Gegn ábyrgðarlausum áróðri í sjálfstæðis- og orkumálum

Þótt allir eigi rétt á því að mynda sér sína skoðun, gerðu ýmsir betur í því að halda henni fyrir sjálfa sig, gangi hún gegn sjálf­stæði Íslands, en í þágu afla sem vilja marg­falda hér orkuverð, stórauka þannig útgjöld fjölskyldna, en umfram allt vinna gegn atvinnu­fyrir­tækjum, sem yrðu verr sett gagnvart innflutn­ingi og myndu ugglaust mörg hver leggja upp laupana, með atvinnumissi fjölda manns hér.

Orka seld héðan gæti hins vegar aukið atvinnu manna erlendis, en það er ekki okkar hlutverk og ekki rétt að setja mikla pressu á íslenzka náttúru með stóraukinni orku­framleiðslu til að selja rafmagn sem hrávöru úr landi.

Slík pressa á náttúruna myndi bæði verða í farvegi vatnsorku- og jarð­varmaorku-virkjana, sem og vind­myllu­garða, sem m.a. myndu valda stórskaða á fuglalífi, jafnvel á dýrmætum tegundum í útrýmingarhættu.

Jarðvarminn er EKKI endalaus auðlind og nýting hans ekki án mengandi, jafnvel heilsuspillandi áhrifa.

80% hlutdeild Landsvirkjunar í vatnsorku­verum hefur byggzt upp með lánum, sem borgað hefur verið af með orkusölu til stóriðju og þjóðin smám saman eignazt virkjan­irnar skuldlausar. Við ættum alls EKKI að einkavæða þessa Landsvirkjun (jafnvel bjóða hana á undir­máls­verði, eins og áður hefur gerzt við einka­væðingu ríkis­eigna), sem yrði hins vegar langlíklegasta leiðin, ef við uppá­skrifum þriðja orkupakkann!

Jón Valur Jensson.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband