Bloggfærslur mánaðarins, júní 2015

Alþingi vanrækir sitt brýnasta mál!

Styrmir Gunnarsson á heiður skilinn fyrir að minna í tveimur nýjustu greinum á nauðsyn þess að jarða Össurarumsóknina formlega og endanlega. Í þeirri fyrri, Ætlar enginn þingmaður að spyrja um afturköllun aðildarumsóknar fyrir þinglok? ritar hann:

"Engin formleg staðfesting liggur fyrir frá Evrópusambandinu um að það líti á bréf utanríkisráðherra frá því í marz sem afturköllun aðildarumsóknar.

Hið eina sem hefur gerzt er að Ísland er ekki lengur skráð sem umsóknarríki á tveimur síðum á heimasíðu ESB. Á annarri þeirra er það hins vegar enn merkt á korti sem umsóknarríki."

Og hann spyr:

Getur verið að enginn þingmaður - ENGINN - úr röðum þingflokka stjórnarflokkanna, sem andvígir eru aðild ætli að standa upp á Alþingi fyrir þinglok og krefjast skýrra svara frá utanríkisráðherra um stöðu málsins?

Í annarri grein í dag, Alþingi: Þegjandi samkomulag um að þegja um aðildarumsóknina að ESB?, ritar hann m a.:

"Það verður fróðlegt og forvitnilegt að fylgjast með því, hvort í gangi er þegjandi samkomulag allra þingflokka um að nefna ekki á nafn fyrir þinglok stöðuaðildarumsóknar Íslands að Evrópusambandinu.

Getur verið að allur þingflokkur Sjálfstæðisflokksins sé búinn að gefast upp við að ljúka þessu máli með afgerandi hætti?

Getur verið að allur þingflokkur Framsóknarflokksins sé búinn að gefast upp með sama hætti?"

Og hann bendir á augljósar hætturnar sem í þessu felast:

"Auðvitað blasir við að það hentar hagsmunum Samfylkingar að málið sé í þeirri stöðu, sem það er nú. Það þýðir að komist sá flokkur í ríkisstjórn getur hann hafizt handa þar sem frá var horfið."

Og það er augljóst að meirihluti þingflokks VG er orðinn aðildarsinnaður flokkur."

Og knýjandi er þessi spurning hins reynda stjórnmálaritara:

"Hvað ætli forsætisráðherra segi um málið í stefnuræðu sinni í haust? Verður þá enn þagað?"

Er hugleysið orðið einkenni þessarar ríkisstjórnar og þingmanna hennar? Aðhróp og samfelldan áróður 365 fjölmiðla Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og hlutdrægra starfsmanna á Rúv, auk stjórnarandstæðinga á þingi, hefur þetta stjórnarlið látið stjórna sér með hræðslugæðum, lyppazt niður í ráðleysi, þannig að fullveldissinnar geta, að því er virðist, engum treyst lengur á þingi.

Og hafa stjórnarflokkarnir tveir misst allt samband við grasrót sína? Styrmir ritar (leturbreytingar allar á orðum hans eru hans sjálfs):

"Hver ætli verði niðurstaða landsfundar Sjálfstæðisflokksins í haust? Verður því haldið fram í ályktunum þess fundar að aðildar­umsóknin hafi verið dregin til baka með fullnægjandi hætti?!"

En það dugar greinlega ekki. Íslenzkir þjóðarhagsmunir eiga ekki að þurfa að líða fyrir það, að síðar komist í valdastóla menn sem þræti fyrir það, að uppsögn ráðherrans á  ESB-umsókninni hafi verið lögleg, og að þeir finni samstöðu með þeirri afstöðu sinni hjá klækjafullum útþenslusinnum í Brussel, mönnum sem sjálfir, á bak við töldin, kunna að hafa stjórnað þessari áróðursumræðu fjölmiðla JÁJ og samherja hans. 

Af öllum ástæðum er aðgerða þörf án tafar! 

PS. Og enn heldur Styrmir uppi merkinu, meðan stjórnarþingmenn bregðast hver um annan þveran:

Eldhúsdagsumræður: Enginn þingmaður stjórnarflokkanna ræddi aðildarumsóknina

Jón Valur Jensson.


mbl.is Afgreiða á hátt í 70 þingmál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Brezk heimili yrðu betur sett utan Evrópusambandsins

Þau myndu spara 200.000 kr. á ári ef landið segði sig úr ESB. Matvæli fengjust ódýrari frá ríkjum utan ESB (nú ókleift vegna tollmúra), auk þess sem kostnaðarsamt regluverk ESB yrði lagt til hliðar, en það er "til þess fallið að hækka verð til neytenda." Hugveitan Business for Britain fann þetta út, og birzt hefur það í Daily Telegraph og á mbl.is

Tollmúrar Evrópusambandsins bitna mjög á þriðja heiminum, t.d. er reynt að níðast á sykurframleiðslu þeirra ríkja með styrkjum og verndartollum fyrir sykurrófuframleiðslu Ítala. En hrámeti og matvæli eru ekki aðeins ódýrari í Suður-Ameríku og Asíu en í ESB, heldur eru þau langtum ódýrari í Bandaríkj­unum en í Vestur- og Norður-Evrópu og úrvalið og gæðin ekki síðri.

Við Íslendingar þurfum að ganga miklu lengra í þá átt að lækka eða fella niður tolla og vörugjöld á vörum frá Bandaríkjunum, þ.m.t. á bílum og tæknivörum -- og skoða það einnig, frá þjóðhagslegu sjónarmiði og með traustum útreikn­ingum, hvort rétt gæti verið að ganga í NAFTA-viðskiptasambandið, ef við nytum þá velvildar til þess -- en alls ekki í hið valdfreka Evrópusamband, sem heimtar af okkur æðsta og ráðandi löggjafarvald og önnur fullveldisréttindi!

Sigríður Á. Andersen alþm. hefur sérstaklega beitt sér í þessu máli, þ.e.a.s. fyrir lækkun/niðurfellingu tolla og vörugjalda, og er skynsöm kona í þessu sem ýmsu öðru (var t.d. ein á móti því í þinginu að kasta 500M kr. út um gluggann í femínismafræðinga och dylika).

Jón Valur Jensson.


mbl.is Heimilin betur sett utan ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ómótmælanleg staðreynd

Það er gott, að aðalritstjóri ESB-Fréttablaðsins viðurkenni loksins í leiðara,* að þjóðin vill ekki að lýðveldinu verði mokað inn í evrópskt stórveldi.

Rökin gegn Evrópusambandinu varða fyrst og fremst okkar eigið sjálfstæði og fullveldisréttindi, við hefðum minnst allra þjóða að græða á ESB og mestu allra hlutfallslega að tapa –– og höfum nú þegar þurft að berjast gegn ærnum og ófyrirleitnum bellibrögðum þessa stórveldabandalags gegn okkur í Icesave- og makríl-málunum og jafnvel nú síðast í vetur í kolmunna-málinu (ESB vill skerða hlutdeild okkar úr 17,63% í 4,8% í kolmunnaveiði í N-Atlantshafi á þessu ári : http://fullveldi.blog.is/blog/fullveldi/entry/1713658/ ).

* Í Frbl. í dag.

Jón Valur Jensson.


Ekkert fullveldisframsal ! Engin snögg og stórtæk umskipti æskileg á stjórnarskrá

Það verður að hafa auga með stjórnvöldum, að þau ani ekki út í ófarsælar stjórnarskrárbreytingar, sem gætu m.a. snúizt um fullveld­is­framsal. Óráðlegt er að gera margar breytingar í einu í stað þess að athyglin fái að beinast óskipt að einu eða fáum málum, sem fólk geti þá kosið um, hvert um sig.

Ef forsætisráðherra hefur "vænt­ing­ar um að þjóðar­at­kvæðagreiðsla um breyt­ing­ar­til­lög­ur þver­póli­tískr­ar stjórn­ar­skrár­nefnd­ar geti farið fram sam­hliða for­seta­kosn­ing­um á næsta ári, eins og Bjarni Bene­dikts­son fjár­málaráðherra hef­ur áður nefnt," þá er augljóst, að vel er hægt að afgreiða slík mál á fjögurra til átta ára fresti, og það liggur ekkert á neinni heildarendurskoðun (hér er undirritaður sammála Sigurði Líndal lagaprófessor).

Hér er einnig ástæða til að vara enn við hugmyndum Bjarna Benediktssonar, sbr. nýlega grein hér: Bjarni Benediktsson mælir með vissu framsali full­veld­is­heimilda!. Þá er ennfremur ljóst, að ráðherrar munu ekki hafa þjóðina með sér í slíku skaðræðisverki, skv. skoðanakönnum MMR í næstliðnum mánuði, þar sem þetta kom í ljós: Nær fimm sinnum fleiri andvígir framsali hluta íslenzks ríkisvalds en hlynntir! 

  • Hvað varðaði spurn­ingu Katrín­ar [Jakobsdóttur] um hvort ástæða væri til að gera tíma­bundið ákvæði um, að þjóðar­at­kvæðagreiðslu þurfi til að samþykkja breyt­ing­ar á stjórn­ar­skrá í stað þess að tvö þing þurfi þess, verði gert var­an­legt, sagði for­sæt­is­ráðherra það ekki sjálf­gefið. Hann gerði hins veg­ar ráð fyr­ir því að nefnd­in skoðaði hvernig staðið sé að stjórn­ar­skrár­breyt­ing­um til fram­búðar.

Hér má taka undir með fyrra atriðinu hjá forsætisráðherra. Ennfremur ættum við að gera skilyrði um aukinn meirihluta, bæði almennings og Alþingis (eins og Norðmenn gera um Stórþingið), í öllum þeim málum þar sem fullveldisréttindi ríkis og þjóðar yrðu lögð undir.

Menn verða að líta til reynslu annarra smárra þjóða af því, að auðvelt er með massífum fjölmiðlaáróðri fjársterkra aðila að hagga svo til og frá afstöðu þjóðfélagshópa, að úrslitum getur ráðið í þjóðaratkvæði. Hér erum við t.d. með fjölmiðlabatterí 365 fjölmiðla, sem nú þegar hafa verið misnotaðir mark­visst af sínum eigendum til að hafa strangt áhrifavald á skrif fréttamanna þar, og uppsögnum hefur einnig verið beitt. Með Evrópusambands-sinnann Jón Ásgeir Jóhannesson þar í stafni er augljós hættan af þvílíkri risa-fjölmiðlasamsteypu sem sendir t.d. "ókeypis" ESB-sinnað "Fréttablað" sitt á 90.000 heimili daglega.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Kjósi um stjórnarskrá samhliða forsetakosningum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband