Evrópusambandið lyftir refsivendinum enn einu sinni - Svisslendingar "vörpuðu sprengju inn í samstarfið"

Margir Svisslendingar telja fjölda innflytjenda allt of mikinn. Nú voru þeir að samþykkja í þjóðaratkvæðagreiðslu að afnema rétt ESB-borgara til að setjast að í Sviss. Þetta virðast vatnaskil í tengslunum við ESB, þótt naumur hafi meirihlutinn verið í kosningunni, 50,4%, og þjóðþingið á enn eftir að samþykkja þetta.

En það stendur ekki á hvössum viðbrögðunum frá Brussel. Þar er þessi niðurstaða ekki aðeins "hörmuð", heldur haft í hótunum: "hún kalli á endurskoðun á öllum samningum Sviss við Evrópusambandið," eins og segir í frétt Jóns Björgvinssonar í Sviss á Ruv.is.

Nú er að sjá, hvort svissneska þingið lúffi fyrir þeirri lítt dulbúnu hótun Evrópusambandsins. 

PS. Það eru mjög fróðlegir hlutir inni í þessari frétt hins hagvana Jóns Björgvinssonar í Sviss. Hann segir m.a.:

  • Andstæðingar tillögunnar vöruðu við að efnahag Sviss væri stefnt í voða ef hróflað yrði við viðkvæmum samningum við Brussel. En naumur meirihluti landsmanna, eða 50,3%, er greinilega hræddari við afleiðingar mikils straums vinnuafls til landsins.

Þetta leiðir hugann að því, að hér á Íslandi krefjast ýmsir þess, að bæði Schengen- og EES-samningunum verði sagt upp. En áfram segir Jón í Sviss:

  • Atvinnuleysi í Sviss, rúm þrjú prósent, er það lægsta í Evrópu og hefur virkað eins og segull á atvinnuleitendur. Að eitt minnsta ríkið í Evrópu sendi sínum helsta viðskiptavini þannig langt nef í dag að tillögu Þjóðarflokksins, sem er lengst á hægri vængnum á svissneska þinginu, sýnir töluverða kokhreysti og mikla trú á svissneska efnahagsundrinu og svissneska frankanum sem náð hefur að leiða hjá sér þau vandamál sem nágrannar Sviss hafa verið að glíma við á síðustu árum. 

Þetta myndu ýmsir ESB-trúmennirnir hér á Íslandi eflaust kalla "þjóðrembu" og "einangrunarhyggju", en þeir ganga fram hjá því, að Sviss, Noregur, Ísland og jafnvel Grænland spjara sig betur út úr kreppunni en hið langþjáða Evrópusamband ! -- Og lokatilvitnun (feitletrun hér):

  • Stuðningsmenn tillögunnar telja því að Evrópusambandinu sé allur hagur í því að virða vilja Svisslendinga í komandi samningum, sem með þjóðaratkvæðunum í dag ákváðu að loka sjálfvirku gáttinni að opna evrópska vinnumarkaðnum og taka innflytjendamálin í sínar eigin hendur. 

Þetta eru greinilega mikil tíðindi. Gangi Svisslendingum vel á sinni sjálfstæðu vegferð.

Jón Valur Jensson. 


mbl.is Naumur meirihluti í Sviss
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Mér finnst viðbrögðin andstyggð yfirráðahyggja af verstu tegund, hótanir eru orðnar daglegt brauð hjá þessum umboðslausu kommiserum sem enginn hefur kosið yfir sig.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.2.2014 kl. 13:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband