Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
13.2.2014 | 01:28
Þarna geta Brusselbossar séð sér færi til myndunar bæði sambandsríkis og ESB-hers!
Skoðanakönnun meðal íbúa Evrópusambandsins gefur enn frekari ástæður til tortryggni af okkar hálfu gagnvart framtíðarhorfum þess. Meirihluti þeirra, sem taka afstöðu, er hlynntur því að sambandið þróist yfir í að verða að sambandsríki (eins og Þýzkaland og Bandaríkin), 34% frekar hlynntir og 11% mjög hlynntir, en 22% frekar andvígir og 13% mjög andvígir. Samrunastefnan er þarna á fullu, en þetta var raunar vilji ESB-þingsins þegar fyrir síðustu aldamót.
- Ennfremur eru samkvæmt könnuninni 63% hlynnt því að Evrópusambandið komi sér upp einni utanríkisstefnu en 27% eru því andvíg. 73% eru að sama skapi hlynnt því að sambandið fái sameiginlega öryggis- og varnarstefnu en 19% á móti því. (Mbl.is, leturbr. hér.)
- Um er að ræða svokallaða Eurobarometer-skoðanakönnun ESB sem gerð er tvisvar sinnum á ári. Sá hluti sem fjallar um Ísland er unninn fyrir sambandið af Capacent. (Mbl.is)
En hér skal hnykkt á því, að valdamenn í Brussel geta nú séð færi á því að efna til meiri samræmingar á herjum sínum og herstjórn. Það hefur lengi verið í pípunum, en lítil hrifning fyrir því t.d. í brezka sjóhernum. En vitað er, að ráðamenn ESB vilja þetta, ella væri ekki hinar auð-nýtilegu valdheimildir fyrir Evrópusambandið í þessum efnum að finna í Lissabonsáttmálanum. Og jafnvel þótt þetta fæli kannski aldrei í sér herskyldu, myndu engin ríki sambandsins sleppa við framlag af einhverju tagi fjárhagslegu hið minnsta til þess samhæfða hers.
Og nú geta Brussel-bossar borið það fyrir sig, að þessi miðstýringar-hervæðing sé það sem almenningur í ESB vilji! Almenningur á meginlandinu er hins vegar græskulítill eins og fólk hér, og það að tala þarna um "öryggisstefnu" nægir eflaust í skoðanakönnun til að taka góða sveiflu í átt til þess, sem Brusselmenn höfðu ætlað sér. En líklegt er raunar, að æ fleiri hugsi þetta sem viðnám gegn frekari fólksstraumi múslima, og andstaðan við fjölgun ESB-ríkjanna kann einkum að byggjast á andstöðu við inntöku Tyrklands. Einboðið er raunar, að tilraunir til innlimunar Úkraínu í ESB muni kosta hættulega árekstra við Rússland Pútíns og Brusselmönnum affarasælast að gleyma slíku, og samt er sú útþensluhyggja sjálfum Herman van Rampuy ofarlega í huga, síðast þegar af honum fréttist!
Jón Valur Jensson.
![]() |
Vilja að ESB verði sambandsríki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.2.2014 | 19:57
ESB (útópía sumra!) vann harkalega gegn Íslandi í Icesave-málinu
Rétt er að minna á, að Evrópusambandið stórveldi sem enn gerir sig breitt gagnvart Íslendingum (en leggur síður í Norðmenn!) hafði upp á sitt eindæmi SAKFELLT Íslendinga í Icesave-málinu, þ.e. Seðlabanki Evrópu, ESB-dómstóllinn og Lúxemborg og sjálf framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, þ.e. fulltrúar þessara ESB-stofnana, sem settust í gerðardóm yfir Íslendingum haustið 2008. (Þakkir séu Árna Mathiesen, þá ráðherra, að neita að skipa fulltrúa Íslands í þann gerðardóm.)
Skeikulleiki þessara ósvífnu aðila var hlálega auglýstur fyrir augliti þjóða heims fyrir um einu ári, þegar EFTA-dómstóllinn kvað upp sinn úrskurð um, að íslenzka ríkinu og almenningi hér bæri ekkert að borga vegna þessara Icesave-reikninga, jafnvel ekki málskostnaðinn!
Sjáið nú, hversu fráleitt það er fyrir Íslendinga að treysta þessum Seðlabanka Evrópu (ESB-fyrirbæri), en í höndum hans yrðu okkar gjaldeyrismál, ef Ísland léti innlimast í Evrópusambandið og yrði þá neytt til að taka upp evruna! Þessi sami Seðlabanki Evrópu hefur nú þegar reynzt okkur jafnvel enn verr í Icesave-málinu heldur en framkvæmdastjórn ESB og kommissararnir þar í makrílmálinu!
Á svo að bjóða okkur til þess óvinafagnaðar?!
Það er rétt hjá Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra, að "mikilvægt [er] að hafa í huga að það hefur áður verið leyst úr því álitamáli hvort ríkissjóður beri ábyrgð að þessu leyti, og svo er ekki, en þarna svaraði hann spurður um 556 milljarða kr. kröfu Hollenska seðlabankans DNB og breska innistæðusjóðsins FSCS á hendur Tryggingasjóði innistæðueigenda og fjárfesta á Íslandi, TIF. Þannig að það mun ekki reyna á ábyrgð ríkisins að neinu leyti í þessu máli, sagði hann, og rétt er það. En hann má líka öðrum fremur minnast þess, að það reyndi áður á það mál, fyrir EFTA-dómstólnum, og eingöngu vegna þess, að þjóðin vildi hvorki hlíta leiðsögn hans, Bjarna hins unga, né vinstri stjórnarinnar með Jóhönnu og Steingrím J. í fararbroddi. Hefði verið farið að vilja þeirra þriggja í málinu, værum við nú (1) að þræla við að borga þessar gervikröfur Breta og Hollendinga og búin að afleggja velferðarkerfi okkar að stórum hluta, (2) víða farin að trúa því, að við höfum verið SEK í þessu máli !
Hve þakklát við megum vera fyrir að hafa ekki hlustað á Bjarna, Steingrím J., Indriða Þorláksson, Össur, Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur, Helga Hjörvar og Jóhönnu!
Jón Valur Jensson.
![]() |
Ekki mun reyna á ábyrgð ríkisins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.2.2014 | 18:57
Evrópusambandið lyftir refsivendinum enn einu sinni - Svisslendingar "vörpuðu sprengju inn í samstarfið"
Margir Svisslendingar telja fjölda innflytjenda allt of mikinn. Nú voru þeir að samþykkja í þjóðaratkvæðagreiðslu að afnema rétt ESB-borgara til að setjast að í Sviss. Þetta virðast vatnaskil í tengslunum við ESB, þótt naumur hafi meirihlutinn verið í kosningunni, 50,4%, og þjóðþingið á enn eftir að samþykkja þetta.
En það stendur ekki á hvössum viðbrögðunum frá Brussel. Þar er þessi niðurstaða ekki aðeins "hörmuð", heldur haft í hótunum: "hún kalli á endurskoðun á öllum samningum Sviss við Evrópusambandið," eins og segir í frétt Jóns Björgvinssonar í Sviss á Ruv.is.
Nú er að sjá, hvort svissneska þingið lúffi fyrir þeirri lítt dulbúnu hótun Evrópusambandsins.
PS. Það eru mjög fróðlegir hlutir inni í þessari frétt hins hagvana Jóns Björgvinssonar í Sviss. Hann segir m.a.:
- Andstæðingar tillögunnar vöruðu við að efnahag Sviss væri stefnt í voða ef hróflað yrði við viðkvæmum samningum við Brussel. En naumur meirihluti landsmanna, eða 50,3%, er greinilega hræddari við afleiðingar mikils straums vinnuafls til landsins.
Þetta leiðir hugann að því, að hér á Íslandi krefjast ýmsir þess, að bæði Schengen- og EES-samningunum verði sagt upp. En áfram segir Jón í Sviss:
- Atvinnuleysi í Sviss, rúm þrjú prósent, er það lægsta í Evrópu og hefur virkað eins og segull á atvinnuleitendur. Að eitt minnsta ríkið í Evrópu sendi sínum helsta viðskiptavini þannig langt nef í dag að tillögu Þjóðarflokksins, sem er lengst á hægri vængnum á svissneska þinginu, sýnir töluverða kokhreysti og mikla trú á svissneska efnahagsundrinu og svissneska frankanum sem náð hefur að leiða hjá sér þau vandamál sem nágrannar Sviss hafa verið að glíma við á síðustu árum.
Þetta myndu ýmsir ESB-trúmennirnir hér á Íslandi eflaust kalla "þjóðrembu" og "einangrunarhyggju", en þeir ganga fram hjá því, að Sviss, Noregur, Ísland og jafnvel Grænland spjara sig betur út úr kreppunni en hið langþjáða Evrópusamband ! -- Og lokatilvitnun (feitletrun hér):
- Stuðningsmenn tillögunnar telja því að Evrópusambandinu sé allur hagur í því að virða vilja Svisslendinga í komandi samningum, sem með þjóðaratkvæðunum í dag ákváðu að loka sjálfvirku gáttinni að opna evrópska vinnumarkaðnum og taka innflytjendamálin í sínar eigin hendur.
Þetta eru greinilega mikil tíðindi. Gangi Svisslendingum vel á sinni sjálfstæðu vegferð.
Jón Valur Jensson.
![]() |
Naumur meirihluti í Sviss |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.2.2014 | 12:06
Ástæðan fyrir æsingnum að heimta þjóðaratkvæði sem fyrst
Komið er í ljós, af hverju þeir hamast svona ESB-taglhnýtingarnir, um meinta nauðsyn þjóðaratkvæðagreiðslu. Þeir vita sem er, að hún kostar meira en 200 milljónir sem slík, en vonast til að koma henni að með sveitarstjórnarkosningunum og gætu það þó aldrei nema með 3 mán. fyrirvara (og ekki yrði hún bindandi), og SÁ FYRIRVARI RENNUR SENN ÚT, ÞVÍ HAMAST ÞEIR SVONA!
Ennfremur fengju þeir miklu meiri kjörsókn í þetta vitlausa, óþarfa mál sitt með því að hafa þetta með sveitarstjórnarkosningunum.
En Bjarni Ben. átti ekkert með það að gefa neinn ádrátt um svona þjóðaratkvæði, enda hvrgi gert ráð fyrir því í fjárlögum, og hann vann þar beinlínis þvert gegn eigin landsfundi, gerði það líka á xd-vefnum í vor og enn nú nýlega.
Og hans orð í vor eða hvenær sem er geta ekki bundið þingmenn hans flokks til að vinna gegn vilja landsfundar -- hvað þá heldur vilja hins stjórnarflokksins!
Bjarni mætti gjarnan hugleiða það, hæfileikamaður eins og hann er, hvort hann eigi það í raun skilið að verða forsætisráðherra Íslands, nema hann hreinsi af sér með ótvíræðum hætti alla ESB-óværu.
Því hefur Bjarni Ben. öðrum fremur ástæðu til að hugsa sig vel um og vanda sín orð og gjörðir.
PS. En ... hvar kemur þetta fram, sem um var rætt hér í fyrirsögninni? Jú, í leiðara Ólafs Stphensen í Fréttablaðinu á þriðjudag. Þar leggur hann þunga áherzlu á, að ástandsskýrslan til Alþingis um gang viðræðnanna verði lögð fram í tæka tíð til þess að hægt sé að ákveða með nauðsynlegum þriggja mánaða fyrirvara þjóðaratkvæðagreiðslu samfara sveitarstjórnarkosningunum. Þetta er síðasta hálmstráið hjá ESB-erindrekum að reyna að plata stjórnvöld hér til að liðka fyrir því, sem þau hafa í raun engan áhuga á -- ekki frekar en hin evrókratíska Kolbrún Bergþórsdóttir í föstudagspistli sínum í Mbl. þennan 6. febrúar.
Jón Valur Jensson.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 6.2.2014 kl. 08:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.1.2014 | 21:03
Eru ESB-andstæðingar síðasta von aðildarsinna?
Glögg og snjöll grein eftir Ásmund Einar Daðason alþm. í Bændablaðinu 23. þ.m. (fyrirsögnin hér ofar er hans):
Í Kastljósviðtali á mánudagskvöldið fór Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra vel yfir stefnu ríkisstjórnarinnar í ESB-málinu. Að undanförnu hefur verið reynt að teikna upp þá mynd að utanríkisráðherra sé einn á báti í þessu máli og þar með sé hann stærsti vandi aðildarsinna. Það að telja málum þannig háttað er auðvitað mikið pólitískt ólæsi. Það er hins vegar furðulegt, og til marks um mikla örvæntingu, að heyra aðildarsinna ítrekað kalla eftir því að helstu ESB- andstæðingar landsins haldi áfram aðildarsamningum við ESB.
Ef aðildarsinnum yrði að ósk sinni og aðildarsamningum yrði haldið áfram myndi utanríkisráðherra án vafa tryggja að skoðanabræður hans væru í meirihluta í nefndum og ráðum líkt og fyrri ríkisstjórn gerði. Vandi aðildarsinna er hins vegar sá að skoðanabræður utanríkisráðherra eru á móti ESB. Það yrði aðildarsinnum líklega mjög til framdráttar ef hörðustu ESB-andstæðingar landsins mættu til Brussel í þeim tilgangi að semja um hvernig aðlögun næstu ára yrði háttað. Ef utan ríkisráðherra er ekki tilbúinn að setja undirritaðan í forystu fyrir þessari sveit er ekki ólíklegt að t.d. Jón Bjarnason, Guðni Ágústsson eða Styrmir Gunnarsson yrðu fyrir valinu. Það gæti orðið enn fróðlegra að fylgjast með því þegar einstök atriði er varða ESB-samningana verða rædd í utanríkismálanefnd Alþingis þar sem Birgir Ármannsson, einn öflugasti ESB-andstæðingur þingsins, gegnir for mennsku og undirritaður vara formennsku. IPA- og Taiex-aðlögunarstyrkirnir fá eflaust flýtimeðferð hjá fjárlaganefnd þar sem Vigdís Hauksdóttir, formaður Heimssýnar, ræður ríkjum og varaformaðurinn Guðlaugur Þór Þórðarson mun eflaust berjast ötullega fyrir málinu. Forseti Alþingis mun örugglega halda okkur öllum við efnið enda mikill áhugamaður um aðild Íslands að ESB.
Það kom vel fram á síðasta kjörtímabili að ógjörningur er að semja um ESB-aðild nema að einhugur sé um málið í ríkisstjórn og starfandi stjórnarmeirihluta. Svo langt gekk þetta að ómögulegt var að vera með ESB-andstæðinga í ríkisstjórn né í utanríkismálanefnd Alþingis. Samþykkt stefna beggja stjórnarflokkanna er skýr og á þeirri stefnu byggir stjórnarsáttmáli ríkisstjórnarinnar. Það er því hámark bjartsýninnar (og í raun dálítið hlægilegt) að halda að ríkisstjórn þar sem báðir stjórnarflokkarnir eru á móti ESB-aðild geti haldið áfram aðildarsamningum. Því er það svo að þrátt fyrir ótrúlegan áhuga aðildarsinna mun furðuleg ósk þeirra um að ESB-andstæðingar dragi vagninn til Brussel ekki verða að veruleika.
Ásmundur Einar Daðason, alþingismaður.
Bændablaðinu er dreift ókeypis víða, m.a. í stórmörkuðum og á sundstöðum. Hér er vefslóð á vef blaðsins:
http://www.bondi.is og http://www.bondi.is/Pages/671
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.1.2014 | 14:24
Tvennt ólíkt: "aðildarsamningur" við ESB, alfarið á járnhörðum forsendum þess, og fríverzlunarsamningur við Kína, mótaður frá upphafi á okkar forsendum
Stundum liggur mikið á og hafa þarf hraðar hendur. Kosturinn við íslenskt stjórnkerfi getur stundum verið smæð þess, segir Bergdís Ellertsdóttir sendiherra í grein á nýjum, athyglisverðum bloggvef utanríkisráðuneytisins. Þar ræðir hún á fróðlegan hátt um fríverzlunarviðræðurnar við Kína sem lauk með undirritun fríverzlunarsamnings í apríl 2013, en það liggur nú fyrir á Alþingi að samþykkja þann samning.
Ljóst er, að ekki er 95 ára fullveldi Íslands neinn dragbítur fyrir samskipti við önnur lönd, heldur þvert á móti grundvöllur mikils reynslusjóðs sem kemur okkur vel í nýjum samningum. Við höfum, svo að vitnað sé í Bergdísi, "meira en fjörutíu ára reynslu í viðræðum um fríverslun, og að verja hagsmuni okkar út á við kom sér vel, og þar höfðu við töluvert forskot á Kínverja sem tóku sín fyrstu skref út í hið alþjóðlega viðskiptakerfi með aðild að alþjóðaviðskiptastofnuninni 2002 og gerðu fyrsta fríverslunarsamninginn árið 2004 og þá við sjálfsstjórnarsvæði Hong Kong og Makáa. (Leturbr. jvj.)
Þetta eru ekki innantóm orð, því að þrátt fyrir ofurstærð Kína (meira en 4000 sinnum fjölmennara) miðað við Ísland var fyrirkomulag samninganna EKKI að geðþótta stórveldisins, m.a.s. langt frá því, eins og hér sést ljóslega:
- Bergdís ræðir í pistlinum þá mynd sem margir kunni að hafa ímyndað sér að íslensku samningamennirnir væru að eiga við ofjarla sína í ljósi þess hversu mikill stærðarmunur sé á Íslandi og Kína einkum hvað fólksfjölda varðar. Það hafi hins vegar alls ekki verið raunin. Í viðræðunum við Kína kom það í hlut Íslands að leggja til texta að samningi og var þá stuðst við þá samninga sem við höfðum þegar gert í samfloti við önnur EFTA-ríki, og því voru það við sem þekktum betur orðalag, ástæður og bakgrunn þeirra texta sem unnið var með, sem var svo sannarlega kostur. (Mbl.is, leturbr. jvj.)
Þetta er þveröfugt við s.k. "aðildarsamninga" við Evrópusambandið. Þar er allt eftir höfði Brusselvaldsins, nýja meðlimaríkinu einfaldlega ætlað að gleypa allt 100.000 blaðsíðna laga- og regluverk stórveldisins.
- Samningurinn [við Kína] var ræddur á Alþingi síðastliðinn fimmtudag, en gert er ráð fyrir að greidd verði atkvæði um hann í þinginu í næstu viku og að hann taki formlega gildi í sumar, verði hann samþykktur, sem allar líkur verða að teljast á að verði niðurstaðan. (Mbl.is)
Ættu Íslendingar ekki að leita áfram eftir enn fleiri fríverzlunarsamningum eftir eigin höfði eða a.m.k. með sanngjarnri samningsaðstöðu og eðlilegri gagnkvæmni í stað þess að láta sig dreyma um að lúta forsjá annarra ríkja eða ríkjabandalaga um inntakið, eins og gert er í ESB-ferlinu, og jafnvel afsala þangað æðstu löggjafarrréttindum okkar, auk dóms- og framkvæmdavalds?!
Með EFTA-aðildinni fáum við betri viðskiptasamninga við hvert ríkið á eftir öðru, m.a. við Kanada, og leita ber eftir fríverzlun eða hagstæðum tollasamningum við Bandaríkin, sem gera engar þær kröfur til afsals valds af okkar hálfur, sem ráðríkt Evrópusambandið gerir.
Hér er áðurnefndur bloggvefur utanríkisráðuneytisins, merkileg nýjung sem Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur komið í framkvæmd. Og honum skulu hér þökkuð þau einörðu orð sem hann lét falla á Alþingi um daginn, þegar hann lýsti algerri andstöðu sinni við, að Ísland fari inn í Evrópusambandið.
Jón Valur Jensson.
![]() |
Ræddu ekki við kenjótta ofjarla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.1.2014 | 03:07
Nýjasta árás ESB á Færeyinga fer fram úr öðrum hingað til
Stórmerk er grein HÉR! eftir Jón Bjarnason sem ESB-liðléttingar í síðustu ríkisstjórn ráku þaðan. Horfið á aðalatriðið hér: Afhjúpun Jóns á nýjasta ofríki ESB gagnvart Færeyingum. Hann segir þar m.a.:
- Evrópusambandið hefur í dag beitt neitunarvaldi innan Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar WTO við því að tekin sé til efnislegrar meðferðar kæra Færeyinga um lögmæti viðskiptaþvingana sem ESB hefur lagt á vegna síldar og makrílveiða þeirra. Kom í veg fyrir kæru Færeyja
- Evrópusambandið hefur einhliða beitt Færeyinga refsiaðgerðum og viðskiptaþvingunum vegna síldar og makrílveiða. ESB tekur sér þar lögregluvald yfir litlum strandríkjum á norðurslóð sem eru að nýta auðlindir innan sinnar eigin lögsögu.
- Í krafti stærðar setur ESB afarkosti sem eru í raun brot á alþjóðalögum. Myndu þeir hafa gert þetta t.d. gegn Rússlandi? Gamla nýlendustefnan heldur velli. *
Lesið áfram í greininni sjálfri.
Hið sama Evrópusamband skipaði nokkra fulltrúa í gerðardóm haustið 2008 sem DÆMDI okkur Íslendinga seka og gjaldskylda í Icesavemálinu!!!!!!!!!!!! (þvert gegn ESB-lögum auðvitað!).
Svo eru til "Íslendingar" sem vilja draga þjóðina inn í þetta stórveldabandalag, sjálfir slefandi af hrifningu! Þeir ættu að lesa upplýsandi leiðara um ESB og evrumálin** í þeim Mogga sem fór í aldreifingu í gær. En lesið fyrst þetta eftir Jón Bjarnason!
* Kannski ekki að undra, þar sem tíu aflóga nýlenduveldi ráða lögum og lofum í Evrópusambandinu og fara frá 1. nóv. á þessu ári, 2014, með rúmlega 73% atkvæðavægi í hinu volduga ráðherraráði ("ráðinu") og leiðtogaráði Evrópusambandsins, en hin 18 ríkin, saklaus af nýlendustefnu, munu ráða þar innan við 27% atkvæðavægi!
** Þessi leiðari Mbl. í gær er með yfirskriftina Svæfandi sjálfsblekking ("Hreinskilin umræða í Davos um evrukreppuna er sláandi ...").
Jón Valur Jensson.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 03:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
17.1.2014 | 11:53
Vitræn svör gegn illa rökstuddum málatilbúnaði um þjóðaratkvæðagreiðslu
Snilldarlegir eru ýmsir leiðarar Mbl. um ESB-málið, m.a. yfirstandandi þjóðaratkvæðugreiðslu-umræðu, t.d. leiðarinn í gær og annar nýlega. Glæsilegt er líka andsvar Hjartar J. Guðmundssonar gegn skrifum Þorsteins Pálssonar um málið, m.m., en sá pistill Hjartar er á leiðarasíðu Mbl. í dag.
Menn eru hvattir til að skrifa þessi afar vitrænu skrif í blaðinu, mörgum veitir ekki af.
JVJ.
13.1.2014 | 01:26
Ósannfærandi vælugangur
Jafnvel innan Samfylkingar reyndist við skoðanakönnun hlutfallslega meiri andstaða við ESB-umsókn heldur en stærðin á hópnum í Sjálfstæðisflokki sem vildi ESB-umsókn. Samt er alltaf verið að tala um einhverja ESB-sinna í Sjálfstæðisflokki og að taka eigi tillit til þeirra, en aldrei voru ESB-málpípurnar að ætlast til hliðstæðrar tillitssemi Samfylkingar við sína eigin ESB-andstæðinga! -- nei nei, heldur bara keyrt á málið og umsóknin send, kolólöglega og tvífellt (í nefnd og þingsölum) að spyrja þjóðina áður! Svo vælir þetta lið nú um þjóðaratkvæði!
Jón Valur Jensson.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 15.1.2014 kl. 00:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Aldreifing Fréttablaðsins er á ábyrgð auglýsenda og eigenda þess blaðs. Þeir bera þannig ábyrgð á stöðugum áróðri Þorsteins Pálssonar og Ólafs Stephensen fyrir samruna Íslands við ESB.
Í dag skrökvar Þorsteinn enn að alþjóð. Hann viðheldur í pistli sínum goðsögn eða öllu heldur þeim áróðurstilbúningi að viðræðurnar hafi falið í sér "samningsgerð" (!) við stórveldið, þrátt fyrir að sjálf framkvæmdastjórn Evrópusambandsins (sem kemst næst því að vera ríkisstjórn þess) hafi lýst því yfir 27.7. 2011, að inntökuviðræður við umsóknarlönd (accession negotiations) fjalli um skyldurnar sem fylgja því að verða meðlimur í ESB, en hugtakið "viðræður" (negotiations) geti beinlínis verið "misvísandi", því að það regluverk ESB (um 100.000 blaðsíður), sem viðræðurnar snúist um að umsóknarríkið tileinki sér, sé "ekki umsemjanlegt" (not negotiable), eins og framkvæmdastjórnin tekur fram í yfirlýsingunni. Lagaverkið þarf m.ö.o. að gleypa eins og það kemur fyrir af kúnni.
Gervi"samninga"maðurinn Þorsteinn Pálsson.
Það er á grundvelli þeirra útbreiddu áróðurslyga, að einstök eða ný ESB-ríki geti samið um, hvaða varanlegu kjörum og regluramma það muni sæta innan stórveldisins, sem ófyrirleitnir áróðursmenn eins og Þorsteinn og Ólafur geta gengið að því vísu, að margir leggi trúnað á það lyganet. Síðan eru búnar til blekkjandi skoðanakannanir sem halda að hinum aðspurðu þeirri upplognu forsendu, að um "samningsgerð" hafi verið að ræða, og þeir spurðir hvort þeir vilji (eins og Þorsteinn orðar það í ESB-Fréttablaðinu í dag) "ljúka samningsgerðinni"!
Á grundvelli lyganetsins, sem RÚV og 365 fjölmiðlar og alls konar málpípur ESB-stefnu hafa haldið að alþjóð, byggjast síðan ómarktækar niðurstöður nefndra skoðanakannana þess efnis að nokkur meirihluti svarenda "vilji ljúka samningsgerðinni" -- niðurstaða sem í sjálfri sér er þeim mun kyndugri sem vitað er að í viðurkenndum skoðanakönnunum hafa hartnær og stundum yfir 2/3 svarenda lýst beinni andstöðu sinni við að Ísland gangi í Evrópusambandið.
Það er ömurlegt hlutskipti fyrrverandi forsætisráðherra Íslands að halda uppi blekkingum um þetta mál, jafnvel þótt hann eigi að vita miklu betur sem fyrrverandi formaður viðræðunefnda Íslands og ESB. Hvað skyldi honum vera borgað fyrir að halda uppi sínum blekkingarskrifum í Fréttablaðinu? Og hangir fleira á spýtunni? Hefur honum verið lofað embætti í Brussel, takist honum að stuðla að því að Ísland verði svikið inn í þetta evrópska stórveldi, sem voldugir ráðamenn þar vilja nú gera að Bandaríkjum Evrópu ?
Jón Valur Jensson.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 12.1.2014 kl. 00:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (27)