Fordæmi komið fyrir brottrekstri ESB-manna vegna ólöglegrar starfsemi* þeirra hér á landi

 Afskipti ráðherra af FBI-mönnum ættu eðli málsins samkvæmt að knýja þá hina sömu til miklu harðari aðgerða gagnvart ESB-útsendurum -- til að kasta út þessu Evrópu[sambands]stofu-áróðursdrasli og skikka sendiherrann inn á teppið, þegar hann kemur úr næstu predikunarferð út á land, og geta þess í leiðinni, að hann eigi að hafa afsagnarbréfið meðferðis.
 
* Sjá t.d. þessa grein hér á vefsíðunni: Lögleysu-athæfi sendiherra.
PS. Myndin er af valdsmannslegum ESB-sendiherranum Timo Summa. Mjög er þó ólíklegt, að maðurinn með honum á myndinni sé sammála honum um að færa fullveldi Íslands yfir til Belgíu, Lúxemborgar og Frakklands (að ógleymdri Berlín).
 
Jón Valur Jensson. 

mbl.is Pólitísk taugaveiklun og Kanafóbía
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Kærði ekki “Samstaða þjóðar” ólöglega skrifstofu þeirra hér?

Helga Kristjánsdóttir, 13.2.2013 kl. 17:07

2 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

uTANRÍKISRÁÐHERRA ER AÐ SKRIFA UNDIR AFSÖL ÍSLENDINGA Á ÞJÓÐARAUÐ Í BRUSSEL- HANN GETUR EKKKKKI LIKA SEÐ UM ÞESSI MÁL- ENDA--- ER EKKI LANDIÐ GALOPIÐ ???

Erla Magna Alexandersdóttir, 13.2.2013 kl. 19:43

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Helga, tvær stjórnsýslukærur voru bornar fram vegna þessara mála, til innanríkisráðherra og ríkissaksóknara, held ég sé rétt að segja. Samstaða þjóðar stóð að annarri, Frosti Sigurjónsson að hinni. Hef ekki tíma núna í að fletta þessu nánar upp og vona að hér sé ekkert rangt með farið.

Jón Valur Jensson, 13.2.2013 kl. 20:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband