Færsluflokkur: Skoðanakannanir

Brezkur almenningur fráhverfur ESB

Sumar þjóðir hafa skriðið inn í Evrópusambandið á naumari meirihluta en þeir Bretar hafa nú, sem eru fylgjandi úrsögn úr sama yfirríkjasambandi (53%:47%). Yrði kosning nú, væri þó viðbúið, að gríðarlegt áróðursfé myndi streyma bæði inn í Bretland og frá hagsmunaaðilum þar til að koma í veg fyrir úrsögn landsins.

En það er ekki frækileg frammistaða Evrópusambandsins sem er ástæða niðurstöðu þessarar nýju skoðanakönnunar sem fyrirtækið Survation gerði fyrir Mail on Sunday, enn einnar könnunar sem staðfestir sömu þróun.

Undarlegt er, að enn skuli vera uppi þeir menn á Íslandi sem vilja smeygja landsmönnum sínum undir klafa þessa ofurríkjabandalags sem hefur t.d. stofnun hers og skattahækkanir á verkefnaskrá sinni nú um stundir, sem og stórlega íþyngjandi og hættulegt innistæðutryggingakerfi sem sumir sofandi þingmenn hérlendis virðast jafnvel vilja innfæra í íslenzka löggjöf. Það má aldrei gerast.

20% aðspurðra tóku ekki afstöðu í þessari könnun dag­ana 14.-16. janú­ar.

JVJ.


mbl.is 53% vilja úr Evrópusambandinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sigur ESB-skeptíkera í Danmörku

Danir höfnuðu nú í þjóðaratkvæði (53,1:46,9%) sífellt ágengara ESB um valdheimildir til Brussel. Þetta er sigur fyrir Danska þjóðar­flokk­inn og sjálfstæðis-viðleitn­ina, ósigur fyrir ESB-með­virkan forsæt­isráðherrann Rasmussen.

Danir vilja með sinni ákvörðun halda undanþágu sinni frá þátttöku í samstarfi ríkja Evrópusambandsins á sviði lögreglu- og dómsmála, undanþágu sem þeir fengu fyrir rúmum tveimur áratugum, eftir að þeir höfnuðu Maastricht-sáttmálanum.

JVJ.


mbl.is Danir segja nei
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Reglan" óstöðuga um "hlutfallslegan stöðugleika" (relative stability) í fiskveiðum ESB-ríkja

Svo tryggur hefur meirihlutinn verið í sex ár gegn inngöngu í Evrópusambandið, að ætla mætti, að flestum sé ljós sú staðreynd, að sjávarútvegsstefna þess og "reglan um hlutfallslegan stöðugleika" eru EKKI í þágu okkar og ekkert til að byggja á, enda er Evrópusambandið með fulla heimild til að endurskoða sínar reglur, eins og talsmenn sambandsins hafa sjálfir viðurkennt.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Fleiri á móti í sex ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Meirihluti Breta leggst á sveif með því að segja sig úr Evrópusambandinu

Nýlegar skoðanakann­an­ir sýna sívaxandi stuðning við brott­hvarf úr sam­band­inu. Nú er svo komið, að naum­ur meiri­hluti Breta vill yf­ir­gefa ESB, 51%, en 49% segj­ast fylgj­andi áfram­hald­andi aðild, sam­kvæmt nýrri skoðana­könn­un í The Mail on Sunday. Kosið verður um málið 2017.

JVJ.


mbl.is Meirihluti Breta vill yfirgefa ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Minnkandi spenningur yfir ESB-áróðursbrellum svikulla fjölmiðla

Þrátt fyrir krónískan áróður fjölmiðla ESB-fylgjandans Jóns Ásgeirs og ódyggra ríkisstarfs­manna á Rúv vilja einungis 51% halda í Össurar-umsóknina skv. nýrri Gallup­könnun, lækkun frá í febrúar þegar hlutfallið var 53,2%.

  • "Að sama skapi fjölgar þeim sem eru hlynntir því að draga um­sókn­ina til baka. Þeir voru 35,7% í fe­brú­ar en mæl­ast nú 39%. Könn­un­in nú var gerð dag­ana 19. - 25. mars eft­ir að rík­is­stjórn­in tók þá ákvör­ðun um miðjan síðasta mánuð að til­kynna Evr­ópu­sam­band­inu að Ísland væri ekki leng­ur um­sókn­ar­ríki að sam­band­inu," ritar Hjörtur J. Guðmundsson blm. á Mbl.is.

Ennfremur hefur orðið veruleg fækkun í hópi þeirra sem vilja þjóðar­at­kvæða­greiðslu um fram­hald um­sókn­ar­ferl­is­ins að Evr­ópu­sam­band­inu, samkvæmt nýrri könn­un Gallup, en 65% sögðust styðja, að slík kosn­ing færi fram. Þetta virðist hátt hlutfall, en er þó tals­vert lægra en í sam­bæri­legri Gallup-könnun fyrir ári - þá vildu 72% þjóðar­at­kvæði um fram­hald máls­ins. Fyr­ir ári voru 21% and­víg því að slík þjóðar­at­kvæðagreiðsla yrði hald­in, en nú eru 24% andvíg því sam­kvæmt þessari nýj­ustu könnun Gallup og Mbl.is (tengill neðar).

Já, þessi umtalsverða breyting í rétta átt er mjög athyglisverð, miðað við allan hamaganginn og falsáróðurinn rammhlutdræga hjá nefndum fjölmiðlum, sem og, að hvaða lekabytta sem var hafði verið dregin á flot til að bera vitni með þeim um nauðsyn framhalds málsins, þar á meðal ýmsir Icesave-spámennirnir, sem brugðizt höfðu þjóð sinni á átakatímum (þótt þeir hefðu sem betur fer ekki haft sitt fram).

Hér verður því spáð, að þessi stefnubreyting haldi áfram í vaxandi mæli, þar sem sýnt hefur sig og mun áfram sýna sig, að við höfum einskis í misst með því að stefna frá því að ánetjast Evrópusambandinu; og jafnvel háðustu aðilar geta ekki endalaust haldið áfram með sína áráttu­hegðan í helztu fréttatímum án þess að almenna furðu veki og vantraust.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Fækkar sem vilja þjóðaratkvæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skoðanakönnun Fréttablaðsins sýnir EKKI fylgi við Evrópusambandið

Hefði undirritaður verið spurður af Frétta­blaðinu hvort hann væri ánægður með störf utan­ríkis­ráð­herra eður ei, hefði svarið verið: mjög óánægður! Þannig er um fleiri full­veldis­sinna.

Menn verða því að varast að draga rangar ályktarnir af þessari skoð­ana­könnun blaðsins. Yfirgnæfandi fjöldi þeirra, sem voru óánægðir með störf Gunnars Braga, voru langt frá því allir einhverjir þjóðaratkvæðissinnar, hvað þá Evrópusambands-innlimunarsinnar!

Stjórnarflokkarnir hafa EKKI staðið sig vel í Esb-málinu, frá sjónarhóli harla margra fullveldissinna, sem vilja hreinar línur og að þingsályktunar­tillagan með Össurar-umsókninni verði dregin formlega til baka, svo að enginn vafi leiki á og ekki verði einfaldlega hægt með refjum að "halda viðræðunum bara áfram" eftir fá eða mörg ár.

Þess var ennfremur gætt á Esb-Fréttablaðinu hans Jóns Ásgeirs Esb-vinar að spyrja ekki, hvort menn væru ánægðir með viðbrögð Evrópusambandsins. Mættu menn taka þennan pistil Björns Bjarnasonar til góðrar athugunar í því efni: 

  • Björn Bjarnason, fyrrverandi dómsmálaráðherra.
  • Sann­ar ann­ars „drottn­un­ar­girni“ ESB
  • 14:12 „Mái ESB ekki Ísland af skrá sinni um um­sókn­ar­ríki sann­ar tregðan til þess aðeins drottn­un­ar­girni valda­manna ESB í Brus­sel og svik þeirra við fyrri yf­ir­lýs­ing­ar um að það sé á valdi ís­lenskra stjórn­valda að ákveða stöðu lýðveld­is­ins Íslands gagn­vart Evr­ópu­sam­band­inu – annaðhvort eru ríki um­sókn­ar­ríki eða ekki, Ísland er það ekki.“Meira »

Jón Valur Jensson.


mbl.is Móttakandinn skilur ekkert í bréfinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hneyksli á Fréttablaðinu

Annaðhvort er ritstjóri Esb-Fréttablaðsins vísvitandi að skrökva að þjóðinni eða ævintýralega fáfróður, þegar hann ritar í leiðara:

  • "Segja má að þeir sem harðast sækja að ríkisstjórninni, um að hún fari á móti straumnum og dragi umsóknina til baka, séu sama fólk og á mestra hagsmuna að gæta í að kvótalögin breytist sem minnst, og helst ekkert."

Það er ófyrirleitni að birta svona tilhæfulausar dylgjur, eins og Sigurjón M. Egilsson gerði í morgun. Hvernig getur hann til að mynda bendlað okkur félagana í Samtökum um rannsóknir á Evrópusambandinu og tengslum þess við Ísland (samtökum sem halda úti þesari vefsíðu, Fullveldisvaktinni) við einhverja eiginhagsmunagæzlu í kvótamálum?! Þar eru engir kvótahafar (en þó einn trillukarl, nægir hann kannski SME til að "sanna" sitt mál?!).

Sigurjón á að birta afsökunarbeiðni í blaði sínu STRAX í fyrramálið. Það er fjöldinn allur af þjóðhollum mönnum, sem er því fylgjandi að draga þessa Össurarumsókn til baka, stór hluti þjóðarinnar.*

En er Sigurjón M. Egilsson með þessum orðum sínum hugsanlega að þjóna vilja Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, eiginmanns eiganda 365? – Það er ástæða til að spyrja, því að JÁJ er einmitt yfirlýstur ES-sinni.

* Af þeim, sem afstöðu taka meðal aðspurðra í nýrri Capacent Gallup-könnun fyrir ESB-samtökin "Já Ísland" (sic!), vilja 68% þeirra, sem styðja Sjálfstæðis­flokkinn, að umsóknin að Evrópusambandinu verði dregin til baka, en 85% þeirra, sem styðja Framsóknar­flokkinn, vilja að umsóknin verði dregin til baka (og þetta eru ekki kvótahafar!). ––Þessi afstaða stuðningsmanna ríkisstjórn­ar­flokkanna gefur því enga minnstu ástæðu til að efast um, að þeir geri rétt í því að flytja sem fyrst frumvarp um slíka afturköllun Össurar-umsóknarinnar frá 2009, umsóknar sem var reyndar beinlínis GRÓFT STJÓRNAR­SKRÁR­BROT, eins og sannað hefur verið hér á vefsetrinu og endurtaka má í frekari umræðum. 

Jón Valur Jensson.


Enn hafnar yfirgnæfandi meirihluti Norðmanna inngöngu í Evrópusambandið

Tvær nýjar kannanir staðfesta þetta. Í könnun Verdens Gang eru 72% þeirra, sem afstöðu tóku, and­víg, en 28% hlynnt inngöngu. Í annarri fyr­ir dag­blaðið Nati­on­en eru 74% á móti inn­göngu í ESB, en 16,8% henni hlynnt.

  • "Fram kem­ur í frétt­inni [frá Verdens Gang] að meiri­hluti kjós­enda allra stjórn­mála­flokk­anna sem sæti eiga á norska þing­inu hafni inn­göngu í sam­bandið."

Gleðilegt að Norðmenn eru glaðvakandi í þessum efnum og láta ekki seiða sig inn í Brussel-björgin, þótt margir svikulir í stjórnmála­stéttinni megi naumast vatni halda af hrifningu yfir öllu stórveldis­apparatinu –– og háu laununum hjá starfs­mönnum þess í Brussel. ––jvj.


mbl.is Norðmenn andvígir inngöngu í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eitthvað fyrir ráðvillta að læra af

Norðmenn hafa tvívegis "kíkt í pakkann" með mikilli fyrirhöfn, þekkja hann betur en við, en 70% þeirra vilja ekki í ESB, aðeins 20% vilja inn! Og aðeins 32% íbúa ríkja Evr­ópu­sam­bands­ins bera traust til sam­bands­ins skv. nýrri skoðana­könn­un sem gerð var á veg­um þess sjálfs, en 59% treysta Evr­ópu­sam­band­inu ekki. Glæsilegt, ekki satt? Þetta er þó fólkið sem hefur beina reynslu af þessu stórveldabákni.

  • Mest van­traust er í garð Evr­ópu­sam­bands­ins á Kýp­ur (74%), í Portúgal (70%), á Ítal­íu (69%) á Spáni (67%) og í Bretlandi (66%). Mest traust á sam­band­inu er í Eistlandi og Rúm­en­íu (58%), Finn­landi (50%) og Belg­íu og Möltu (49%).
  • Þegar hins veg­ar spurt var um af­stöðu fólks til Evr­ópu­sam­bands­ins sagðist rúm­ur þriðjung­ur, eða 34%, hafa annaðhvort mjög eða frek­ar já­kvæða af­stöðu til Evr­ópu­sam­bands­ins. Þar af 4% mjög já­kvæða. (Mbl.is)

Allmargir (þó ekki eins margir, þ.e. 26%) hafa frek­ar eða mjög nei­kvæða af­stöðu til sam­bands­ins. Þar af 6% mjög nei­kvæða, en 38% sögðust hins hvorki hafa já­kvæða né nei­kvæða af­stöðu til þess. (Mbl.is.)

Væri nú ekki ráð fyrir ráðvillta hér á landi að læra eitthvað af þessu?

Jón Valur Jensson.


mbl.is Meirihlutinn ber ekki traust til ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er blygðunarlaus peningaausturinn í ESB-áróður farinn að "skila árangri"?

Um sama leyti og 70% Norðmanna eru andvíg inngöngu landsins í Evr­ópu­sam­bandið og aðeins 20% fylgjandi, segjast 49,5 aðspurðra hér í MMR-könnun andvíg ESB-inngöngu, en 37,3% hlynnt henni. Hvað veldur? Fáfræði manna hér? Stöðugur ESB-áróður í ríkisfjölmiðlum árum saman? Landsölustefnan á fullu í 365 fjölmiðlum og DV? Hundruð milljóna króna sem ESB hefur fyrir ótrúlega meðvirkni og aumingjaskap ráðamanna hér komizt upp með að ausa í Evrópustofu? IPA-styrkirnir? Mútukenndu boðsferðirnar til Brussel –– eða allt þetta í senn?

Það er furðulegt, að ráðamenn uni því hér árum saman, hvernig misskipt er aðstöðu manna og samtaka til áhrifa með því að skrúfa fyrir fé til sumra, en opna allt upp á gátt til annarra! Evrópustofa mun eyða yfir hálfum milljarði í sinn áróður, verði hún ekki stöðvuð.

Þetta minnir á Icesave-málið: Ófyrirleitnu lygasamtökin Áfram Ísland! voru fjármögnuð af Samtökum fjármálafyrirtækja, SA, SI og öðrum til viðleitni sinnar að fá Icesave-svikasamningana samþykkta ...

  • Sem start-gjald veittu þessi samtök Áfram-hópnum milljón krónur, hvert fyrir sig. Alls munu styrkir sem Áfram-hópurinn þáði hjá fyrirtækjum og almanna-samtökum hafa numið 20 milljónum króna. Til samanburðar fekk Samstaða þjóðar gegn Icesave um 20 þúsund krónur frá fyrirtækjum og almanna-samtökum.*
Já, þið lásuð rétt: um þúsund sinnum minna fekk Samstaða þjóðar gegn Icesave til verka sinna heldur en "Áfram Ísland!" sópaði til sín! Kom kannski eitthvað af því úr ESB-sjóðum? Engin furða, að þessi landssvikasamtök voru með rokdýrar auglýsingar í sjónvarpi og afspyrnuheimskulegar heilsíðuauglýsingar í dagblöðum!
 
En þetta er óviðunandi, þessi gersamlega ólíka vígstaða, hvað snertir peninga til verkefna (og eru þeir ekki á stundum "afl þeirra hluta sem gera skal"?) –– rétt eins og fjáraustrinum úr vösum skattborgara í pólitísku flokkana er gersamlega misskipt –– og nú langmest til Sjálfstæðisflokksins –– þess sem er svo veikur í hnjáliðunum nú um stundir!
 
Þótt með víðtækri samstöðu hafi tekizt að hrinda af okkur Icesave-svikasamninga-ásækni Evrópusambandsins, ESB-taglhnýtinganna á Íslandi, Samfylkingarinnar, Vinstri grænna, auðmannasamtaka, álitsgjafa í háskólunum og í Efstaleiti og annarra sem beittu sér gegn okkar skýru þjóðarréttindum, þá mega menn ekki gefa sér allt of glatt, að það sama takist gagnvart ásókn Evrópusambandsins í að ná Íslandi undir stjórn sína og lög. Þess vegna má enginn láta deigan síga – enginn meðvitaður má sofa á verðinum í þessari baráttu fyrir fullveldi Íslands.
 

Hér er athyglisvert að sjá þróun ESB-skoðanakannana MMR á mynd­ræn­an hátt

* Sjá hér: samstada-thjodar.blog.is/blog/samstada-thjodar/entry/1286301/ (endilega smellið á tengilinn og skoðið hvaða fólk þetta var – m.a. úr "Bjartri framtíð"!).

Jón Valur Jensson. 


mbl.is 37,3% vilja ganga í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband