Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
6.6.2013 | 11:16
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra með þetta á hreinu - eða hvað?!
Allgóð tíðindi berast nú frá nýjum ráðherra, Sigurði Inga Jóhannssyni. Hann segir, að lykillinn að því að sækja um í Evrópusambandinu sé þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort Íslendingar vilji það, en "persónulega sé ég ekki á næstu árum að ástand í Evrópu og heiminum verði með þeim hætti að íslensk þjóð muni óska eftir inngöngu í Evrópusambandið," segir hann í Bændablaðinu (Segir þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald ESB-viðræðna ekki á dagskrá að óbreyttu, bls. 28-29; blaðið fæst ókeypis víða, m.a. í Nóatúnsverzlunum og á sundstöðum).
"Það er mat begggja stjórnarflokka og meirihluta landsmanna að okkar hag sé betur borgið utan sambandsins. Ef það breytist þá er það okkar stefna að þjóðaratkvæðagreiðslu þurfi til," segir hann. Hins vegar bendir hann þarna á það, hvaða leið Malta annars vegar og Sviss hins vegar hafi farið í þessum efnum, og verður það atriði gert hér að umræðuefni síðar.
- Spurður hvort hann sé með þessu að segja að eins og staðan sé í dag miðað við skoðanakannanir og úrslit þingkosninganna sé mjög ólíklegt að slík þjóðaratkvæðagreiðsla verði haldin á kjörtímabilinu svarar Sigurður: Eins og ég segi þarf eitthvað stórkostlegt að gerast í heiminum til þess að íslenska þjóðin vilji sækja um aðild, já. (Mbl.is, Bbl.)
Laukrétt hjá ráðherranum, og fyrst og fremst ber stjórnarflokkunum að efna kosningafyrirheit landsfunda sinna nú á þessu ári, þar sem báðir hétu því að vinna að því, að hætt yrði við Össurarumsóknina.
Varðstaða eða fullveldisstaða mun vera boðuð fyrir utan Alþingi í dag við þingsetningu, sem hefst eftir guðsþjónustu (13.30) í Dómkirkjunni. Þingmenn ganga þangað kl. 13.25 og úr kirkju til þings kannski innan við hálftíma seinna. Varðstaðan, með ESB-andstöðuspjöldum uppi við, snýst um að minna stjórnarflokkana á loforð sín og á andstöðu 70% þjóðarinnar við það að fara inn í Evrópusambandið.
Jón Valur Jensson.
![]() |
Þjóðaratkvæði um ESB ekki á dagskrá |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.6.2013 | 08:40
Að slá hlutum á frest er ekki að hætta við þá!!!
Ljóst er að hafa verður stöðugt aðhald við nýja ríkisstjórn um ESB-ógæfumálið. Réttast væri að mótmæla við þingsetninguna, en flestir þá reyndar í vinnu.
Óvænt fréttaviðtal við Gunnar Braga Sveinsson utanríkisráðherra á Mbl.is 29. maí styður það, að árvekni er þörf, enda hafa leiðtogar framsóknar- og sjálfstæðismanna áður reynzt ótraustir í þessum málum, Gunnar Bragi þó verið með þeim farsælli. Samt er undarlega hluti að finna í þessu viðtali, þar sem þó segir, að hann hafi ákveðið föstudaginn 24. maí, "að ekki yrði lögð meiri vinna innan ráðuneytisins í aðildarumsóknina að Evrópusambandinu fyrr en hann hefði hitt fulltrúa þess í júní næstkomandi."
Spyrja má: Til hvers ætti þá (eftir nefndan fund) að "leggja meiri vinnu í aðildarumsóknina" hans Össurar og þess nauma meirihluta á Alþingi, sem gegn atkvæði Gunnars Braga og gegn vilja þjóðarinnar tók þessa marg-gagnrýndu ákvörðun, sem jafnvel varðaði við landráðabálk almennra hegningarlaga og var andstæður andanum í stjórnarskrá lýðveldisins (t.d. 2. gr., auk þess sem brotið var gegn 16. og 19. grein hennar við framkvæmdina)?
- Ég taldi eðlilegt í ljósi þess að ríkisstjórnin ákvað að gera hlé á aðildarviðræðunum að beina því til starfsfólks ráðuneytisins að frekari vinnu við aðildarferlið yrði slegið á frest þar til ég er búinn að fara út og hitta fulltrúa Evrópusambandsins, sagði Gunnar Bragi. Hann kvaðst eiga von á að fara til Brussel fljótlega í júnímánuði. (Sama frétt Mbl.is.)
Að slá vinnu við eitthvað á frest þýðir í flestra munni, að þeirri vinnu verði síðar haldið áfram. Er sá vilji þessa ráðherra eða þeirra, sem standa kunna á bak við afstöðu hans í málinu? Er Evrópustórveldis-sinninn Halldór Ásgrímsson, sem mætti á fund framsóknarmanna í Rúgbrauðsgerðinni 21. maí sl., kannski á ný kominn með puttana í pólitíkina hjá þeim? Eða er okkur bara ætlað að treysta þessum flokkum út í loftið? Hefur það gefizt nógu vel hingað til? Nei, almenningur þarf að halda vöku sinni, rétt eins og grasrótin gerði í Icesave-málinu, þvert gegn stórum hluta stjórnmálastéttarinnar.
Hvernig stendur á því, að fréttamenn ganga ekki harðar að þessum ráðherra og öðrum með spurningar í ætt við það, sem HÉR* og HÉR** voru ítrekaðar og fela meðal annars í sér, hvort ESB-"samninga"nefndamennirnir verði ekki teknir af launalista ríkisins (það er mælikvarði á það, hvort þetta "ferli" verður stöðvað í raun og ekki bara í plati) og hvort Evrópusambands-áróðursstofunum tveimur ("Evrópustofu") verði ekki lokað? Þjóðin á fullan rétt á svörum ráðamanna.
* Knýjandi spurningar vegna "hlés" á aðlögunarviðræðum við Evrópusambandið
** Er Ísland ennþá "umsóknarríki"? Hvað segja utanríkisráðherra, Sigmundur Davíð og Bjarni?
Jón Valur Jensson.
![]() |
Hlé á viðræðum við ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
1.6.2013 | 03:18
William Hague: sýna megi ESB rauða spjaldið!
Þessi utanríkisráðherra Breta segir yfirþjóðlegt vald innan Evrópusambandsins ekki hafa gefið nógu góða raun og traust á stofnunum þess sé "í sögulegu lágmarki". Hann vill að ESB-lönd fái að "hafna þeirri löggjöf sem þær telja koma illa við sig," og meðal Breta er þetta kallað "rauða spjaldið", sem margir þar vilja, að sýna megi Evrópusambandinu.
Íhaldsflokkurinn er í erfiðri aðstöðu vegna útbreiddrar, vaxandi andstöðu við ESB í landinu, andstöðu sem m.a. sýnir sig í beinu vantrausti 69% Breta á Brusselvaldinu og í stórauknu fylgi UKIP (brezka sjálfstæðisflokksins) sem einkum tekur atkvæði frá íhaldsmönnum.
Frekar en að tapa næstu kosningum vilja leiðtogar Íhaldsflokksins láta undan kröfum um þjóðaratkvæðagreiðslu um veruna í ESB. Hún verður ekki seinna en í árslok 2017, en með því fyrirheiti sínu er formaðurinn, forsætisráðherrann David Cameron, annaðhvort að lengja gálgafrestinn eða reyna að gefa sér tíma til að vinna úr málinu, því að sjálfur vill hann áframhald á ESB-aðild Breta. Það yrði hægara sagt en gert fyrir þá að losa sig frá Evrópusambandinu, svo mjög eru hagsmunir þar orðnir samantvinnaðir.
Jón Valur Jensson.
![]() |
Þjóðir ESB fái rauða spjaldið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 03:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
- "Ein grunnreglanna í sjávarútvegsstefnu ESB er reglan um hinn svokallaða hlutfallslega stöðugleika. Til hennar hefur mjög oft verið vísað af þeim sem telja Íslandi betur borgið í Evrópusambandinu en utan þess. Þessi mikilvæga regla felur í sér að tekið er tillit til veiðireynslu einstakra landa úr einstökum stofnum á ákveðnum miðum."
Hér er verið að birta 2. af þremur skömmtum úr yfirlýstri afstöðu LÍÚ frá 2009 til Evrópusambandsins og sameiginlegu sjávarútvegsstefnunnar. Beint framhald:
Engin trygging fyrir hendi
Engin tygging er hins vegar fyrir því að reglan um hlutfallslegan stöðugleika, fremur en aðrar reglur, standi óbreytt. Þar nægir að vísa til vinnuskjals framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins frá því í september 2008 um endurskoðun sameiginlegu sjávarútvegsstefnunnar. Þar er sérstaklega vikið að reglunni um hlutfallslegan stöðugleika og að hana þurfi að endurskoða eins og aðra þætti stefnunnar. Norðmenn freistuðu þess að fá tryggingu fyrir því í aðildarsamningi 1994 að reglunni yrði ekki breytt, en fengu ekki. Af þessu má ráða að varhugavert er að treysta því að þessi lykilregla haldist óbreytt.
Engar varanlegar undanþágur
Engar varanlegar undanþágur eru veittar frá sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins, aðeins tímabundnar undanþágur og aðlögunartími. Þar er skemmst að minnast aftur reynslu Norðmanna frá árinu 1994. Þeir fengu þriggja ára undanþágu fyrir veiðar norðan 62. breiddargráðu og eins árs undanþágu fyrir veiðar sunnan hennar. Norðmenn fengu einvörðungu tímabundna undanþágu frá brottkasti á afla sem beinlínis er kveðið á um í hinni sameiginlegu sjávarútvegsstefnu ESB.
Óraunhæfur samanburður við Möltu
Þeir sem telja Íslandi betur borgið innan Evrópusambandsins og benda á fordæmi samnings Möltu við ESB um sjávarútvegsmál því til stuðnings, draga fram óraunhæfan samanburð. Heildarafli Möltu árið 2006 var um 0,1% af heildarafla íslenskra skipa sama ár eða 1348 tonn á móti 1,34 milljónum tonna. Það frávik sem Malta fékk byggist á verndarsjónarmiðum en felur á engan hátt í sér undanþágu frá sameiginlegri sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins.Fiskveiðar pólitískt bitbein innan ESB
Fiskveiðar innan Evrópusambandsins hafa verið pólitískt bitbein í áratugi. Byggðasjónarmið og félagsleg sjónarmið ráða þar miklu. Íslenskur sjávarútvegur hefur hins vegar að leiðarljósi skynsamlega nýtingu auðlinda, sjálfbærni og arðsemi veiðanna. Það er vegna þess að Íslendingar hafa ekki tiltæka aðra tekjustofna til þess að styrkja íslenskan sjávarútveg eins og Evrópusambandið hefur gagnvart eigin sjávarútvegi.Hægvirk ákvarðanataka
Öll ákvarðanataka er varðar fiskveiðistjórnun Evrópusambandsins er hægvirk. Ísland hefði lítil áhrif á ákvarðanir sem og þróun fiskveiðistjórnunar og veiðiréttar. Það er ráðherraráð Evrópusambandsins sem samkvæmt Rómarsamningnum fer með lagasetningarvaldið hvað sjávarútveg sambandsins varðar og þar dugir aukinn meirihluti til ákvarðanatöku. Aukinn meirihluti vísar til 73,9% atkvæða innan ráðherraráðsins, eða 255 atkvæða af 345.Gríðarlegir styrkir til sjávarútvegs
Sjávarútvegur innan Evrópusambandsins er rekinn með öðrum formerkjum en þekkist hér á landi. Atvinnugreinin sem heild er óarðbær og nýtur gríðarlegra styrkja. Í júlí 2008 var tilkynnt að styrkir ESB til sjávarútvegs næstu þrjú ár næmu 340 milljörðum króna (2 milljörðum evra). Íslenskur sjávarútvegur er arðbær atvinnugrein, án ríkisstyrkja þar sem menn standa ábyrgir gerða sinna.Brottkast uppálagt af ESB
Sjómönnum innan Evrópusambandsins er beinlínis uppálagt að stunda brottkast. Reglurnar banna að fiski sem ekki er kvóti fyrir sé landað. Það sama gildir um fisk sem ekki uppfyllir kröfur um lágmarksstærð. Talið er að Skotar einir henda árlega fiski að verðmæti sjö milljarða króna (40 millj. punda). Hér á landi er brottkast bannað með lögum.
Þessu síðastnefnda atriði hafa ESB-menn nú séð ástæðu til að breyta. Þriðji og loka-skammturinn af þessari áhugaverðu yfirlýsingu LÍÚ birtist hér bráðlega. Fyrsti skammurinn var birtur HÉR.
29.5.2013 | 19:06
Er Ísland ennþá "umsóknarríki"? Hvað segja utanríkisráðherra, Sigmundur Davíð og Bjarni?
Einn aðalforkólfur ESB-brigðastefnu VG, Árni Þór Sigurðsson:
- "Og það er ekki út frá stjórnarsáttmálanum hægt að segja að viðræðunum við Evrópusambandið sé beinlínis hætt og alls ekki hægt að draga þá ályktun að Ísland sé ekki lengur umsóknarríki.
Hvernig lízt nýjum utanríkisráðherra, Gunnari Braga Sveinssyni, á þessa athugasemd Árna Þórs í viðtali hans við Mbl.is? Hvert er svar ráðherrans og beggja flokksforingja nýju stjórnarinnar við þessari spurningu: Er Ísland ennþá ESB-"umsóknarríki" í þeirra augum? Ef svo er, hafa þeir þá ekki ýmislegt að útskýra fyrir kjósendum sínum?
Eins er eðilegt að endurtaka hér nokkrar spurningar frá í fyrradag:
- Verða "samninga"nefndamennirnir teknir af launalista ríkisins sem slíkir? ÞAÐ er mælikvarði á það, hvort þetta verður STÖÐVAÐ.
- Verða IPA-mútustyrkirnir stöðvaðir?
- Verður Evrópusambands-áróðursstofunum (báðum) lokað, að kröfu landsfundar Sjálfstæðisflokksins, eða verður einhver sýndarmennska og hráskinnaleikur hér í gangi næstu fjögur árin og framtíð lýðveldisins látin vega léttara en áróðurs- og innlimunarstefnu-hagsmunir Brusselvaldsins?
- Brestur fréttamenn ímyndunarafl og frumkvæði til að spyrja núverandi ráðamenn þessara sjálfsögðu spurninga?
Nefndir ráðherrar munu ekki endalaust komast upp með að þegja við slíkum sjálfsögðum spurningum. Þeim ber að gera hreint fyrir sínum dyrum og ástunda í það minnsta engar brusselskar refjar hér gagnvart kjósendum sínum.
Jón Valur Jensson.
![]() |
Segir ESB-stefnuna óskýra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Afsal forræðis til Evrópusambandsins
Landssamband íslenskra útvegsmanna, LÍÚ, hefur mótað afstöðu sína til hugsanlegrar aðildar Íslands að Evrópusambandinu. Sú afstaða byggir á þeim grundvallarsjónarmiðum að Íslendingar fari með forræði yfir fiskimiðunum, hafi samningsforræði við skiptingu veiðiréttar úr deilistofnum og tali eigin máli á vettvangi alþjóðastofnana. Með aðild að ESB yrði lagasetningarvaldið varanlega framselt frá Alþingi til ráðherraráðs Evrópusambandsins. Forræði og fyrirsvar í málefnum sjávarútvegs flyttist til framkvæmdastjórnar ESB Brussel. Værum við aðilar að Evrópusambandinu hefðum við óverulegt atkvæðavægi í ráðherraráðinu.
Þetta er úr nokkurra ára greinargerð LÍÚ, sem er þó nánast að öllu leyti í jafngóðu gildi þá sem nú. Hér er framhaldið:
Mikilvægi veiða úr deilistofnum
Með aðild myndi Ísland ennfremur afsala sér valdi til samninga um stjórn fiskveiða úr deilistofnum. Þessir stofnar, loðna, kolmunni, karfi, grálúða, norsk-íslensk síld, makríll o.fl. tegundir, eru okkur afar mikilvægir. Um 30% tekna af íslenskum sjávarafurðum er vegna veiða úr deilistofnum sem nú eru nýttir.
Evrópusambandið ætlaði okkur engar veiðiheimildir í kolmunna. Hlutdeild okkar í þeim stofni er 16%. Væri Ísland aðildarríki ESB hefðu íslenskir sjómenn orðið að henda yfir 100 þúsund tonnum af makríl sem veiddist á árinu 2008.
Ábyrgð hvíli hjá þeim er nýta auðlindina
Útvegsmenn fylgja þeirri grundvallarafstöðu að ábyrgð á stjórnun fiskveiða og ákvarðanataka við verndun vistkerfa hafsins og nýtingu lifandi auðlinda eigi að hvíla í höndum þeirra ríkja sem mestra hagsmuna eiga að gæta og ákvarðanirnar varða með beinum hætti.
Forræðishyggja sjávarútvegsstefnu ESB
Með aðild að Evrópusambandinu myndi Ísland verða að gangast undir hina sameiginlegu sjávarútvegsstefnu þess, Common Fisheries Policy. Mikil forræðishyggja einkennir þessa stefnu, þar sem ábyrgð og stjórnun á fiskveiðum er tekin frá einstökum ríkjum, sem eiga mestra hagsmuna að gæta og flutt til stjórnkerfisins í Brussel, þ.e. beint undir stjórn bandalagsins sjálfs.
Skelfilegur árangur af sameiginlegri sjávarútvegsstefnu ESB
Forræðishyggja hefur leitt til þess að stjórn fiskveiða í aðildarlöndum ESB er meira og minna í molum. Þrátt fyrir margar tilraunir hefur framkvæmdastjórn Evrópusambandsins ekki tekist að snúa þessari alvarlegu stöðu við. Árangurinn af sameiginlegu sjávarútvegsstefnunni er skelfilegur; viðstöðulaus ofveiði, allt of stór floti og óhagkvæmur rekstur, auk gríðarlega umfangsmikils og kostnaðarsams styrkjakerfis til þess að viðhalda starfsemi í greininni.
Sameiginlega sjávarútvegsstefnan hefur margoft verið harkalega gagnrýnd, jafnt á vettvangi innan sambandsins sem utan þess. Eftirlit með framkvæmd hennar er í höndum aðildarríkja. Viðurkennt er að eftirlitið er veikburða, brot á reglum eru mjög tíð og viðurlög væg. Lítill hvati er til þess að fara að lögum. Rúmlega 10.300 fiskveiðibrot voru skráð innan ESB árið 2006. Um áratuga skeið hefur ítrekað komið fram á vettvangi ESB að nauðsynlegt sé að endurskoða fiskveiðistefnuna í heild sinni.
Meira verður birt af þessari greinargerð LÍÚ í annarri færslu.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.5.2013 | 19:56
Fiskiskip ESB-ríkja fá jafnan rétt til veiða í landhelgi hvers ESB-ríkis og heimamenn
- ... Og ekki batnaði staða þeirra [brezkra trillukarla og bátasjómanna] árið 1973 þegar Bretland gekk í Efnahagsbandalag Evrópu og varð að fallast á sameiginlega sjávarútvegsstefnu bandalagsins. Hún hafði í för með sér -- eftir stuttan aðlögunartíma -- að fiskiskip allra bandalagsríkja fengu jafnan rétt til veiða í breskri landhelgi og heimamenn.
Guðni Th. Jóhannesson: Þorskastríðin þrjú, Rv. 2006 (Hafréttarstofnun Íslands), bls. 109.
Merkilegt hvernig sumir berja höfði við stein og neita að trúa þessu. Þetta er þó viðurkennt af þessum ágæta fræðimanni, og allt er þetta í raun fyrir fram ákveðið í löggjöf Evrópusambandsins (beinum arftaka og framhaldi Efnahagsbandalags Evrópu), sbr. hér um jafnan aðgang að fiskimiðunum.
JVJ.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
27.5.2013 | 01:32
Knýjandi spurningar vegna "hlés" á aðlögunarviðræðum við Evrópusambandið
Verða "samninga"nefndamennirnir teknir af launalista ríkisins sem slíkir? ÞAÐ er mælikvarði á það, hvort þetta verður STÖÐVAÐ.
Verða IPA-mútustyrkirnir stöðvaðir?
Verður Evrópusambands-áróðursstofunum (báðum) lokað, að kröfu landsfundar Sjálfstæðisflokksins, eða verður einhver sýndarmennska og hráskinnaleikur hér í gangi næstu fjögur árin og framtíð lýðveldisins látin vega léttara en áróðurs- og innlimunarstefnu-hagsmunir Brusselvaldsins?
Brestur fréttamenn ímyndunarafl og frumkvæði til að spyrja núverandi ráðamenn þessara sjálfsögðu spurninga?
Jón Valur Jensson.
![]() |
Spyr hvort ESB heimti styrki til baka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.5.2013 | 21:59
Þjóðaratkvæði um úrsögn Ítalíu og Bretlands úr Evrópusambandinu?
Það er ekki að undra, að vantrausti almennings í þessum löndum á ESB (69% Breta vantreysta því, en 53% Ítala) fylgi háværar kröfur um úrsögn landanna úr sambandinu. Fimm stjörnu-hreyfingin, sem "vann kosningasigur á Ítalíu fyrr á þessu ári, hyggst beita sér fyrir því að þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram í landinu um veru þess í Evrópusambandinu og á evrusvæðinu" (Mbl.is). Við þekkjum öflugan straum með slíku í ekki aðeins UK Independence Party, heldur líka í Íhaldsflokknum.
- Fram kemur á fréttavefnum Euobserver.com að mögulegt sé að knýja fram þjóðaratkvæði á Ítalíu með því að safna 500 þúsund undirskriftum því til stuðnings og ef stjórnlagadómstóll Ítalíu úrskurðar að tillagan sé í samræmi við stjórnarskrá landsins. (Mbl.is)
Fróðlegt verður að sjá, hvernig tillögu flokksleiðtoga Fimm stjörnu-hreyfingarinnar (MoVimento 5 Stelle), Beppe Grillo, reiðir af í ítalska þinginu. Hann er reyndar í stjórnarandstöðu, en hefur verið mjög áberandi sem gagnrýnandi þeirrar leiðar, sem Ítalíu hefur verið ýtt út á til lausnar á efnahagsvanda landsins "að kröfu Evrópusambandsins og Alþjóðagjaldeyrisjóðsins" (Mbl.is), og orð hans hafa fallið í góðan hljómgrunn meðal almennings, því að flokkurinn náði 23,79% atkvæða til ítalska senatsins og 25,55% til fulltrúaþingsins (Camera dei Deputati; þá þingdeild afnam Mussolini á sínum tíma, 1939, en hún var endurreist 1943).
JVJ.
![]() |
Vill þjóðaratkvæði um ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.5.2013 | 20:36
Titanic lítur ekki vel út til björgunar Íslandi
Søren Søndergaard, Evrópuþingmaður fyrir dönsku samtökin Folkebevægelsen mod EU, segir að
- ákvörðun Íslands um hlé á viðræðum "sé alvarleg ofanígjöf við Evrópusambandið sem hafi ekki aðeins orðið sífellt óvinsælla á meðal íbúa þess heldur hafi nú fengið slíka ofanígjöf frá ríki sem búi að langri lýðræðishefð. Það líti ekki vel út í ferilskrá sambandsins. (Mbl.is)
Mat Sørens á þessu er ekki út í hött, en fullveldissinnar íslenzkir hefðu viljað þiggja hér fullan sigur úr hendi fullveldistrúrra stjórnmálaleiðtoga, ekki hálfan og óvissan til lengdar og það niðurstöðu sem býður ESB-sinnum upp á áframhaldandi áróður og undirróður, en krefur sjálfstæðissinna um órofa baráttu fyrir landið árum saman, vitaskuld ólaunaða með öllu.
En hér verður líka að spyrja Sigmund og Bjarna Ben. (og hverju hafa fréttamenn ekki spurt svo augljósrar spurningar?): Hvað um Evrópustofu, verður henni lokað eða ekki? Og hvað um IPA-mútustyrkina, verða þeir áfram í gangi þrátt fyrir yfirlýst "hlé á viðræðum"?
- Þegar Ísland varð illa úti í alþjóðlegu fjármálakrísunni árið 2008 leituðu margir eftir bjargvætti. Evrópusambandið var tekið í misgripum fyrir bjargvætt og umsókn um inngöngu í sambandið send af stað, segir Søren Søndergaard. (Mbl.is, leturbr. hér).
Situr hann í nefnd Evrópuþingsins, sem heldur utan um samskipti við Ísland, Noreg og Sviss, og segir í fréttatilkynningu á heimasíðu samtakanna
- að efnahagserfiðleikarnir innan Evrópusambandsins og einkum á evrusvæðinu haft mikil áhrif á afstöðu fólks á Íslandi. Á meðan hagvöxtur minnki eða standi í besta falli í stað á evrusvæðinu hafi hann aukist á Íslandi. Og á meðan atvinnuleysi sé stjórnlaust í Evrópusambandinu og skapi óróa og fátækt hafi það minnkað mikið á Íslandi. Líkir hann sambandinu við farþegaskipið feiga Titanic en fyrirsögn tilkynningarinnar er: Ísland vill ekki um borð í Titanic.
Okkur er enginn óleikur gerður með því að vera minnt á slík meginatriði.
JVJ.
![]() |
Ísland vill ekki um borð í Titanic |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)