Færsluflokkur: Skoðanakannanir
3.9.2019 | 12:29
Röddum sem krefjast úrsagnar úr EES fjölgar
Umræðan um orkupakka ESB og ískyggileg niðurstaðan (ráðamenn jafnvel að spá í þann 4.) hefur aukið efasemdir um EES-samninginn.
Skoðanakönnun á vef Útvarps Sögu virðist benda í þessa átt. Þar var spurt í gær og til hádegis í dag: "Á Ísland að ganga úr EES?"
Svörin voru mjög eindregin:
79,69% Já
18,32% Nei
1,99% Hlutlaus
Andinn meðal hlustenda stöðvarinnnar hefur mjög verið gegn 3.orkupakkanum, yfir 90% í nýlegri könnun.*
En að mati undirritaðs, sem hann er ekki einn um, hefur fátt á seinni árum aukið jafnmikið tortryggni gagnvart EES-samningnum eins og orkupakkamálið allt á þessu ári. Ekki hefur verið sýnt fram á neina gagnsemi innihalds þessa pakka fremur en þess fyrsta og annars fyrir okkur Íslendinga. Einþykkni aðstandenda þriðja pakkans og viljaleysið til að fresta málinu um nokkrar vikur, sem og fréttir um undirbúning sæstrengsmála og afar kostnaðarsamra vindmyllugarða, sem munu ekki borga sig nema til komi sala rafmagns úr landi, allt eykur þetta tortryggni varfærinna manna, sem eins og heiðursmaðurinn Ásmundur Friðriksson alþm. vilja ekki taka neina áhættu með fullveldi Íslands og fulla stjórn okkar á náttúruauðlindum okkar fagra lands.
En orkupakkamenn geta eignað sér drjúgan hlut í ástæðum þess, að menn skoða nú uppsögn EES-samningsins með vaxandi áhuga! Þau mál má einnig skoða í samhengi við aðra þróun heimsviðskipta, sem átt hefur sér stað og nánar verður fjallað um hér í nýrri grein.
* Sbr. HÉR
Jón Valur Jensson.
Skoðanakannanir | Breytt 4.9.2019 kl. 11:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.10.2017 | 16:51
Eindreginn meirihluti vill Ísland utan Evrópusambandsins
Enn ein skoðanakönnun (allar frá júlí 2009) sýnir mikinn meirihluta landsmanna andvígan því að Ísland gangi í Evrópusambandið. 59,8% eru andvíg, en 40,2% hlynnt, en langtum ákveðnari er þó nei-hópurinn: örugglega á móti inngöngu eru 41,1%, en aðeins segjast 15,6% örugglega hlynnt inngöngu, samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar sem nú var birt og Gallup gerði þó fyrir samtökin "Já Ísland" (!) sem berjast fyrir inngöngu í Evrópusambandið og hafa notið stuðnings þessa tröllslega bandalags í þeirri baráttu.
Sjálft nafn samtakanna er öfugmæli -- það eru ekki samtök sem munu fagna 100 ára fullveldi Íslands 1. desember 1918, heldur vilja það feigt. Og leiðtogar þeirra samtaka (hver eftir annan) sitja nú í ríkisstjórn Íslands og bíða þess, vonandi, að þjóðin skipti þeim út eftir 12 daga!
Nánar síðar. -JVJ.
Mikill meirihluti vill ekki í ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Skoðanakannanir | Breytt s.d. kl. 18:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.7.2017 | 12:24
Fylgi ESB-sinna er mjög veikt
62,3% eru andvíg inngöngu í ESB og 37,7% hlynnt, í nýjustu könnun MMR, þegar taldir eru þeir sem afstöðu tóku. Enn hærra er hlutfall þeirra sem eru mjög andvígir inngöngu (31,7%) miðað við hina sem eru mjög hlynntir henni (11,3%). Sem sé: Rúmlega helmingur þeirra, sem eru andvígir inngöngu landsins í stórveldið, eru MJÖG andvígir henni, en langt innan við þriðjung þeirra, sem eru hlynntir, eru MJÖG hlynntir inngöngu.
Fleiri hafa verið andvígir inngöngu í Evrópusambandið en hlynntir í öllum skoðanakönnunum sem birtar hafa verið hér á landi undanfarin átta ár eða frá því sumarið 2009, hvort sem kannanirnar hafa verið gerðar af Gallup, MMR, Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands eða öðrum [...] Þá vekur athygli að þrisvar sinnum á undanförnum mánuðum hefur MMR mælt þá sem hlynntir hafa verið því að ganga í sambandið færri en þá sem ekki tekið afstöðu með eða á móti. (Hjörtur J. Guðmundsson á Mbl.is.)
Þrátt fyrir þennan mikla mun er engin ástæða til að láta deigan síga í baráttu fyrir því, að Alþingi lýsi formlega yfir, að Össurarumsóknin svokallaða, frá 2009, verði afturkölluð, enda gekk hún gegn sjálfri stjórnarskránni. Að hafa hana enn í skúffu hjá býrókrötunum í Brussel er okkur til hneisu, og þótt Gunnar Bragi Sveinsson hafi stærilátur sent bréf þangað, veit hann að það er ekkert mark tekið á því. Það gefur honum ekki ástæðu til stærilætis, að í því máli var hann af hræðslugæðum eða í meðvirkni að láta undan sameinaðri áróðurssókn ESB-Fréttablaðsins, fréttastofu Rúv, sem vinnur í málinu gegn hagsmunum þjóðarinnar, og ýmissa stjórnarandstöðumanna, þegar þetta mál var í umræðu og fundað um það á Austurvelli fyrir fáeinum árum.
Jón Valur Jensson.
Fleiri á móti inngöngu í átta ár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Skoðanakannanir | Breytt s.d. kl. 12:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.12.2016 | 18:12
Vonandi veit það ekki á illt á nýju ári, að Bjarni, studdur ESB-flokkum, er mættur á Bessastaði
Ótvíræðir ESB-hvolpar eru flokkarnir "Viðreisn" og "Björt framtíð". Aðeins á eftir að koma í ljós, hvort Bjarni Benediktsson reynist hafa bein í nefinu til að banda frá sér, í krafti landsfundarsamþykkta, öllu landsölugelti þessara tveggja sorglegu flokka. En kominn er hann nú með stjórnarmyndunarumboðið frá forseta Íslands.
Það er svolítil bót í máli, að hin óþjóðholla "Viðreisn" hrapar í fylgi í nýbirtum Þjóðarpúlsi Gallup, fær þar aðeins 7,4%, en Sjálfstæðisflokkurinn 29%. Ef eitthvað verður af stjórnarmyndun þessara þriggja flokka, þá er þess fyrst að geta, að hún nyti aðeins eins þingmanns meirihluta, en í 2. lagi hafa þessir flokkar einungis 45,1% fylgi.
Fullveldisvaktin og Samtök um rannsóknir á Evrópusambandinu og tengslum þess við Ísland þakka lesendum sínum samfylgdina það sem af er þessu ári og óska þjóðinni allri velfarnaðar á nýju ári.
Jón Valur Jensson.
Bjarni kominn aftur með umboðið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Skoðanakannanir | Breytt 31.12.2016 kl. 04:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.11.2016 | 14:36
4,8 sinnum fleiri mjög andvígir inngöngu í ESB heldur en þeir sem eru mjög hlynntir henni
Í nýrri skoðanakönnun MMR, sem stór hluti svarenda (87,8%) tók afstöðu til, eru einungis 7,9% mjög hlynnt inngöngu í Evrópusambandið, en 38,1% mjög andvíg henni. Í heild eru 57,8% andvíg, en 20,9% hlynnt inngöngu í sambandið. Hlutföll hópanna eru 2,77 fullveldissinnar á móti hverjum einum ESB-sinna! Andstaðan hefur aukizt verulega frá fyrri könnun MMR í september.
Ávallt raunar frá Össurarumsókninni 2009 hefur verið traustur meirihluti andstæður inngöngu í evrópska stórveldið, en hvenær ætlar stjórnmálaflokkunum að lærast það? En í stað þess að leggja þetta fráleita umsóknarmál til hliðar (mál, þar sem hinn fallni fyrrv. utanríkisráðherra braut stjórnarskrána í æsingi sínum), þá hefur fjölgað í hópi veruleikafirrtra þingflokka sem gæla enn við þetta mál eftir kosningarnar (þótt lítt hafi þeir fjallað um það í kosningabaráttunni!) og vilja fremur sinna því en aðkallandi verkefnum innanlands, svo sem í heilbrigðisþjónustu, aðbúnaði og kjörum lífeyrisþega, menntamálum, löggæzlu, vegagerð og viðunandi aðstöðu á ferðamannastöðum.
Skoðanakönnun MMR var gerð dagana 7.-14. nóvember og var heildarfjöldi svarenda 904 einstaklingar, 18 ára og eldri. Spurt var: Ert þú hlynnt(ur) eða andvíg(ur) því að Ísland gangi í Evrópusambandið (ESB)? Samtals tóku 87,8% afstöðu. (Mbl.is)
Þurfa ekki stjórnmálamenn okkar að læra rétt eins og unga fólkið?
Jón Valur Jensson.
Vaxandi andstaða við inngöngu í ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Skoðanakannanir | Breytt s.d. kl. 15:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
27.7.2016 | 01:28
Auðsær vilji þjóðar
Er þetta ekki býsna auðsær þjóðarvilji að afgerandi meirihluti í öllum skoðanakönnunum sl. sjö ár hefur hafnað inngöngu í Evrópusambandið?
Þetta samfellda tímabil hófst með skoðanakönnun sem Capacent gerði fyrir hugveituna Andríki fyrir sjö árum en samkvæmt henni voru 48,5% andvíg inngöngu í Evrópusambandið en 34,7% henni hlynnt. Fram að því höfðu skoðanakannanir ýmist sýnt meirihluta hlynntan inngöngu í Evrópusambandið, andvígan þeim ráðahag eða andstæðar fylkingar hnífjafnar.
Samkvæmt niðurstöðum nýjustu könnunarinnar, sem gerð var af MMR og birt 22. júlí, eru 55,5% andvíg því að ganga í sambandið en 24,7% hlynnt því. Ef einungis er tekið mið af þeim sem taka afstöðu með eða á móti inngöngu eru rúm 69% andvíg henni en tæpt 31% vill að Ísland gangi í Evrópusambandið. (Hjörtur J. Guðmundsson blm. í Mbl.is-frétt, tengill neðar).
Þessar hræringar frá Evrópusambandinu hafa jafnvel aukizt upp á síðkastið, því að "stuðningur við inngöngu í Evrópusambandið [hefur] minnkað töluvert frá því í byrjun þessa árs samkvæmt skoðanakönnunum MMR, þegar hann var 36,2%, eða um 11,5 prósentustig. Á sama tíma hefur andstaðan við inngöngu í sambandið aukist úr 47% í 55,5% eða um 8,5 prósentustig," eins og segir í sömu fréttarskýringu Hjartar.
"Nú er lag!" hefði einhver sagt við slíkar aðstæður, þ.e.a.s. fyrir ríkisstjórnina til að leggja á ný fram þingsályktunartillögu um að draga ESB-umsóknina formlega til baka. Þótt það yrði hennar síðasta verk, þá væri þar ekki til einskis unnið. Og með samþykkt þeirrar tillögu hefði þingið og stjórnarflokkarnir loksins tekið á sig rögg og markað sér stöðu með þjóðinni, sem svo lengi hefur hafnað Evrópusambandinu.
Jón Valur Jensson.
Evrópusambandinu hafnað í sjö ár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Skoðanakannanir | Breytt s.d. kl. 01:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
16.7.2016 | 23:57
Nær tveir þriðju aðspurðra Breta vilja ekki nýja þjóðaratkvæðagreiðslu um Evrópusambandið
Þrátt fyrir fullyrðingar Evrópusambandssinna reynist við skoðanakönnun mikill meirihluti Breta andvígur því að fram fari önnur þjóðaratkvæðagreiðsla um veru eða útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Ýmsir, m.a. ESB-innlimunarsinnar íslenzkir, hafa talað um að brezka þjóðin þurfi að fá nýtt tækifæri til að "leiðrétta" sína ákvörðun í þjóðaratkvæðagreiðslunni 23. júní sl., en þessi skoðanakönnun, gerð af fyrirtækinu ComRes fyrir brezku blöðin Sunday Mirror og Independent dagana 13. til 15. júlí, náði til rúmlega tvö þúsund manns, og samkvæmt henni eru 57% andvíg því að boðað verði til nýs þjóðaratkvæðis um málið. Tæpur þriðjungur, eða 29%, er því hins vegar hlynntur. Með öðrum orðum: Nánast tveir á móti hverjum einum vilja, að ekki verði raskað því ferli sem ákveðið var 29. f.m.
Fleiri eru enn fremur andvígir því að boðað verði til nýrra þingkosninga eða 46% á móti 38%. Nýr forsætisráðherra Bretlands, Theresa May sem sjálf studdi áframhaldandi veru í ESB, hefur lýst því yfir að hvorki verði boðað til nýs þjóðaratkvæðis né nýrra þingkosninga. (Mbl.is; Frétt Reuters).
JVJ.
Vilja ekki annað þjóðaratkvæði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Skoðanakannanir | Breytt 17.7.2016 kl. 01:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.6.2016 | 11:59
Endurspeglar ný könnun yfirburði fullveldissinna?
Útvarp Saga er með nýja aðferð skoðanakannana, sem á að koma betur í veg fyrir ítrekuð innlegg sama manns/sömu fjölskyldu. Þar var að birtast niðurstaða sem gefur Davíð Oddssyni mikla yfirburði yfir Guðna Jóhannesson.
Reyndar var einkum leitað eftir afstöðu þátttakenda til þessara tveggja manna, þótt einnig væri hægt að velja þriðja valkostinn. Spurt var (1.-2. júní): Hvern ætlar þú að kjósa sem forseta Íslands? Gátu menn þá valið:
- Davíð Oddsson.
- Guðna Jóhannesson.
- Einhvern annan.
Niðurstaðan varð, að Davíð fekk 53,9% atkvæða, Guðni Th. 22,6%, og litlu færri fekk "einhver annar" valkostur: 22,3%.
Þetta er ekki í samræmi við ýmsar kannanir Gallup, MMR, Fréttablaðsins og Félagsvísindastofnunar HÍ, en raunar er vitað, að Davíð hefur verið í uppsveiflu, nær 1% á dag að meðaltali, en Guðni á niðurleið. En á vef Útvarps Sögu er þetta þó önnur könnunin sem sýnir yfirburði Davíðs. Fór sú fyrri fram 27.-30. maí, og þar voru allir frambjóðendurnir níu nafngreindir, en Davíð náði þar 39%, Sturla Jónsson 30,1%, Guðni 21,1%, Halla 3,7% og Andri Snær 3,2%. (Sjá nánar hér: Fyrsta skoðanakönnun sem sýnir DAVÍÐ ODDSSON efstan í forsetakjöri.) Þetta segir ekkert til um afstöðu þjóðarinnar, miklu fremur ákveðins hlustendahóps, þar sem menn taka sjálfir ákvörðun um þátttöku í skoðanakönnun, en á Útvarpi Sögu hefur Sturla þessi vörubílstjóri fengið margra ára góða kynningu vegna framlags hans til ýmissar umræðu.
En yfirburðir Davíðs í nýrri könnuninni er allnokkuð í þá átt að vera í samræmi við könnun MMR vorið 2015 þar sem spurt var hvort kjósendur vildu láta breyta stjórnarskránni þannig, að Alþingi verði heimilað að framselja hluta íslenzks ríkisvalds til alþjóðlegra stofnana. Niðurstaðan var sú, að einungis 14% voru því hlynntir, en 69% andvígir, sjá nánar hér: Nær fimm sinnum fleiri andvígir framsali hluta íslenzks ríkisvalds en hlynntir!
Þá er þess að geta, að MJÖG hlynntir "aðild" að Evrópusambandinu eru bara 9,5% landsmanna skv. nýlegri könnun MMR birtri fyrir miðjan maí, en MJÖG andvígir eru 31,7%, meira en þrefalt fleiri. Þess vegna er þeim mun furðulegra að Guðni Th. Jóhannesson ljái máls á því að Ísland verði partur af þessu stórveldi og nefni ranglega sem "kost", að þá getum við losnað við krónuna! Sjá hér: Guðni Th. Jóhannesson er ekki einarður verjandi landsréttinda.
Jón Valur Jensson.
Skoðanakannanir | Breytt s.d. kl. 12:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.4.2016 | 01:56
8% Tyrkja styðja Ríki islams (ISIS-samtökin); samt býður ESB þá velkomna á Schengen-svæðið!
Er ekki eitthvað mikið að þessu Evrópusambandi? Hvernig létu ESB-menn sér detta það í hug að bjóða tyrknesku þjóðinni að fara um allt Schengen-svæðið án vegabréfsáritunar? Í Tyrklandi eru meðallaun helmingi lægri en hjá láglaunafólki í Evrópusambandinu. Þessi ákvörðun stuðlar því að miklum fólksflutningum; og með munu óhjákvæmilega slæðast menn hlynntir hryðjuverkum.
JVJ.
Íslendingur sagður í Ríki íslams | |
Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana. |
Skoðanakannanir | Breytt 20.4.2016 kl. 01:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.1.2016 | 10:15
Í öllum skoðanakönnunum frá Össurar-umsókninni hefur yfirgnæfandi meirihluti verið á móti því að Ísland gangi í Evrópusambandið
Beztu menn eins og brezki leikarinn Michael Caine vilja úrsögn Breta úr ESB, hann gagnrýnir harðlega "andlitslausa embættismennnsku" þar, sem tekur ákvarðanir fyrir Bretland. Eins er um meirihluta Íslendinga: þeir vilja EKKI "aðild" að þessu valdfreka stórveldasambandi og hafa aldrei viljað! Samt sitjum við uppi með stjórnmálamenn sem hafa hvorki döngun né dug til að fylgja eftir þessum vilja þjóðarinnar!
Lítið bara á niðurstöður skoðanakannana allt frá því að Össurar-umsóknin ólögmæta fór í gegnum Alþingi (en svikizt var um að leita stjórnarskrár-fyrirskipaðs samsinnis forsetans!). Takið eftir: andstaðan VEX með tímanum:
Gallup, 4.8.2009: 34,7% vildu inngöngu í Evrópusambandið, 48,5% á móti, 16,9% hlutlaus.
Gallup, 15.9.2009: 32,7% vildu inngöngu í Evrópusambandið, 50,2% á móti, 17% hlutlaus.
Sama könnun: Ef þjóðaratkvæði núna, hvernig myndirðu kjósa? 38,5% með, 61,5% á móti.
Hásk. á Bifröst, 5.11.2009: 29,0% vildu inngöngu í Evrópusambandið, 54% á móti, 17% hlutlaus.
Gallup, 28.2.2010: 33,3% vildu inngöngu í Evrópusambandið, 55,9% á móti, 10,8% hlutlaus.
Gallup, 5.3.2010: 24,4% vildu inngöngu í Evrópusambandið, 60% á móti, 15,5% hlutlaus.
Sama könnun: Ef þjóðaratkvæði núna, hvernig myndirðu kjósa? 30,5% með, 69,4% á móti.
Gallup, 6.7.2010: 26% vildu inngöngu í Evrópusambandið, 60% á móti, 14% hlutlaus.
Gallup, 10.3.2011: 31,4% vildu inngöngu í Evrópusambandið, 50,5% á móti, 18% hlutlaus.
Sama könnun: Ef þjóðaratkvæði núna, hvernig myndirðu kjósa? 38,9% með, 61,1% á móti.
MMR, 17.3.2011: 30% vildu inngöngu í Evrópusambandið, 55,7% á móti, 14,2% hlutlaus.
Gallup, 16.6.2011: 37,3% vildu inngöngu í Evrópusambandið, 50,1% á móti, 12,6% hlutlaus.
Gallup, 11.8.2011: 35,5% vildu inngöngu í Evrópusambandið, 64,5% á móti.
Gallup, 19.1.2012: 31,5% vildu inngöngu í Evrópusambandið, 53,5% á móti, 15% hlutlaus.
Gallup, 22.2.2012: 26,3% vildu inngöngu í Evrópusambandið, 56,2% á móti, 17,5% hlutlaus.
Sama könnun: Ef þjóðaratkvæði núna, hvernig myndirðu kjósa? 32,6% með, 67,4% á móti.
Hásk.Ísl., 27.4.2012: 27,5% vildu inngöngu í Evrópusambandið, 53,8% á móti, 18,7% hlutlaus.
Gallup, 15.10.2012: 27,3% vildu inngöngu í Evrópusambandið, 57,6% á móti, 15% hlutlaus.
MMR, 13.2.2013: 24,2% vildu inngöngu í Evrópusambandið, 63,3% á móti, 12,5% hlutlaus.
Gallup, 6.3.2013: 25,1% vildu inngöngu í Evrópusambandið, 58,5% á móti, 16,5% hlutlaus.
Sama könnun: Ef þjóðaratkvæði núna, hvernig myndirðu kjósa? 30% með, 70% á móti.
Jón Valur Jensson.
Michael Caine vill úr Evrópusambandinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Skoðanakannanir | Breytt s.d. kl. 10:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)