Ríkisstjórn Bretlands einörð í úrsögninni

Theresa May segir það sem hún meinar og meinar það sem hún segir með orðunum Brexit is Brexit. Því ákveður hún nú að Bretar taki ekki við forseta-embættinu í ESB á næsta ári eins og til hafði staðið.

Komið er í ljós að hrakspár um einangrun Breta, m.a. frá Bandaríkjum Obama, voru úr lausu lofti gripnar.*  Jafnvel eru það viðskiptin við Bretland sem Bandaríkjunum voru efst í huga um fríverzlunarsamning við ESB. Því er jafnvel líklegt nú að slíkur samningur UK og USA, einfaldari í vinnslu en við ESB, verði meira forgangsmál í Washington en samningur við Evrópusambandið!

*Sbr. hér:  fullveldi.blog.is/admin/blog/?entry_id=2176692

JVJ.


mbl.is Taka ekki við forsetaembættinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Breytt og jákvæð stefna Obama-stjórnar gagnvart viðskiptum við ESB-laust Bret­land

Yf­ir­maður ut­an­rík­is­viðskipta í rík­is­stjórn Obama sagði fyr­ir helgi að banda­rísk stjórn­völd hafi "þegar hafið óform­leg­ar viðræður við hátt­setta breska emb­ætt­is­menn um mögu­leg­an viðskipta­samn­ing á milli Banda­ríkj­anna og Bret­lands eft­ir að Bret­ar segja skilið við Evr­ópu­sam­bandið." Mike From­an heitir maðurinn, og um þetta er fjallað í frétt Fin­ancial Times.

Fleiri ríki eins og Ástr­al­ía, Kan­ada, Nýja-Sjá­land, Mexí­kó, Ind­land og Suður-Kórea hafa þegar lýst yfir áhuga á viðskipta­samn­ingi við Bret­land auk EFTA-ríkj­anna Íslands, Nor­egs, Sviss og Liechten­stein. (Mbl.is)

Heur From­an þessi rætt við nokk­urn fjölda brezkra emb­ætt­is­manna frá því að brezk­ir kjós­end­ur samþykktu í þjóðar­at­kvæði 23. júní að yf­ir­gefa Evr­ópu­sam­bandið.

Viðræðurn­ar hafi snú­ist um þau áform Breta og mögu­leg­an tví­hliða viðskipta­samn­ing eft­ir að úr­sögn­in úr sam­band­inu hef­ur tekið gildi. (Mbl.is)

Og takið eftir þessu:

Fyr­ir þjóðar­at­kvæði sagði Obama að ef Bret­ar segðu skilið við sam­bandið lentu þeir aft­ast í röð þeirra sem vildu viðskipta­samn­ing við Banda­rík­in. Eins og fram kem­ur í frétt­inni er því ljóst að stefnu­breyt­ing hef­ur átt sér stað í þeim efn­um. (Mbl.is, nánar þar.)

Viðræður þess­ar "fara fram sam­hliða yf­ir­lýs­ing­um full­trúa re­públi­kana í full­trúa­deild Banda­ríkjaþings um að hefja ætti slík­ar viðræður við bresk stjórn­völd."

Og takið sérstaklega eftir þessu í hinni traustlegu frétt Mbl.is (leturbr. undirritaðs):

Ríkj­um Evr­ópu­sam­bands­ins er óheim­ilt að semja um viðskipti við önn­ur ríki, en From­an seg­ir ekk­ert því til fyr­ir­stöðu að óform­leg­ar und­ir­bún­ingsviðræður um viðskipti fari fram áður en Bret­land yf­ir­gef­ur sam­bandið form­lega. From­an seg­ir enn frem­ur að í ljósi fyr­ir­hugaðrar úr­sagn­ar Bret­lands úr Evr­ópu­sam­band­inu sé ástæða til að end­ur­meta yf­ir­stand­andi fríversl­un­ar­viðræður Banda­ríkj­anna við sam­bandið enda sé Bret­land stór ástæða fyr­ir því að sá samn­ing­ur sé tal­inn eft­ir­sókn­ar­verður að mati Banda­ríkja­manna. Fjórðung­ur banda­rísks út­flutn­ings til Evr­ópu­sam­bands­ins fari þannig til Bret­lands.

En það er líka unnt að fara aðra leið samkvæmt þeim vísa manni, sem kann þó að vera að sefa Brusselmenn með þessu:

Hugs­an­legt sé að Bret­land verði aðili að fríversl­un­ar­samn­ingn­um á milli Banda­ríkj­anna og Evr­ópu­sam­bands­ins þegar landið seg­ir skilið við sam­bandið og viðræðum um samn­ing­inn hef­ur verið lokið að sögn From­ans. Það sé einn af þeim mögu­leik­um sem rædd­ir hafi verið varðandi mögu­leg­an viðskipta­samn­ing á milli Banda­ríkj­anna og Bret­lands. (Mbl.is)

En það er greinilegt af öllu, að hrakspár ESB-sinna, m.a. í fréttamannastétt á Rúv og Fréttablaðinu, um yfirvofandi einangrun Bretlands viðskiptalega vegna Brexit, eiga ekki við nein rök að styðjast.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Vilja viðskiptasamning við Bretland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nær tveir þriðju aðspurðra Breta vilja ekki nýja þjóðar­at­kvæða­greiðslu um Evrópu­sam­bandið

Þrátt fyrir fullyrðingar Evrópu­sam­bands­sinna reynist við skoð­ana­könn­un mik­ill meiri­hluti Breta andvígur því að fram fari önn­ur þjóðar­at­kvæða­greiðsla um veru eða útgöngu Bret­lands úr Evr­ópu­sam­band­inu. Ýms­ir, m.a. ESB-innlim­unar­sinnar íslenzkir, hafa talað um að brezka þjóðin þurfi að fá nýtt tækifæri til að "leið­rétta" sína ákvörðun í þjóðar­at­kvæða­greiðsl­unni 23. júní sl., en þessi skoð­ana­könn­un, gerð af fyr­ir­tæk­inu Com­Res fyr­ir brezku blöðin Sunday Mirr­or og In­depend­ent dag­ana 13. til 15. júlí, náði til rúm­lega tvö þúsund manns, og sam­kvæmt henni eru 57% and­víg því að boðað verði til nýs þjóðar­at­kvæðis um málið. Tæp­ur þriðjung­ur, eða 29%, er því hins veg­ar hlynnt­ur. Með öðrum orðum: Nánast tveir á móti hverjum einum vilja, að ekki verði raskað því ferli sem ákveðið var 29. f.m.

Fleiri eru enn frem­ur and­víg­ir því að boðað verði til nýrra þing­kosn­inga eða 46% á móti 38%. Nýr for­sæt­is­ráðherra Bret­lands, Th­eresa May sem sjálf studdi áfram­hald­andi veru í ESB, hef­ur lýst því yfir að hvorki verði boðað til nýs þjóðar­at­kvæðis né nýrra þing­kosn­inga. (Mbl.is; Frétt Reu­ters).

JVJ.


mbl.is Vilja ekki annað þjóðaratkvæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það mættu fleiri pakka niður sínum innlimunar­hugmyndum

Eftir langþráð brotthvarf Breta úr Evrópu­sam­band­inu er mörgum enn ljósara en áður, að Ísland á þangað ekkert erindi. Utan­ríkis­við­skipti Íslendinga við Breta námu 240 millj­örð­um króna árið 2014. ESB mun tapa meira á Brexit en Bretar sjálfir, sem geta unnið upp lakari samkeppnisaðstöðu á meginlandinu með nýju frelsi til eigin viðskiptasamninga við önnur lönd, þ. á m. Kanada og mörg önnur gömul samveldislönd, að ógleymdum Bandaríkjunum og löndum Asíu og Suður-Ameríku.

En það er ekki að undra, að Fréttablaðið hefur allt á hornum sér varðandi bæði Brexit og Boris Johnson, hinn nýja utanríkisráðherra Breta! Brexit er meiri háttar áfall fyrir "Evrópuhugsjón" Brussel-manna og harðra innlimunarsinna á Íslandi, og eftir því eru upphrópanirnar og særingarnar sem berast jafnt úr Skaftahlíðinni sem frá ESB-pótintátum ýmsum, m.a. utanríkisráðherra Frakka -- og ekki í minna mæli frá býrókratíumni íParís eftir því sem áhugi franskrar þjóðar hefur aukizt á hennar eigi Frexit!

Jón Valur Jensson.


mbl.is Pakkaði fjögurra ára ESB-vinnu niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Brexit er spori og hvatning til enn betri frammistöðu Breta

Hin klára Theresa May og félagar hennar í nýrri ríkis­stjórn Stóra-Bret­lands, þ.m.t. Boris Johnson sem utanríkis­ráðherra, David Davis, ráðherra sem ann­ast brott­hvarf Breta úr ESB, Philip Hammond fjármála­ráðherra, Liam Fox, ráðherra alþjóð­legra við­skipta (ESB-aðildar-and­stæður), Am­ber Rudd inn­an­rík­is­ráðherra og Michael Fallon varn­ar­mála­ráðherra, fólk með bein í nefinu, á eftir að standa sig vel fyrir brezkt atvinnulíf, fyrirtæki og almenning, og standa vörð um stöðu landsins alþjóðlega.

Eitt dæmi: Nú mun ekkert halda aftur af brezkum yfir­völdum að láta t.d. sveit­ar­stjórnir kaupa brezkar vörur og sleppa útboðum á ESB-markaði. Bretar end­ur­heimta nú frelsið til eigin tolla- og tollfrelsis­samninga við fjarlæg­ustu lönd ... rétt eins og við okkur Íslendinga líka.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Hvaða ráðherrar eru komnir um borð?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvaðan fær "Viðreisn" fé til kostnaðarsams rekstrar síns?

Flokkurinn, sem hefur að mark­miði að gera Lýðveldið Ísland að litlu tann­hjóli í risa­verki er­lends stór­veldis, hefur staðið fyrir dýr­um sam­kom­um, m.a. í Hörpu, og ræð­ur sér nú vel laun­aðan fram­kvæmda­stjóra. Hvernig er allt þetta fjár­magnað, sem og auglýs­inga­starfs­emi og rekstur skrif­stofu? Hver eru félags­gjöld í Viðreisn, og hve margir eru skráðir félagar? Hvaða fyrirtæki styrkja flokkinn og um hve mikið fé?

Það er sérstök ástæða til að ganga eftir slíkum upplýsing­um þegar um er að ræða svo óþjóð­legan flokk sem vinn­ur að því að stór­skerða fullveldi Íslands.

Tveir af leiðtogum Viðreisnar, Benedikt Jóhannesson og Jón Steindór Valdi­mars­son, voru einnig í fremstu röð á meðal forsvarsmanna í "Áfram"-hópnum svo­kallaða, sem hamaðist í baráttu fyrir Icesave-svika­samningunum. Hópurinn var um þúsund sinnum betur fjármagn­aður en varnar­samtök grasrótar­manna, Samstaða þjóðar gegn Icesave, sbr. þessar upplýsingar um hópinn með nafninu fáránlega á vefsíðu Samstöðu þjóðar, þar sem Loftur Altice Þorsteinsson verkfræðingur ritaði m.a.:

  • Skömmu eftir stofnun Áfram-hópsins bárust fréttir af því, að heldstu styrktaraðilar Icesave-vinanna væru Samtök fjármálafyrirtækja (SFF), Samtök atvinnulífsins (SA) og Samtök iðnaðarins (SI). Sem start-gjald veittu þessi samtök Áfram-hópnum milljón krónur, hvert fyrir sig. Alls munu styrkir sem Áfram-hópurinn þáði hjá fyrirtækjum og almanna-samtökum hafa numið 20 milljónum króna. Til samanburðar fekk Samstaða þjóðar gegn Icesave um 20 þúsund krónur frá fyrirtækjum og almanna-samtökum.

Já, göngum eftir því, hvort hér er kannski um sömu styrktaraðila að baki "Viðreisnar" og "Áfram"-hópsins eða hvort Evrópusambandið sjálft eða undir­stofnanir þess standa að því að ausa fé í þennan nýtilkomna flokk eða láta e.t.v. leppa til þess íslenzka aðila; kjósendur eiga rétt á að verða upplýstir um það -- og fyrir næstu kosningar, ekki löngu síðar!

Hér er partur af áliti Jóhannesar Ragnarssonar, vinstri manns og alþýðusinna:

Þessi svokallaða Viðreisn, sem gerð er út af kapítalisma­elskandi brask­ara­stömpum með ESB-glýju, á að sjálfsögðu ekkert erindi inní íslensk stjórnmál, ...

Hvaðan ,,Viðreisnarflokknum", sem ekkert er nema nafnið eitt, koma aurar til að ráða rándýra starfsmenn væri fróðlegt að vita, en ljóst er að alþýðu­fólk hefir ekki efni á svona flottræfilshætti og spjátrungsskap.

Það eru ekki allir jafn-skorinorðir og Jóhannes, en jafnvel flestir á meðal þeirra, sem hlynntir eru markaðshagskerfi og vilja veg Íslands sem beztan, geta verið sammála því, að samtök um að afsala okkur æðsta fullveldi í löggjafar-, stjórn­ar­fars- og dómsmálum og eigin stýringu landsins á viðskipta­samningum við aðrar þjóðir, eiga ekkert erindi á Alþingi við Austurvöll. Við Íslendingar höfum enga köllun til þess -- með verðmætar auðlindir okkar og stoltir af fengnu frelsi -- að verða langminnsta og ráðaminnsta þjóðin í hinu valdfreka Evrópu­sambandi.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Birna framkvæmdastjóri Viðreisnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hættulegar hugmyndir varðandi þjóðar­atkvæða­greiðslur og fullveldis­framsal

Stjórn­ar­skrár­nefnd er skipuð 8 fulltrúum þingflokkanna, sem halda fast um völd sín, og for­manni úr for­sætis­ráðu­neyti. Þess­ir UNDAN­SKILJA "lög sem sett eru til að fram­fylgja þjóðrétt­ar­skuld­bind­ing­um" frá þjóðar­atkvæða­greiðsl­um! Þingið eigi bara að ráða þeim málum sjálft, án þess að spyrja þjóðina! - eins og líka fjár­lögum, fjár­auka­lögum og lögum um skatta­mál­efni.

Þessi "lög, sem sett eru til að fram­fylgja þjóðrétt­ar­skuld­bind­ing­um", yrðu t.d. lög um að Ísland yrði gert að aðildarríki Evrópusambandsins! Já, eins og hjá ESB-sinnuðum "stjórnlaga­ráðs­mönnum" er hér sama undan­tekn­inga­ákvæðið frá fyrirhugaðri stjórnar­skrár­grein um þjóðar­atkvæða­greiðslur! -- ekki megi leggja hinar afdrifa­ríkustu stjórn­laga­breytingar í allri lýðveldis­sögunni undir dóm þjóðar­innar! 

Ætlum við að treysta þessum sex flokkum -- og þessum fjórum fulltrúum stjórnar­flokkanna og fjórum frá stjórnar­andstöðu­flokkunum -- fyrir framtíð og fullveldi íslenzkrar þjóðar, þegar við sjáum nú þessi vinnubrögð þeirra?

Er ekki full þörf á andstöðu fullveldissinnaðra þingmanna (sem eru margir hverjir í stjórnarflokkunum, þótt ekki séu þar allir heilir með fullveldinu) við þetta atriði í tillögum stjórnarskrárnefndar? Þeir skulu vita, að þeir verða ekki afsakaðir eftir á með því, að nefndin, ekki þeir, hafi borið ábyrgð á frumvarpi þessa efnis.

Ramm-flokkspólitísk stjórnarskrárnefnd hefði betur setið heima en að bjóða íslenzkri þjóð upp á þessa tillögu. Hættan er líka sú, að málskotsréttur eða synjunarvald forsetans verði í framhaldi af þessu afnumið með þeirri fölsku réttlætingu, að bein áhrif minnst 15% kjósenda til að knýja fram þjóðar­atkvæða­greiðslu eigi að nægja sem öryggisventill gegn ólögum; en alveg er ljóst, að þjóðrétt­ar­skuld­bind­ing­ar eins og þær, sem áður var getið, fengjust EKKI lagðar undir þjóðar­atkvæði samkvæmt þessum nýju stjórnar­skrár­tillögum.

Svo er einnig hætt við því, að ESB-sinnaður forseti myndi ekki nýta vald­heim­ild sína skv. 26. grein stjórnar­skrárinnar til að vísa málinu til úrskurðar þjóðar­innar. Þá stæði sama þjóð uppi varnar­laus gagn­vart vilja kannski naums meiri­hluta alþingis­manna.

Úr því að verið er að vinna á annað borð að endur­skoðun mikilvægra ákvæða stjórnar­skrár í málum sem þessum, þá er vitaskuld fyllilega tímabært að setja þar inn skýrt ákvæði um að til framsals ríkisvalds eða afsals fullveldis til erlends yfirvalds skuli lágmark þrír fjórðu alþingismanna hafa samþykkt þá tillögu, eins og líka er kveðið á um í 115. gr. norsku stjórnarskrárinnar, að því viðbættu, að við slíka atkvæðagreiðslu skuli minnst tveir þriðju þingmanna vera viðstaddir (eins og einnig er kveðið á um í norsku stjórnarskránni). Þar að auki skuli hliðstæðs meirihluta krafizt við þjóðar­atkvæða­greiðslu um sama málefni. Ekki verði gefið neitt færi á því að sniðganga þjóðina við slíka ákvörð­un um skerðingu fullveldis lýðveldisins.

Jafnvel nýkjörinn forseti landsins, Guðni Th. Jóhannesson, sem tekur við völdum 1. ágúst, lét þau orð falla í kosningabaráttu sinni, að hann álíti eðlilegt, að krafizt verði aukins meirihluta við ákvarðanir um framsal fullveldis. Þetta sagði hann i viðtalsþætti á Útvarpi Sögu. (nánar á eftir)

Jón Valur Jensson.


mbl.is 15% geti knúið fram þjóðaratkvæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Draumur Brussel-bossa rætist um stofnun ESB-hers

Þeir vita sem er, að ekki er tekið mikið mark á herlausu stórveldi. 

ESB-þingið samþykkti í dag að stofna nýj­an landa­mæra­her og á hann að taka á flótta­manna­vand­an­um: standa vakt­ina á landa­mær­um landa á borð við Grikk­land og Ítal­íu frá og með sept­em­ber á þessu ári. Mbl.is segir frá í nýrri frétt.

Stofn­un landa­mæra­hers­ins var samþykkt með 483 at­kv. gegn 181. 48 sátu hjá.

Nokk­ur ríki Evr­ópu­sam­bands­ins hafa á und­an­förnu miss­eri tekið upp landa­mæra­eft­ir­lit að nýju, en það hafði verið aflagt eft­ir að Schengen-sam­starfið tók til starfa. Er það vegna flótta­manna­straums­ins, en rúm­lega ein millj­ón flótta­manna og inn­flytj­enda hef­ur komið til Evr­ópu frá því í árs­byrj­un 2015.

Samþykkt Evr­ópuþings­ins í dag fel­ur í sér heim­ild­ir ríkja til þess að sjá áfram um eft­ir­lit á landa­mær­um sín­um, en þau geta nú kallað eft­ir neyðar­aðstoð úr landa­mæra­hern­um sem mun telja a.m.k. 1.500 landa­mæra­verði. (Mbl.is)

Greinilega hefur það haft mikil áhrif, að leiðtogar ESB-ríkja eins og Þýzkalands og Svíþjóðar buðu flótta­menn velkomna til landa sinna. Svíar sögðu alla sýr­lenzka flóttamenn velkomna að vera til fram­búðar, jafnvel þótt friður kæmist á í Sýrlandi, en svo neyddust sósíaldemókratar til að snúa við blaðinu, þegar þeir réðu ekki lengur við aðstreymið. Og ýmsar ESB-þjóðir kunna Angelu Merkel litla þökk fyrir að hafa átt sinn stóra þátt í að hleypa af stað flóttamanna­straumn­um yfir Eyjahaf og Miðjarðarhaf.

Og nú dugar ESB-ríkjum ekkert minna en 1500 manna ESB-landamæraher auk þeirra eigin löggæzumanna! Hafi þetta ekki verið skipulagt frá upphafi, ber það naumast vitni um mikla fyrirhyggju.

En hér hyggja eflaust ýmsir ESB-valdamenn gott til glóðarinnar að nýta sér í vaxandi mæli valdheimildir Lissabon-sáttmálans um stofnun og rekstur ESB-hers, á landi, lofti og legi.

Jón Valur Jensson.


mbl.is ESB stofnar landamæragæslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verður tyrknesk ESB-aðild leið margra til að breiða út hryðjuverk í Evrópu?

Illt er í efni í Evrópusambandinu, ef Tyrkjastjórn tekst að fá þar "aðild". Nýjasta frétt af Erdogan er sú, að hann segir flóttamenn kunna að fá þar ríkis­borg­ara­rétt, 2,7 milljónir sýrlenzkra! Þeir yrðu því ásamt tæp­lega 80 milljónum Tyrkja full­gildir ESB-borg­arar með ferða-, dvalar- og atvinnu­frelsi um stóran hluta Evrópu, ef Erdogan verður að ósk sinni um aðild að Evrópu­sambandinu, en honum var einmitt gefinn ádráttur um það þegar samningarnir dýrkeyptu og fáránlegu voru gerðir milli Brusselvaldsins og Tyrklands um flótta­manna­vandann.

Án efa hafa margir fylgismenn hryðjuverka­samtaka laumazt með flótta­mönnum til Tyrklands eða eiga eftir að gera það. Ráðamenn í Berlín og Brussel hafa samt flotið sofandi að feigðarósi í þessum málum öllum.

Óvíst er enn um framgang þessarar hugmyndar Erdogans, sjá um það frétt Rúv, en óneitanlega gæti hún reynzt hættuleg öryggi Evrópubúa, þ.m.t. Íslendinga.

Jón Valur Jensson.


Helmut Kohl mælir gegn því að skellt verði hurðum á Breta

Image result for Helmut Kohl  Ólíkt ýmsum Brussel­mönnum, sem brugðizt hafa ókvæða við BREXIT Breta, brýn­ir hinn aldni og vísi Helmut Kohl (Þýzka­lands­kanzl­ari 1982-98) leiðtoga Evr­ópu­sam­bands­ins til að sýna Bret­um ekki óþarfa hörku og þrýsta ekki of fast á þá eft­ir ákvörð­unina um að yf­ir­gefa sam­bandið. Hann hvetur þá til að „vinna ekki í of mikl­um flýti“ í kom­andi samn­ingaviðræðum við brezk stjórn­völd.

Kohl, sem barðist á tí­unda ára­tug síðustu ald­ar fyr­ir nán­ari sam­vinnu Evr­ópu­sam­bands­ríkja á sem flest­um sviðum, seg­ir í viðtal­inu að það yrðu „risa­stór mis­tök“ af hálfu Evr­ópu­sam­bands­ins að skella [hurð]­­um á Breta. Þjóðin þurfi tíma til þess að ákveða hver næstu skref séu.

Hann kall­ar jafn­framt eft­ir því að Evr­ópu­sam­bandið slaki nú á og taki „eitt skref aft­ur á bak áður en það tek­ur tvö skref fram á við“ á hraða sem sé viðráðan­leg­ur fyr­ir öll aðild­ar­rík­in. (Mbl.is)

Hann er hér greinlega málsvari málamiðlunar og skilnings og gott ef ekki hygginda, honum gezt ekki að þeirri hugmynd, að tækifærið verði nú notað til að láta kné fylgja gegn Bretum og fjarlægja Evrópu­sambandið enn meira frá þeim Evrópu­mönnum sem hafa viljað hægja á samruna­ferlinu eða leyfa ríkj­unum að endu­rheimta meira af sínu skerta fullveldi:

Í stað þess að stíga skref í átt til auk­inn­ar miðstýr­ing­ar ættu leiðtog­ar sam­bands­ins að hafa það í huga að aðild­ar­ríki sam­bands­ins séu mis­mun­andi, [segir Kohl] að því er seg­ir í frétt The Guar­di­an.

Hin sér­staka staða Bret­lands inn­an Evr­ópu­sam­bands­ins hafi ávallt verið erfitt og krefj­andi viðfangs­efni. Hún ætti hins veg­ar ræt­ur að rekja til sögu lands­ins. Virða þyrfti það. „Hún er líka hluti af fjöl­breyti­leika Evr­ópu,“ bætti hann við.

Virkjun 50. greinar Lissabonsáttmálans um útgöngu ríkis úr sambandinu getur tekið tvö ár og nægur tími til stefnu til að aðlagast hinum nýja veruleika. Engu að síður láta menn stóryrðin falla, eins og heyrzt hefur frá Brussel, Spáni og víðar að og sjá mátti á skrifum ýmissa álitsgjafa í Fréttablaðinu í morgun. Þá er gott að líta fremur til hins reynda manns, Helmuts Kohl, sem róar hér samherja sína og mælir gegn mestu öfgunum sem uppi hafa verið í röðum ESB-sinna. Dómsdagsspár þeirra eru ekki þumlungi nær sannleikanum en verstu spár Icesave-sinna á Íslandi árið 2009 -- spár sem aldrei rættust!

Jón Valur Jensson.


mbl.is Sýni ekki Bretum óþarfa hörku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband