Umboðslaus ESB-inntökuumsókn vék þjóðinni út af braut lýðræðis

Tómas ingi Olrich, fyrrv. alþm., setur fingurinn réttilega á höfuðkjarna máls, þegar hann ritar í Mbl. í dag: 

  • „Er það í anda lýðræðisins að sækja um aðild að Evrópusambandinu, án þess að ganga úr skugga um að þjóðin styðji þá umsókn?
  • Er það ásættanlegt frá sjónarmiði lýðræðisins, ef annar þeirra stjórnmálaflokka, sem standa að umsókn Íslands, er yfirlýstur andstæðingur aðildar?
  • Ef svarið við þessum tveimur spurningum er já er ríkisstjórn Íslands á réttri braut í viðræðum sínum við ESB. Ef svarið er nei er þjóðin komin út af braut lýðræðisins undir forystu ríkisstjórnarinnar og þeirra sem umsóknarferlið styðja." (Leturbr. JVJ.)

Vel mælt hjá þessum þaulreynda fyrrverandi sendiherra í Frakklandi og ráðherra. Hann segir enn í hlífðarlausri skarpskyggni sinni:

  • "Ákvörðunin um aðildarumsókn er eitt stærsta skref, sem tekið hefur verið í íslenskum stjórnmálum frá stofnun lýðveldisins 1944. Óraunhæft er að reikna með því að þessi blekkingarleikur hafi engin eftirmál. Hann mun hafa það gagnvart Evrópusambandinu, en ekki síst gagnvart íslensku þjóðinni.“
En ekki er þetta umboðsleysi umsóknarinnar með öllu fjarlægt innra eðli Evrópusambandsins sjálfs. Tómas Ingi ræðir þarna líka lýðræðishalla þessa stórveldabandalags. Lýðræðishalli ESB heitir þessi mjög svo áhugaverð grein, sem allir ættu að komast yfir, í Mbl. í dag. M.a. segir hann í þeirri umræðu 

 

  • ... Nú er svo komið að mikið efni er framleitt um þessa dapurlegu hlið lýðræðisþróunar í Evrópu. Meðal þess eru þættir, sem sýndir hafa verið í norrænum sjónvarpsstöðvum.
  • Rétt er að athuga það, að umræður um vaxandi veikleika lýðræðisins innan ESB eru langt frá því að vera höfuðverkur þeirra einna, sem eru almennt á móti aðild að bandalaginu. Ég á fjölmennan hóp vina og kunningja í Evrópulöndum, sem eru heiðarlegir og einarðir stuðningsmenn ESB, en hafa þungar áhyggjur af því sem ESB kallar sjálft „lýðræðishalla“ sambandsins. ...

JVJ tók saman.


mbl.is Lýðræðishalli ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Það er hvorki lýðræðislegt né í umboði stjórnarskrár hvað þá Lagabálk um Landráð. Kafli X grein frá 85 og áfram. Það er undarlegt að þetta landráð hafi skeð á alþingi okkar fólksins.

Valdimar Samúelsson, 7.2.2013 kl. 12:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband