Færsluflokkur: Skoðanakannanir

59,6% hlynnt afturköllun ESB-umsóknar, 40,4% á móti afturköllun

Þetta kom í ljós í skoðanakönnun sem Gallup gerði fyrir Heimssýn í sept.-okt. sl., og eru hér einungis taldir þeir, sem afstöðu tóku í könnuninni. Hlutlausir voru 9,9%, hlynntir afturköllun 53,7%, en andvígir aðeins 36,4%. Í hliðstæðri könnun sumarið 2011 voru 51% hlynnt afturköllun, en 38,5% á móti. "Nýja könnunin sýnir að þeim fjölgar sem vilja afturkalla ESB-umsóknina." (Heimssýn, á forsíðu nýútkomins 16 síðna upplýsingablaðs.)

67% Þjóðverja treysta ekki Seðlabanka Evrópu - 84% Katalóníubúa vilja kosningar um aðskilnað við Spán

Samkvæmt nýrri skoðanakönnun þýzka Institut fur Demoskopie kemur í ljós, að 67% Þjóðverja bera ekki traust til Seðlabanka Evrópu. Einungis 18% segjast treysta bankanum. Fyrir tveimur árum sögðu 31% Þjóðverja, að þeir treystu bankanum. Þessar upplýsingar koma fram í Handelsblatt.

Skoðanakannanir i Katalóníu sem birtar eru í El País sýna að 43% íbúanna vilja sjálfstæði frá Spáni á meðan 41% eru á móti. Samkvæmt annarri skoðanakönnun í La Vanguardia vilja 84% íbúa Katalóníu þjóðaratkvæðagreiðslu um aðskilnað við Spán. 


Traustið á ESB í sögulegu lágmarki

Síðasta skoðanakönnun framkvæmdastjórnar ESB EUROBAROMETER um eigið ágæti Evrópusambandsins sýnir, að á fimm árum hefur traust almennings á stofnunum ESB hrunið frá 57 % niður í 31 %. Frá síðustu mælingu haustið 2011 er fallið 3 %. Á sama tíma hefur framtíðarviðhorf almennings, sem árið 2007 var jákvætt hjá 52 % viðmælanda hrunið niður í 31 %. Neikvætt viðhorf til framtíðarinnar hefur tvöfaldast frá 14 % ár 2007 til 28 % ár 2012. Samkvæmt könnuninni vilja 52 % enn hafa evrópskt myntbandalag með einum gjaldmiðli evrunni á meðan andstaðan hefur aukist verulega og 40 % eru á móti ESB og evrunni. Þá er traust fyrir þjóðþingum og ríkisstjórnum einnig í sögulegu lágmarki skv. könnuninni.

71 % töldu efnahag eigin þjóðar vera alslæman á meðan 27 % töldu efnahaginn vera í góðu lagi. Mest var óánægjan 100 % í Grikklandi en minst 15 % í Svíþjóð. Á Spáni er 99 % óánægja, 97 % í Portúgal, 96 % á Írlandi, 93 % í Ungverjalandi, 92 % á Ítalíu, 91 % í Búlgaríu, og 90 % í Rúmeníu með Serbíu, Lettland, Litháen, Króatíu, Frakkland, Kýpur, Tékkóslóvakíu og Bretland á eftir. Ánægðastir með eigin efnahag eru 83 % Svía, 82% Lúxembúrgara, 77 % Þjóðverja, 68 % Finna ásamt Austurríki, Danmörku, Möltu, Hollandi, Eistlandi og Belgíu.

Flestir eða 45 % upplifa verðhækkanir/verðbólgu, sem mikilvægasta atriðið að glíma við í augnablikinu, 21 % atvinnuleysi, 19 % efnhagsástand eigin lands, 15 % eigin peningastöðu og 15 % heilbrigðis- og velferðamál. 

Sem svar við spurningunni um, hvaða mál eru mikilvægust fyrir sérhvert land svöruðu 46 % atvinnuleysi, 35 % efnahagurinn, 24 % verðbólga, 19 % ríkisskuldir, 12 % heilbrigðis- og velferðarmál, 11 % glæpir, 9 % skattar, 9 % ellilífeyrir, 8 % innflytjendamál, 8 % menntun, 4 % híbýli, 4 % umhverfismál og 2 % hryðjuverk.

Þegar spurt var um, hvort efnahagskreppan hefði náð hámarki eða það versta væri eftir, halda 60 % að það versta sé eftir, sem er 8 % færri en í síðustu mælingu. 30 % telja að kreppan hafi þegar náð hámarki miðað við 23 % í fyrra. Yfir helmingur íbúa 21 ríkja ESB telur, að það versta sé eftir.

26.637 einstaklingar í ESB voru spurðir ásamt 6.091 einstaklingum í umsóknarríkjum þar af 500 einstaklingar á Íslandi eða samtals 32.728 einstaklingar.

Könnunina má nálgast hér.

gs


mbl.is Atvinnuleysi aldrei meira í evrulöndum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einhver er "ekki sáttur við Evrópustofu!"

Í bítið heitir þátturinn, sem þetta viðtal birtist í, og því ekki út í hött að birta þetta aftur í bítið og nú með vefslóð á viðtalið, þar sem formaður Samtaka um rannsóknir á Evrópusambandinu og tengslum þess við Ísland ræddi um áróðursmál Evrópustofu og Evrópusambandsins á Íslandi (á Bylgjunni 27. janúar 2012, undir yfirskriftinni Jón Valur Jensson er ekki sáttur við Evrópustofu).

Þrátt fyrir hratt hrapandi fylgi við "inngöngu" í Evrópusambandið, bæði á Íslandi og í Noregi, virðist þetta viðtal enn halda gildi sínu við endurhlustun, og sjálfsagt mál er að hafa vefslóð á það hér.

Undirritaður verður í Útvarpi Sögu í hádeginu þennan þriðjudag, kl. 12.38-58, með sitt vikulega erindi og víkur þar nokkuð (sem oftar) að ESB-málum. Varaformaður samtakanna, Gústaf Adolf Skúlason, er vikulega í viðtali morgunhananna á sömu útvarpsstöð allsnemma á mánudagsmorgnum. --JVJ.


Athyglisverðar skoðanakannanir á Vísi.is og Bylgjunni (Reykjavík síðdegis)

22. og 24. maí fóru þessar kannanir fram og niðurstaðan ótvíræð: tvöfalt fleiri sögðust vilja hætta við viðræður við ESB heldur en þeir, sem vildu áframhald þeirra, ef þjóðaratkvæðagreiðsla yrði um málið. Þá vildu 69% þjóðaratkvæði um það, hvort halda eigi aðildarviðræðum áfram, en einungis 29% vildu ekki slíka atkvæðagreiðslu. Þarna sátu 4% hjá um fyrrnefnda atriðið, 3% um það seinna. Nánar hér neðar.

Össur Skarphéðinsson og Jóhönnustjórnin hafa ALDREI fengið umboð þjóðarinnar til að sækja um inngöngu í erlent stórveldi, og allan tímann frá umsókn þeirra hafa allar skoðanakannanir sýnt andstöðu þjóðarinnar við að ganga í gímaldið. Þetta láta þau í ríkisstjórninni sig engu varða -- virða þjóðarviljann að vettugi, en hitt hikar utanríkisráðherrann ekki við: að fara um blaðskellandi í oflæti í sínar Brusselferðir, talandi um þessi mál eins og ætla mætti, að hann hefði til þess umboð þjóðarinnar!

Jón Valur Jensson.

 


Innan við 10% af lögum Evrópusambandsins ná hér í gegn með EES-samningnum

  • "Margir mjög stórir málaflokkar standa utan EES-samningsins, svo sem landbúnaður, sjávarútvegur, tollamál, viðskiptasamningar við önnur ríki og peningamál, og er EES innan við 10% af ESB-aðild, eins og segir á vef Heimssýnar:
  • "Á árunum 2000 til 2009 tóku gildi í Evrópusambandinu samtals 34.733 tilskipanir, reglur og aðrir löggjörningar. Aðeins rúmlega þrjú þúsund (3.119) af þessum löggjörningum fengu gildi í EES-samningnum, eða 8,9 prósent. Þessar upplýsingarnar eru sóttar úr gagnabönkum og gefa raunsanna mynd af hlutfalli ESB-löggjörninga sem teknir eru upp í EES-samningnum. 
  • Ef EES-samningnum yrði sagt upp myndu sjálfkrafa taka gildi fríverslunarsamningar sem voru í gildi áður en EES-samningurinn var gerður, sbr. 120. grein samningsins. Við getum því róleg sagt upp EES-samningnum og kvatt Evrópusambandið áður en það sekkur undan eigin þunga. 
  • Enginn áhugi er í Noregi að ganga í Evrópusambandið. Allar líkur eru á að EES-samningurinn muni halda gildi sínu um sinn þótt vaxandi krafa sé í norskri umræðu að endurskoða samninginn og færa hann í búning tvíhliða samkomulags."
  • Heimild: Heimssýn."

Tekið hér af ESB-málefnasíðu Hægri grænna, en sá flokkur, sem nýtur um 7% fylgis í nýlegri skoðanakönnun, "er alfarið á móti inngöngu Íslands í Evrópusambandið."

jvj.


Ekki flóafriður fyrir neyðarfundum um evrusvæðið; en á Íslandi bíður söfnuður heittrúaðra þess að fá inngöngu!

Vandi ríkjanna á evrusvæðinu er gríðarlegur og sífelldir neyðarfundir haldnir vegna hans í ýmsum löndum, jafnvel í St Pétursborg. Cameron, forsætisráðherra Breta, "segir að ekki sé hægt að ætlast til þess að Þýskaland geti eitt leyst þann vanda sem ríkin á evrusvæðinu eigi við að eiga. Hann segir að þörf sé á margvíslegum alvarlegum aðgerðum" (Mbl.is).

Jafnvel þótt Bretar hafi sagt sig frá þátttöku í neyðaraðgerðum, var hann nú að funda um þennan risavaxna vanda með Angelu Merkel, kanzlara Þýzkalands, og ræddi einnig við Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs. Stendur til, að fá eigi lán hjá norska olíuveldinu til að bjarga málum á evrusvæðinu? Ekkert veit undirritaður um það, en hitt kom fram í fréttinni hér, að "hann sagði eftir fundinn að þörf væri á skjótum viðbrögðum."

Er það ekki undarlegt, að jafnvel nú, undir það síðasta, í eldhúsdagsumræðum til dæmis, eru Samfylkingarmenn ennþá að tala um að koma okkur Íslendingum inn á þetta illa haldna evrusvæði?! Jafnvel samherjar þeirra í Samtökum iðnaðarins hafa nú snúið við blaðinu: meirihluti félagsmanna þar vill EKKI evruna!

Jón Valur Jensson.


mbl.is Þýskaland getur ekki eitt leyst vandann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Umboðsleysi ESB-aðildarsinna

Það er ekki hefð fyrir því á meðal nágrannaþjóða okkar að kjósa um hvort fara eigi í aðildarviðræður við Evrópusambandið eða ekki," sagði Baldur Þórhallsson, ESB-maður mikill (og styrkþegi) í viðtali við Mbl.is. Ekki var honum annt um að fólkið fengi að kjósa, ekki frekar en Evrópusambandið vildi leyfa þjóðaratkvæðagreiðslur um Lissabon-sáttmálann, sem er endurvinnsluplagg á þeirri ESB-stjórnarskrá, sem franskir og hollenzkir kjósendur höfnuðu mjög eindregið þrátt fyrir alla "kynningarherferðina".

Þingheimur hafi sent skýr skilaboð út í samfélagið og til Evrópusambandsins í dag,

sagði Baldur, en þetta voru ekki skilaboð þjóðarinnar til Brussel, heldur flokka sem virðast vera rúnir trausti, hafa í 1. lagi um 17,5% stuðning þjóðarinnar við það að ganga í Evrópusambandið og eru í 2. lagi með met-atkvæðaflótta á kjörtímabilinu: Samfylkingin með einungis 13,6% fylgi skv. skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 (sjá blaðið, bls. 8 í gær), á sama tíma og Framsókn er með 15,8% og Sjálfstæðisflokkurinn 43,7% og Vinstri grænir 9,2%, en Dögun (með Hreyfinguna innanborðs, en einnig tilstyrk Borgarahreyfingarinnar, Frjálslyndaflokksins og stjórnlagaráðsmanna) með einungis 2,7%!

Jón Valur Jensson. 


Meirihluti alþingismanna kaus þvert gegn eindregnum þjóðarvilja 24. maí 2012

Athyglisverðar þessar skoðanakannanir 365 fjölmiðla síðustu daga! Hve margir vildu að tillaga Vigdísar Hauksdóttur yrði samþykkt? Nærri því jafnstór meirihluti og í "Icesave 3"! Hve margir vilja hætta ESB-viðræðum? Yfirgnæfandi meirihluti! Hér er þetta hvort tveggja nánar:

(Heimild: http://bylgjan.visir.is/kannanir/)

Þeir eru tvöfalt fleiri sem vilja hætta viðræðum en hinir sem vilja halda þeim áfram!

Og svo var það könnun Fréttablaðsins ESB-sinnaða, birt í gær. Á að halda þjóðaratkvæðagreiðslu á næstunni til að ákveða hvort halda eigi aðildarviðræðum við Evrópusambandið áfram? Já sögðu 57,9%, nei 42,1%.

Þeim er ekki alveg alls varnað á 365 fjölmiðlum að birta þó þessar staðreyndir!

Með ákvörðun sinni sl. fimmtudag, 24. maí, hefur meirihluti alþingismanna augljóslega gengið þvert gegn eindregnum vilja landsmanna. Hið sama gerðist raunar, þegar stofnað var til þessa óhæfuverks í júlí 2009. Í maí–júní það sama ár, þegar þingsályktunartillaga lá fyrir Alþingi um að sækja um "aðild" að ESB, var gerð Capacent-Gallup-könnun um afstöðu almennings og spurt: "Hversu miklu eða litlu máli finnst þér skipta að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort Ísland eigi að sækja um aðild að Evrópusambandinu?" Þá reyndust heil 61,1% svara: "Mjög miklu máli", en 15,2%: "Frekar miklu máli" (alls 76,3%), en 4,9% sögðu: "Frekar litlu máli" og 13% "mjög litlu máli" (alls 17,9%); en "hvorki né" sögðu 5,8%. (Heimild hér.)

Gegn þessum almenna vilja gekk Alþingi árið 2009 (raunar með múlbundnum vinstri grænum þingmönnum, þvert gegn þeirra eigin yfirlýstum vilja). Það sama gerðist nú, eins og ljóst er af báðum þeim könnunum nýliðinnar viku, sem hér var sagt frá.

Það er því sama, hvernig þingmenn og óbreyttir fylgismenn Samfylkingarinnar hælast um vegna niðurstöðunnar 24. maí og umsnúa staðreyndum -- sannleikurinn er kominn í ljós og hverfur ekki, meðan Íslendingar hafa augun opin. Smile 

Gleðilegan hvítasunnudag! 

Jón Valur Jensson. 


ESB-flokkarnir á Alþingi eru þrír - og allir andvígir þjóðarvaldi yfir því hvort ráðamenn fái að halda áfram ESB-umsókn eða hún verði dregin til baka - Hræsni Þórs augljós

Tillaga Vigdísar Hauksdóttur um að þjóðin verði spurð í haust, hvort draga eigi til baka Evrópusambands-umsóknina, var felld í dag með 34 atkvæðum gegn 25; fjórir voru fjarverandi.

Ógæfa þessarar þjóðar eftir kosningarnar 2009 er sú að hún ræður engu um sín mestu málefni ... nema með víðtæku, tíma- og orkufreku átaki eins og birtist í undirskriftasöfnun InDefence-hópsins og seinna Samstöðu þjóðar gegn Icesave (kjósum.is) og í þjóðaratkvæðagreiðslunum tveimur um Icesave-málið.

ALLAN TÍMANN FRÁ UMSÓKNINNI HEFUR ÞJÓÐIN VERIÐ ANDVÍG ÞVÍ AÐ GANGA Í EVRÓPUSAMBANDIÐ, samkvæmt hverri einustu skoðanakönnun.*

Nú hefur stjórnarmeirihlutinn (sem nýtur um 31-33% stuðnings í nýjustu skoðanakönnunum), með fullum stuðningi Hreyfingarinnar, þrátt fyrir allt hjal hennar um þjóðaratkvæðagreiðslur, tekið algera afstöðu gegn því að fólkið í landinu fái að úrskurða um það, hvort áfram skuli haldið í umsóknarferlinu eða umsóknin dregin til baka.

Upphrópunin "Hræsni!" heyrðist í þingsalnum, þegar einn þingmaður var að gera grein fyrir atkvæði sínu. Sá var Þór Saari, leiðtogi Hreyfingarinnar. Ástæðan var augljós þeim, sem fylgzt hafa með umræðum á Alþingi. Þór Saari sagði þar í ræðustól, að ekki ætti að "blanda saman óskyldum málum" í þjóðaratkvæðagreiðslunni í haust (þ.e. stjórnarskrár-umturnunarmálinu annars vegar og ESB-umsókn vinstri flokkanna hins vegar). En sjálfur hafði þessi sami Þór barizt fyrir því, að tveimur óskyldum málum yrði slengt saman í júlímánuði: forsetakosningunni og stjórnarskrármálinu! Hræsni hans með ofangreindum orðum sínum er því augljós, en svona rakalausar eru samt hans forsendur fyrir því að hafna valdi almennings í þessu máli!

Það voru orð að sönnu hjá Einar K. Guðfinnssyni alþm., þegar hann gerði grein fyrir atkvæði sinu, að tala um "ESB-flokkana á Alþingi" og tiltók þrjá flokka: Samfylkingu, Vinstri græna og Hreyfinguna.

Því má spá hér, að þetta verði uppreisnarefni í grasrót Vinstri grænna og upphafið að endalokum Hreyfingarinnar. Við þetta ber þó að bæta, að Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, fyrrum þingflokksformaður VG, greiddi atkvæði með tillögu Vigdísar, og ennfemur Jón Bjarnason, fyrrv. ráðherra. Heiður sé þeim að standa með sannfæringu sinni og eigin kjósendum.

Eitt enn: Tveir þingmenn: Siv Friðleifsdóttir og Skúli Helgason, héldu því fram, að "forsendurbrestur [hefði] ekki orðið" í þessu máli, frá því að sótt var um ESB-inngöngu árið 2009, og réttlættu með því mótatkvæði sín gegn tillögu Vigdísar. Það var amalegt, að engir þingmenn tóku beinlínis á þessum fáfengilegu rökum þeirra. Hér eru nefnilega dæmi sem sýna jafnvel ýmsum ESB-hlynntum greinilega breyttar og brostnar forsendur fyrir umsókn:

  • Makrílstríð ESB gegn Íslandi, með hótunum um viðskiptabann!
  • Aðgerðir ESB gegn Íslandi í Icesave-málinu (sjá aðra grein hér í dag).
  • "Umræðuferlið" reyndist rangmæli; engar samningaviðræður fóru fram í tvö ár, en aðlögunarferli hófst og stendur enn yfir. Þarna virðist því hafa verið logið að þingi og þjóð strax í upphafi, en ekkert tillit tekið til þeirra, sem gagnrýnt hafa þetta -- þvert á móti var helzta gagnrýnandanum kastað út úr ríkisstjórninni, Jóni Bjarnasyni, og því fagnaði ESB-þingið í sérstakri ályktun!
  • Ekki var talað um það í upphafi, þegar Siv og Skúli kusu með ESB-umsókn, að Evrópusambandið fengi að eyða hér hundruðum milljóna króna í áróður, m.a. í formi rangnefndrar "Evrópustofu".** Þessi óeðilegu áhrif stórveldisins, sem stjórnarþingmenn sætta sig vel við, eru vitaskuld ógnun við lýðræðislegt vald og aðstöðu almennings til að að skoða málið í ljósi upplýsinga án tengsla við fjárhagslegt ofurvald.
  • Fulltrúar Evrópusambandsins hafa ítrekað hlutazt til um íslenzk málefni með ólöglegum hætti, "stækkunarstjórinn" Olli Rehn, sendiherrann Timo Summa og einnig sendiherra voldugasta ríkisins innan ESB: Þýzkalands.
  • Evrópusambandið sjálft hefur tekið miklum breytingum frá 2009, er nú enn síðri valkostur fyrir okkur, er sjálft í stórkostlegum efnahags- og skuldamála-vandræðum, umfram allt á evrusvæðinu, sem hafði verið helzta gulrótin fyrir ýmsa hér á landi: að "fá" evruna.
  • Jafnframt þessu er komin upp mjög sterk hreyfing meðal ráðamanna Evrópusambandsins og stærstu ríkjanna þar að efla miðstjórnarvald þess, gefa því meiri valdheimildir um sjálf fjárlög meðlimaríkjanna o.fl. fjárhagsmál, að taka af ríkjunum veigamikinn hlut af fullveldisrétti þeirra og auka samlögunarferlið.

Er það svo í alvöru, að Siv Friðleifsdóttir hafi verið fyrir fram sátt við alla þessa hluti, sem komið hafa á daginn? Er hún kannski reiðubúin að láta þjóð sína taka við enn meiri smánun, lítillækkun og yfirgangi af hálfu Brusselvaldsins?

* Í öllum 13 (10) skoðanakönnunum eftir umsóknina, frá 4.8. 2009 og áfram, þar sem spurt hefur verið, hvort menn vilji, að Ísland gangi í Esb., hefur svarið verið eindregið NEI! - NEI gegn JÁI hefur verið í þessum hlutföllum (óákveðnir ekki taldir með), í tímaröð frá 4. ágúst 2009 til 27. apríl 2012: 48,5%/34,7% --- 50,2/32,7 --- 61,5/38,5 --- 54/29 (könnun á vegum Hásk. í Bifröst) --- 55,9/33,3 --- 60,0/24,4 --- 69,4/30,5 --- 60/26 --- 50,5/31,4 --- 61,1/38,9 --- 55,7/30 --- 50,1/37,3 --- 64,5/35,5 --- 63/37 --- 67,4/32,6 --- 66/34.

** Evrópusambandið er aðeins 42,5% af Evrópu (43% með Króatíu). 

Jón Valur Jensson.


mbl.is Tillaga Vigdísar felld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband