Færsluflokkur: Skoðanakannanir

Margt kyndugt um skoðanakannanir um nýjan ESB-hægriflokk

Vísir.is er með greiningu á því hvaðan 20% fylgið komi, sem falli nýjum ESB-hægriflokki í skaut:
Ef greint er hvað þeir sem líklegt er að kjósi þennan flokk kusu síðast kemur í ljós að 26 prósent af fylginu kemur frá þeim sem kusu Sjálfstæðisflokkinn vorið 2013, 20 prósent Samfylkinguna, 16 prósent Framsókn, 15 prósent Bjarta framtíð, 4 prósent Vinstri græna og 2 prósent Pírata.
Og þetta sést hér á grafi:
Nýr hægriflokkur gæti notið svipaðs fylgis og Sjálfstæðisflokkurinn

Og þarna segir einnig (auðk. hér):

Í greiningu á könnuninni kemur fram að nýja flokknum hafi ekki verið stillt beint upp sem valkosti við hina flokkana, en ef miðað er við síðustu könnun Capacent í mars síðastliðnum og tekið mið af því hvaðan nýi flokkurinn tæki fylgi yrði niðurstaðan nálægt þessu:


Nýr hægriflokkur gæti notið svipaðs fylgis og Sjálfstæðisflokkurinn

Og enn segir á Visir.is: 

  • Í greiningunni kemur fram að niðurstaðan sé alls ekki nákvæm og í útreikningunum hafi ekki verið reiknað með því að nýi flokkurinn fengi neitt af fylgi þeirra sem segja hvorki líklegt né ólíklegt að þeir kjósi hann. Hins vegar er reiknað með því að hann fái öll atkvæði þeirra sem segja að líklegt sé að þeir kjósi hann.
  • Þess ber að geta að síðasti þingmaður Pírata stendur tæpt samkvæmt þessu og gæti það þingsæti  nánast lent hvar sem er, samkvæmt greiningunni.
  • Eva Heiða Hönnudóttir stjórnmálafræðingur segir niðurstöður könnunarinnar áhugaverðar. „Það kemur ekki á óvart að af þeim sem eru tilbúnir til að kjósa nýjan hægriflokk kaus fjórðungur Sjálfstæðisflokkinn í síðustu kosningum. Þar á eftir kemur Samfylkingin og þar eru væntanlega á ferðinni hægri kratarnir sem eru Evrópusinnaðir,“ segir Eva Heiða. „Það er líka áhugavert að 16 prósent af þeim sem myndu kjósa nýtt framboð kusu Framsókn síðast, miðað við hversu mikið Framsókn hefur sett sig á móti ESB.“ 

En þar er þá sennilega um þá menn helzt að ræða, sem kusu Framsókn vegna loforða hennar í skuldamálunum (auk þeirra fekk flokkurinn líka mörg þakklætisatkvæði vegna Icesave-málsins.)

Í könnuninni var spurt: Ef fram kæmi nýtt framboð Evrópusinnaðs flokks hægra megin við miðju, hversu líklegt eða ólíklegt er að þú myndir greiða slíku framboði atkvæði þitt í alþingiskosningum ef kosið yrði til Alþingis í dag? Könnunin var unnin 3. til 10. apríl. Svarendur voru 1.667 og þar af tóku 1.378 afstöðu. 

Í nýlegri skoðanakönnun MMR sögðu 38,1 prósent aðspurðra koma til greina að kjósa nýtt framboð hægri manna sem nyti stuðnings Þorsteins Pálssonar, fyrrverandi formanns Sjálfstæðisflokksins. (Visir.is)

Þetta útleggur Páll Vilhjálmsson réttilega svo, að fylgi hins nýja "flokks" hafi hrapað á 10 dögum úr tæpum 40% í 20%.

Hver er annars stóra fréttin í þessum birtu könnunum? Að nýr hægri flokkur hrapi skv. skoðanakönnunum úr 38,1% í 20% á tíu dögum? Eða að Samfylkingin hrapi niður í 10,8% skv. ofanskráðu (á Vísis-vefslóðinni) og að VG haldi sig við 11% og þeir flokkar með 7+7 þingmenn? Neðst niður, miðað við nýlegar skoðanakannanir, myndi þó "Björt framtíð" hrapa, í 10,5%, og tækist þó með naumindum að ná 7 þingsætum eins og hinir vinstri flokkarnir (stjórnleysingjar pírata fengju hins vegar 6).
 
Og hvaða forspárgildi er í svona spám, þegar ekkert er vitað um frambjóðendur nýs ESB-flokks nema hugsanlega þrjá–fjóra (BenJ, ÞP, SvASvs)? Halda menn að þjóðin kjósi nánast ókunna menn í hrönnum?
 
Og er það ekki svo, að ESB-meinlokusinnar "kjósa taktískt" í svona skoðanakönnunum, tilbúnir að hjálpa til að láta líta svo út sem mikill klofningur sé í gangi hjá sjálfstæðismönnum og að nýr flokkur slíkra fengi mikið fylgi, með því að segjast styðja slíkan flokk, þegar það er útlátalaust fyrir viðkomandi meinlokumenn vegna eðlis könnunarinnar, enda ekki staddir við alvöru-kjörkassann, en þeir sjálfir hins vegar ráðnir í því að vera áfram evrókratar, en ekki evrósjallar?! 
 
Jón Valur Jensson. 

mbl.is Nýr flokkur nyti 20% stuðnings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Takið eftir : Hörð afstaða gegn ESB-inngöngu er margfalt algengari en hörð afstaða með henni

Afar ólík hlutföll áhuga og áhugaleysis

Samkvæmt könnun Vísis.is, Bylgjunnar og Stöðvar 2 sem gerð var sumarið 2012 var "áhuginn" meinti á ESB þvílíkur, að á móti hverjum einum, sem var mjög áhugasamur um að Ísland gangi í ESB voru nálega fjórir og hálfur mjög andvígir því. Einungis 18% aðspurðra höfðu veika afstöðu í málinu, þ.e. voru annaðhvort „nokkuð hlynnt“, „nokkuð andvíg“ eða hlutlaus. Yfirgnæfandi meirihluti hafði sterka skoðun á málinu, þar af voru 67% landsmanna „mjög andvíg“ inngöngu Íslands í ESB, en einungis 15% „mjög hlynnt“. Einungis 3% voru hlutlaus, 8% „voru nokkuð hlynnt" og 7% „nokkuð andvíg" (heimild).

Þarna voru sem sagt 74% andvíg því, að Ísland gangi í Evrópusambandið, en 22% hlynnt því, en greinilega gerólík samsetning þessara tveggja hópa, því að innan þess síðarnefnda er mikli áhuginn á "jáinu" nær tvöfalt minni en linari áhuginn, þveröfugt við samsetningu hins hópsins, þar sem mikli áhuginn á NEIINU var í margföldum meirihluta!

Það eru slíkar skoðanakannanir, sem einnig verður að athuga vel, þegar menn vilja ráða í styrk andstöðunnar í þssu máli. Greinilega slær hjarta íslenzku þjóðarinnar með fullveldi lands síns.

En nú um stundir, skv. nýjustu skoðanakönnun, eru 70% almennings andvíg því, að Lýðveldið Ísland verði partur af Evrópusambandinu. Er þá til of mikils ætlazt af núverandi stjórnvöldum, sem fengu umboð til að staðfesta einmitt þá afstöðu, að þau geri það í verki, fremur en að halda enn við lýði hinni alræmdu Össurarumsókn, sem átti sér ekki einu sinni stoð í stjórnarskrá? [skrifaði undirritaður þá, en raunar var fyrirbærið afgreitt með ótvíræðu broti gegn 16.-19. gr. stjórnarskrárinnar, eins og fjallað hefur verið um hér áður.]

Jón Valur Jensson.


Ríkisstjórninni er réttast að sýna hér festu og ákveðni

Þótt einn stjórnarþingmaður kikni í hnjánum gagnvart útkomunni af samfelldum skrökáróðri Fréttastofu Rúv og fjölmiðlanna hans ESB-Jóns Ásgeirs eða konu hans og taki mark á "undirskriftasöfnun" þar sem er víðtæk kennitöluvöntun, þá þýðir það ekki, að það sé nein vitglóra í því fyrir ríkisstjórnina að kasta 200+ milljónum króna í slíka ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu sem yrði því einber skoðanakönnun, því að hún væri EKKI bindandi fyrir Alþingi. Alþingismenn hafa engar skyldur til að fara eftir niðurstöðum slíkrar könnunar, heldur eru þeir "eingöngu bundnir við sannfæringu sína og eigi við neinar reglur frá kjósendum sínum," skv. 48. gr. þeirrar stjórnarskrár lýðveldisins, sem þeir hafa svarið eiðstaf að.

Ríkisstjórnarflokkarnir fengu (50.454 + 46.173 = ) 96.627 atkvæði í kosningunum í vor. 45-50.000 kennitölulausir, nytsamir sakleysingjar (ásamt slatta innlimunarsinna) jafnast aldrei á við það staðfesta kjörfylgi og valdsumboð ríkisstjórnarinnar til sinna verkefna.

Jón Valur Jensson.


mbl.is „Við eigum að vera hér fyrir fólkið“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ósannfærandi vælugangur

Jafnvel innan Samfylkingar reyndist við skoðanakönnun hlutfallslega meiri andstaða við ESB-umsókn heldur en stærðin á hópnum í Sjálfstæðisflokki sem vildi ESB-umsókn. Samt er alltaf verið að tala um einhverja ESB-sinna í Sjálfstæðisflokki og að taka eigi tillit til þeirra, en aldrei voru ESB-málpípurnar að ætlast til hliðstæðrar tillitssemi Samfylkingar við sína eigin ESB-andstæðinga! -- nei nei, heldur bara keyrt á málið og umsóknin send, kolólöglega og tvífellt (í nefnd og þingsölum) að spyrja þjóðina áður! Svo vælir þetta lið nú um þjóðaratkvæði!

Jón Valur Jensson.


Beethoven samdi ekki Óðinn til gleðinnar fyrir nýtt stórveldi, ESB

  Eins og fyrri daginn hremma ýmsir algeng tákn og jafnvel listaverk sjálfum sér til hagsbóta eða dýrðar. Það á við um s.k. "þjóðsöng Evrópusambandsins". Beethoven getur farið að snúa sér við í gröfinni, þegar vitnast í æ meiri mæli, hvernig þetta fyrrum einbera tolla- og fríverzlunarbandalag breytist í æ valdfrekara og herskárra stórvelda-valdaapparat sem tekur vitaskuld ekki tillit til allra hinna smáu, hvort sem þeir heita Grikkir, Íslendingar eða Færeyingar.

Af öllum Evrópuþjóðum hefðu þessar tvær síðastnefndu mestu að tapa að gefa upp æðsta fullveldi í sínum löggjafar- og framkvæmdavaldsmálum til þessa bandalags sem eðlilegt er að kenna við gömlu nýlenduveldin í álfunni, enda munu þau hafa þar um 73% atkvæðavægi í hinu volduga ráðherraráði ("ráðinu") og leiðtogaráði Evrópusambandsins frá 1. nóv. 2014, en hin 17 ríkin, saklaus af nýlendustefnu, munu ráða þar um 27% atkvæðavægi! -- og þá dugar hvorki Grikkjum né Króötum að kalla "Elsku mamma!" til Brussel. 

Í Króatíu tókst Evrópusambandinu með massífri áróðursstarfsemi sinni að auka fylgi sitt um 6 til 11% af heildaratkvæðum fram að þjóðaratkvæðagreiðslu á liðnu ári, en áður hafði fylgi þess verið um 55-60% í skoðanakönnunum (66,27% í þjóðaratkvæðinu). Hefðu mótaðilarnir hins vegar haft sambærilega yfirburði í áróðursfé, hefðu úrslitin trúlega orðið mjög jöfn í þjóðaratkvæðinu og jafnvel á hinn veginn, þrátt fyrir að stjórnmálastéttin stæði nánast öll með stórveldinu. Eins og fyrri daginn er þeirri stétt iðulega illa treystandi, eins og við Íslendingar þekkjum engu síður en aðrar þjóðir eftir margföld svik leiðtoga okkar. 

Á hitt skal líka minnt, að gerólík er staða okkar og hinna fátæku Króata -- við höfum hér nánast ekkert að vinna, en gríðarlega miklu að tapa -- einokunar-réttindum okkar til fiskveiða í okkar lögsögu, sem yrði ESB-löndum að leiksoppi og féþúfu, ef menn létu hér narrast yrði inn í Evrópusambandið á þess járnhörðu skilmálum, sem kommissarar framkvæmdarstjórnar ESB -- Olli Rehn, Emma Bonino, Stefan Füle, Damanaki, Barroso -- hafa hver eftir annan ítrekað, að engin varanleg undanþága fáist frá.

 

  Þegar Beethoven, sem ungur hreifst af Napóleon sem 1. konsúl og samdi til hans um 1804-1805 þriðju symfóníu sína, Eroica (Hetjuhljómkviðuna), áttaði sig stuttu síðar á stórveldisdraumum Korsíkumannsins, þá reiddist hann svo, að hann reif tileinkunnina til Napóleons framan af handriti verksins. 

Jón Valur Jensson. 


mbl.is Króatía gengin í Evrópusambandið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afar ólík hlutföll áhuga og áhugaleysis

Samkvæmt könnun Vísis.is, Bylgjunnar og Stöðvar 2 sem gerð var sumarið 2012 var "áhuginn" meinti á ESB þvílíkur, að á móti hverjum einum, sem var mjög áhugasamur um að Ísland gangi í ESB voru nálega fjórir og hálfur mjög andvígir því. Einungis 18% aðspurðra höfðu veika afstöðu í málinu, þ.e. voru annaðhvort „nokkuð hlynnt“, „nokkuð andvíg“ eða hlutlaus. Yfirgnæfandi meirihluti hafði sterka skoðun á málinu, þar af voru 67% landsmanna „mjög andvíg“ inngöngu Íslands í ESB, en einungis 15% „mjög hlynnt“. Einungis 3% voru hlutlaus, 8% „voru nokkuð hlynnt" og 7% „nokkuð andvíg" (heimild).

Þarna voru sem sagt 74% andvíg því, að Ísland gangi í Evrópusambandið, en 22% hlynnt því, en greinilega gerólík samsetning þessara tveggja hópa, því að innan þess síðarnefnda er mikli áhuginn á "jáinu" nær tvöfalt minni en linari áhuginn, þveröfugt við samsetningu hins hópsins, þar sem mikli áhuginn á NEIINU var í margföldum meirihluta!

Það eru slíkar skoðanakannanir, sem einnig verður að athuga vel, þegar menn vilja ráða í styrk andstöðunnar í þssu máli. Greinilega slær hjarta íslenzku þjóðarinnar með fullveldi lands síns.

En nú um stundir, skv. nýjustu skoðanakönnun, eru 70% almennings andvíg því, að Lýðveldið Ísland verði partur af Evrópusambandinu. Er þá til of mikils ætlazt af núverandi stjórnvöldum, sem fengu umboð til að staðfesta einmitt þá afstöðu, að þau geri það í verki, fremur en að halda enn við lýði hinni alræmdu Össurarumsókn, sem átti sér ekki einu sinni stoð í stjórnarskrá?

Jón Valur Jensson.


Brezki sjálfstæðisflokkurinn með 17% fylgi

UK Independence Party, sem berst fyrir því að Bretland segi skilið við Evrópusambandið, heldur áfram að bæta við sig miklu fylgi, kominn í 17%, en Íhaldsflokkurinn sokkinn niður í 28% og Frjálsir demókratar í 8%. Verkamannaflokkurinn fengi nú 38%

Skoðanakönnun Guardians, sem gerð var dagana 2.–4. apríl, náði til 1.948 einstaklinga. Hún staðfestir enn andstöðu Breta við Evrópusambandið. Þegar frá eru taldir óvissir, myndu rúml. 60% Breta skv. nýlegri skoðanakönnun Financial Times kjósa úrsögn úr Evrópusambandinu, en tæpl. 40% áframhald þar (sjá hér: Bretar að fá upp í kok af Evrópusambandinu – aðeins 33% vilja að landið verði þar áfram!).

En á það eftir að fara svo, að Brezki sjálfstæðisflokkurinn verði stærri hlutfallslega en Sjálfstæðisflokkurinn íslenzki? Og hvað veldur vantrúnni á þann síðarnefnda? Ýmsir vinstri menn og álitsgjafar á þeirra vegum hafa haldið því fram, að Sjálfstæðisflokkurinn hafi goldið þess á síðustu vikum, að landsfundur hafi gengið of langt í Evrópusambands-andstöðu sinni og því flýi margir flokkinn, m.a. til Framsóknarflokks.

En þessi tilfærða ástæða stenzt ekki, því að Framsóknarflokkurinn tók upp alveg sömu stefnuna um að hætta viðræðum við ESB, og samt er hann að stórauka fylgi sitt. Það er hin slysalega ímynd D-listans – að flokksforystan hefur gefið til kynna, að hún viti ekki, í hvorn fótinn hún á að stíga – sem veldur því, að stefnan fram undan virðist óljós hjá þingmönnum flokksins og bein áhætta í því fólgin að kjósa hann, og hafa menn þar í huga hin sögulegu svik forystunnar við fyrri landsfund og grasrótina í Icesave-málinu. Staðfesta flokksins hefur látið á sjá – ólíkt hinum nýja systurflokki hans sem sækir nú stöðugt fram í Bretlandi! – og eðlilega skapast þá stemming fyrir því að leita á aðrar slóðir, út fyrir Sjálfstæðisflokkinn.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Breski sjálfstæðisflokkurinn með 17% fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hringlforysta Sjálfstæðisflokks tapar trausti; einörð afstaða í ESB-málum hefði sogað að honum atkvæði

Sjálfstæðisflokkurinn mælist með einungis 22,4% fylgi skv. Þjóðarpúlsi Gallup. Valhallarmenn geta kennt forystu sinni um: að hafa stuttu eftir landsfund kjarnans í grasrótinni gefið fyllilega til kynna, að til standi að óvirða grasrótina á ný, rétt eins og i Icesave-málinu.

Hanna Birna varaformaður lét afar gáleysisleg orð falla um Evrópu[sambands]stofu í Silfri Egils, raunar fávísleg orð, því að hún á að vita, að sá nær kvartmilljarður króna, sem Evrópusambandið hefur ákveðið að setja hér í beinan áróður, fer í gegnum "stofurnar" tvær í Reykjavík og á Akureyri.

Þar að auki: Með því að innanríkisráðherrann Ögmundur ætlar þrátt fyrir kæru að kveinka sér við að beita sér gegn því máli, rétt eins og ríkisstjórnin öll og fótgöngulið hennar í þinginu, þá hefur skapazt þarna fordæmi, sem trúlega yrði haldið áfram með í sama knérunn og raunar engin trygging fyrir neinum takmörkunum á fé til þessara hluta, sem birtast myndu svo skyndilega, þegar lokabaráttan hæfist, í formi flóðbylgju áróðurs um allt land.

Bjarni ungi Benediktsson talaði einnig gegn landsfundi, þegar hann sneri út úr samþykkt hans um að viðræðum skyldi lokið við Evrópusambandið. Þar var alls ekki verið að fara fram á neina þjóðaratkvæðagreiðslu um það né um að gerð yrði ný umsókn á árinu og kosið fyrst um hana, þótt formaðurinn leyfði sér faktískt að bera þá stefnu fram.

Hringlandaháttur forystu, sem þegar hafði sýnt í hinu stóra Icesave-máli, að henni var ekki treystandi, og á þar að baki svik við landsfund, er ekki beinlínis örvandi til trausts á þessum flokki. Hann auglýsir samt nú fyrir fé okkar skattborgara í heilsíðu-auglýsingum og vill enn komast til æðstu ráða. Miðað við, hvernig forystan hefur reynzt, hefur hún ekki nema gott eitt af því að hafa á síðustu vikum gersamlega misst af tækifærinu að leiða næstu ríkisstjórn.

Hitt hefði verið spennandi: að sjá einarða forystu flokksins tala í fullum samhljóm við sína sterku grasrót sem lét ekki bjóða sér neina hálfvelgju í Laugardalshöll. Jafnvel menn, sem aldrei höfðu kosið þennan flokk, hefðu þá margir greitt honum atkvæði til að standa vörð um fullveldi Íslands.

Og sú er einmitt frumskylda allra stjórnmálamanna og einkum þeirra sem hafa svarið eið að stjórnarskrá lýðveldisins!

Jón Valur Jensson.


mbl.is Fylgi Sjálfstæðisflokks dalar enn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samfylkingin hefur misst gríðarlegt traust á þessu kjörtímabili (m/viðauka um vantraust o.fl.)

Frá kosningunum 2009 hefur hlutfallslegt fylgi þess flokks, sem einn þvingaði ESB-innlimunarumsókn upp á Lýðveldið Ísland, þ.e. Samfylkingarinnar, minnkað um heil 57%. Hún fekk 29,8% atkvæða 2009, en fengi nú 12,8% skv. nýbirtri könnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands. Á sama tíma hefur fylgi andstæðs flokks, Framsóknarflokksins, aukizt hlutfallslega um 92,6%, var 14,8% í kosningunum 2009, en er nú skv. fyrrnefndri könnun 28,5%.

Fylgi Vinstri grænna skv. könnun Félagsvísindastofnunar er aðeins 8% og samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna því einungis 20,8%! Þetta er fólkið sem telur sig hafa umboð til að stjórna landinu, jafnvel til að leiða okkur á ný undir evrópskt ofurvald!

Merkilegt var, að Jón Bjarnason sat hjá við atkvæðagreiðslu um vantraust á þessa ríkisstjórn fyrir skemmstu og Atli Gíslason mætti ekki! – hvað gekk þeim til?

Undanvillingarnir tveir úr Samfylkingu, Guðmundur Steingrímsson og Róbert Marshall í "Bjartri framtíð", greiddu svo vitaskuld atkvæði með sinni ESB-vænu ríkisstjórn!

Afstaða þjóðarinnar sést aftur á móti annars vegar af því, sem fram kom hér á undan, og hins vegar af því, að í MMR-könnun, sem birt var nýlega, eftir að vantraustið var fellt, var einmitt spurt um traust á ríkisstjórnina, og þar fekk hún 31% stuðning (eflaust frá Sf-, VG- og "Bjartrar framtíðar"-fólki), en 69% treystu henni ekki. Slá hefði átt upp þeirri vantraustsyfirlýsingu í fréttum, í stað þess sem Rúvarar gerðu að tala um sigur Jóhönnustjórnar!!

Jón Valur Jensson.


mbl.is Framsókn með 28,5%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Járn í járn í VG

Ef Ögmundi Jónassyni verður misdægurt á næsta kjörtímabili, mun Rósa Björk Brynjólfsdóttir "alþjóðasinni" (les: ESB-sinni), kona Kristjáns Guys Burgess ESB-sinna, taka þingsæti hans. Svo naumt er bilið milli fullveldistryggðar og þeirra sem vilja afsal æðsta fullveldis í löggjafarmálum o.fl. málum í þeim flokki.

Jafnvel Ögmundur ber reyndar ekki alhreinan skjöld í þessum fullveldismálum. Hitt hefur hann gert: að verja landið gegn jarðeigna-ásælni Kínverja, studdur af þeim 2. tölulið 72. greinar stjórnarskrárinnar, sem Samfykingin vill feigan og viðhlæjendur hennar í "stjórnlagaráði" köstuðu á glæ, þegar þeir settu saman nýja og verri smíð.

  • Í Reykjavík kaus 1.101 félagi í VG í forvali flokksins í mars árið 2009. Í forvalinu sem haldið var nú um helgina greiddu aðeins 639 manns atkvæði. Þetta er fækkun um 462 manns eða 42%. Í Suðvesturkjördæmi var það sama uppi á teningnum. Þar tóku 769 manns þátt í forvali árið 2009 en 487 manns nú. Það er fækkun um 282 manns eða um 37%. (Mbl.is)

Þó er þetta ekki eins mikil fækkun og hjá grasrótinni, því að fylgi VG hefur helmingazt frá kosningunum 2009. Svo fer þeim sem svíkja sína huldumey.

Jón Valur Jensson.


mbl.is VG lítur í eigin barm
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband