Heill forseta vorum sem tryggði að sakleysi lýðveldisins í Icesave-málinu sannaðist í augsýn allra þjóða

Fullur sigur er unninn í Icesave-málinu, þótt það hafi bæði kostað mikil útgjöld (þó ekki málskostnað í EFTA-réttinum) og illt umtal um tíma, en niðurstöðunni má áfram halda á lofti, þótt heimsblöðin sjái líka um það, en með því að minna á hina réttarfarslegu niðurstöðu á grundvelli laga verður haldið áfram að endurreisa og styrkja tiltrúnað á Lýðveldið Ísland meðal þjóðanna.

Að forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, hyggist ekki tjá sig um niðurstöður EFTA-dómstólsins í málinu, þarf ekki að koma neinum á óvart. Hann lítur sjálfur svo á, "að hann hafi tjáð sig nóg um Icesave í aðdraganda dómsmálsins og hyggst láta þar við sitja. Þetta kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2 og að fréttastofan hafi fengið þær upplýsingar á skrifstofu forsetans að hann muni ekki koma í viðtal vegna Icesave." (Mbl.is.)

  • Einnig kom fram í frétt Stöðvar 2 að forsetinn telji enga ástæðu til að veita viðtöl um niðurstöðu EFTA-dómstólsins í málinu. 

En umfram allt má nota þetta tækifæri til að tjá forseta vorum innilegar þakkir fyrir hans fræknlegu, þjóðhollu framgöngu í málinu öllu, bæði með málskotum sínum tveimur og snarpri vörn fyrir Íslendinga í erlendum fjölmiðlum, þar sem sannarleg var eftir honum tekið.

Hefði hann brugðizt væntingum Icesave-samninga-andstæðinga, þ.e. meirihluta þjóðarinnar í reynd, og látið undan stjórnmálastéttinni, jafn-hvikul og hún hefur reynzt hér sem í fullveldismálunum, þá hefðu menn aldrei upplifað dómsorð réttlætisins í málinu og væru enn að borga hina ólögvörðu kröfu, eins og nær 70% alþingismanna vildu!

Svo halda sumir, að það sé bara hægt að gleyma þessu!

Nei, það er hvorki unnt að gleyma svikunum við þjóðarhagsmuni né þeim bjargvætti, sem forseti Íslands reyndist í þessu máli.

Fullveldið sjálft gerði hér líka gæfumuninn; innan Evrópusambandsins hefði þjóðin orðið að lúta forræði Brussel-pótintáta og axla að fullu hrun bankanna rétt eins og Írar!

Minnumst þess líka, að það var beinlínis í krafti ákvæða hinnar gömlu, góðu lýðveldisstjórnarskrár sem forsetinn beitti synjunarvaldi sínu, rétt nefndum málskotsrétti. Tökum enga áhættu á, að hann verði sviptur þeim rétti með vélabrögðum pólitísku flokkanna! Fyrr þyrfti forsetinn að beita málskotsrétti sínum enn á ný í því efni, að mati undirritaðs.

Þetta er ekki sagt hér ófyrirsynju, því að tveir stærstu flokkarnir, Sjálfstæðisflokkur og Samfylking, munu báðir vera á þeim buxunum að nota næsta tækifæri sem gefst til að afnema málskotsrétt forsetans. Það má aldrei verða. Og með ákvörðunum sínum hefur forsetinn þegar sparað ríkissjóði kostnað sem jafngilda myndi útgjöldum við þjóðaratkvæðagreiðslur næstu aldirnar.

Jón Valur Jensson. 


mbl.is Ólafur tjáir sig ekki um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

100% sammála félagi !

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 6.2.2013 kl. 00:53

2 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Tek undir. Hann ámargfaldan heiður. Þakka fyrir V

Valdimar Samúelsson, 6.2.2013 kl. 19:06

3 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Bretar hræddir um auðæfi sín ESB vill að landgrunnur Bretlands sé þeirra.

Erum við ekki að bíða eftir loforði frá ESB með að fla að halda okkar auðæfum. Sjá viðhengi á grein í bloggi mínu http://skolli.blog.is/blog/skolli/

Valdimar Samúelsson, 6.2.2013 kl. 21:18

4 Smámynd: el-Toro

enn ein einhliða umfjöllunin....áfram Ísland :)

el-Toro, 6.2.2013 kl. 22:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband