Hvers vegna svíkur forysta VG það sem flokksmönnum er heilagt? - UPPREISN HAFIN!

Hugsanlegur ávinningur af aðild Íslands að Evrópusambandinu réttlætir ekki frekara framsal á ákvörðunarrétti um málefni íslensku þjóðarinnar og er aðild að Evrópusambandinu því hafnað. Hagsmunir fjármagns og heimsfyrirtækja eru í alltof ríkum mæli drifkraftar Evrópusamrunans, miðstýring, skrifræði og skortur á lýðræði einkennir stofnanir þess um of.

Þannig segir í STEFNUYFIRLÝSINGU VINSTRIHREYFINGARINNAR - GRÆNS FRAMBOÐS. Þetta hefur nú verið svikið með eftirminnilegum hætti, ekki aðeins með þátttöku forystu þess flokks í Evrópusambands-umsókn Samfylkingar, heldur gróflega í ofanálag með því, að flestir þingmenn flokksins greiddu atkvæði með ólögmætum IPA-styrkjum og skattfrelsi Evrópusambandsins hér á landi.

Tillögu fyrrverandi þingmanns flokksins, Ásmundar Einars Daðasonar, um að leyfa ekki skatt- og tollfrelsi ESB vegna þessara rúmlega 5 milljarða IPA-verkefna, greiddu flestir VG-þingmennirnir ennfremur mótatkvæði sitt. Og þetta gerðist daginn eftir 17. júní!

Uppreisn er hafin í flokknum gegn þessari ESB-þægð forystunnar.

Þessi frétt barst að norðan í dag:

  • Stjórn Svæðisfélags VG í Skagafirði harmar framgöngu þingmanna og ráðherra Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs, sem flestir greiddu atkvæði með svokölluðum IPA-styrkjum, þrátt fyrir samþykktir flokksins um að ekki verði tekið við styrkjum til aðlögunar að ESB. Sýnir þetta betur en flest annað á hvaða vegferð forysta flokksins er, sem leynt og ljóst berst fyrir áframhaldandi samningum við Evrópusambandið, þrátt fyrir margítrekaðar yfirlýsingar um að hagsmunum okkar sé betur borgið utan ESB.

Þeir í Skagafirði verða örugglega ekki einir um að snúast harkalega gegn stefnu Steingríms & Co., þótt forysta flokksins hafi með lúmskum hætti lagt kapp á að koma foringjahollum mönnum til áhrifa í sem flestum svæðafélögum og kjördæmaráðum VG víða um land.

Grasrótin var þó a.m.k. einu sinni til, þótt fylgi flokksins hafi nánazt helmingazt frá kosningunum og eflaust vegna þessara ESB-mála umfram flest önnur. Meiri háttar átök og uppstokkun í flokknum gæti því blasað við, en hitt gæti líka gerzt, að nýr vinstri flokkur hirði til sín mestallt fylgi Vinstri grænna og að nokkru frá öðrum vinstri flokkum.

Jón Valur Jensson. 


mbl.is Harma framgöngu eigin þingmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband