Ríkisstjórninni er réttast að sýna hér festu og ákveðni

Þótt einn stjórnarþingmaður kikni í hnjánum gagnvart útkomunni af samfelldum skrökáróðri Fréttastofu Rúv og fjölmiðlanna hans ESB-Jóns Ásgeirs eða konu hans og taki mark á "undirskriftasöfnun" þar sem er víðtæk kennitöluvöntun, þá þýðir það ekki, að það sé nein vitglóra í því fyrir ríkisstjórnina að kasta 200+ milljónum króna í slíka ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu sem yrði því einber skoðanakönnun, því að hún væri EKKI bindandi fyrir Alþingi. Alþingismenn hafa engar skyldur til að fara eftir niðurstöðum slíkrar könnunar, heldur eru þeir "eingöngu bundnir við sannfæringu sína og eigi við neinar reglur frá kjósendum sínum," skv. 48. gr. þeirrar stjórnarskrár lýðveldisins, sem þeir hafa svarið eiðstaf að.

Ríkisstjórnarflokkarnir fengu (50.454 + 46.173 = ) 96.627 atkvæði í kosningunum í vor. 45-50.000 kennitölulausir, nytsamir sakleysingjar (ásamt slatta innlimunarsinna) jafnast aldrei á við það staðfesta kjörfylgi og valdsumboð ríkisstjórnarinnar til sinna verkefna.

Jón Valur Jensson.


mbl.is „Við eigum að vera hér fyrir fólkið“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Sæll kæri Jón Valur.

Ég trúi samt ekki að ríkisstjórnarmeirihlutinn kikni í hnjánum eins og einsmálefnisflokkurinn gerði við hrunið - það voru nú meiri vesalingarnir. Létu kommana hrinda sér úr stólunum því þeir höfðu ekki bein í nefinu.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 1.3.2014 kl. 04:24

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Einsmálefnisflokkurinn fekk reyndar forsprakka Vinstri grænna til að svíkja bæði sitt eigið kosningaloforð og samþykktir flokksins. Formaður VG fekk sitt fjögurra ára ráðherrasæti og virtist kæra sig kollóttan þótt þingmenn VG hryndu úr þingflokknum hver eftir annan í hrönnum, af því að þeir gátu ekki kokgleypt svikastefnuna.

Og nú hrópa formaður og varaformaður sömu Einsmáls-Samfylkingar hástöfum um "svik" Bjarna Ben., þegar hann er einmitt farinn að virða sína eigin landsfundarsamþykkt.

En það skyldu þó ekki hafa verið hin sömu Árni Páll Árnason og Katrín Júlíusdóttir sem voru meðal ráðherraefna Samfylkingar vorið 2009 og tóku þátt í því þar að pína Steingrím J., Árna Þór Sigurðsson (kannski auðpíndur) o.fl. í VG til að SVÍKJA kjósendur þess flokks?

Og var það ekki Steingrímur, sem sagði tveimur dögum fyrir kosningarnar 2009, að hans flokkur væri eindregnastur GEGN Evrópusambandsaðild?!

Þessi sami Steingrímur átti svo stuttu síðar ófagra sögu í Icesave-málinu ...

Og einmitt það mál þjónaði því að þókknast Evrópusambandinu, sem jafnvel skaut á "gerðardómi" til að dæma okkur til að greiða það, sem síðar kom í ljós, að okkur bar alls ekki að greiða!

Svo eru sumir kjánar í umræðunni nú að tala um, að Framsókn hafi ekki sízt fengið kjörfylgi í vor út á losaraleg ummæli Sigm. Davíðs um ESB-viðræður (þvert gegn samþykkt flokks hans) !

Hvort man nú enginn lengur af þessum sauðum, að vegna drengilegrar baráttu Framsóknarflokksins MEÐ málstað okkar í Icesave-málinu flaug hann upp í skoðanakönnunum eftir birtingu dómsorðs EFTA-dómstólsins (veturinn 2013), sem sýknaði okkur alfarið í Icesave-málinu? Flokknum jókst gríðarmikið traust vegna þess máls, en um það þegja Samfylkingar- og Fréttablaðsmenn nú -- þeim sögufölsunarmönnum líkt !

Jón Valur Jensson, 1.3.2014 kl. 05:01

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

PS. Ég bið sauðasamfélagið (einkum alla bráðgáfaða forystusauði, sem ég ber mikla virðingu fyrir) innilega afsökunar á þessari óviðeigandi samlíkingu við nytsama sakleysingja og sögufalsara Samfylkingar og ESB-þjónandi fréttamanna.

Jón Valur Jensson, 1.3.2014 kl. 05:05

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Sendi baáttu kveðju til þín og allra annarsstaðar.

Helga Kristjánsdóttir, 1.3.2014 kl. 17:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband