Ólögleg Evrópusambandsáróðursstofa opnuð á Akureyri

Þetta gerðist í dag. Undarlegt er, að hún fái inni í Norrænu upplýsinga-skrifstofunni á Akureyri og að formaður Norræna félagsins á Íslandi, stjórnarformaður Norrænu upplýsingaskrifstofunnar, taki þátt í því að klippa á borða í tilefni opnunarinnar, ásamt Timo Summa, þeim sendiherra ESB á Íslandi, sem þegar hefur sætt harðri, réttmætri gagnrýni vegna áróðursferða sinna um Ísland í trássi við alþjóðareglur um skyldur sendiráða.*

Norræna félagið á Íslandi á að vera hlutlaust, ekki hlutdrægt gegn fullveldi okkar. Væri ekki minnt á þetta hér á þessum vef okkar með vefslóðina fullveldi.blog.is, stæði hann illa undir nafni.

  • Í fréttatilkynningu kemur fram að þar muni gestir hafa aðgang að upplýsingaefni, bæði almennu kynningarefni sem og fræðilegum bókakosti um ESB, ásamt því sem fólki stendur til boða að setjast niður við tölvu og sækja sér upplýsingar um ESB og starfsemi þess á vefnum.

Það er enginn vegur fyrir Evrópusambandið að reyna að telja Íslendingum trú um, að hin rangnefnda** "Evrópustofa" hafi það efst á blaði að vera með nauðsynlegar, hlutlægar upplýsingar fyrir almenning um "kosti og galla" Evrópusambandsins. Þar verður það ekki haft áberandi, jafnvel ekki sýnilegt, sem mælir eindregið gegn "Evrópusambandsaðild". Eða hver ímyndar sér, að meðal þess fyrsta, sem menn reki þar augun í, verði þetta:

  1. Ísland verður svipt sjálfsforræði með "aðildinni";
  2. Esb. tekur sér alræðisvald yfir fiskveiðilögsögu milli 12 og 200 mílna;
  3. Ísland fengi 0,06% atkvæðavægi í leiðtogaráði Evrópusambandsins og í hinu volduga ráðherraráði þess, sem m.a. hefur æðsta löggjafarvald í sjávarútvegsmálum;
  4. Ísland gæti ekki neitað að taka upp nein lög frá ESB, jafnvel ekki þeim, sem væru í mótsögn við stjórnarskrá okkar -- fyrr myndi sjálf stjórnarskráin gefa eftir!
  5. Jafnvel þetta síðastnefnda atriði kemur skýrt fram í þeim ábyggilega "aðildarsamningi" sem þegar liggur fyrir og verður í öllum aðalatriðum fyrirmynd þess, sem gerður verður við hina pólitískt skipuðu "samninganefnd Íslands" í umboði ráðherra. Samt er stöðugt reynt að láta eins og "aðildarsamningurinn" sé einhver óráðin framtíðarsmíð og að menn geti gert sér vonir um eitthvað óvænt og yndislegt!

Og þetta eru bara nokkur meginatriði af mörgum, sem Timo Summa "gleymir" víst að segja frá á ferðum sínum um landið! Þeim mun frekar verður þagað um þetta í "Evrópustofunum" báðum.

Í gangi eru tvær kærur vegna ólöglegrar áróðursstarfsemi Evrópusambandsins á Íslandi. Við munum bráðlega upplýsa um stöðu þeirra mála. 

* Sbr. hér: 

** Ísland, Noregur, Sviss, Georgía, Úkraína, Azerbaídsjan og Rússland eru í Evrópu ekkert síður en Evrópusambandið! Þetta síðastnefnda nær ekki yfir nema 42,5% af Evrópu, 43% þegar Króatía er komin inn!

Jón Valur Jensson.


mbl.is Evrópustofa opnuð á Akureyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband