Ekkert fullveldisframsal ! Engin snögg og stórtæk umskipti æskileg á stjórnarskrá

Það verður að hafa auga með stjórnvöldum, að þau ani ekki út í ófarsælar stjórnarskrárbreytingar, sem gætu m.a. snúizt um fullveld­is­framsal. Óráðlegt er að gera margar breytingar í einu í stað þess að athyglin fái að beinast óskipt að einu eða fáum málum, sem fólk geti þá kosið um, hvert um sig.

Ef forsætisráðherra hefur "vænt­ing­ar um að þjóðar­at­kvæðagreiðsla um breyt­ing­ar­til­lög­ur þver­póli­tískr­ar stjórn­ar­skrár­nefnd­ar geti farið fram sam­hliða for­seta­kosn­ing­um á næsta ári, eins og Bjarni Bene­dikts­son fjár­málaráðherra hef­ur áður nefnt," þá er augljóst, að vel er hægt að afgreiða slík mál á fjögurra til átta ára fresti, og það liggur ekkert á neinni heildarendurskoðun (hér er undirritaður sammála Sigurði Líndal lagaprófessor).

Hér er einnig ástæða til að vara enn við hugmyndum Bjarna Benediktssonar, sbr. nýlega grein hér: Bjarni Benediktsson mælir með vissu framsali full­veld­is­heimilda!. Þá er ennfremur ljóst, að ráðherrar munu ekki hafa þjóðina með sér í slíku skaðræðisverki, skv. skoðanakönnum MMR í næstliðnum mánuði, þar sem þetta kom í ljós: Nær fimm sinnum fleiri andvígir framsali hluta íslenzks ríkisvalds en hlynntir! 

  • Hvað varðaði spurn­ingu Katrín­ar [Jakobsdóttur] um hvort ástæða væri til að gera tíma­bundið ákvæði um, að þjóðar­at­kvæðagreiðslu þurfi til að samþykkja breyt­ing­ar á stjórn­ar­skrá í stað þess að tvö þing þurfi þess, verði gert var­an­legt, sagði for­sæt­is­ráðherra það ekki sjálf­gefið. Hann gerði hins veg­ar ráð fyr­ir því að nefnd­in skoðaði hvernig staðið sé að stjórn­ar­skrár­breyt­ing­um til fram­búðar.

Hér má taka undir með fyrra atriðinu hjá forsætisráðherra. Ennfremur ættum við að gera skilyrði um aukinn meirihluta, bæði almennings og Alþingis (eins og Norðmenn gera um Stórþingið), í öllum þeim málum þar sem fullveldisréttindi ríkis og þjóðar yrðu lögð undir.

Menn verða að líta til reynslu annarra smárra þjóða af því, að auðvelt er með massífum fjölmiðlaáróðri fjársterkra aðila að hagga svo til og frá afstöðu þjóðfélagshópa, að úrslitum getur ráðið í þjóðaratkvæði. Hér erum við t.d. með fjölmiðlabatterí 365 fjölmiðla, sem nú þegar hafa verið misnotaðir mark­visst af sínum eigendum til að hafa strangt áhrifavald á skrif fréttamanna þar, og uppsögnum hefur einnig verið beitt. Með Evrópusambands-sinnann Jón Ásgeir Jóhannesson þar í stafni er augljós hættan af þvílíkri risa-fjölmiðlasamsteypu sem sendir t.d. "ókeypis" ESB-sinnað "Fréttablað" sitt á 90.000 heimili daglega.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Kjósi um stjórnarskrá samhliða forsetakosningum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Stjörnarskrármálið og ESB umsóknin er sama mál. Nú verður það að aðalefni á komandi misserum að þvæla í gegn þeim breytingum sem Feneyjanefndin bað um í áliti sínu á drögunum, svo við verðum nú klár í að ganga inn þegar það verður sótt.

http://www.visir.is/stjornarskra-breytt-fyrir-esb-adild/article/200938564492

Þetta er Trójuhestur Samfylkingarinnar. Án hans er sigur í ESB málinu vonlaus.

Jón Steinar Ragnarsson, 11.6.2015 kl. 19:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband