráðherra til að breyta vaxtastefnunni í landinu og setja t.d. 2% vaxtaþak á verðtryggða vexti. Annaðhvort kemur þetta til af pólitísku kjarkleysi (að ímynda sér þetta sem ómögulegt eða illfært) eða þeir hreinlega vilja þetta EKKI, af því að þeim (t.d. ESB-innlimunarflokknum "Viðreisn") er meira í mun að hafa hið sífellda umkvörtunarefni meirihluta þjóðarinnar: okurvexti Seðlabankans og bankanna, sem sitt tæki til að reyna að hræða menn og smala þeim til að aðhyllast ESB-inngöngu sem "einu lausnina" sem hún þó alls ekki er! En þetta er sá herkostnaður saklausrar þjóðarinnar sem óbilgjörn "Viðreisn" er til í: að neita fólki um íslenzka vaxtalækkun, af því að ESB-Benedikt og hans fylginautar vilja einfaldlega koma okkur undir klafa Evrópusambandsins. En þetta sýnir vitaskuld, að "Viðreisn" hin nýja stendur ekki undir nafni, hana skortir þor til að endurtaka gott framtak Viðreisnarstjórnar Ólafs Thors á 7. áratugnum að því að umbylta og endurbæta íslenzka stjórnarhætti í efnahagsmálum í krafti okkar fullveldisréttinda og aflétta fyrri haftastefnu með sínum eigin, innri starfstækjum, en til þess hafa stjórnvöld nú sem fyrr m.a. löggjafarþingið og vald ríkisstjórnar yfir stjórn Seðlabankans og peningastefnunefndar.
3) Þeir gefa kjósendum til kynna, að s.k. "aðildarviðræður" feli í sér samninga tveggja jafnrétthárra aðila um málamiðlanir í átt að einhverri sameiginlegri niðurstöðu, sem verði þó ekki í samræmi við "samninga" annarra ESB-ríkja. Til að mynda hafa menn eins og Össur Skarphéðinsson látið sem við gætum fengið "hagstæða" samninga við Evrópusambandið um okkar fiskveiðimál. Ekki fengu Norðmenn slík yfirráð yfir jafnvel parti af sinni fiskveiðilögsögu, í þeim viðræðum sem þeir áttu í við ESB og lyktaði með norsku NEI-i í þjóðaratkvæðagreiðslu 1994. Og á hreinu er það, skv. formanni sjávarútvegsnefndar Evrópusambandsþingsins, Gabriels Mato (19.9. 2012), að "Íslendingar verða að samþykkja og virða löggjöf Evrópusambandsins í sjávarútvegsmálum" - ekki boðið upp á annað í ESB! Samanber einnig skýr orð sjávarmálastjóra Spánar: auðlindir "evrópusambandsvæddar" þegar ríki gengur í ESB (5. sept. 2009). Í samræmi við þetta kallaði ráðherra Spánverja í ESB-málum fiskimið Íslands "fjársjóð" og ætlaði Spánverjum að tryggja sér fiskveiðiréttindi hér í aðildarviðræðunum (29. júlí 2009).
4) Þá hafa ESB-sinnar haldið því fram í umræðunni, að við Íslendingar tökum hvort sem er við meirihlutanum af ESB-löggöf gegnum EES-samninginn. En í reynd ná innan við 10% af lögum Evrópusambandsins hér í gegn með EES-samningnum.
5) Svo er látið sem við getum náð hér varanlegum undanþágum frá jafnvel meginreglum sáttmála Evrópusambandsins. En hitt er margstaðfest staðreynd, eins og Stefan Füle, þáv. stækkunarstjóri Evrópusambandsins, tók skýrt fram á blaðamannafundi í Brussel, að engar varanlegar undanþágur eru veittar frá lögum ESB.
6) Bábiljurnar um vaxtamálin (sem Jón Steinar Ragnarsson hefur varpað nýju ljósi á í ýmsum innleggjum sínum hér neðar) ná hámark sínu í lýðskrumi nokkurra frambjóðenda, sem allir eru ESB-sinnaðir, um himinháan mun á útlögðum kostnaði lántakenda vegna íbúðakaupa á Íslandi annars vegar og í ESB-löndum hins vegar, og er hér vísað til Ástu Guðrúnar og Óttars Proppé hjá "Bjartri framtíð" og Benedikt og Þorgerði Katrínu hjá "Viðreisn" í kosningabaráttunni að undanförnu. Þannig fullyrti Óttarr í kynningu á flokki sínum í Sjónvarpi 19. okt. sl.: "Það er náttúrlega alveg óþolandi að við hérna á Íslandi þurfum að kaupa íbúðirnar okkar þrisvar til fjórum sinnum á meðan fólk í nágrannalöndunum er að fjármagna íbúðir með jafnvel eins og tveggja prósenta vöxtum." Þetta um þrefalda til fjórfalda íbúðaverðið er uppspuni eða einber fáfræði þessa misreiknandi skýjaglóps. Við athugun mjög glöggs verkfræðings var íbúðarverð hér endurgreitt (ef tekið var 100% lán) með um 1520% meiri kostnaði en í Danmörku. Jafnvel fullyrðing Þorgerðar Katrínar um að við borgum fyrir eitt hús með andvirði tveggja húsa gegnum bankakerfið er líka rakið lýðskrum til að gylla fyrir okkur "kostinn" við að fara inn í Evrópusambandið. Síðast í gærkvöldi, daginn fyrir kosningarnar, staðhæfði Benedikt Jóhannesson, að Íslendingar væru að borga andvirði þriggja til fjögurra húsa við að kaupa sér eitt á lánum, á sama tíma og Danir væru að borga tæplega eitt og hálft andvirði húss í sínum kaupum. Í reynd eru samanburðartölurnar, að öllu útreiknuðu, um 1,35 hjá Dönum, en um 1,55 hjá okkur. Það er munur sem auðvelt er að ná niður með löggjöf um vaxtaþak á verðtryggð lán (sbr. 2. lið hér ofar) og eins á óverðtryggð lán, ásamt sérákvæðum vegna mikilla gengisfellinga eða holskefla í efnahagslífinu. Pólitískur vilji er allt, sem til þarf.
7) Því er haldið fram, að evran sé stöðugur og traustur gjaldmiðill í samanburði við óstöðuga krónu. Í þessu sambandi er því einnig haldið endalaust fram, að krónan hafi rýrnað um hartnær 100% frá upptöku hennar um 1922, ólíkt frammistöðu dönsku krónunnar, sem við klufum okkur þá frá. Þetta er hin mesta sýndarblekking; verðbólga og verðfall krónunnar hefur alls ekki komið í veg fyrir, að lífskjörum og verðmætasköpun í formi íbúðarhúsnæðis og atvinnufyrirtækja hafi fleygt hér fram í meira mæli en í flestum ef ekki öllum löndum Evrópu frá sama tíma, bæði í stórfelldum vexti og í gæðum húsnæðis, ennfremur bæði í kaupmætti og ótrúlegum framförum í velferðarkerfinu. Við vorum eitt fátækasta land álfunnar fyrir um 95 árum, sumir jafnvel enn búandi í moldarkofum, en erum nú meðal bezt stæðu Evrópuþjóða og jöfnuður hér, þrátt fyrir allt, meiri en annars staðar. En á grunni fengins sjálfstæðis og fullveldis höfum við frá 1918 sótt fram með aðdáunarverðum hætti í samfélagi þjóðanna, og það eru þessi fullveldisréttindi sem m.a. veittu okkur forsendurnar og réttinn til að stækka fiskveiðilögsöguna úr þremur mílum í 200 á einungis aldarfjórðungi, 1950-1975! Þetta var svo mikil blóðtaka fyrir brezkan sjávarútveg, að Sameinaða konungsríkið Stóra-Bretland fór þrívegis í þorskastríð, beitandi herskipaflota sínum og öðrum vígdrekum gegn okkur af mikilli hörku (og má benda á vel myndskreytta frásögn í Morgunblaðinu í dag, bls. 34 og 36, af ásiglingu þriggja brezkra dráttarbáta á varðskipið Þór í mynni Seyðisfjarðar 1975, en slíkar ásiglingar og tilraunir til þeirra voru margar og stórhættulegar sumar hverjar, og umtalsvert tjón hlauzt af þeim á skipum beggja aðila; sjá um það t.d. líflega sagða sögu þessara landhelgismála í fallega útgefinni bók eftir nýkjörinn forseta okkar, dr. Guðna Th. Jóhannesson: Þorskastríðin þrjú. Saga landhelgismálsins 19481976. Rvík: Hafréttarstofnun Íslands, 2006).
8) Því er haldið fram, að matvælaverð myndi lækka umtalsvert með a) upptöku evru sem lögeyris á Íslandi, b) við inntöku landsins í Evrópusambandið. Hvorugt stenzt neina skoðun. a) Strax við upptöku evru í ýmsum löndum Evrópusambandsins, t.d. á Spáni og Austurríki og ýmsum fyrrverandi austantjaldslöndum, hækkaði verðlag á margvíslegri þjónustu og vöruverði, þegar kaupmenn og aðrir aðilar færðu sitt verð í evrumynt. b) Þær fullyrðingar, að ESB-aðild fylgi sjálfkrafa lækkun matarverðs, komu m.a. fram í máli Evu Heiðu Önnudóttur, sem titluð var sem sérfræðingur við Háskólann á Bifröst í viðtali á Rúv 21. júní 2009, þar sem hún sagði:
"Það var talið að almennt mundi vöruverð lækka um 10-15% og matvara lækka sem því nemur og jafnvel meira. Ég vil samt taka fram þegar verið er að tala um verðlækkun á matvöru og á húsnæðislánum, þá er ekki víst að það komi fram í því að vöruverð lækki eingöngu heldur að það dragi saman á vöruverði á Íslandi og meginlandi Evrópu. Þannig að það dregur úr verðhækkunum, það er reynslan hjá Finnum og Svíum."
Og undirritaður jók þessu við þá umræðu (sjá einnig innlegg Guðbjörns Guðbjörnssonar tollgæzlumanns þar):
"Það er fráleitt að miða við "meðalverð í ESB", sem oft er talað um, heldur ætti miklu fremur að miða hér við meðalverð í Norðvestur-Evrópu, þar sem kauplag og verðlag á ýmissi þjónustu hefur verið miklu líkara okkar en kauplag og verðlag í Suður-, Mið- og Austur-Evrópu.
Það fólk, sem heldur því fram, að matarverð myndi almennt lækka jafnvel um 1015%!!! á að setja upp við vegg og láta það rökstyðja þessa fullyrðingu sína. Ætlar það að lækka flutningskostnað til landsins? Ætlar það að lækka kaup verzlunarfólks? Hvernig bætir það okkur upp smæð markaðarins og fjarlægð hans frá meginlandinu? Þó að sumar matvörur yrðu ódýrari (en aðrar alls ekki), þá yrði það í 1. lagi með þeim tjónakostnaði, að það yrði högg fyrir okkar landbúnað og ylli auknu atvinnuleysi, en í 2. lagi er þetta svo takmarkaður hluti matarkörfunnar (sem er sjálf í heild um 16% af útgjöldum meðalfjölskyldu), að það hefði ekki áhrif nema á sáralítinn hluta heildarútgjalda hverrar fjölskyldu. Til frádráttar kæmu svo meiri skattbyrðar vegna atvinnulausra."
Þá benti undirritaður á, að jafnvel hin ýkta 1015% lækkun matvælaútgjalda myndi ekki þýða lækkun heildarútgjalda fjölskyldu upp á meira en ca. 1,72,5%, ef satt væri fullyrt, sem það þó alls ekki var. "En jafnvel þótt þetta VÆRI satt (sem síðan ætti þó eftir að draga frá áðurnefndan tjónskostnað), myndi það vera þess virði að missa löggjafarvald okkar og yfirráð yfir auðlindunum þess vegna?!"
Samkeppnisaðilar á matvælamarkaði hafa staðið sig tiltölulega vel á seinni árum við að halda verðlagi hér í prýðilegu ásigkomulagi miðað við nágrannalönd okkar. Með nýlegri niðurfellingu og lækkun tolla og vörugjalda á ýmsar aðrar vörur eins og raftæki, skó og fatnað hefur ástandið enn batnað til mikilla muna og því dregið mjög úr þeim innkaupaferðum fólks, sem áður voru orðnar árviss viðburður um þetta leyti árs og fram á aðventuna, til Glasgow o.fl. borga Evrópu.
* Már Wolfgang Mixa er með PhD-próf í Business Administration og m.a. lektor í fjármálum við Háskólann í Reykjavík; nánar um hann hér.
Jón Valur Jensson.
![]() |
Fjallið tók jóðsótt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fullveldi og sjálfstæði Íslands | Breytt s.d. kl. 14:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)