Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
22.2.2013 | 21:50
Engin evra í Póllandi - né á leiðinni í bráð!
Pólverjar sannir stuðningsmenn okkar eins og Færeyingar í bankakreppunni munu "ekki taka upp evruna sem gjaldmiðil sinn í fyrirsjáanlegri framtíð" að sögn sjálfs Donalds Tusk forsætisráðherra.
Tusk sagði að ein hindrunin í þeim efnum væri skortur á pólitískum stuðningi í Póllandi við að breyta stjórnarskrá landsins en þar er kveðið á um að pólska zlotið sé gjaldmiðill þess. Margir stjórnmálamenn, ekki síst hægrimenn, séu andvígir því að taka upp evruna sem gjaldmiðil Póllands.
Áður höfðu Pólverjar stefnt að upptöku evrunnar, á síðasta ári, en hverfa nú frá því ráði, m.a. vegna efnahagsástandsins í heiminum og erfiðleika evrusvæðisins sem hafa dregið úr áhuga á upptöku evrunnar.
Tusk tilheyrir frjálslyndum stjórnmálaöflum, ólíkt bræðrunum sem þar fóru með völd fyrir nokkrum misserum, unz annar þeirra fórst í miklu flugslysi.
Tusk er ESB-sinnaður, en raunsærri en ráðamenn í stjórnarráðinu litla við Lækjartorg, sem láta oft í það skína, að upptaka evru yrði mikill ávinningur hér og gæti verið bara handan hornsins, ef þeir fá áfram að véla um stjórn landsins. En ef Tusk segir, "að áður en Pólverjar gætu tekið upp evruna þyrftu að eiga sér stað frekari umbætur á stjórnsýslu og efnahagsmálum Póllands," hversu miklu fremur á það þá ekki við á Íslandi? En þar að auki á evran og evrusvæðið alveg eftir að sanna sig! Ekki eru árin 201213, þegar hún er að komast á fermingaraldur, beinlínis talandi auglýsing fyrir fullþroska hennar og áreiðanleikané fyrir samstöðu aðstandenda ungviðisins!
Jón Valur Jensson.
![]() |
Minni áhugi á evrunni í Póllandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.2.2013 | 14:49
Lýðræðisvaktin hallar sér að Evrópusambandinu!
Í ljós er komið að Lýðræðisvaktin "stjórnlagaráðsmanna" (3ja eða fleiri af 25) er enn eitt framboðið sem hallt er undir Evrópusambandið, enda með Þorvald Gylfason ESB-mann o.fl. slíka innanborðs.*
"Íslands ógæfu / verður allt að vopni", ef þessi tilraun og Guðmundarframboð Steingrímssonar og Róberts Marshall (sem báðir eru eindregnir evrókratar) fá einhvern framgang í kosningunum.
Árásargjarnt ESB (sbr. makríl og Icesave og ásókn í landið) ætlar áfram að reynast hinn versti klofningsvaldur í samfélaginu, truflar okkur frá einbeittri lausn skuldavanda fólks og að bjóða upp á ný atvinnu- og framkvæmdaúrræði í stað athafnaleysis stjórnvalda í atvinnumálum.
* Sjá nánar hér: Enn eitt ESB-framboðið - "stjórnlagaráðsmanna"!
Jón Valur Jensson.Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.2.2013 | 18:21
Stefán Haukur Jóhannesson agiterar fyrir gæðum "samningaviðræðnanna" og "ferlisins" og lokar augum fyrir blýþungum ástæðum andstöðu Íslendinga við ESB-innlimun
Um hvað þykist þessi Stefán Haukur Jóhannesson, "aðalsamningamaður Íslands í viðræðunum um inngöngu Íslands í ESB", vera að "semja"? ESB hefur gert það kýrskýrt að rangt er að tala um "að semja" í aðildarviðræðum, sjá þess eigin yfirlýsingu um það hér.*
Stefán Haukur talar líkindalega við litháískan fréttavef um það að um mitt næsta kjörtímabil, vorið 2015, verði Ísland komið vel á veg í þeim efnum "að ganga í sambandið og hafa þannig bæði lokið viðræðunum og haldið þjóðaratkvæðagreiðslu um málið," en ekkert umboð hefur hann til "bjartsýnna" yfirlýsinga af þessu tagi, og ekki er hann hlutlaus í málinu, nota bene, enda ekki líklegt af manni sem núverandi Icesave- og ESB-hundtrygg stjórnvöld hafa valið til starfa; hér er einnig tekið mið af andanum í útvarpsviðtölum sem heyrzt hafa við Stefán Hauk. Vel má vera, að hann eigi ágætan fyrri feril, en hér er hann í þjónustu stjórnvalda, ráðherra og þingmeirihlutans sem hangir raunar nú á horriminni, enda njóta stjórnarflokkarnir aðeins 24,8% fylgis meðal þjóðarinnar skv. síðustu skoðanakönnun! Það væru því öfugmæli eða í bezta falli skrýtla að segja þau hafa aktúelt umboð frá þjóðinni til þessara hluta, því að alla tíð frá umsókn Össurar & Co. 2009 hafa allar skoðanakannanir sýnt skýra meirihlutaandstöðu við að Ísland fari inn í Evrópusambandið.
- "Stefán Haukur segist alltaf hafa viljað tala varlega í þessum efnum og ekki viljað gefa neinar dagsetningar hvenær umsóknarferlinu kynni að ljúka" en "vonist þó til þess að á síðari helmingi þessa árs, þegar Litháen fari með forsætið innan Evrópusambandsins, verði hægt að loka sem flestum af þeim viðræðuköflum sem hafi verið opnaðir en af 35 viðræðuköflum hefur 11 verið lokað og 16 aðrir opnaðir." (Mbl.is.)
Menn hafa haft á orði, að við eigum eftir að "gá í pakkann", en ef þetta væri raunverulegur samningapakki, þ.e. "kaflar" hans og það frágengnir, af hverju eru þeir ekki birtir? Staðeyndin er sú, að kaflavinnan öll snýst um að aðlaga Ísland að Evrópusambandinu og tryggja, að við inntöku landsins í þetta stórveldabandalag verði ekkert að vanbúnaði að innlimunin gangi hratt fyrir sig.
Þegar Stefán er spurður "um afstöðu almennings á Íslandi til inngöngu í Evrópusambandið, segir hann meirihluta þjóðarinnar vera á móti inngöngu eins og sakir standi." (Mbl.is-fréttin).
Eins og sakir standi? Nei, ALLTAF. Maðurinn á að segja satt. Er hann ekki á launum hjá íslenzkum skattgreiðendum?
- Þá segist hann aðspurður telja að það sem valdið hafi andstöðu á Íslandi við inngöngu í sambandið hafi annars vegar verið Icesave-deilan og hins vegar efnahagsástandið á evrusvæðinu.
Hér skrökvar hann með þögninni rétt eins og staðhæfingum sínum. Efnahagskreppan á evrusvæðinu var ekki slík ástæða árið 2009, þegar verst horfði hér, enda þá ekki komin í algleyming. Þjösnagangur ESB í sambandi við Icesave-málið, sem hefur uppgötvazt bæði seint og snemma, hefur vissulega verið ástæða bæði tortryggni og andstöðu við ESB-"aðild" (eins og það er kallað svo léttúðugu nafni; innlimun væri réttara orð). En a.m.k. þrennt annað kemur hér líka til sem sterkar ástæður andstöðunnar við Evrópusambandið á Íslandi:
- Sú staðreynd, að fullveldið yrði tekið af þjóðinni í hennar mestu málum, um jafnvel æðsta og ráðandi löggjafarvald, framkvæmdavald, t.d. í fskveiðistjórnun, og dómsvald.
- Vitundin um það skriffinnskubákn og þá miklu forræðishyggju sem fylgt hefur þessu bákni.
- Makríldeilan, þar sem ESB hefur tekið afar harða afstöðu gegn rétti Íslendinga til sinnar eigin landhelgi og gegn þjóðarhagsmunum.
Hér blasir svo við disinformantzia Stefáns Hauks:
- Stefán er einnig spurður út í sjávarútvegsmálin í tengslum við viðræðurnar við Evrópusambandið og segist hann telja að hægt verði að ná fram sérlausn vegna fiskveiða við Ísland sem rúmist innan sameiginlegrar fiskveiðistefnu sambandsins og án þess að gengið sé gegn grundvallarreglum þess. Hann segist telja sameiginlegu stefnuna nógu sveigjanlega til þess að hægt verði að koma til móts við hagsmuni Íslands.
Þetta er allsendis fráleit yfirlýsing, og hvernig ætti hann að geta miðlað einhverjum slíkum upplýsingum (raunar um það, sem hann "telur"), þegar hann hefur haft nóg að gera allan tímann við að fást við alla hina "kaflana" og ekki snert við þessum um sjávarútvegsmálin?!
Sameiginlega stefnan í ESB felur í sér jafnan aðgang allra ESB-borgara að fiskimiðunum,** og það er ekki hægt að samrýma það með neinu móti varanlegum yfirráðum og einka-nytjarétti hinna einstöku þjóða að eigin miðum. "Reglan" um "hlutfallslegan stöðugleika fiskveiða" hvers ESB-ríkis er einungis tímabundið fyrirkomulag, breytilegt og afleggjanlegt í sjálfu sér, og ráðherraráð ESB hefur allt vald í þeim löggjafarefnum; þar hefðum við 0,06% atkvæðavægi við slíka ákvörðun!
Neðanmálsgreinar:
* Kjarninn í þeirri samantekt er hér: Upplýsingarnar frá framkvæmdastjórn ESB:
- Inntökuviðræður (e. Accession negotiations [oftast kallaðar hér aðildarviðræður])
- Inntökuviðræður varða hæfni umsækjandans [umsóknarríkisins] til að taka á sig skyldurnar sem fylgja því að verða meðlimur [í Evrópusambandinu]. Hugtakið "viðræður" getur verið misvísandi. Inntökuviðræður beinast sérstaklega að (focus on) skilyrðum og tímasetningu á því, að umsóknarríkið taki upp, innfæri og taki í notkun reglur Evrópusambandsins, um 100.000 blaðsíður af þeim. Og þessar reglur (sem einnig eru þekktar sem acquis, franska orðið um "það sem samþykkt hefur verið") eru ekki umsemjanlegar (not negotiable). Fyrir umsóknarríkið er þetta í kjarna sínum mál sem snýst um að samþykkja hvernig og hvenær ESB-reglur og ferli verði tekin upp og innfærð. Fyrir ESB er [hér] mikilvægt að fá tryggingar fyrir dagsetningu og virkni hvers umsóknarríkis í því að innfæra reglurnar.
** Dæmi úr textanum sem finna má gegnum tengilinn (miklu meira þar):
- "Jafn aðgangur að hafsvæðum og auðlindum hafsins er meginregla í fiskveiðistefnu Evrópusambandsins. Meginreglan um jafnan aðgang (equal access) hefur gilt frá árinu 1970 þegar fyrsta reglugerð ESB um sjávarútvegsmál var samþykkt.
- "Við aðild Íslands að ESB yrðu fjárfestingar annarra ESB borgara og fyrirtækja í íslenskum sjávarútvegi heimilar. Ekki mætti mismuna erlendum aðilum í óhag, enda ættu allir að sitja við sama borð."
- "Rétturinn til að búa, starfa og fjárfesta hvar sem er í Evrópusambandinu er grundvöllur samstarfs aðildarríkjanna og því gefst lítið svigrúm til að banna einstaklingum og fyrirtækjum að fjárfesta í sjávarútvegsfyrirtækjum annarra aðildarríkja."
Jón Valur Jensson.
![]() |
Komin langt á veg vorið 2015? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sigurður Ragnarsson ritar:
ESB-sinnar hér og annars staðar hafa oft dálítið sérstakar hugmyndir um stjórnarskrármál, sem lýsir sér meðal annars í því, að hinn 20. febrúar dæmir Hæstiréttur Danmerkur, hvort í framhaldi af Lissabonsáttmálanum eigi að breyta stjórnarskránni á þessa leið: "Den lovgivende magt er hos Europakommissionen og Unionens ministerråd i forening eller hver for sig. Nogle gange er den hos EF-Domstolen. Den udøvende magt er hos Europakommissionen og EU-Domstolen i forening eller hver for sig. - Beføjelser, som ikke udnyttes af Unionens myndigheder, kan udfyldes af Folketinget, regeringen eller danske domstole. Dog må ingen af deres handlinger stride mod unionsretten" (Heimild: Demokratisk Europa á Facebook).
Varla er einboðið, að Danir hefðu gengið í ESB árið 1973, ef þetta hefði verið stafað svona ofan í þá, en nú er erfitt að snúa til baka. Það er auðvitað, ef slík breyting verður ofan á, að gildi dönsku stjórnarskrárinnar rýrnar mjög mikið.
Það hafa ýmsir tjáð sig um málið hjá Demokratisk Europa, og væntanlega er hægt að finna fleiri heimildir, sem skýra málið ef til vill betur.
Viðauki JVJ:
- Sigurður upplýsti um þetta á Facebók JVJ og leyfir góðfúslega endurbirtingu þessara athyglisverðu upplýsinga.
- Greinilega eru stofnanir ESB gerðar þarna rétthærri dönsku löggjafar-, framkvæmda- og dómsvaldi (þjóðþings, ríkisstjórnar og dómstóla): "Beføjelser, som ikke udnyttes af Unionens myndigheder, kan udfyldes af Folketinget, regeringen eller danske domstole. Dog må ingen af deres handlinger stride mod unionsretten," og í lokin í þessari tilvitnun er tekið fram, að viðaukar við löggjöf, framkvæmdir eða dóma ESB af hálfu Dana í þeirra stofnunum mega EKKI stríða gegn rétti ESB! (unionsretten). Svo tala sumir hér um, að við myndum halda fullveldi okkar innan Evrópusambandsins!!!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
ESB-handbendið Össur Skarphéðinsson ástundar nú hvaðeina sem bossar hans í Brussel ætla honum að koma til skila á Íslandi, þ.á m. að láta í veðri vaka, að EES-samningurinn sé á faralds fæti og að tvíhliða samningar séu á útleið, allt til að láta líta svo út sem Íslendingar o.fl. þjóðir verði bara að láta innlimast í þetta skrifræðisbákn og stórveldi gömlu nýlenduveldanna í Evrópu.
Nú er orðataktíkin sú að segja "ESB orðið hundleitt á EES" og "hundleitt á tvíhliða samningunum við Sviss." Hvers lags fyrirbæri væri það ríkjasamband (og á hraðferð til að verða algert sambandsríki) sem stæði ekki við gagnkvæma samninga? Heldur Össur virkilega, að þetta mæli með þessu fyrirbæri sem hann dýrkar sýknt og heilagt frá morgni til kvölds?
Við getum alveg treyst viðskiptasamningum okkar við Bandaríkin, Kanada og fjölmörg lönd, jafnvel Rússland, en sem sagt ekki við Evrópusambandið -- fróðlegt, ráðherranefnan þín, sem færir okkur þessi tíðindi hingað!
Þá kemur fram hér í frétt af nýframlagðri skýrslu Össurar um utanríkis- og alþjóðamál, "að sífellt gengi verr að fá Evrópusambandið til þess að fallast á undanþágur fyrir Ísland innan EES-samstarfsins og viðurkenna sérstöðu landsins í því sambandi sem eyju, til að mynda varðandi raforkumál og samgöngumál."
Vel og réttilega tók Vigdís Hauksdóttir alþm. við sér í umræðu um þetta í dag:
- Spurði hún ráðherrann hvernig hann gæti á sama tíma haldið því fram að Ísland gæti fengið einhverja sérmeðferð ef það gengi inn í sambandið einmitt vegna þess að landið hefði sérstöðu sem eyja.
"Sérstöðu"-fullyrðingin er hreint Össurarbull, og nú álpaðist hann til þess í dag að bera vitni gegn sínum eigin áróðri þess efnis á liðnum misserum, að við myndum í krafti "sérstöðu sem eyja" fá að halda okkar fiskimiðum óskertum, þótt við færum inn í Evrópusambandið! Nú er allt í einu komið í ljós í klaufatali hans á þingi í dag, að "sérstaða" yrði einskis virt.
Og ef út í það er farið, hefur ekki aðeins Malta orðið að gefa "sérstöðu" sína sem eyja upp á bátinn, heldur einnig Stóra-Bretland! Þar fengu Spánverjar hagstæðan dóm í ESB-dómstólnum í Lúxemburg, þar sem lög Breta til að verja einkarétt til eigin 200 mílna lögsögu voru send beinustu leið í ruslakörfuna, af því að þau brytu gegn gildari ESB-reglum!
Jón Valur Jensson.
![]() |
ESB hundleitt á EES-samningnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 29.4.2016 kl. 22:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
13.2.2013 | 02:09
Fordæmi komið fyrir brottrekstri ESB-manna vegna ólöglegrar starfsemi* þeirra hér á landi
![]() |
Pólitísk taugaveiklun og Kanafóbía |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
10.2.2013 | 03:00
Evrópusambands-inntaka kemur ekki til greina fyrir sanna lýðveldis- og fullveldissinna
Framsóknarflokkurinn er sennilega skástur flokka á Alþingi í ESB-andstöðu, en hefur áður brugðizt í málinu (2008-9) og gæti vel talað enn skýrar en hann gerði á nýafstöðnu flokksþingi sínu, a.m.k. ef miðað er við meðfylgjandi viðtal.
- Það er alveg hreint samkvæmt þessari ályktun að nú verður ekki lengra haldið. Þeim verður hætt og ekki hafnar aftur nema þjóðin vilji halda áfram aðildarferlinu, sagði Frosti Sigurjónsson, oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður, um ályktun flokksins um utanríkismál sem samþykkt var á flokksþinginu í dag.
Halda áfram hvaða ferli, sem kasta ber og kastað verður fyrir róða?
- Þar segir og: Framsóknarflokkurinn telur hag lands og þjóðar best borgið utan Evrópusambandsins. Ekki verði haldið lengra í aðildarviðræðum við Evrópusambandið nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu.
Ágæt fyrri setningin hér, en er Framsókn með þeirri seinni að láta í ljós þá hugmynd, að hún myndi fást til stjórnarþátttöku upp á þau býti að gefa grænt ljós á slíka þjóðaratkvæðagreiðslu að vilja samstarfsflokks í ríkisstjórn? Getur flokkurinn ekki einfaldlega sagt, að hann taki ekki í mál neinar umræður um stefnu inn í hið valdfreka, evrópska stórveldi, sem þegar hefur beitt sér frekjulega gegn þjóðarhagsmunum hér í tveimur stórum málum?
- Nú eru bara 30% þjóðarinnar sem segjast vilja ganga inn í Evrópusambandið og hugsanlega með skilyrðum. Það er því farsælast að gera hlé þar til almennur vilji er fyrir aðild, segir Frosti.
Hreinskiptnara væri að segja, að Framsóknarflokkurinn hafi þá stefnu -- ef sú er stefna hans -- að inntaka/innlimun í risaveldið, þar sem 10 gömul nýlenduveldi hafa yfirburða-atkvæðavægi til ákvarðana, KOMI ALDREI TIL GREINA og að flokkurinn ljái aldrei máls á því að gera neitt sem fært geti Ísland nær slíkri "aðild", inntöku (accession) eða innlimun.
Af flokkum, sem tilkynnt hafa framboð, eru Hægri grænir harðastir gegn því, að Ísland verði tekið inn í Evrópusambandið.
Jón Valur Jensson.
![]() |
Íslandi best borgið utan ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 03:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.2.2013 | 11:23
Umboðslaus ESB-inntökuumsókn vék þjóðinni út af braut lýðræðis
Tómas ingi Olrich, fyrrv. alþm., setur fingurinn réttilega á höfuðkjarna máls, þegar hann ritar í Mbl. í dag:
- Er það í anda lýðræðisins að sækja um aðild að Evrópusambandinu, án þess að ganga úr skugga um að þjóðin styðji þá umsókn?
- Er það ásættanlegt frá sjónarmiði lýðræðisins, ef annar þeirra stjórnmálaflokka, sem standa að umsókn Íslands, er yfirlýstur andstæðingur aðildar?
- Ef svarið við þessum tveimur spurningum er já er ríkisstjórn Íslands á réttri braut í viðræðum sínum við ESB. Ef svarið er nei er þjóðin komin út af braut lýðræðisins undir forystu ríkisstjórnarinnar og þeirra sem umsóknarferlið styðja." (Leturbr. JVJ.)
Vel mælt hjá þessum þaulreynda fyrrverandi sendiherra í Frakklandi og ráðherra. Hann segir enn í hlífðarlausri skarpskyggni sinni:
- "Ákvörðunin um aðildarumsókn er eitt stærsta skref, sem tekið hefur verið í íslenskum stjórnmálum frá stofnun lýðveldisins 1944. Óraunhæft er að reikna með því að þessi blekkingarleikur hafi engin eftirmál. Hann mun hafa það gagnvart Evrópusambandinu, en ekki síst gagnvart íslensku þjóðinni.
- ... Nú er svo komið að mikið efni er framleitt um þessa dapurlegu hlið lýðræðisþróunar í Evrópu. Meðal þess eru þættir, sem sýndir hafa verið í norrænum sjónvarpsstöðvum.
- Rétt er að athuga það, að umræður um vaxandi veikleika lýðræðisins innan ESB eru langt frá því að vera höfuðverkur þeirra einna, sem eru almennt á móti aðild að bandalaginu. Ég á fjölmennan hóp vina og kunningja í Evrópulöndum, sem eru heiðarlegir og einarðir stuðningsmenn ESB, en hafa þungar áhyggjur af því sem ESB kallar sjálft lýðræðishalla sambandsins. ...
JVJ tók saman.
![]() |
Lýðræðishalli ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.2.2013 | 00:35
Heill forseta vorum sem tryggði að sakleysi lýðveldisins í Icesave-málinu sannaðist í augsýn allra þjóða
Fullur sigur er unninn í Icesave-málinu, þótt það hafi bæði kostað mikil útgjöld (þó ekki málskostnað í EFTA-réttinum) og illt umtal um tíma, en niðurstöðunni má áfram halda á lofti, þótt heimsblöðin sjái líka um það, en með því að minna á hina réttarfarslegu niðurstöðu á grundvelli laga verður haldið áfram að endurreisa og styrkja tiltrúnað á Lýðveldið Ísland meðal þjóðanna.
Að forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, hyggist ekki tjá sig um niðurstöður EFTA-dómstólsins í málinu, þarf ekki að koma neinum á óvart. Hann lítur sjálfur svo á, "að hann hafi tjáð sig nóg um Icesave í aðdraganda dómsmálsins og hyggst láta þar við sitja. Þetta kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2 og að fréttastofan hafi fengið þær upplýsingar á skrifstofu forsetans að hann muni ekki koma í viðtal vegna Icesave." (Mbl.is.)
- Einnig kom fram í frétt Stöðvar 2 að forsetinn telji enga ástæðu til að veita viðtöl um niðurstöðu EFTA-dómstólsins í málinu.
En umfram allt má nota þetta tækifæri til að tjá forseta vorum innilegar þakkir fyrir hans fræknlegu, þjóðhollu framgöngu í málinu öllu, bæði með málskotum sínum tveimur og snarpri vörn fyrir Íslendinga í erlendum fjölmiðlum, þar sem sannarleg var eftir honum tekið.
Hefði hann brugðizt væntingum Icesave-samninga-andstæðinga, þ.e. meirihluta þjóðarinnar í reynd, og látið undan stjórnmálastéttinni, jafn-hvikul og hún hefur reynzt hér sem í fullveldismálunum, þá hefðu menn aldrei upplifað dómsorð réttlætisins í málinu og væru enn að borga hina ólögvörðu kröfu, eins og nær 70% alþingismanna vildu!
Svo halda sumir, að það sé bara hægt að gleyma þessu!
Nei, það er hvorki unnt að gleyma svikunum við þjóðarhagsmuni né þeim bjargvætti, sem forseti Íslands reyndist í þessu máli.
Fullveldið sjálft gerði hér líka gæfumuninn; innan Evrópusambandsins hefði þjóðin orðið að lúta forræði Brussel-pótintáta og axla að fullu hrun bankanna rétt eins og Írar!
Minnumst þess líka, að það var beinlínis í krafti ákvæða hinnar gömlu, góðu lýðveldisstjórnarskrár sem forsetinn beitti synjunarvaldi sínu, rétt nefndum málskotsrétti. Tökum enga áhættu á, að hann verði sviptur þeim rétti með vélabrögðum pólitísku flokkanna! Fyrr þyrfti forsetinn að beita málskotsrétti sínum enn á ný í því efni, að mati undirritaðs.
Þetta er ekki sagt hér ófyrirsynju, því að tveir stærstu flokkarnir, Sjálfstæðisflokkur og Samfylking, munu báðir vera á þeim buxunum að nota næsta tækifæri sem gefst til að afnema málskotsrétt forsetans. Það má aldrei verða. Og með ákvörðunum sínum hefur forsetinn þegar sparað ríkissjóði kostnað sem jafngilda myndi útgjöldum við þjóðaratkvæðagreiðslur næstu aldirnar.
Jón Valur Jensson.
![]() |
Ólafur tjáir sig ekki um Icesave |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
4.2.2013 | 19:49
Back in the EUSSR

Einhver hefur sagt, að eini munurinn á ESB og gamla Sovét er að ESB sé betri að markaðsfæra sig. Sá munur er núna farinn. Nú á að "þjálfa" starfsmenn þingsins til að fara á netveiðar og veiða "antiESBsinna", sem drekkja á með "ESB-áróðri" til að skjóta umræðum á kaf svo þær nái ekki til hefðbundinna fjölmiðla. Sennilegast eru ESB búrókratarnir hræddastir við að geta ekki sjálfir stjórnað umræðunum í sjónvarpssal og að eitthvað af líflegri umræðu fólksins nái inn á skjáinn.
Aðgerðirnar eru sagðar eiga að stöðva lýðræðisfall ESB og minnkandi kosningaþáttöku almennings í kosningum til Evrópuþingsins, sem á rúmum 30 árum hefur fallið með meira en 20%, frá 63% kosningaþáttöku árið 1979 niður í tæplega 42,9 % árið 2009. Með sama hraða verður þáttakan ekki meiri en rúm 20% upp úr miðri þessari öld. Hvort þingið og ESB verða þá til skal látið ósagt en öruggt má telja að slagorðið "Meiri Evrópa" mun ekki bæta þá ímynd, sem 27 miljónir atvinnulausra eða hungraðir Grikkir, Portúgalir, Spánverjar m.fl. hafa af ESB í dag.
Hvað kemur næst? Skyldukosning inleidd í ESB og vopnaðir verðir við kosningastaði svo hægt sé að setja þá í fangelsi, sem ekki villja gefa ESB "lýðræðislegt" andlit? /GS
![]() |
Vill taka á gagnrýni á ESB á netinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)