Bloggfærslur mánaðarins, september 2018
21.9.2018 | 16:23
"Evrópusambandið verður að sýna Bretlandi virðingu
Ég ætla hvorki að umbylta niðurstöðum þjóðaratkvæðagreiðslunnar né að láta landið mitt liðast í sundur, sagði May í yfirlýsingunni. Breska ríkisútvarpið, BBC, greinir frá. Í Brexit-viðræðum hafi hún alltaf sýnt ESB virðingu og búist við því sama. Eigi niðurstaðan að verða sú að samband Bretlands og ESB verði gott að lokinni útgöngu, verði að ríkja gagnkvæm virðing.
Forsætisráðherrann gagnrýndi leiðtogana fyrir að útskýra ekki betur á hverju neitun þeirra byggði, svo að hægt verði að ræða málin. Án útskýringa verði ekki hægt að ná árangri í viðræðunum. Enn er langt í land í Brexit-viðræðum, að mati May. Bretum hafi verið boðið að vera hluti af Evrópska efnahagssvæðinu og tollabandalagi eða að gera fríverslunarsamning en að það séu ekki ásættanlegir kostir fyrir Breta. Með því að ganga að fyrri kostinum myndu bresk stjórnvöld gera lítið úr þjóðaratkvæðagreiðslu um Brexit. Síðari kosturinn myndi þýða að Norður-Írland yrði endanlega aðskilið frá Bretlandi. Slíkt myndi ekki nokkur breskur forsætisráðherra samþykkja. Ef ESB heldur að ég geri það, þá skjátlast þeim hrapallega. Að mati May eru báðir kostirnir slæmir. Betra sé að gera engan samning en slæman."
Allur er þessi pistill tekinn herskildi af þjóðareigninni Rúv-vefnum síðdegis í dag. -jvj.
Segir tillögur Breta ekki ganga upp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 17:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
12.9.2018 | 07:47
Enn eykst skefjalaus útaustur úr ríkissjóði vegna EES-báknsins
Framlög Íslands til uppbyggingarsjóðs EES vegna aðildar Íslands að EES-samningnum verða 566 millj. kr. 2019, eru 276,5 millj. 2018, verða 899 millj. 2020 og einn milljarður og 26 milljónir árið 2021.
Þvílík aukning, hátt í fjórföldun á þremur árum! En hvað kemur okkur við einhver uppbygging í Búlgaríu eða Rúmeníu, Lettlandi eða Slóveníu? Jú, milljarður skal það verða! En Fjölskylduhjálp Íslands og hennar fátæku skjólstæðingar fá engar þrjár milljónir, hvorki úr ríkissjóði né borgarsjóði, þá skal frekar kastað milljarði austur fyrir gamla járntjaldið, handa fátækum sem Brussel-liðið getur ekki annazt, og lokað fleiri götum í Reykjavík, svo að hver bílstjóri fari að átta sig á því að hann er persona non grata, enda beri borgin meiri ábyrgð á útlendum en innlendum borgarbúum.
Þá stendur til "að veita 162 millj.kr. aukalega til sendiráðs Íslands í Brussel á næsta ári til þess að styrkja starfsemi þess og fjölga fulltrúum fagráðuneyta þar vegna aðildar Íslands að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið (EES)" (mbl.is).
Já, þetta verður Gósentíð hvítflibbanna í ráðuneytunum, ESB-þotuliðsins:
Ennfremur segir í fjárlagafrumvarpinu að undirbúningur sé þegar hafinn að því að efla sendiráðið í Brussel og fjölga fulltrúum fagráðuneyta innan þess.
Þetta fer að minna á ljóð Steins Steinarr:
... Húsameistari ríkisins, ekki meir, ekki meir!
Jón Valur Jensson.
Hundruðum milljóna meira vegna EES | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 17:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
7.9.2018 | 07:28
Bragð er að þá barnið finnur: jafnvel Baldur Þórhallsson sér þetta!
Á sama tíma og æ fleiri sjá annmarkana á því að halda áfram í EES vegna yfirgangs ESB sem þvingar upp á okkur þungbærum lagaklöfum,* kemur í ljós, að jafnvel það að neyða okkur til refsiaðgerða gegn Rússum er enn einn anginn af EES-"samstarfinu"! En Baldur þessi er einn mesti ESB-maður á norðurhveli jarðar, hefur lengi mælt með innlimun landsins í Evrópusambandið, enda árum saman verið margmilljóna-styrkþegi þess.
En í áðurnefndum refsiaðgerðum hefur þjóðin verið neydd til að taka þátt, sér til skaðræðis, af meðvirkri stjórnmálaelítu, sem gæti nú farið að syngja sitt síðasta, ef hún áttar sig ekki á því, að hún er alveg að klofna frá þjóðinni.
* Persónuverndarlögunum, sem koma sér afar illa fyrir sveitarfélög og fyrirtæki, og Þriðja ESB-orkumálapakkanum.
Jón Valur Jensson.
Tökum þátt vegna EES-samningsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 15:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)