Hættulegar hugmyndir varðandi þjóðar­atkvæða­greiðslur og fullveldis­framsal

Stjórn­ar­skrár­nefnd er skipuð 8 fulltrúum þingflokkanna, sem halda fast um völd sín, og for­manni úr for­sætis­ráðu­neyti. Þess­ir UNDAN­SKILJA "lög sem sett eru til að fram­fylgja þjóðrétt­ar­skuld­bind­ing­um" frá þjóðar­atkvæða­greiðsl­um! Þingið eigi bara að ráða þeim málum sjálft, án þess að spyrja þjóðina! - eins og líka fjár­lögum, fjár­auka­lögum og lögum um skatta­mál­efni.

Þessi "lög, sem sett eru til að fram­fylgja þjóðrétt­ar­skuld­bind­ing­um", yrðu t.d. lög um að Ísland yrði gert að aðildarríki Evrópusambandsins! Já, eins og hjá ESB-sinnuðum "stjórnlaga­ráðs­mönnum" er hér sama undan­tekn­inga­ákvæðið frá fyrirhugaðri stjórnar­skrár­grein um þjóðar­atkvæða­greiðslur! -- ekki megi leggja hinar afdrifa­ríkustu stjórn­laga­breytingar í allri lýðveldis­sögunni undir dóm þjóðar­innar! 

Ætlum við að treysta þessum sex flokkum -- og þessum fjórum fulltrúum stjórnar­flokkanna og fjórum frá stjórnar­andstöðu­flokkunum -- fyrir framtíð og fullveldi íslenzkrar þjóðar, þegar við sjáum nú þessi vinnubrögð þeirra?

Er ekki full þörf á andstöðu fullveldissinnaðra þingmanna (sem eru margir hverjir í stjórnarflokkunum, þótt ekki séu þar allir heilir með fullveldinu) við þetta atriði í tillögum stjórnarskrárnefndar? Þeir skulu vita, að þeir verða ekki afsakaðir eftir á með því, að nefndin, ekki þeir, hafi borið ábyrgð á frumvarpi þessa efnis.

Ramm-flokkspólitísk stjórnarskrárnefnd hefði betur setið heima en að bjóða íslenzkri þjóð upp á þessa tillögu. Hættan er líka sú, að málskotsréttur eða synjunarvald forsetans verði í framhaldi af þessu afnumið með þeirri fölsku réttlætingu, að bein áhrif minnst 15% kjósenda til að knýja fram þjóðar­atkvæða­greiðslu eigi að nægja sem öryggisventill gegn ólögum; en alveg er ljóst, að þjóðrétt­ar­skuld­bind­ing­ar eins og þær, sem áður var getið, fengjust EKKI lagðar undir þjóðar­atkvæði samkvæmt þessum nýju stjórnar­skrár­tillögum.

Svo er einnig hætt við því, að ESB-sinnaður forseti myndi ekki nýta vald­heim­ild sína skv. 26. grein stjórnar­skrárinnar til að vísa málinu til úrskurðar þjóðar­innar. Þá stæði sama þjóð uppi varnar­laus gagn­vart vilja kannski naums meiri­hluta alþingis­manna.

Úr því að verið er að vinna á annað borð að endur­skoðun mikilvægra ákvæða stjórnar­skrár í málum sem þessum, þá er vitaskuld fyllilega tímabært að setja þar inn skýrt ákvæði um að til framsals ríkisvalds eða afsals fullveldis til erlends yfirvalds skuli lágmark þrír fjórðu alþingismanna hafa samþykkt þá tillögu, eins og líka er kveðið á um í 115. gr. norsku stjórnarskrárinnar, að því viðbættu, að við slíka atkvæðagreiðslu skuli minnst tveir þriðju þingmanna vera viðstaddir (eins og einnig er kveðið á um í norsku stjórnarskránni). Þar að auki skuli hliðstæðs meirihluta krafizt við þjóðar­atkvæða­greiðslu um sama málefni. Ekki verði gefið neitt færi á því að sniðganga þjóðina við slíka ákvörð­un um skerðingu fullveldis lýðveldisins.

Jafnvel nýkjörinn forseti landsins, Guðni Th. Jóhannesson, sem tekur við völdum 1. ágúst, lét þau orð falla í kosningabaráttu sinni, að hann álíti eðlilegt, að krafizt verði aukins meirihluta við ákvarðanir um framsal fullveldis. Þetta sagði hann i viðtalsþætti á Útvarpi Sögu. (nánar á eftir)

Jón Valur Jensson.


mbl.is 15% geti knúið fram þjóðaratkvæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Því var einmitt haldið fram af borgunarsinnum að af þjóðréttarsamningum leiddi ríkisábyrgð vegna Icesave, jafnvel þó svo að hitt gagnstæða hefi verið rétt þar sem slík ríkisábyrgð var í raun bönnuð samkvæmt reglum EES-samningsins, eins og fjallað er um í Viðskiptablaðinu í dag.

Ímyndum okkur svo hverskonar túlkunarstríð myndi brjótast út ef þessi ákvæði væru komin í gildi með þessari undanþágu, og sambærilegt mál kæmi upp þar sem kjósendur myndu láta reyna á rétt sinn til þess að vísa því máli í þjóðatkvæðagreiðslu. Þessi undanþága er einfaldlega ávísun á gríðarlega réttaróvissu og á því ekkert erindi í stjórnarskrá.

Guðmundur Ásgeirsson, 7.7.2016 kl. 18:28

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Beztu þakkir fyrir þetta innlegg, Guðmundur, og þessar þungvægu ábendingar, sem enginn ætti að horfa fram hjá.

Jón Valur Jensson, 7.7.2016 kl. 20:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband