Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2019

Arn­ar Þór Jóns­son dóm­ari hrekur málflutning í Mbl.grein Bjarna Más Magnússonar þar sem fullyrt var að hafréttar­samningur SÞ gefi okkur einhliða rétt til að hafna sæstreng

Verið að samþykkja óheft flæði raforku  Arnar Þór svarar: "Sem sér­samn­ing­ur geng­ur EES-samn­ing­ur­inn fram­ar al­menn­um þjóðarrétt­ar­samn­ing­um. Því er mik­il­vægt að hafa í huga að Haf­rétt­ar­dóm­stóll­inn eða aðrar alþjóðastofn­an­ir munu ekki leysa úr ágrein­ings­mál­um vegna skuld­bind­inga Íslands tengd­ra EES-samn­ingn­um, held­ur stofn­an­ir ESB." Þetta seg­ir hann í færslu sem hann birt­ir á Face­book í dag.

Arn­ar svar­ar þar grein sem dr. Bjarni Már Magnús­son, pró­fess­or í lög­um, rit­ar í Frétta­blaðið í morg­un, en í þeirri grein árétt­ar Bjarni að ekk­ert sé í þriðja orkupakk­an­um fjallað beint um skyldu aðild­ar­ríkja EES „til að koma á eða leyfa sam­teng­ingu um flutn­ing orku sín á milli“.

Seg­ir Bjarni að öll aðild­ar­ríki EES-samn­ings­ins, sem og Evr­ópu­sam­bandið sjálft, séu aðilar að haf­rétt­ar­samn­ingi Sam­einuðu þjóðanna frá 1982 og bend­ir á að 311. grein þess samn­ings kveði á um að ákvæði annarra samn­inga, sem aðild­ar­ríki haf­rétt­ar­samn­ings­ins eiga aðild að, skuli vera í sam­ræmi við haf­rétt­ar­samn­ing­inn. „Með öðrum orðum, haf­rétt­ar­samn­ing­ur­inn trón­ir á toppn­um í alþjóðakerf­inu,“ seg­ir Bjarni og bæt­ir við að samn­ing­ur­inn sé stund­um kallaður stjórn­ar­skrá hafs­ins.

Á móti seg­ir Arn­ar að lög­lærðum megi vera ljóst að EFTA-dóm­stóll­inn túlki mál jafn­an „í sam­hengi við og í ljósi mark­miðs og til­gangs“ samn­inga og gerða sem um ræðir á því rétt­ar­sviði, þ.e. að EFTA-dóm­stóll­inn láti anda orkupakk­ans ráða frem­ur en haf­rétt­ar­samn­ing­inn.

Arn­ar Þór er dóm­ari við Héraðsdóm Reykja­vík­ur. Hann hef­ur á und­an­förn­um miss­er­um verið virk­ur í umræðum um orkupakk­ann og meðal ann­ars viðrað það mat sitt, ít­rekað, að orku­pakk­inn grafi und­an full­veldi Íslands. (Mbl.is)

Sjá nánar fleiri fréttir mbl.is af skrifum Arnars Þórs, hér: 

Og ennfremur, um enn eina innkomu hins sama Arnars Þórs inn í umræðuna um orkupakkann:


mbl.is EES framar almennum þjóðréttarsamningum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Boris Johnson sýnir skýr dæmi um að "taking back control" nýtist þjóðinni ekki sízt utan höfuð­borgar­innar, með stefnu nýrrar ríkisstjórnar hans

Í Manchester í dag kvað hann "gríðarleg tæki­færi" fel­ast í Brex­it og lofaði aukn­um fjár­fest­ing­um í inn­viði utan Lund­úna og SA-hluta lands­ins.

Í ræðu hans í Man­ches­ter í dag hét hann því að auka fjár­fest­ing­ar á svæðum sem kusu með Brex­it og lofaði að setja full­an kraft í viðræður um fríversl­un­ar­samn­inga við ríki heims­ins sem myndu nýt­ast við út­göngu úr Evr­ópu­sam­band­inu. (Mbl.is)

Ennfremur:

„Að taka aft­ur völd­in [taking back control] nær ekki bara til þess að þingið end­ur­heimti full­veldi sitt frá Evr­ópu­sam­band­inu,“ sagði for­sæt­is­ráðherr­ann og lofaði því að auka sjálfs­ákvörðun­ar­rétt á lægra stjórn­sýslu­stigi. Þá hét hann því einnig að auka fjár­fest­ingu í innviði. (Mbl.is)

Ennfremur kom fram í ræðunni þung áherzla á það sem við gætum kallað "jafnvægi í byggð landsins", með auknu sjálfræði byggða utan Lundúna-svæðisins og fullri virðingu fyrir arfleifð þeirra og réttindum og tækifærum til framfara og aukinnar atvinnu, en Manchester er gott dæmi um að þetta getur gerzt.

Hér er þessi skýra og snarpa ræða hans.

 
 
 (Þarna sést ræðan öll. Enn betra er að njóta hennar með því að stækka þetta (neðst t.h.) upp í fulla skjámynd.)
 
Og ræða hans í morgun var upplýsandi um fleira, m.a. um málefni Norður-Írlands (sjá tengilinn neðar) og um hugsanlegar kosningar:

Álits­gjaf­ar hafa velt því fyr­ir sér hvort John­son muni kalla til kosn­inga í þeim til­gangi að end­ur­heimta meiri­hluta Íhalds­flokks­ins á breska þing­inu. For­sæt­is­ráðherr­ann sagðist „al­gjör­lega“ úti­loka kosn­ing­ar áður en Bret­land seg­ir skilið við Evr­ópu­sam­band­ið. (mbl.is)

Hlustið á hinn mælska mann og áform hans um tækniframfarir á svæðum sem of lengi voru vanrækt af ráðandi stjórnmálastétt.

Jón Valur Jensson.

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, heimsótti Manchester í dag og lofaði ...
Frá vettvangi í Manchester í dag.

mbl.is „Gríðarleg tækifæri felast í Brexit“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Þetta er snilldargrein eftir hann Elliða Vignisson" (Froskar í suðupotti!)

sagði kona rétt í þessu á Útvarpi Sögu, innhringjandi. "Þetta er frábærlega saman sett hjá hon­um," bæjarstjóranum í Ölfusi, og vísar hún þarna til greinar hans í Fréttablaðinu í dag.

Froskar í suðupotti!

nefnist grein hans, stutt, en snörp og fer hér á eftir:

Myndaniðurstaða fyrir Elliði Vignisson
 

Dæmisagan um hvernig best sé að sjóða frosk lifandi er á þann veg að það sé röng leið að setja hann beint í sjóðandi vatn. Þá skynji hann hættuna og hoppi upp úr. Sé hann hins vegar settur í volgt vatn og hitastig þess svo hækkað hægt og rólega upp í suðumark, þá liggi hann rólegur allt þar til að hann er í senn dauður og mauksoðinn. Stundum velti ég því fyrir mér hvort aðildin að EES-samningnum sé í raun hið ylvolga vatn sem endar við suðumark aðildar að ESB.

Sá hluti EES-samningsins sem snýr að aðlögun að ESB er að verða meira áberandi eftir því sem tímanum fram vindur. Geta þing­manna til að stjórna í sínu landi sé að verða frekar táknræn en raunveruleg. Alþingi sé stimpilstofnun á tilskipanir.

Þetta sést ekki hvað síst í umræðu um hinn blessaða Orkupakka 3. Þar, og víðar, birtist það sem ætíð lá í augum uppi, að EES-samningurinn er hreinlega undirbúningur að inngöngu í ESB. Hugsaður þannig af ESB, hannaður þannig af sambandinu og undirritaður af fulltrúum okkar.

Um þetta þarf í raun ekki að efast. Á vefsíðu ESB segir að samningurinn sé: „… hannaður sem eins konar biðstofa fyrir hlutlaus EFTA-ríki“ („Designed as a sort of waiting-room for the neutr­al EFTA states …“). ESB skilgreinir samninginn enda ekki sem viðskiptasamning heldur „association agreement“. Eðlileg þýðing á því orði væri „sambandssamningur“ en utanríkisráðuneytið þýðir það af einhverjum ástæðum sem „samstarfssamning“.

Það er auðvelt að bera virðingu fyrir afstöðu þeirra sem ganga vilja í ESB. Fyrir því eru mörg sterk rök. Það er ekki síður auðvelt að virða gagnstæða afstöðu enda liggja ekki síður sterk rök þar að baki. Það sem ekki er hægt að þola er hins vegar að storma þjóð­inni í fang yfirþjóðlegs valds á fölskum forsendum. Íslendingar eru ekki froskar í suðupotti.

Elliði Vignisson.


Er Sjálf­stæðis­flokkurinn dæmdur til aðgerðarleysis þegar honum er rétt líflínan -- marar bara í kafi?

Ekki ætlar form. þing­flokks Sjálf­stæðis­flokks að ganga 1 milli­metra til móts við flokks­menn vegna and­stöðu þeirra við OP3, Birg­ir seg­ir "ekki til­efni til að efna til at­kvæða­greiðslu meðal flokks­manna vegna þriðja orku­pakk­ans miðað við inn­tak máls­ins og eðli þess"!!!

Þó eru forsendur fyrir því, að þessi leið sé farin, í skipu­lags­regl­um flokks­ins, þótt nýlegar séu. Samt segir hann "brýnt að ræða við flokks­menn", en verður það gert á fjölda­fundi í Háskóla­bíói, eða ætlar hann að taka einn og einn á tal í einu, eða er þetta einbert orðagjálfur eða til þess eins að tefja málið fram yfir afgreiðslu málsins með jafnvel því, sem sumir kalla landráða­samþykkt, á Alþingi 2. eða 3. september nk.? (eftir 41 dag).

Birg­ir vís­ar til þess að þriðji orkupakk­inn feli ekki með nein­um hætti í sér þær stór­felldu breyt­ing­ar sem stund­um séu látn­ar í veðri vaka. (Mbl.is)

Heyr á endemi, hann ætlast til að við kokgleypum það! En það gera einmitt sízt allra hans eigin flokksmenn, hinn breiði fjöldi, bæði virk og óvirk grasrót. Og margir hafa tekið til fótanna, maður heyrir af æ fleiri tilkynningum um úrsögn úr flokknum, og í skoð­anakönnunum er greinilegur straumur úr flokknum.

Ætlar Birgir að hjálpa með þessu blaðri sínu Bjarna formanni að halda áfram að stýra flokknum lóðbeint niður?

Í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag seg­ir Matt­hild­ur Skúla­dótt­ir, stjórn­ar­maður í Verði - full­trúaráði sjálf­stæðis­fé­lag­anna í Reykja­vík, and­stæðinga orkupakk­ans svekkta yfir því hvernig komið er og marg­ir séu óánægðir með rík­is­stjórn­ina. (Mbl.is)

En Birgir stendur vörð um sína fánýtu vegarhindrun:

„Þing­flokk­ur­inn hef­ur rætt það, vegna þess­ara skiptu skoðana inn­an flokks­ins, að það sé brýnt að nota sum­arið til að eiga sam­töl við flokks­menn með ein­um eða öðrum hætti og ræða þetta mál, koma sjón­ar­miðum á fram­færi og hlusta á at­huga­semd­ir,“ seg­ir Birg­ir.

En sjálfur formaðurinn hefur virzt bæði mállaus og heyrnarlaus um orkupakkamálið; fær hann nú málið, og verður hann ein eyru?

Viðmæl­end­ur Morgunblaðsins úr hópi and­stæðinga þriðja orkupakk­ans inn­an flokks­ins vilja sum­ir flýta flokks­ráðsfundi sem halda á í sept­em­ber nk. og halda hann áður en þing kem­ur sam­an og ræðir orkupakk­ann.

En þá kemur babb í bátinn:

Birg­ir seg­ir það ekki raun­hæf­an kost. „Flokks­ráðsfund­ur er hald­inn af öðru til­efni og til þess að fjalla al­mennt um stefnu­mörk­un flokks­ins, en ekki til að taka af­stöðu til ein­stakra mála. [Þetta er reyndar risamál, hann nefnir það ekki!] Það er nokkuð um­hend­is að færa jafn stór­an og viðamik­inn fund til,“ seg­ir hann og vís­ar til þess sem fyrr kom fram, að ann­ar vett­vang­ur verði notaður til þess að ræða mál­in.

Já, "nokkuð umhendis að færa fundinn til"! Þvílík vandræði! Eru þeir dæmdir til að geta engu breytt um örlög sín? Það er verið að rétta þeim líflínu til að koma þessum ákvörðunarmálum í lag með þeim hætti, sem getur leyst þetta farsællega, þannig að sem flestir kjósendur flokksins geti orðið sáttir og stoltir af sínum Sjálfstæðisflokki, en nei, þá vill flokksforystan alls ekki taka við þeirri líflínu, vill heldur síga í djúpið, að séð verður!

Jón Valur Jensson.


mbl.is Ekki tilefni til atkvæðagreiðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Elliði Vignisson tekur af skarið með uppreisn í Sjálfstæðis­flokknum gegn 3.orkupakkanum

Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss. Honum blæðir fylgistap flokks­ins vegna máls sem Samfylk­ing og Við­reisn stefna að, en er í and­stöðu við lands­fund flokks hans og afstöðu gras­rót­ar­innar, sem fremur en að elta Bjarna í þvílíku grund­vall­ar­máli gegn sjálf­stæði okkar fer þá heldur yfir á Mið­flokkinn meðan þessir gerningar standa yfir í Valhöll.

Hann ber því vitni að átök hafa geisað inn­an Sjálf­stæðis­flokks­ins um þriðja orkupakka Evr­ópu­sam­bands­ins (þótt reynt hafi verið að þagga það niður), en þetta "þurfi ekki að vera ógn­vekj­andi," því að "í átök­um geti fal­ist tæki­færi til þess að leiðrétta kúrsinn þar sem þess væri þörf." Og það er greinilegt að nú sér hann fulla þörf á að leiðrétta kúrsinn í Val­höll, eins og meiri hluti fylgismanna flokksins hefur einmitt talið! Yfirgnæfandi andstaða sjálfstæðismanna gegn orkupakkanum hefur blasað við í hverri skoðana­könn­un eftir aðra um málið til þessa.

En fleira er í vopnabúri Elliða, bæjarstjóra Ölfuss og áður í Vestmannaeyjum:

„Mér hef­ur enda fund­ist það vera nán­ast áskor­un á sjálf­stæðis­menn að kjósa eitt­hvað annað þegar full­yrt hef­ur verið: „Þetta mál (Orkupakki 3) hef­ur ekki haft áhrif á fylgið“ [!!]“

Þá hef­ur Elliði einnig lýst áhyggj­um af eðli EES-samn­ings­ins sem feli í sér aðlög­un að Evr­ópu­sam­band­inu og velt því upp hvort ekki sé ástæða fyr­ir þing­flokk Sjálf­stæðis­flokks­ins að vera hugsi yfir því að stuðning­ur við þriðja orkupakk­ann komi aðallega úr röðum Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, Viðreisn­ar og Pírata sam­kvæmt könn­un­um. (Mbl.is)

Með sínu hugrakka og skelegga frum­kvæði er Elliði vís með að kalla fram fagnaðar­bylgju meðal flokksmanna, sem knýi forystu flokksins til að endur­skoða allt málið frá grunni, vonandi með farsælli niðurstöðu fyrir land og þjóð, og þá verður um leið flokki hans bjargað frá smánarlegu hruni.

Jón Valur Jensson. 


mbl.is Skorað á sjálfstæðismenn að kjósa annað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Landsamband bakarameistara andvígt orkupakka-meðvirkni hinna ESB-sinnuðu Samtaka iðnaðarins

Bakaríið Gæðabakstur hefur nú sagt sig úr Lands­sam­bandi bak­ara­meist­ara, ekki vegna and­stöðu við LB, held­ur í and­stöðu við fylgi Sam­taka iðn­að­ar­ins við þriðja orku­pakk­ann og til að þurfa ekki að borga gjöld til SI, en LB er aðili að SI.

Bakarar hafa bent á, að með öðrum orku­pakk­anum stór­hækk­aði raf­orku­verð til bakaría, því að við upptöku 2. pakkans hækkaði næturverð rafmagns um 50%! (sjá Mbl.is-fréttartengil neðar). En eins og mönnum er kunnugt, fer bakst­urinn í bakaríum mest fram á nóttunni.

Aðrir, m.a. Birgir Þórarinsson alþingismaður, hafa vakið athygli á tjóni Íslendinga vegna 1. og 2. orku­pakkans, sem juku hér al­menn­an kostnað við orkukaup (með fjölgun söluaðila og fjölgun innheimtu­reikninga til allra) og sérstak­lega með stór­hækk­un rafmagns­verðs til húsahitunar, á bilinu ca. 70% og hátt í 100%!

Einkennilegt er, að Samtök iðn­að­arins standa ekki með aðildar­félögum sínum, sem verða að gjalda fyrir uppáskrift íslenzkra stjórnvalda á orkupakkana. En Samtök iðnaðarins standa ekki með óskertu fullveldi þjóðarinnar, og helzti málsvari samtakanna í fjölmiðlum hefur lengi verið ESB-linnlim­unar­sinni, jafnvel á þeim árum sem hann var ritstjóri Morgunblaðsins.

Nei takk! er afstaða meirihluta almennings til þessara orkupakka!

Jón Valur Jensson.


mbl.is Úrsögn vegna 3. orkupakkans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gegn ábyrgðarlausum áróðri í sjálfstæðis- og orkumálum

Þótt allir eigi rétt á því að mynda sér sína skoðun, gerðu ýmsir betur í því að halda henni fyrir sjálfa sig, gangi hún gegn sjálf­stæði Íslands, en í þágu afla sem vilja marg­falda hér orkuverð, stórauka þannig útgjöld fjölskyldna, en umfram allt vinna gegn atvinnu­fyrir­tækjum, sem yrðu verr sett gagnvart innflutn­ingi og myndu ugglaust mörg hver leggja upp laupana, með atvinnumissi fjölda manns hér.

Orka seld héðan gæti hins vegar aukið atvinnu manna erlendis, en það er ekki okkar hlutverk og ekki rétt að setja mikla pressu á íslenzka náttúru með stóraukinni orku­framleiðslu til að selja rafmagn sem hrávöru úr landi.

Slík pressa á náttúruna myndi bæði verða í farvegi vatnsorku- og jarð­varmaorku-virkjana, sem og vind­myllu­garða, sem m.a. myndu valda stórskaða á fuglalífi, jafnvel á dýrmætum tegundum í útrýmingarhættu.

Jarðvarminn er EKKI endalaus auðlind og nýting hans ekki án mengandi, jafnvel heilsuspillandi áhrifa.

80% hlutdeild Landsvirkjunar í vatnsorku­verum hefur byggzt upp með lánum, sem borgað hefur verið af með orkusölu til stóriðju og þjóðin smám saman eignazt virkjan­irnar skuldlausar. Við ættum alls EKKI að einkavæða þessa Landsvirkjun (jafnvel bjóða hana á undir­máls­verði, eins og áður hefur gerzt við einka­væðingu ríkis­eigna), sem yrði hins vegar langlíklegasta leiðin, ef við uppá­skrifum þriðja orkupakkann!

Jón Valur Jensson.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband